Pressan - 21.11.1991, Síða 34

Pressan - 21.11.1991, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991 HIN HEILÖGU ÚTHVERFI Á undanförnum árum hefur hvert málið rekið annað þar sem íbúar úthverfanna hafa risið upp og mótmælt heimilum fyrir fatlaða og fanga; einhverfa og geðveika; tónlistarskólum, strætóstoppistöðvum, dælustöðvum og jafnvel stúdentum. Sum þessara mála eru spaugileg en önnur, einkum þau sem beinast gegn fólki, eru það ekki. Þar takast á sjónarmið fatlaðra og heilagleiki úthverfanna. ..Þad sem fer mesl í tauy- arnur á mér er aö á suma líma <>!! lalad er um fjárskorl 1,1 heilbriydismála eru dýr- uslu húsin í hænum keypt undir svona slarfsemi. Af hverju kaupa þessi félaifs- samtök oíf stofnanir ekki luis- næöi þar sem þad er ódýr- ura? Mérfinnsl þella ekþi gád pólilík. I nágrenni vid Ixiug- arásveg eru mörg sumbýli og með þessu áframhuldi fer þella að verða algjörl spilala- hverfi. Nú er húsið á 71 búið að stundu lóml í murgu mán- uði. uð sögri vegna viðgerðu. en hvuð er verið að gera við? Muður fær nákvæmlega ekki að vita neill hvað er að gerasl þarna. f upphafi vur stofnað sambýli, en það gekk ekki. og þá var því breytl í lokaða deild án þess að um það væri laluð nokkurn hlut." Þessi orð eins íbúans við LaugarásveK í Reykjavík eru ef til vill lýsandi um viðhorf fólks Ragnvart sambýlum ein- staklinga í borginni, en um- ræðan um þau málefni er mjög í brennidepli í fjölmiðl- um um þessar mundir vegna sambýlis fatlaðra í Þverárseli. Elsta dæmi um sambýli í Reykjavík er frá 1973 þegar Kleppsspítali hóf rekstur sér- stakrar deildar í húsinu núm- er 71 við Laugarásveg. íbú- arnir í nágrenninu töldu sam- býlið ekki eiga rétt á sér í hverfinu og vildu það burt. ,,Það gengu undirskrifta- Jóhönnu Siguróardóttur fé- lagsmálaráöherra hefur verió stefnt vegna Sæbrautar 2. „Mér finnst leiöinlegt vió þessi mél þegar fólk er að búa sér til eigin skilgreiningu á því hvaó sé viðeigandi og hvaó ekki," segir Þorbjorn Brodda- son. listar og það voru haldnir fundir um málið og svo fram- vegis. Dagblöðin frá þessum tima eru full af mótmæla- greinum og þá voru þung orð látin falla," segir hjúkrunar- fræðingur á Kleppi sem rifjar upp mótmæli íbúanna. Með tímanum þögnuðu óánægjuraddirnar í hverfinu og ekki hefur borið á vanda- málum síðan sem ekki hefur mátt leysa, að sögn hjúkrun- arfræðingsins. Annar ibúi við götuna segir: „Ég hef aldrei haft neitt önæði af þessari deild, enda veit maður ekkert hvað um er að vera þarna, ekki frekar en hjá öðrum nágrönnum i hverfinu. Ég skil ekki fordóm- ana gagnvart þessum sam- býlum endalaust." ERUM VIÐ EINS OG APARNIR? Það er stundum talað um territoríalisma í mannfræð- inni. Isminn birtist meðal annars hjá öpum í því að þeir helga sér landsvæði og verja það siðan með kjafti og klóm. Með reglulegu millibili fara þeir að mörkum landamæra sinna og láta öllum illum lát- um framan í aðra apa sem standa hinum megin landa- mæranna og þannig ítreka þeir hver fyrir öðrum hvar landamærin liggja. Manni virðist mannskepnan ekki vera ólík dýrum eyðimerkur- innar að þessu leyti frekar en öðru þegar höfð eru í huga mótmæli fólks við innflutn- ingi öðruvísi einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana í hverfi þeirra. Mótmælin gegn sambýlunum eru angi af sama meiði, en þau stafa oft- ast af ótta við breytingar á rikjandi ástandi, einangrun- arstefnu gagnvart óþægilegu áreiti, fáfræði og illa grund- aðar upplýsingar. Yfirleitt leiðir timinn í Ijós að breyt- ingarnar voru ekki óyfirstíg- anlegar. RÆÐUR HROKI FERÐINNI HJÁ AÐSTANDENDUM SAMBÝLANNA? Árið 1985 reis mikil mót- mælaalda meðal ibúa í ná- grenni og við Laugateig gegn sambýli á vegum Verndar í húsinu númer 19 fyrir fyrr- verandi fanga og einstaklinga sem átt höfðu við vímuefna- vandamál að etja. Þá fór einnig af stað meiriháttar undirskriftasöfnun gegn sam- býlinu og haldnir voru mót- mælafundir meðal íbúanna. Ingibjörg (jeslsdóttir var á móti sambýlinu í upphafi og mótmælti kröftuglega. „Mótmæli okkar ibúanna stöfuðu fyrst og fremst af ótta við það sem við þekktum ekki. Sambýlið kom óvænt inn í hverfið og án þess að það væri kynnt fyrir íbúun- um. Ég var á móti þvi í upp- hafi en síðar bentu margir mér á staðreyndir varðandi málið og fræddu mig um þá hluti sem ég vissi ekki. því óttinn stafaði af fáfræði. Enda hefur tíminn leitt í Ijós að það hefði enginn þurft að bera kvíðboga fyrir sambýlinu. Það stingur ekki á neinn hátt í stúf í hverfinu. íbúar þess eru bara eins og hver önnur fjölskylda og maður tekur ekkert frekar eftir þessari fjölskyldu en öðrum," segir Ingibjörg Gestsdóttir. Undir þetta tekur annar íbúi við Laugateig, en segir að mót- mælin hafi að verulegum hluta grundvallast á hroka þeirra, sem að sambýlinu stóðu, í garð íbúanna. „Ég get ekki svarað því hvort um hroka af okkar hálfu hafi verið að ræða í upphafi þvi ég var ekki kom- inn til sögunnar hjá Vernd þá, en við litum svo á að þessu fólki væri lífsnauðsynlegt að vera innan um annað fólk ef það ætti að geta starfað eðli- lega í þjóðfélaginu í framtíð- inni. Reyndin hefur líka orðið sú og vandamálin, sem allir voru svo hræddir við í upp- hafi, hafa ekki látið á sér kræla," segir Birgir Kjartans- son, formaður Verndar. LEIÐINLEGT AÐ HORFA UPP Á ÞESSA AUMKUNARVERÐU EINSTAKLINGA Minnisstætt er hið svokall- aða Sæbrautarmál, sem kom upp fyrir um tveimur árum þegar komið var á fót sambýli fyrir einhverfa í húsi númer 2. Þar risu íbúar upp á aftur- fæturna og mótmæltu kröft- uglega og kröfðust þess að sambýlið yrði flutt burt úr hverfinu. (luðrún Sverrisdóll- ir hjúkrunarfræðingur, sem býr á Sæbraut 3, segir í grein sinni, sem birtist í Morgun- blaðinu 30. maí 1990. að áhyggjur foreldra barnanna hafi verið fluttar yfir á íbúana í hverfinu og nú sé heimilum þeirra haldið í heljargreipum enda skipti nábýli við aðra þessa ofvirku einstaklinga ekki máli. Hegðun þeirra sýni að þeir þurfi stórt af- markað svæði, sem fullnægi hreyfiþörf þeirra, og nóga hreyfingu fái þeir ekki innan þeirrar girðingar sem reist hafi verið umhverfis húsið og því sæki þeir í garða ná- grannanna. Þeir þurfi svæði þar sem hljóð þeirra heyrist ekki milli húsa og kynferðis- legar athafnir þeirra sjáist ekki úr næstu húsum og göt- um. Það hafi komið fyrir að þeir hafi gert þarfir sínar á götuna fyrir framan aðra íbúa hverfisins, komið alls- naktir inn á heimili i götunni og svo framvegis. Guðrún og eiginmaður hennar, Guð- mundur J. Guðjónsson lækn- ir, höfðuðu mál gegn félags- málaráðherra, Jóhönnu Sig- urðardóllur. vegna sambýlis- ins og er það mál enn fyrir dómstólum. „Sambýlið hefur aldrei snert mig eða truflað á neinn hátt, ekki þannig að orð sé á gerandi. Mér skilst að gæslan hafi verið aukin til muna á heimilinu og ég held að fólk verði ekki svo mikið vart við vistfólkið, ekki ég að minnsta kosti," segir Ari Ólafsson í húsinu númer 8. Annar íbúi við Sæbraut segir að málið sé og hafi frá upphafi verið mjög viðkvæmt og ekki heppilegt að fjalla mikið um það í fjöl- miðlum. ERU FATLAÐIR UMHVERFISVANDAMÁL? Þverárselsmálið er nýjasta dæmið um málefni fatlaðra í Reykjavík. Þar kröfðust íbúar þess að málið yrði lagt fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur, eins og lög kveða á um þegar setja á á fót stofnanir í íbúðar- hverfi. Á það féllst borgar- stjórn og niðurstaða bygging- arnefndar var á þá lund að sambýlið bryti í bága við skipulag við götuna. Þá hefur umhverfisráðuneytið verið beðið að skera úr um rétt- mæti túlkunar byggingar- nefndar í þessu máli. „Mér finnst leiðinlegt við „Nagrannar í Stuðlaseli tóku é móti okkur meó kaffi og kök- um árið 1987 og hafa gert sið- an á hverju ári," segir Ásta Maria hjá Svæðisstjóm fati- aðra. þessi mál þegar fólk er að búa sér til eigin skilgreiningu á þvi hvað sé viðeigandi og hvað ekki, hvaða fólk megi vera hér eða þar og hverjir ekki. í rauninni segir leiðari Morgunblaðsins á miðviku- dag í síðustu viku allt sem segja þarf í svona málum. Þar segir höfundur að ef meiri- hluti borgarstjórnar telji að orðalag í lögum og reglu- gerðum um þetta efni kalli á slíka málsmeðferð, sem hún hafi nú fallist á, séu það eðli- leg viðbrögð meirihlutans að hann beiti sér fyrir breyting- Nágrannarnir vilja ekki hafa fatlaða i götunni.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.