Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 9 Lífeyrissjóður verslunarmanna LÚXUSSUMARHÚS HANDA STJÚRN OG SIARFSMÖNNUM Sjóðurinn fékk sér fullkominn heilsárssumarbústað í Bisk- upstungum og greiddi rúmar 7 milljónir á borðið. Notkun hans er takmörkuð við stjórnarmenn og 15 starfsmenn sjóðsins. Sjóðurinn hefur á 10 árum aukið eignir sínar úr 5 í 22 milljarða og á nú hlutabréf upp á 1,2 milljarða á mark- aðsvirði. A síðustu 10 árum hafa eignir j-jfeyrissjóðs verslunarmanna "átt í fimmfaldast að raungildi °8 ört vaxandi hlutabréfakaup ^Jóðsins hafa borið ríkulegan ‘tvöxt; að meðaltali 14 prósent ^vöxtun umfram verðbólgu. Stjórnendur og starfsmenn ^jóðsins hafa nú verðlaunað sig tynr frammistöðuna með kaup- om á lúxussumarhúsi í landi Ut- nlíðar í Biskupstungnahreppi. ^eljandi bústaðarins bað um 8 niilljónir, en sjóðurinn fékk nann á 7,1 milljón með því að yfirtaka skuldir en greiða and- virðið að öðru leyti á borðið. aðeins fyrir stjórn- ARMENN OG 15 STARFS- MENN SJÓÐSINS Um er að ræða 64 fermetra bústað með 20 fermetra svefn- *ofti og stórri verönd. I honum rafmagn, heitt og kalt vatn og neitur pottur. Þetta er glænýr neilsársbústaður, byggður á síð- asta ári. Olíkt og gengur og gerist hjá rélagasamtökum verða ekki jriargir sem slást um plássið í oústaðnum. Notkun hans er ein- skorðuð við 15 starfsmenn sjóðsins og 6 stjómarmenn. í stjóminni eru Víglundur Þor- s'einsson stjórnarformaður, Guðniundur H. Garðarsson, Magnús L. Sveinsson, Pétur Maack, Guðjón Oddsson og ‘jugir R, Jónsson. Forstjóri er Þorgeir Eyjólfsson. , Sjóðurinn átti áður sumarhús 1 Skorradal, sem þótti ekki af verri endanum, og þar áttu starfsmenn og stjórnarmenn Pess kost að gista frá 1980. pessi bústaður var hins vegar seldur á síðasta ári. Menn sem þekkja til á þessu sviði fullyrða að sumarbústaðir gerist vart veglegri. Ein fast- oignasalan sérhæfir sig í sölu Jarða og sumarbústaða og sam- k^gnrt skrám hennar er algengt uppsett verð fyrir sumarhús af þessari stærð 4,5 til 6,5 milljónir króna. Algengasta verðið fyrir sumarhús er á bilinu 3 til 4 milljónir. HREINAR EIGNIR ÚR 5 í 22 MILLJARÐA Staða Lífeyrissjóðs verslunar- manna er orðin afar sterk. Vöxt- ur sjóðsins á síðustu 10 ámm hefur verið meiri en annarra líf- eyrissjóða og raunar ævintýra- legur. Fráárslokum 1981 til árs- loka 1991 jókst hrein eign sjóðs- ins úr 5 milljörðum króna að nú- virði í 22,3 milljarða eða um 347 prósent — hátt í fimmfald- aðist að raungildi. Mest af eignum sjóðsins er bundið í veðskuldabréfum, 18,2 milljarðar um síðustu áramót. Þar af liggja tæplega 8 milljarð- ar í bréfum Húsnæðisstofnunar og 5,5 milljarðar í skuldabréfum sjóðsfélaga. Hins vegar hefur sjóðurinn lagt æ meiri áherslu á hluta- bréfakaup síðustu árin. Árið 1981 var hlutabréfaeign sjóðsins aðeins 22 milljónir króna að nú- virði og taldist 0,4 prósent af eignum. I árslok 1991 varhluta- bréfaeignin skráð 933 milljónir. Þetta er aukning um 4.113 pró- sent eða 42-foldun og hlutfallið af eignum korrúð upp í 4,2 pró- sent. MARKAÐSVIRÐI HLUTA- BRÉFA SJÓÐSINS UM 1.250 MILUÓNIR En þetta er bókfært verð hlutabréfanna. Bókfært verð bréfa sjóðsins í Eimskipafélag- inu og eignarhaldsfélögunum í íslandsbanka er vel undir mark- aðsvirði. Til dæmis eru bréf sjóðsins í Eimskip bókfærð á 38 milljónir, en markaðsvirði þeirra er nú um 175 milljónir. Miðað við skráð markaðsvirði bréfanna er raunvirði þeirra nú í námunda við 1.250 milljónir króna. Á síðasta ári keypti sjóðurinn hlutabréf fyrir 240 milljónir og 1990 fyrir 185 milljónir. Sjóður- inn heftir það sem af er þessu ári keypt bréf í einu fyrirtæki, Út- gerðarfélagi Akureyringa, fyrir 25 milljónir króna. Sjóðurinn á nú hlutabréf í öll- um helstu stórfyrirtækjum landsins; Flugleiðum, Eimskipa- félaginu, eignarhaldsfélögum ís- landsbanka, Fjárfestingarfélag- inu, olíufélögunum þremur og útgerðarfélögunum Granda, Út- ferðarfélagi Akureyringa, Skag- strendingi og Haraldi Böðvars- syni, auk nokkurra annarra fé- laga. Forstjóri sjóðsins staðfesti að þrátt fyrir verðlækkun á síðasta ári hefði hlutabréfaeignin sýnt mestu arðsemina hjá sjóðnum, að meðaltali 14 prósenta raun- ávöxtun á ári. Arðgreiðslur til sjóðsins námu 45 milljónum króna á sfðasta ári, sem út af fýrir sig dugar til að standa und- ir öllum launagjöldum skrifstofu sjóðsins og gott betur. EIMSKIP EKKI HÁLF- DRÆTTINGUR í EIGNUM Þá má nefna að sjóðurinn átti um síðustu áramót bankainn- stæður upp á 252 milljónir króna. I árslok 1981 átti sjóður- inn hins vegar ekki nema tæp- lega 27 milljónir í bankainn- stæðum. Af öðrum eignum má nefna að hlutur sjóðsins í Húsi versl- unarinnar var um síðustu áramót skráður á tæplega 130 milljónir króna. Fyrir 10 árum var þessi eign skráð á 118 milljónir að núvirði. Það er fleira sem hefur vaxið að umfangi hjá sjóðnum á síð- asta áratug. Greidd iðgjöld í sjóðinn námu árið 1981 tæplega 1,1 milljarði að núvirði, en 2,2 milljörðum á síðasta ári og hafa iðgjöldin því tvöfaldast. Það helst nokkurn veginn í hendur við fjölgun virkra sjóðsfélaga, þeirra sem greiða í sjóðinn, sem vom 13.259 árið 1981 en 25.276 árið 1991. Rúmlega 22ja millj- arða króna hrein eign sjóðsins er í raun hið sama og heildareignir, því skuldir em hverfandi á móti eða tæplega 90 milljónir. Til samanburðar má nefna að heildareignir Flugleiða em á sama róli, en Eimskip er ekki hálfdrættingur á við sjóð- inn í eignum. STARFSMÖNNUM AÐEINS FJÖLGAÐ UM 4 Á 10 ÁR- UM Væri hreinum eignum sjóðs- ins skipt upp á milli virkra sjóðsfélaga hefðu komið um 884 þúsund krónur á hvem fé- laga um síðustu áramót, en sam- svarandi upphæð árið 1981 var 377 þúsund að núvirði. Aukn- ingin er hálf milljón á mann. Ef aðeins bókfærðri hlutabréfaeign væri skipt upp á sama hátt hefðu 1.667 krónur komið á hvern mann árið 1981 en 36.910 krón- ur á síðasta ári — en nær 50 þúsund miðað við markaðsvirði. Sem fyrr segir starfa um 15 manns á skrifstofu sjóðsins, en stöðugildin eru 14,3. Ekki er hægt að segja að skrifstofuhaldið hafi vaxið í sam- ræmi við aukning- una á umfanginu, því stöðugildin árið 1981 voru 10,5. Samkeppnin um af- not af einkasumarhúsinu hefur því ekki aukist að ráði. Launa- og rekstrarkostnaður umfram rekstrartekjur skrifstofunnar hef- ur á sama tíma hækkað úr 31 milljón í 41 milljón. Á síðasta ári nam rekstrarkostnaður skrif- stofunnar 66 milljónum en á móti komu rekstrartekjur upp á 26 milljónir. Velta sjóðsins var um 4,8 milljarðar á síðasta ári, sem út af fyrir sig kæmi sjóðnum á lista yfir 20 veltuhæstu fyrirtæki landsins. Rekstrarkosmaður upp á 66 milljónir samsvarar því að- eins 1,4 prósentum af veltu og heyrir slíkt hlutfall til algerra undantekninga. Það þarf greini- Friörik Þór Guömundsson Forystu- menn Líteyris- sjóðs versl- unar- manna, stjórnar- mennirnir Víglundur Þorsteins- son formaöur, Guö- mundur H. Garöarsson, Magnús L. Sveinsson og forstjórinn Þorgeir Eyjólfsson. Þeir geta nú skroppiö í lúxussumarhús fyrir austan eftir erfiöar tarnir viö hlutafjárkaup og lán- veitingar. lega ekki mikið skrifstofubatterí utan um hið risavaxna umfang og tölur eins og 7 milljónir á borðið fyrir sumarhús hverfa óneitanlega í skuggann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.