Pressan - 23.04.1992, Side 10

Pressan - 23.04.1992, Side 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 UNDIR ÖXINNI Malthías Halldórsson AÐSTOÐARLANDLÆKNIR Það er eðlilegt að smitað fólk sé biturt í PRESSUNNI í síðustu viku kom fram hörð gagnrýni alnæmissjúklinga á heilbrigðisyfirvöld. Þeir sögðu að slælega væri staðið að forvamarstarfi og félagsleg aðstoð við alnæmissjúklinga væri í molum. Þá var því einnig haldið fram að mun fleiri væru smitaðir en menn héldu og margir þyrðu ekki í alnæmispróf þar sem nafnleynd væri þverbrotin. í viðtölum við PRESSUNA kom fram það viðhorf alnæm- issjúklinga að forvarnarstarf sé í molum. Hvert er álit þitt? „Það er þeirra álit og auðvitað er hverjum frjálst að hafa sína skoðun. Ég tel ekki óeðlilegt að þetta fólk sé biturt þar sem það hef- ur smitast. En almennt á fólk að vita hvemig alnæmi smitast og hvemig á að koma í veg fyrir það.“ Er þá búið að fræða þjóðina nóg? „Það er búið að fræða mikið. Það er fólksins að taka við þessari fræðslu. Fólk verður að bera ábyrgð á sjálfu sér.“ En þarf ekki stöðugt að fræða unglinga um alnæmi? „Þetta er ekki fyrst og fremst spuming um formlega fræðslu. Það er líka hægt að þreyta fólk með of miklum áróðri. En varðandi þessa gagnrýni þá tel ég að hún byggist aðallega á biturleika. Það er verið að kanna núna þessa fræðslu sem fram fer í skólum og hún virðist vera fyrir hendi víðast." Því var haldið fram í viðtölum við PRESSUNA að sú nafnleynd sem alnæmissjúklingar eiga að njóta væri brotin, og það væri ein ástæða þess að margir þyrðu hreinlega ekki í alnæmispróf? „Ég hef ekki heyrt þetta. Þessar kvartanir hafa ekki komið inn á borð til okkar. Ef formlegar kvartanir berast munum við að sjálf- sögðu meðhöndla þær eins og önnur erindi sem okkur berast." Margir óttast að mun fleiri séu smitaðir án þess að hafa gengist undir próf en haldið var. „Ég held nú að alnæmi sé ekki jafhalgengt og áður var álitið. Þró- unin virðist líka vera hægari hér en í nágrannalöndunum.“ Er fólk almennt hvatt til þess að gangast undir alnæmis- próf? „Fólk er ekki beinlínis hvatt til þess. Menn eiga að vita að hægt er að gangast undir þessi próf á heilsugæslustöðvunum." Alnæmissjúklingar segja að félagsleg aðstoð sé léleg og ómarkviss og fræðsla ónóg. Er fólki sem greinist með alnæmi ekki boðið upp á neina fræðslu eða aðstoð?“ , J>að er nú ekkert prógramm í gangi en tiltölulega fáir læknar vinna að þessum málum og þekkja því til. Einn þeirra, Haraldur Briem, er sérstakur ráðgjafi landlæloiisembættisins. Ég hef ekki heyrt annað en að vel sé af læknunum látið. Hinu er ekki að neita að fólk verður ruglað og veit ekki hvað það á til bragðs að taka þegar það greinist með alnæmi. Það má alltaf bæta við aðstoðina sem fólk fær.“ Ertu í heild sáttur við hvað heilbrigðisyfirvöld gera í þess- um málum? „Maður er náttúrlega aldrei ánægður. Þetta er eitt af mörgum úr- lausnareíhum embættisins." Hver eru að þínu mati brýnustu verkefnin í baráttunni gegn alnæmi? „Það þarf fyrst og fremst að leggja áherslu á að fólk noti smokk- inn.“ Eigendur 14 íbúða hjá Byggung í Kópavogi FENGU 27 MILLJðNA KRÍNA BAKREIKNINGA íbúðareigendur í Trönuhjalla 1 og 3 í Kópavogi fengu nýlega háa reikninga vegna byggingar íbúðanna þar. Þær eru byggðar af Byggung (byggingarsam- vinnufélagi ungs fólks) í Kópa- vogi og eru ellefti og síðasti áfanginn. Reikningar þeir sem íbúðar- eigendumir fengu og eru af sumum kallaðir bakreikningar eru samtals upp á 27 milljónir króna. Þessar 27 milljónir deil- ast á eigendur fjórtán íbúða og telja sumir eigendanna að þeir séu þar með settir í þrot. Bakreikningar og óánægja með uppgjör em engin nýlunda vegna Byggungar, bæði í Kópa- vogi og Reykjavík. Þessi áfangi er talinn marka endalok þessa kerfis, en íbúamir leita nú leiða til að fá einhverja leiðréttingu. Hefur verið haft samband við félagsmálaráðuneytið og Neyt- endasamtökin út af þessu máli. ÍBÚÐIRNAR KOMNAR LANGT YFIR MARKAÐS- VERÐ Að sögn Daða Þorsteinsson- ar, íbúa í Trönuhjalla, varð hans reikningur töluvert hærri en hann átti von á. Hann keypti tveggja herbergja íbúð sem Bragi Michaelsson, fram- kvæmdastjóri Byggungar í Kópavogi: Bakreikningar í síðasta áfanganum valda íbúðareigendunum nú mikl- um vandkvæöum. hann sagðist telja komna 700.000 krónum yfir markaðs- verð. Edda Björk Jónsdóttir er með þriggja herbergja íbúð. Hún segist vera búin að fá reikninga sem séu einni milljón yfir því sem hún átti von á. „Þetta em miklu hærri reikn- ingar en ég átti von á,“ sagði SigríÖur Jónsdóttir, sem á fjög- urra herbergja íbúð og bílskúr. Hún sagði að reikningar fyrir íbúð sína væm komnir upp í um fjórtán milljónir, sem væri tölu- vert hærra en hana hefði órað fyrir. Ibúðareigandi sem ekki vildi láta nafns getið sagðist ekki sjá fram á að geta klofið þetta síðasta uppgjör, en hann fékk reikning sem var um 1.400 þúsundum króna hærri en hann átti von á. Þá em íbúamir óánægðir með hve litlar og óáreiðanlegar upp- lýsingar þeir hafa fengið. Síðast í desember var haldinn fundur þar sem þeim var tjáð að allt væri í góðu lagi og sagðist einn fbúinn hafa skilið niðurstöðu þessa fundar þannig að hann ætti jafnvel innstæðu. En þetta var ekki lokauppgjör og því eiga íbúamir von á ffekari reikning- um. EFTIRLITSHLUTVERK HÚSNÆÐISSTOFNUNAR VANRÆKT Húsnæðisstofnun ríkisins hef- ur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart byggingarsamvinnufé- lögum, en meðal íbúanna er mikil óánægja með hve illa því hlutverki hefur verið sinnt. Hús- næðisstofnun á að fá ársreikn- inga byggingarsamvinnufélaga og geta kallað eftir bókhaidi þeirra ef þörf er á. Ekkert slíkt hefur verið gert vegna Trönu- hjalla. Eins og áður segir er þetta eii- efti og síðasti áfanginn í þessu kerfi. I mörgum fyrri áföngum hafa komið upp miklat óánægjuraddir og vom það sér- staklega íbúar í níunda og ú- unda áfanga sem urðu illa úti. 1 Tímanum í mars í fyrra kom fram að helmingur fólks i tveimur blokkum við Hlíðar- hjalla var flúinn vegna hárra bakreikninga. Að sögn Braga Michaelsson- ar, framkvæmdastjóra Bygg" ungar, skýrast þessir reikningar fyrst og fremst af fjármagns- kostnaði. Hann sagði að bygg' ingamar hefðu síður en svo farið fram úr áætlun. Hins vegar vaeri þetta byggingarform nokkuð dýrt, enda að renna sitt skeið á enda. „Fjármagnskostnaðurinn hef- ur hlaðist upp vegna óseldra íbúða og lendir á öðrum íbúðar- eigendum," sagði Bragi. Þrjár íbúðir verða seldar á almennum markaði — ein er þegar seld en tvær í sölu. Þess má geta að fé- lagar í Byggung hafa þurft að horfa upp á þessar íbúðir fara á mun lægra verði en þeir þurftu sjálfir að gjalda fyrir sínar íbúð- ir. Þrotabú Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar Ekkert fæst upp í 250 milljóna kröfur Kröfúlýsingaffestur í þrotabú Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar er útmnninn og ljóst að ekkert fæst upp í 250 milljóna króna kröfur. Lýstar almennar kröfur voru upp á 240,3 milljónir króna og þar sem ljóst er að ekkert kemur upp í þær hefur bústjórinn, Brynjólfur Kjartans- son hrl., ákveðið að taka ekki afstöðu til þeirra. Forgangskröf- ur voru upp á 22,8 milljónir króna og samþykkti bústjóri kröfur upp á 15,3 milljónir. Bústjóri hefur ákveðið að kanna hvort vísa beri málinu dl saksóknaraembættisins í opin- bera rannsókn. Ljóst er að ákaf- lega margt í bókhaldi félagsins orkar tvímælis, enda stórir kröfuhafar að tapa miklu fé. At- hygli vekur að í október síðast- liðnum var fyrirtækið skráð með eigið fé upp á 8 milljónir króna í bókhaldi. Bæði Landsbanki og Búnað- arbanki lýsa háum kröfum. Búnaðarbankinn er hæsti ein- staki kröfuhafinn með kröfu upp á 51,5 milljónir króna. Krafa Landsbankans er litlu lægri. Búnaðarbankinn mun þó hafa baktryggingar fyrir sinni kröfu í Hótel Höfða, sem einnig var í eigu Svavars Egilssonar, aðaleiganda Veraidar. Hótel Höfði hefur nú verið selt á upp- boði og eftir að hæstbjóðandi, Bílaleigan Geysir, varð að falla frá tilboði sínu fékk Ferðamála- sjóður hótelið. Kom þá í ljós að Svavar hafði gert leigusamning á rekstrinum við bróður sinn, Egil Egilsson, fyrrum veitinga- mann. Sá samningur er dagsett- ur til aldamóta en fullvíst má telja að farið verði í riftunarmál vegna hans. Hótel Höföi er fært inn í bók- hald Veraldar frá áramótum 1990 til 1991 að telja. Er þá hót- elið skrað sem hlutafjárframlag á verði sem telja verður allt of hátt, eða um 150 milljónir króna. Það þykir einnig ljóst að Svavar hefur keypt Ferðamið- stöðina Veröld á háu verði af þeim Hagskiptamönnum. Sá búnaður og viðskiptavelvild sem þá voru færð til eignar virð- ast ætla að fara fyrir lítið við gjaldþrodð. Svavar Egilsson í Veröld: Keypti feröa- skrifstofuna á tugi milljóna af Hagskipta- mönnum. Embætti Ríkissaksóknara Sérstakur fulltrúi í fjármunabrot Hjá embættí ríkissaksóknara hefúr tekið til starfa nýr fulltrúi sem mun hafa það að meginvið- fangsefni að annast meðhöndlun svonefndra skatta- og efnahags- brota. Starfið var auglýst um mitt síðasta ár og um áramótin tók við embættinu Sigríður Jós- efsdóttir héraðsdómslögmaður. Sigríður sagði í samtali við PRESSUNA að mikið lægi fyrir af málum sem tengdust fjár- munabrotum, mörg væru í rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglunni og að í tengslum við gjaldþrot kæmu iðulega upp atriði sem krefðust rannsóknar, svo sem bókhaldsbrot og skilasvik. Þó Sigríöur Jósefsdóttir annast meöferö fjármunabrota hjá Ríkissaksóknara. hefði ekkert safnast upp hjá embættinu og hún hefði notað tímann fra áramótum til að setja sig inn í nýtt starf. Þessi skipulagsbreyting hjá ríkissaksóknara er í samrærni við þróun annars staðar. Hjá Rannsóknarlögreglunni hefur starfað frá 1985 sérstök deild sem íjallar um skatta- og efna- hagsbrot og í Sakadómi hefur verið reynt að skipta verkum þannig að meiri sérhæfing myndaðist hjá dómara í slíkum málum. Sigríður starfaði áður sem bankalögffæðingur hjá Verslun- arbankanum og síðar íslands- banka.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.