Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 * A löngum rithöfundarferli sínum hefur Halldór Lctxness ekki látið sér neitt óviðkomandi. Hann hefur haft skoðun á öllu; úrvali osta og áfengis í búðum í Reykjavík, klæðaburði og persónueinkennum íslendinga, hárgreiðslu þeirra og talsmáta, íslenskum landbúnaði og byggðastefnu, drykkjuskap, bakkelsi og matreiðslu á fiski. ítilefni níræðisaf- mælis þessa stórmennis rifjum við hér upp umvandanir hans og athugasemdir við margt þetta og meira til. VlÐTÖKUR EIG- 1N VERKA Aratugum saman var ég altað- því bannhelgur á heimilum, í lestrarfélögum og í bókasöfhum víðsvegar um land, útflæmdur hjá mentastofnunum og menn- íngarforkólfum, og heilar sveitir og sýslur skipulagðar á móti þessum auma höfundi. Allan þennan tíma voru íslenskir sta- línistar næstum einir um að lofa það dót sem ég var að setja sam- an, kanski ekki svo mjög af því þeim þætti það gott, heldur af því þeir vonuðu að ég væri eins ær- legur stalínisti og þeir. Íslendíngaspjall, 1967. Sniðljót föt OG ILLA. KLIPPTIR IS- LENDINGAR Tvennt fer þó ekki hjá að maður reki augun í strax, ef komið er nú úr einhverri annarri vesturevrópskri höfuðborg til Reykjavfkur — einu má gilda hvort það er París eða Luxem- bourg: í fyrsta lagi hvað íslend- íngar eru klæddir sniðljótum og höldalegum fötum, hilt hvað þeir eru ílla klipptir. Þótt maður dirf- ist ekki að bera íslendínga saman við suðurlandabúa, til dæmis ítali, sem yndisþokkinn er inn- borinn og glæsileikinn liggur í blóðinu, þá hafa íslendíngar lak- ar, þótt ekki sé leingra farið en að líkja þeim við norðmenn og þjóðverja, sem annars em einna kauðalegastar þjóðir í útgangi af öllum evrópuþjóðum fyrir vest- an Rússland. Af íslensku menníngarástandi, 1925. MATREIÐSLA A FISKI Altíeinu er vaxin upp kynslóð sem að vísu heldur áfram að herða skreið, en hefurekki leing- ur hugmynd um hvemig á að matreiða hana. Fiskurinn er bar- inn laungu áður en ætlast er til að hans sé neytt, og þegar búið er að berja hann í mél og mask er hann vafður gagnsæjum sellófanum- búðum og geymdur vikum eða mánuðum saman í upphitaðri verslunarbúð, og jafnvel látin skína á hann sól. Þegar hann er borinn á borð er lítil matarfurða í honum leingur; hann er einna áþekkastur uppþornaðri fúa- spýtu molnaðri, vottar ekki fyrir fisklykt af honum, því síður fisk- bragði, aðeins einhverri tegund ólyktar og óbragðs; slík vara er í hæsta lagi eldismatur. Aflægisháttur, 1954, SÓÐASKAPUR Auðvitað em íslendíngar sóð- ar; eingum manni með fullu viti gæti komið til hugar að bera á móti því. Um þrifnaö á islandi, 1928 ivjalaferla- LYSINGAR I.ÍS- LENDl NGASOG- UM Ég fyrir mitt leyti hef ekki haft öllu óskemtilegra rit milli handa en Heimskrínglu eftir Snorra Sturluson. Mér finst miklu sögu- legri reyfarinn um Alfred Dreyf- us en hinar skráþurm málaferla- lýsingar í Islendíngasögunum, að minsta kosti illskárra að lesa blaðagreinar um heimsstyrjöld- ina en frásagnir um skæmr sem hafa átt að gerast hér uppi á ís- landi fyrir þúsund árum, milli riddara. Heiman ekfór, 1924. Bakkelsi Smámsaman hefur sveitafólk orðið svo fínt að því þykir stappa nærri ruddaskap að bjóða ókunn- ugu fólki venjulegan mat. Bænd- ur gera sér í hugarlund að svo- nefnt „fínt fólk“ nærist einvörð- úngu á bakkelsi. Þessi fæðuteg- und var leingi búin til úr hveiti undanrennu makaríni hvítasyrkri og stundum einhverskonar púlv- eri sem gerði þetta gult í sárið; oft var látin í það einhver sæt- mulla eða rúsínur þegar best Iét, og einhverskonar apótekara- dropar sem vom þefjaðir af handsápu. (slendíngaspjall, 1967. Drykkju- SKAPUR HESTAMANNA Nú höfum við hestamannafé- lög sem sumir kalla hrossakval- arafélög. Það er ömurleg sjón að sjá íslenskan drykkjuaumingja skæla undir sér hest, að minsta- kosti sjón sem hvergi sést á jarð- ríki annarstaðar en hér. Ádýradag, 1973. „VAÐMÁLS- HQMLUR“ PER- SONULEIKANS Daglegt látæði íslendíngsins er venjulegast dauft, stirt og óákveðið, einsog væri allur lík- aminn í ósýnilegum hömlum. Einn af vinum mínum hefur sagt að íslendíngar væm ekki komnir úr „vaðmálshömlunum"; per- sónuleikann skortir lipurð og mýkt; þó fer sjaldan verr en þeg- ar íslendíngar ætla að dylja hið eðlislæga uppburðarleysi sitt, því þá verða þeir venjulega uppi- vöðslusamir og framir. Af íslensku menníngarástandi, 1925. STJÓRNMÁLA- UMRÆDUR Stjómmálaumræður hér eru oftastnær einna líkastar og þegar hundur er að elta hrafn, en slíkt er einna saklausust skemtun á jörðu, hefur víst aldrei komið fyrir í dýrafræðinni að hundur hafi náð hrafni. Málfræöilegur ráöunautur handa dagblööunum, 1950. FYLLIRJÚTAR OG IÞR.OTTA- MOT A sumrin fara daglega heilar lestir af bifreiðum til Þíngvalla, fermdar fyllirútum, aðallega úngum mönnum sem vilja kom- ast á gras af því að þar er þægi- legra að velta en á malbikinu. Þegar haldin em íþróttamót eða útiskemtanir í nærsveitum Reykjavíkur em ævinlega fluttir þángað samskonar bifreiðafarm- ar úr bænum og brennivínsbrjál- æðið setur fyrst og fremst svip sinn á mannfagnaðinn, eða að minstakosti rænir hann allri gleði og meingar þá sveitasælu sem helst mætti virðast eftirsóknar- efni bæarbúans við slík tækifæri. Af íslensku menníngarástandi, 1925. JH REINLÆTI ISLENDINGA A þessari öld hafa íslendíngar þó komist svo lángt í hreinlæti að þeir em yfirleitt famir að nudda á sér andlitið upp úr vatni einu sinni á dag. Hitt er svo fágæt undantekníng að íslendíngur hafi þá fágætu reglu að þvo sér um líkamann, enda em baðker sjald- sénir gripir á Islandi, og fátt þyk- ir útlendum ferðamönnum eftir- minnilegra þaðan en það dæma- lausa fyrirkomulag að fram til þessa hafa ekki verið til einfold- ustu baðáhöld í neinu íslensku gistihúsi. Um þrifnað á íslandi, 1928 Íslensk STJORNM AL Sérhver íslendíngur er jafn- góður fyrir hvaða íslendíngi öðr- um sem er, einsog allar sálir em jafngóðar fyrir guði samkvæmt kristindóminum. Ef þetta sjónar- mið réði í heiminum þyrfti mannkynið aungvan kristindóm og ekki stjórnmál heldur, enda eru stjómmál á íslandi einsog sandkassavöllur, orðljót og há- vær, en með öllu meinlaus; þeg- ar best lætur eins og akademísk- ur málfundaklúbbur. Það hefur ekki verið drepinn maður útaf stjómmálum á Islandi síðan á sextándu öld. Betur að fleiri lönd gætu stært sig af slíku. (slendíngaspjall, 1967. Dramatískt RIS ISLEND- INGA Það er í Íslendíngnum ákveðið dramatískt ris, sem á í seiin rætur sínar í hinu hrikalega landi hans og fáránlegu lífsbaráttu. I örlög- um hins smæsta manns er æfin- lega eitthvað stórbrotið og yfir- dímensjónerað; maður sem er svo lítill bógur, að einginn tekur eftir honum, getur hæglega verið sifji einhverra gífurlegra náttúm- krafta og voða, uppalinn í samfé- lagi við ótrúlegustu hörmúngar. Þessvegna er þjóðlífið líka ótæmandi skáldskaparefni hvar sem maður grípur niður, lífið allsstaðar jafn stórfeinglegt, sögulegt og frámunalegt. Omur- legar sögur sem ganga yfir öll skynsamleg takmörk eru al- geingar, sömuleiðis skopsögur, sem nálgast geðveiki. Dagbókarfærsla, 1936. ILL meðferð ASKEPNUM Ég held þegar grant er skoðað, að orsök illrar meðferðar á skepnum á Islandi sé ekki sú að við séurn að eðlisfari grimmari og guðlausari en aðrir menn, heldur hin að við höfuni lifað mestalla þjóðarævi okkar við al- mennan skort á vanalegum lífs- gæðum, sem einnegin hlaut yfir dýr þau að gánga sem deildu hér kjömm með okkur. Það er rök- rétt að húsdýr okkar þyldu sama harðrétti og við sjálfir urðum að búa við. Segja má að kotabú- skapur, eða réttara sagt óarðbær smábúskapur, sé sama og ill meðferð á skepnum; enda hefur Efnahagsbandalag Evrópu lýst slíkan búskap í bann og gefið út reglur um lágmarksstærð búa til þess að hægt sé að gera svo vel við kvikfénað að búskapur geti orðið ekki aðeins samkepnis- hæfur heldur einnig arðbær. Ádýradag, 1973. ÍSLENSK HUGSUN Íslendíngurinn er að náttúm- fari seinn að hugsa, og það kost- ar hann erfiðismuni að segja, þótt ekki sé nema ómerkilega at- hugasemd um daginn og veg- inn.“ Af íslensku menníngarástandi, 1925. Tennur Oft hefur það haldið fyrir mér vöku hvílík feikna áhrif hinnar almennu tannskemdir hljóta að hafa á íslenskt þjóðlíf yfirleitt, - ekki aðeins á almenna líðan þjóðarinnar, heldur einnig opin- ber mál og stjómarfar. Um þrifnaö á (slandi, 1928 Jafnvægi EINOKUN AR Það er íslensku þjóðfélagi mótstætt, möo antisósíalt athæfi, ef einhver skarar frammúr öðr- um í orði eða verki. Fyrir slíkum manni verða allir að gæta sín. Jafnvægi þessa litla samfélags getur raskast ef einhver nær betra árángri en alment gerist á einhverju sviði, tam. ef í ein- hverri grein er búin til eða boðin fram betri vara en samfélag okk- tu- er þess umkomið að framleiða alment. Til þess að koma í veg fýrir þetta höfum við í samræmi við foma erfðavenju í landinu innleitt einokun á ýmsum svið- um bæði í verslun og starf- rækslu. Íslendíngaspjall, 1967. Ofvqxtur PERSONUEIN- KENNA Ofvöxtur persónueinkenna á sína paradís í hálfsiðuðum lönd- um. Hjá okkur Islendíngum, sem stöndum um margt á siðmenn- íngarstigi Rússa, eru ofvaxin persónueinkenni næsta algeing, og eignast ekki síður en með Rússum blífanlegan samastað í listunum, að minsta kosti í bók- mentunum. I löndum þar sem siðmenníngin er mjög útbreidd og tiltölulega jafn-útbreidd, ósjaldan á kosmað sjálfrar menn- íngarinnar, verða menn hver öðr- um líkir, og ofvaxin persónuein- kenni sjaldgæf svo að almenn- íngur lítur ósjálfrátt á slíkar manngerðir sem kleppsmat og stendur stuggur af þeim. Sið- menníng hefur ekki rúm fyrir hina ópkendu, ofstækisfullu áherslu sem einstaklíngur siðlít- ils þjóðfélags leggur f persónu sína, orð og gerðir.“ Gerska ævintýriö, 1938. „STEMNJNGA- delerium“ Ég hef hvergi á byggðu bóli orðið var við annað eins stemn- ínga-deleríum og íReykjavík, og þekt skáld sem staðnæmdust við annaðhvert sund í Skuggahverf- inu til þess að komast í stemn- íngu útafEsjunni. Menníngarmál, 1925. OSTAR Öll næsm lönd í kríngum okk- ur hafa á boðstólum venjuleg al- þjóðleg merki dýrindisosta en í þessu mjólkurlandi íslandi fást aungvir ostar sem menn kannast við og íslendíngar sem unna þessari fæðutegund verða að ferðast í önnur lönd til að kaupa sér venjulega máltíð með osti. Sá ostur sem verið er að reyna að búa til hér virðist vera unninn úr gúmmí. Húsmóðir sem var ný- flutt heim frá útlöndum hefur sagt mér að hún hafi farið inní ostaverslun og spurt eftir nokkr- uni þektum merkjum af osti sem fást í öllum öðrum löndum: Gruyére, Emmentaler, Cam- embert, Gorgonzola osfrv. Þá var svarað í búðinni: Við eigum bara skorpulausan ost og 30% ost. Íslendíngaspjall, 1967. AFENGIS- VERSLUN RIK- ISINS Hér á íslandi ímyndar löggjaf- inn sér áfeingi að því er virðist einvörðúngu sem meðal til að fara á fyllirí. I vfnverslun á Is- landi fæst til dæmis sjaldnast nokkurt þekt eða viðurkent vín- merki eftir smekk manna sem hafa vínmenníngu, Áfeingis- verslun Islands virðist miðuð eingaungu við vínsmekklausa alkóhólista, sem er sama hvað þeir drekka, bara ef þeir verða fullir. Vegir og viskí, 1952. SVERRIR HER- MANNSSON OG ZETAN Má ég spyrja háttvirtan fyrsta sjálfkjörinn setufræðíng og etý- mólóg Sverri Hermannsson: úr hverju mynduðust orðin hundur og köttur? Og hvemig og úr hverju er myndað orð einsog seta? Og hver er upprunaleg mynd orðsins fífl? Og umfram alt, hver væri bættari þó hann vissi þetta? Nýtt setumannaævintýri, 1977. ALLSNÆGTIR SOVETRIKJ- ANNA En meðan forstjómarmenn auðvaldsins láta sporðdreka stríðsæsínganna gánga á skrokki almenníngs í auðvaldslöndunum seint og snemma, þá vex far- sæld, öryggi og velmegun í ríkj- um sósíalista, sem best má sjá í hinu elsta þessara ríkja, sem á þijátíu og fimm ára afmæli í dag: þar rís hvert stórvirkið öðm meira á gmndvelli friðarins til að skapa þjóðinni alsnægtir og hamíngju. Sósíalisminn er siöalögmál mann- kynsins, 1952. RÖK, FYNDNI, TITTLINGA- SKITUR OG IS- LENDINGAR Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum. fjár- munarökum varla heldur, og þó enn síður íyrir rökum trúarinnar. en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem kornið er að kjama máls. Afturámóti klífa þeir þrítugan hamarinn til að verða við bænar- stað vina og frænda, enda mundi landsbygð á íslandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi væri svo. Þó er ein röksemd sem íslendíngar eru fúsir að hlíta þegar alt um þrýtur en það er fyndni, má vera aulafýndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóð- félagið og fer að Ijóma upp; jarð-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.