Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRIL 1992 35 LÍFIÐ EFTIR VINNU BARIR • Gaukurinn hefur frá upphafi aug- lýst sig sem „lceland's Oldest Pub" eða eitthvaö í þá veruna. Það kann vel að vera að einhverjir útlendingar falli fyrir þessu, en ég held satt best aö segja að þessi auglýsing sé óþörf, Gaukurinn er alltaf troðfullur út úr dyr- um. Hér áður fyrr var meiri klúbb- stemmning yfir staðnum, maður gat gengið að vel völdum fastagestum á barnum uppi. Síðan tók við leiðinlegri tími, staðurinn varð svo vinsæll að fastagestirnir hættu að koma. Ég held að það hafi gerst um svipað leyti að Valsarar byrjuðu að stunda staðinn og lllugi Jökuls fór að venja komur sínar annað. Einhvern veginn bar hann sitt barr varla eftir þessi tvö reiðarslög. Upp á síðkastið hefur staðurinn breyst talsvert og það til hins betra. Niðri er reyndar enn jafntroðið og alltaf, en það er ekkert verra. Um daginn var þar til dæmis Sniglabandð með besta grúv- ið í bænum og undir slíkum kringum- stæðum er ekki hægt að gera neinar athugasemdir við smásvita. En það er á efri hæð- SIMSVARINN Helgi Björnsson leikari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona „Halló, þetta er hjá Helga og Viíborgu. Við erum ekki heima eins og stendur. Hægt er að ná í okkur í síma níutíuog- fjórirþrír einnfjórir níu, níutíuogfjórir þrír einn fjórir níu." inni, sem breytingarnar eru mestar. Barinn hefur verið fluttur til, borðin fjar- lægð og sófum komið fyrir. Tónlistin er „öðruvísi" — allt frá klassík til Queen. Andinn er breytilegur eftir tíma, stund- um eins og á virðulegri kaffistúku, stundum eins og á koníaksstofu og stundum eins og léttgeggjuðum ís- lenskum bar. Umfram allt er þó þjón- ustan lipur og þægileg. Barir koma og barir fara, en af einhverri ástæðu held ég að eftir hundrað ár verði Gaukurinn enn „lceland's Oldest Pub". POPPIÐ * El puerco og ennisrakaðir verða á Tveimur vinum í kvöld. Við lugum því víst upp á þá að þeir aatluðu að vera I þar annan í páskum en það var mikið rangt. Þaö er semsagt í kvöld sem þeir koma fram eftir langt hlé. • Peres spilar á Blúsbarnum í kvöld, þetta er hljómsveit í góðu lagi. Viö birt- um meira aö segja einu sinni mynd af þeim. 1 - „Úr myndinni „Uppfinningamanninum" eftir Júlíus Kemp. Hann var aöeins 11 ára og lék sjálfur aöalhlutverkiö. 2 - „End of the World" eftir Davíð Bjarnason. 3 - „Foliow the Sign" eft- ir kvikmyndahópinn ÞUMBA úr Soljaskóla. Stysta myndin á hátíöinni. 4 - „Silent Neighbo- urhood" efiir Einar Daníelsson. 5 - „Happaþrenna" eftir Axel Jóhann Björnsson. 6 - „Happaþrenna" eftir Axel Jóhann Björnsson. STUTT, STYTTRA, STVST OG MYNDIR „Það þurfti að koma á svona hátíð og ef ég hefði ekki gert það hefði enginn gert það í bráð. Það þarf að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna verk sfn opinberlega, það á vont með að koma þessum myndum í sjónvarp eða bíóhús," segir Jó- hann Sigmarsson, hvatamaður og skipuleggjandi Stuttmynda- hátíðar í Reykjavík. Stuttmynda- hátíðin verður haldin á Hótel Borg 27., 28. og 29. apnl Jóhann er 23 ára og hefur nokkuð komið nálægt kvik- myndagerð áður, því hann skrif- aði handritið að kvikmyndinni Veggfóðri sem frumsýnd verð- ur 17. júní. Og hann framleiðir reyndar myndina ásamt leik- stjóranum Júlíusi Kemp. Á hátíðinni verða sýndar 22 myndir sem eru allt frá tveimur og hálfri mínútu upp í þrjátíu D KOMANIPUR ÁJÖRÐINA Einhvern tíma var japönsk myndlist þannig að manni fannst 0=3 hún öll líkt og svífa í lausu lofti, hulin þokuslæðum, á einhverju óræðu plani milli himins og jarðar. Það var þá. Nú er Japan orðið mesta tækni- þjóðfélag í heimi og því varla furða að þyngdaraflið hafí tog- að myndlist þarlendra svolítið í átt til mold- arinnar. En það er semsagt í uppsiglingu sýning á japanskri list í Reykjavík; þetta eru graffkmyndir eftir nokkurn fjölda lista- manna og ekki allar svo ýkja japanskar að sjá. Sýningin er á Kjarvalsstóðum og verður opnuð á laug- ardag. mínútur. Einnig verða sýndir „trailerar" eða kynning- armyndir úr þremur kvikmynd- um sem frumsýndar verða von bráðar; Veggfóðri, Sódómu Reykjavík og Svo á jörðu sem á himni. Þá verða fluttir fyrirlestrar um kvikmyndir og fyrirlesarar verða; Hilmar Oddsson, Hall- dór Þorgeirsson, Ari Kristins- son, Geir Óttarr, Margrét Bene- diktsdóttir, Steingrímur Karls- son, Hilmar Örn Hilmarsson, Kjartan Kjartansson og Jóhann sjálfur. Þeir eru margir nýliðarnir sem þarna eiga myndir, meðal annars úr klúbbum grunn- og framhaldsskóla. Þess má geta að kvikmynd nema úr Verk- menntaskólanum á Akureyri, sem mikla athygli vakti þegar úr henni var sýnt í Gettu betur, er á hátíðinni. Óg eínnig eru myndir þama eftir menn sem þegar hafa getið sér gott orð eins og Óskar Jónasson, Sigurbjörn Aðal- steinsson og Júlíus Kemp. Ef hátíðin heppnast vel og undirtektir verða góðar er stefnt að því að gera þetta að árlegum viðburði og víst er að þeir fjöl- mörgu sem fást við kvikmynda- gerð fagna því. Aðgangur hvert kvöld er litlar 300 krónur, en ef keypt er á öll kvöldin í einu að- eins krónur 700. • Exist spilar frumsamda tónlist á Púlsinum í kvöld. Tónlist þeirra ku vera afbragösgóð en einnig mun Stálfélag- ið koma fram með Sigurjón Skærings- son í broddi fylkingar. Fyrirgefðu Sig- urjón aö ég kallaöi þig Jóhannes um daginn. Ein leið að ódauðleika og eilífri æsku er að bera slaufu. Hún er svo áberandi að hún dregur athygli fólks að sér. Enginn tekur eftir því þótt maðurinn á bak við slaufuna eldist. Það er helst að einh ver taki eftir því ef hárið ber annan lit en áður. En það má draga úr lík- unum á að einhver taki eftir því með nýjum litasetteríhgum í slauf- unni, þótt Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri f heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, hafi ekki brugðið á það ráð. • Snlglabandið spilar fyrir Gaflara í Firðinum föstudags- og laugardags- kvöld. Mikiö gaman og svo er Ijótt að stríða Hafnfiröingum með þessu um vinina. • Kolrassa krókríöandi verður á Púlsinum föstudags- og laugardags- kvöld. Þær stöllur koma þar fram sem gestahljómsveit á tónleikum Dóra og vina hans. Kolrassa sigraði í Músíktil- raunum og er hreint bráðskemmtileg. VEITINGAHÚS • Það er mikill misskilningur ef ein- hver stendur f þeirri trú aö litlir veitinga- staðir séu hlýlegir og heimilislegir. Þaö á að minnsta kosti ekki við hér heima á íslandi. Ef til vill er það vegna þess að á þessum litlu stöðum er eldaður vondur matur, kannski er það vegna þess að fólk er oröið svo blankt að það fer sjaldnar út aö borða og ef til vill er það vegna þess að þessir litlu staöir eru einfaldlega of margir; en að minnsta kosti er það svb að þegar maður álpast þangað inn þá er maöur eini kúnninn. Og það er hvorki hlýlegt né heimilislegt — nema kannski fyrir þá sem eru einkabörn. En við hin sitj- um þarna sneypt. Annars vegar er okkur illt í veskjunum. Viðskiptavinir á veitingastöðum þurfa að standa undir launum til starfsfólks, húsaleigu, hrá- efni, rafmagni og guð má vita ekki hverju. Og einn viöskiptavinur getur kiknaö undan því að þuría að borga brúsann fyrir heilt kvöld. Hins vegar finnst okkur við vera að gera fullmikiö umstang með þvf að borða á þessum stöðum. Ef við ættum goða konu eða kynnum sjálfir að elda heima hjá okkur gæti allt þetta starfsfólk fariö heim og Hrafnhildur Pálsdóttir nemi í uppeldisfræði í Háskólanum Hvað ætlar þú að gera um helgina, Hrafnhild- ur? „Aföstudagskvöldið ætla ég að lesafyrir próf og laugardeginum eyði ég líka við lestur. A laugar- dagskvöldið kíkir maður sennilega á pöbb og á sunnudaginn œtla ég í bíó að sjá Hook." eytt kvöldinu með sínum nánustu. Þannig leika margir þessara litlu veit- ingastaða okkur. Eins og þeir gætu verið hlýlegir og heimilislegir ef þar væri fólk. LEIKHÚS • Sigrún Ástrós. Hetja leiksins, Sig- rún Astrós, er miöaldra kona. Það er líka alveg öruggt að þetta er leiksýning sem miðaldra konur f lykkjast á og hafa fjarskalega gaman af (þær hafa líka gert sér ferð út á myndbandaleigu og séð kvikmyndina Shirley Valentine á myndbandi). Burtséð frá því er þetta hin ágætasta sýning og langlífi hennar varia nein tilviljun. Leikritið er hagan- lega skrifaö og Margrét Helga Jó- hannsdóttir verður betri og betri leik- kona eftir því sem árin bætast við. Borgar/e/khús fös., /au. & sun. M. 20. • Dimmalimm. Nokkrar vinkonur og einn strákur hafa búiö til bamaleikrit úr sogunní hugljúfu um Dimmalimm prinsessu og svaninn sem hún leysir úr álögum, af aðdáunarveröri þraut- seigju. Þær leika í sýningunni systum- ar Asta og Harpa Amardætur og með þeim Bjöm Ingi Hilmarsson, en Kristín Guðmundsdóttir spilar á flautu tónlist- ina eftir Atla Heimi. Geröuberg fim. kl. 15 & 16. • Allt uppselt. Þaö er allt í óskaplega föstum skoröum í leikhúsunum pessa dagana, enda ganga þar leikrit, kassa- stykki, sem viröist ekki vinnandi vegur aö flæma af fjölunum. Leikhúskritfkk- erum hlýtur aö fara að leiðast að- gerðaleysið. Hjá Borgarleikhúsinu er uppselt á Þrúgur reiðinnar fram í maí- lok, en hjá Þjóðleikhúsinu er varla hægt að krækja f miða á Kæru Jelenu Vli> MÆLUM MEf> Að Arnarhóll eignist vini það er ömurlegt að sjá hvernig hann drabbast niður Að gengið verði frá ytra byrði ráðhússins skítt með hvort það er málning eða marmari, en ekki bera stein- steypu takk Að almenningur noti Lands- bókasafnið þar hreyfist tíminn öðruvísi en annars staðar, eins og lúinn bóka- vörður Að bankarnir sendi manni ávísanahefti heim þegar síðustu blöðin taka að streymainn INNI Fyrir karlpeninginn í sumar. Ekkert allt- of æpandi föt, í rauninni frekar látlaus í gráum, hvítum og stundum jafnvel svört- um tónum. Þa5 sem skiptir ennþá meira máli eru allir smáhlutimir, fylgihlutimir sem gefa heildarmyndinni fyllingu. Hálsbindi skulu vera úr silki, handmáluð eða handofin, en alls ekki æpandi eða skræpótt; heldur í virðulegri kantinum án þess þó að strákslegt yfirbragð vanti al- veg. Skórnir mega hins vegar vera áber- andi, jafnvel úr slönguskinni eða krókó- dfisskinni en annars úr vönduðu leðri eða rúskinni. íþróttaskór háTa tröllriðið und- anfömum sumrum, framsókn þeirra slot- ar ögn þelta árið. Og niður í enn smærri atriði þar sem sundurgerðin fær fyrst að njóta sín: Litlar nælur í bindi eða jakka- boðungi, armband, skyrtuhnappar og jafnvel hringur eða hálsmen. Allt þó í hóFi og allt skal það vatið af stakri kost- gæfni; svoleiðis má ekki virðast of dýrt, ekki eins og auglýsing um ríkidæmi, en heldur ekki eins og það hafi fengist í Hagkaup. Best er ef lítur út fyrir að gtingrið hafi verið í lítilli búð, í fjariægri stórborg, bak við heiminn þar sem fáir vita af. Eymalokkar eru hins vegar gjör- samlega úti, menn sem ganga með svo- leiðis eru annaðhvort hómósexúalistar, glæpamenn eða Svíar. UTI Fyrir tveimur árum var Reykjavík orðin eins og miðborg Peking um þetta leyti árs. Allt úði og grúði af reiðhjólum. Á hverju homi var verslun með sérbúnað fyrir hjólreiðafólk og jafnvel Bobby Harrison sprangaði um götumar á reið- hjólabuxum. Heilbrigði og hreysti skein af hverjum manni. En hvar eru hjólin nú? Fyrir utan táningatöffara og börn sést enginn maður Iengur á hjóli. Fyrir tveimur árum rúllaði hjónabands- hamingja miðaldra fólks á hjólunum, en nú er eins og allir hafi fengið keðjufall. Svona fer kreppan með fólk. Það er ekki lengur bjartsýnt og hugsar um heilbrigða sál í hraustum lfkama. Það veit sem er að þetta skiptir engu máli — það mun hvort eð er deyja óhamingjusamt og snautt. Hjólin rykfalla í kjöllurunum og fólkið lfka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.