Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 Shfrýtuí - Við sögðum um daginn frá nokkrum staðreyndum um veltu og eignastöðu verkamannafélagsins Dags- brúnar, þar sem Guðmundur J. Guðmundsson er allt í öllu. Eins og menn muna varð niikið uppistand þegar Dagsbrún ákvað að vera ekki með í Islandsbanka og seldi hlutabréf sín í Eignarhaldsfé- lagi Alþýðubanka. Ekki vit- um við um nákvæma þýð- ingu sem þetta hafði fyrir Dagsbrún peningalega séð, en þó má sjá vísbendingar úr yflrliti Dagsbrúnar. Þarkem- ur meðal annars fram að arð- ur félagsins af hlutabréfum haft lækkað úr 2,1 milljón ár- ið 1990niðuríliðlega 19 þúsund árið 1991 — sem sé horfið. Á hinn bóginn sést einnig að vaxtatekjur og verðbætur félagsins hækk- uðu á milli ára úr tæpum 11 milljónum í tæpar 18 millj- ónir. Ef þetta þýðir að félag- ið fær mun hærri vexti af fénu sem áður var bundið í hlutabréfum þá verður ekki annað sagt en að um góð býti hafi verið að ræða. íleiðar „snyrtir" Jónsson er fádæma vinsæll maður meðal kvenna allra stétta. Það sást meðal annars á fundi sem nýlega var haldinn af Starfsmannafélaginu Sókn, þar sem Heiðar flutti þriggja klukkustunda fyrir- lestur/sýningu. Haft er eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni félagsins, að þetta hafi verið einhver fjölmenn- asta samkoma sem haldin hefur verið í Sóknarsalnum. Heiðar trekkir ekki minna en alvarlegustu fundir um kaup ogkjör. Þá svaraði Heiðar nokkr- um spumingum í nýjasta hefti Húsfreyjunnar. „Eg er stundum að skammast við fóstrur og aðrar uppeldis- stéttir yfir því að þær skuli ekki gera meira fyrir útlitið, af því að þær vinna þannig vinnu, að það sér þær enginn nema bömin. En bömin sem þær passa eiga að hlakka til að verða fullorðin! Þau eiga líka að fá þá framtíðarsýn að það sé allt í lagi að vanda sig svolítið við að líta vel út. Þess vegna tala ég stundum um að það sé þjóðfélagsleg skylda að vera vel til hafður. Eg veit að þetta em láglauna- stéttir, en þetta þarf ekki endilega að kosta svo mik- ið,“ sagði Heiðar. Upp með maskarana fóstrur! DAVIÐ OG THORAREN- SENVELDIÐ Á SELFOSSI Þá hefur alþjóð séð leikrit Davíðs Oddssonar „Allt gott“. Hún fjallaði um tvo sjö ára pilta og glöggir menn sáu að sögu- sviðið var Selfoss. Þar ólst Davíð einmitt upp og meðal leikbræðra hans þar var enginn annar en Þorsteinn Pálsson flokksbróðir hans, ósigurvegari í kosninga- slagnum við Davíð um for- mennskuna í flokknum. Ekki væri úl í hött að álykta að leikrit- ið fjallaði einmitt um þá, en Dav- íð hefur lýst því yfir að svo sé ekki. En í leikritinu kom fram lítt dulbúin gagnrýni á veldi og jafn- vel spillingu kaupfélagsveldis- ins. Davíð var sjö ára árið 1955 og þá var kaupfélagsstjóri á Sel- fossi Egill Gr. Thorarensen. Við kaupfélagið starfaði sonur hans hálffertugur og verðandi kaupfé- lagsstjóri, Grímur E. Thoraren- sen, sem tók við af föður sínum 1961, eftir að hafa verið inn- kaupastjóri í nokkur ár. Hann lést nýlega. Maki Gríms var Bryndís Guðlaugsdóttir, dóttir Gitðlaugs Þórðarsonar, veit- ingamanns í Tryggvaskála á Sel- fossi. Sonur þeirra Guðlaugur Þ. Thorarensen átti einmitt 8 ára af- mæli í apríl 1954 svo það stemmir nokkum veginn við af- mælisveisluna fyrir „Gústa“ í sjónvarpsleikritinu. Það lítur því helst út fyrir að Davíð hafi verið að skjóta á Thorarensen-fjölskylduna, sem samkvæmt þessu hafði greiðan aðgang að vörum sem annars vom háðar höftum, svo sem næl- onsokkum, bjór, tyggigúmmíi og Maclntosh-sælgæti. Það má svo ti! gamans rifja upp að eiginkona Davíðs er af sömu ætt og kaupfélagsfjöl- skyldan, sem sé Astríður Thor- arensen. Davíð Oddsson tyggjoaðdáandi og kona hans Ástríður Thor- arensen. Ekkert gaman í afmælisveislu hjá kaupfélagsveldinu því úrslitin í spurningakeppninni voru ákveðin fyrirfram. Af hverju sparaði skólanefnd Fjölbrautaskólans sér ekki utan- landsferö og keypti t.d. „Ugga“, stólana sem Sess framleiðir eftir hönnun Þórdísar Zoéga? AF UTLENSKUM STÓLUM í ÍSLENSK- UM SKÓLUM Þeir í Landssambandi iðnað- armanna eru af skiljanlegum ástæðum miklir áhugamenn um að íslendingar kaupi og noti af- urðir íslenskra iðnaðarmanna. Það segir sig sjálft. I þessu sam- bandi hafa menn einkum áhyggjur af íslenskum hús- gagnaiðnaði. Hann á í basli með samkeppnina við ódýrari innflutt húsgögn. Eftirfarandi frásögn er tekin upp úr fréttablaði lands- sambandsins og sýnir vel hversu pirringurinn er orðinn mikill. „Skólanefnd Fjölbrautaskól- ans á Suðumesjum er nýkomin úr utanlandsferð. Tilgangur far- arinnar var að kanna kaup á skólahúsgögnum á sama tíma og íslenskir húsgagnaframleiðend- ur heija baráttu íyrir því að jafnt almenningur og hið opinbera gefí innlendri húsgagnafram- leiðslu meiri gaum. Eins og flest- ir vita er Fjölbrautaskólinn á Suðumesjum að hluta til verk- menntaskóli. Þótt hér sé um al- varlegt mál að ræða spyija menn hvort það verði hlutskipti nem- enda skólans í framtíðinni að stritast við að sitja á erlendum stólum um leið og þeir læra að hanna og smíða íslenska stóla. Hvar er þjóðhagslegur metnaður skólanefttdarinnar?“ Líklega er téður metnaður að einhveiju leyti falinn í buddunni. Og í lönguninni til að ferðast til útlanda. TRIO HINNA KYNLEGU KVISTA Á meðfylgjandi mynd má sjá þrjá menn sem setja svip á bæinn, ekki síst fyrir að vera ekki akkúr- at eins og fólk er flest. Þetta em þeir Guðnutndttr Jóhann Guð- mundsson, formaður Dagsbrún- ar, Haraldur Blöndal, lögfræð- ingur og varaborgarfulltrúi, og Ásgeir Hannes Eiríksson, kaup- sýslumaður og reyndar altmulig- maður. Þetta em ólíkir menn, sem þó eiga það sameiginlegt að vera áberandi á sinn hátt. Guðmundur Jaki hefur stjómað verkalýðsbar- áttu undanfarinna ára á sinn dramatíska hátt, Haraldur er kunnur uppboðshaldari og með- limur Engeyjarættarinnar (sem er einn sterkasti armur Kol- krabbans) og Ásgeir Hannes er frægastur fyrir pylsusölu og pól- itísk afskipti, m.a. í Sjálfstæðis- flokknum, Borgaraflokknum og Nýjum vettvangi. Guðmundur og Ásgeir eiga það sameiginlegt að vera fyrr- verandi þingmenn. Guðmundur Þeir fóku sig vel út við vígslu hins nýja Ráðhúss Reykjavíkur, Guðmundur Jaki Guömundsson, Haraldur af Engey Blöndal og Ásgeir Hannes Hafstein Eiríksson, gjarnan kallaður pylsu- sali. og Haraldur eiga það sameigin- legt að hafa á unga aldri verið í forystu ungliðahreyfmga flokka sinna. Haraldur er sonur alþing- isbókavarðar og Guðmundur tengdasonur stjómarráðsfulltrúa. Einn langafa Guðmundar, Frið- rikJónsson bóndi á Hrafhseyrar- húsum, var hálfbróðir eins lang- afa Haraldar og Styrmis Gunn- arssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Ásgeir Hannes er ættstór eins og Haraldur; Hann er hvorki meira né minna en bamabama- bam Hannesar Hafstein, fýrsta ráðherra Islands. Hér em því á ferðinni miklir menn og þéttir á velli. BORGIN STYRKTI EKKI SAMTÖK UM EFLINGU LANDBÚNAÐAR Borgarapparatið fékk sér- kennilegt bréf um daginn. Það var frá félagsskap sem heitir ,Jiöst, samtök um eflingu land- búnaðar“. Rastarmenn báðu sem sé Reykjavíkurborg um fjár- stuðning. Samtök þessi munu einkum vera starfandi norður í landi og þá helst í mestri mögulegri fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu. Borgin fær svo sem mörg mis- skrítin erindi um ljárstuðning, en einhvem veginn höldum við að fjárveitingavald borgarinnar hafi ekki velt lengi vöngum yfir þessu erindi. Alltént var því hafnað að veita þessum áhuga- mönnum um eflingu landbúnað- ar fjárstuðning. Erindið barst líka TVÍFARARNIR TVIFARAKEPPNI PRESSUNNAR- 41.HLUTI Jafnvel þó að sir Laurence Olivier hafi aðeins leikið Rík- arð III nægði það til þess að hann varð alveg eins og annar drottnari ríkis, Höskuldur Jónsson hjá ÁTVR. Svona munn- svip bera aðeins þeir sem eru einráðir í ríki sínu. Og um leið og þeir komast í þá aðstöðu lengist nefið, miðsnesið dýpkar og þeir verða langleitari. Ástæðan fyrir því að sir Olivier er með pétursspor en Höskuldur ekki liggur sjálfsagt í því að Ríkarður III var hrotti og illmenni og stjómaði ríki sínu af mikilli grimmd. Höskuldur stjómar hins vegar sínu ríki af niildi. KVENNALISTAPIAN GAF UNGKRATANUM GLÓÐARAUGA í FINNLANDI í síðasta mánuði vom fulltrúar ungliðahreyfinga flokkanna og Æskulýðssambandsins á Norð- urlandaráðsþingi æskunnar í Finnlandi og dreif þar margt á dagana. Um ferðina má meðal annars lesa í fréttabréfi Kvenna- listans, þar sem Ragnhildur Vig- fúsdóttir segir fra norrænu fram- lagi sínu, Asdísar Sigmundsdótt- ur frá Æskulýðsfylkingunni, Sig- urðar Péturssonar frá ungum jafnaðarmönnum, Siv Friðleifs- dóttur frá ungum framsóknar- mönnum og þeirra Jóhanns Pét- urs Sveinssonar og Sigurðar Mássonar frá Æskulýðssam- bandinu. Hinir ungu Norðurlandabúar áttu saman gleðistund eitt kvöld- ið og við grípum inn í frásögn Ragnhildar: „Á eftir var stiginn dans og gleði mín var mikil jieg- ar ég gerði mér grein fyrir að inn- an íslensku sendinefndarinnar leyndist frábær samkvæmisdans- ari. Ég gat því stundað aðra af tveimur uppáhaldsíþróttum mín- um í ferðinni. Því miður varð fulltrúi íslenskra krata fyrir því Siguröur Pétursson ung- krataforingi. Dansaöi hann á dyrastaf, greip hann ekki dansdömu sína nógu vel eða reyndi hann „trix“ nýsjá- lenska forsætisráðherrans „sem strauk niður eftir baki Bretadrottningar til aö kanna hvort hún væri í brjóstahald- ara“. þegar nóg annað var með pen- inga borgarinnar að gera; það þurfti að ganga frá 3,5 milljarða króna ráðhúsinu og halda síðan nokkurra milljóna króna veislu. Undir slíkum kringumstæðum er auðvitað ekki hægt að styrkja einhver norðlensk áhugasamtök um fleiri og feitari rollur og belj- óhappi að slasast illa á augabrún. Þar sem lýsing var slæm í saln- um vissi enginn almennilega hvað gerðist, en ýmsar kenningar em á lofti um tildrög slyssins. Ein kenningin er sú að hann hafi dansað á dyrastaf, önnur að hann hafi ekki gripið dansdömu sína nógu vel og þau því misst jafnvægið, en sú þriðja að hann hafi verið að reyna „trix“ nýsjá- lenska forsætisráðherrans sem strauk niður eftir baki Breta- drottningar til að kanna hvort hún væri í brjóstahaldara. Ung- kratinn var svo óheppinn að lenda á Kvennalistakonu sem var nýkomin af sjálfsvamamám- skeiði og sveiflaði honum yfir öxlina þannig að hann lenti á dyrastaf. Hann bar sig mjög vel og skartaði fögm glóðarauga alla vikuna en mun því miður bera ör ævilangt."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.