Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 33 t> ■Aj flstjóri utanrfldsráðherra, Krist- inn T. Haraldsson, betur þekktur sem Kiddi rót, hyggst ganga í það heilaga 25. júh' næstkomandi og hin heppna er Jónína Þrastardótt- ir. Um árið skipu- lagði Kiddi „brúð- kaup aldarinnar" og brúðkaup Kidda sjálfs verður senni- lega engu síðra, því veislustjóri verður Stefán Friðfinnsson, framkvæmda- stjóri Islenskra aðalverktaka, og ekki vekur minni athygli hvem Kiddi réð til að vera bflstjóri þeirra brúðhjónanna. Það verður neínilega Jón nokkur Bald- vin Hannibalsson sem mun sitja við stýrið á límósínunni... Þ, að er greinilega mismikið að hafa upp úr rekstri nætuiklúbba í Reykjavflc. Þegar brotist var inn í útibú Búnaðar- bankans við Vesturgötu var það einn af veitingamönnunum í næturklúbbnum Lindinni sálugu við Lindargötu sem var gripinn glóðvolgur í bfl á Hring- brautinni skömmu síðar, með sleggju og tvö kúbein í aítursætinu... P A elíkaninn Pétur Kristjánsson á og rekur útgáfufyrirtækið PS Músík, sem gekkst fyrir víðtækri og metnaðar- fullri útgáfu á síðasta ári. Salan tókst misvel og hefur fyrirtækið átt í tals- verðum brösum að undanfömu. Fregnir herma að gamall foringi úr skemmtana- bransanum hyggist ganga til liðs við Pétur og auka hlutafé verulega. Þá ’S JMBk innflutning samhliða L- ' Ji nuin di.iLM-.! eiiiln.ið saman. PS Músfk er ■■■■B útgáfusamning við Jet Black Joe, sem sagt er efnilegasta nýja rokkbandið hérlendis, Richard Scobie og Magnúsi og Jóhanni... N X ^ ú þegar ráðhús Reykjavíkur er komið í notkun er lokið sögu þrennra Qárffekra íramkvæmda á vegum borg- arinnar. Þetta hófst með Viðeyjarstofu, síðan tók Perlan við og að lokum kom ráðhúsið, sýnu dýrast. Öll þessi verk hafa farið óheyrilega langt fram úr kostnaðaráætlun. Það sem vekur at- hygli margra er að í öllum þessum verkum vom sérstakar framkvæmda- nefndir sem höfðu yfirumsjón með hverju og einu verki. Það var nefhilega gengið framhjá hefðbundnu stjómunar- kerfi borgarinnar... S i nýjasta fréttabréfi Öryrkjabanda- lagsins kemur fram forvitnilegur sam- anburður á því hvað öryrkjasamtökin hafa út úr íjárlögum á ári hverju. í sam- antektinni kemur ífam að 1991 fengu samtökin 2.329 milljónir króna en 1992 fá þau 2.544 milljónir, sem er vel yfir verðlagsforsendum fjárlaga, og eru for- svarsmenn samtakanna vel sáttir við sinn hlut... N X ^ ýr fréttamaður tekur bráðlega til starfa á Bylgjunni og Stöð 2. Það er Vilborg Davíðsdóttir, núverandi blaðamaður á Dagblaðinu, sem kemur til starfa en hún var áður á Þjóðviljan- um. Vilborg er þriðji blaðamaðurinn sem hættir störfum á Dagblaðinu á skömmum tíma. Jón G. Hauksson hefur verið ráðinn ritstjóri Frjálsrar verslunar og Jóhanna Margrét Ein- arsdóttir er á leið í Ríkisútvarpið... Út frá þröngum götum og þungri umferð borgarinnar teygja steinsteyptir vegir anga sína um landiö þvert og endilangt. Mjóir slóöar og fáfarnir. Vegir og veg- leysur. Óbyggöir íslands í allri sinni dýrö en þó ekki á færi allra aö njóta. Tveir ólíkir heimar sem eiga fátt sameiginlegt og millivegur ekki í sjónmáli. Við bendum á Cherokee. Jeppi og glæsi- vagn sameinast í Cherokee sem gerir þér kleift aö takast á við tvo heima samtímis. Hvort sem þú ert á ferö á Cherokee um landiö eöa í hringiðu borgarinnar ertu alls staðar í sérflokki. JOFUR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 68 55 22 H,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.