Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 37 HNALLÞÓRURTIL HEIÐURS HALLDÓRI „Ég held því fram að við séum ein skemmtilegasta sveitin í „performance" á landinu og ég hef mikla trú á þessu nýja efni okkar.“ Sá hógværi piltur er hér talar heitir Guðmundur Gunn- laugsson og er trommari rokk- sveitarinnar Jötunuxa. I þessu rokkbandi eru líka Rúnar Orn Friðriksson söngv- ari, Hlöðver Ellertsson bassa- leikari, Jón Óskar Gíslason leik- ur á gítar og það gerir sömuleið- is Blöndósingurinn og bakvörð- urinn knái Svavar Sigurðsson. Gummi, Hlöðver og Jón Ósk- ar vom allir í hinni ffábæru sveit Centaur sem allir muna eftir (ef þú manst ekki eftir henni þá skammastu þín bara). Og Guð- mundur segir að Centaur sé ekki dauð úr öllum æðum og alls ekki loku fyrir skotið að hún eigi eftir að láta ffá sér heyra. En það em Jötunuxar sem em umræðuefnið hér. Strákamir semja efni sitt sjálfir og spila hresst og gott rokk. Þeir sem sáu Poppkom fyrir tæpum hálfum mánuði muna kannski eftir myndbandi með þeim við lagið „Vertu með“. Ágætt lag. „Við gerðum demóupptökur með þremur lögum og ætlum að fara með þær á útvarpsstöðvam- ar og athuga hvort þær hafa áhuga á að spila þettax“ segir Gummi. Á föstudags- og laugardags- kvöld spila Jötunuxar í Grjótinu og unnendur rokks og róls ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Annars virðast margir áfjáðir í að komast í Gijótið, því það er búið að brjótast þar inn tvisvar frá opnun. Skamm skamm þið Ijótu kallar. gerð mættu einnig koma hnall- þómm sínum á framfæri. En Þjóðleikhúsið heiðrar meistarann ekki bara með ijóma- tertum. Á stóra sviðinu verður sérstök hátíðardagskrá sem Þór- hallur Sigurðsson leikstjóri hef- ur umsjón með, og inniheldur leiklestur, söng og fleira skemmtilegt. Hátíðardagskráin verður flutt tvisvar, á fimmtu- dags- og sunnudagskvöld, klukkan 20 bæði kvöldin. Flytj- endur eru úr hópi leikara Þjóð- leikhússins, Bláa hattinum og Þjóðleikhúskómum. Ekki færri en fjórir leiklestrar verða í dag og næstu daga: Prjónastofan Sólin og Stromp- leikur föstudag og laugardag; Straumrof fimmtudag og sunnu- dag og Veiðitúr í óbygðum á laugardaginn. „Við fáum alla helstu bakarameistara borgar- innar til þess að gefa al- veg sérstakar hnallþómr til heiðurs Halldóri Lax- ness,“ sagði Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir hjá Þjóðleikhús- inu, en þessa dagana heldur leikhúsið upp á afmæli Nóbelsskáldsins með margvíslegum hætti. Einn liður í há- tíðahöldunum er svo- kölluð „Hnallþóru- veisla“; hún er á laugar- daginn klukkan þijú og em allir velkomnir. Þar munu semsagt bakarar leiða saman kökur sín- Halldór í Þjóðleikhúsinu: Kökur og leik- ar en Sigríður sagði að ir honum til heiðurs á níræðisafmælinu. áhugamenn um köku- JÖTUNUXAR MEÐMIKIÐ HÁR FA5TUR FIMMTU- PACS- BLÚSÁ DUUS Þyrstir blúsaðdáendur geta í framtíðinni gengið að fimmtudagsblúskvöldum á Duus-húsi vísum, því Blús- vinir hyggjast stofha með sér félag sem ætlað er öllum þeim sem áhugann hafa. Björgvin Gísla- son ríður á vaðið í kvöld ásamt Trega sveitinni. „Undanfarin þrjú ár hefur verið spilaður blús út um allan bæ og virðist ekki lát á vinsældum,“ segir Pétur Tyrfingsson tón- listarmaður. „Blúsinn hefur fyllt upp í tómarúm í skemmtanalífinu og hugmyndin var sú að koma þessu í fastara form þar sem fleiri gætu notið sín. Við reifuðum þetta í útvarpsþætti og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er greinilegur áhugi fyrir félagi sem starfa myndi á breiðum grund- velli.“ Pétur sagði menn ætla sér raun- sæja hluti til að byrja með; föst tónlistarkvöld og með tímanum útgáfu fréttabréfs. „Það kom þó fleira til álita og má nefna að koma því til leiðar að fólk undir lögaldri fái að hlusta á blús á góð- um stað, að félagið hafi áhrif á hvaða tónlist er á boðstólum, mögulegur afsláttur fyrir meðlimi og fleira. Aðaláhugamálið felst þó í því að blúskvöld geti verið meira en tónleikahald og að tryggja því fastan samastað." Minna skal á að tónleikamir í kvöld hefjast stundvíslega klukk- an 21.30. er níræður í dag. Hann er semsó næstum jafngamall öldinni og varla bafa aörir (slendingar sett meira mark á hana en Nóbelsskáldið. Af þessu til- efni tekur Sjónvarpið náttúriega sam- an þátt, þar sem er gengiö í mynda- safn stofnunarinnar og klipptir saman bútar úr viðtölum við Halktór og brot úr verkum eftir hann. Siónvarpiö fim. M. 20.35. • Eric Clapton. Einu sinni var haft á KRÓKUR Hook STJÖRNUBÍÓI Þetta er mynd sem eykur á vellí&an foreldra. Ekki vegna þess aö þeir skemmti sér undir myndinni heldur finnst þeim sem þeir leggi mikiö á sig fyrir börnin aö sitja myndina á enda. En bömin hafa gaman af. Sum af myndinni en sjálfsagt einhver af foreldrunum. ★★ FREEJACK REGNBOGANUM Tuttugasti og nfundi ættliöur framtíöarhrollvekja. Þaö er rannsóknarefni hvers vegna allir kvikmyndageröarmenn sjá fyrir sömu framtíö; aukinn stéttamismun, hrörnun New York og siöferöis og miklu flottari byssur. Þeir sem vilja rannsaka þetta geta fariö 1 Regnbog- ann. Hinir ættu aö sitja heima — nema til þess aö sjá trailerinn af Delecatessen. ★ BÓKIN SIDNEY SHELDON THE DOOMSDAY CONSPIRACY Bókahjaitað í möigum ís- lendingnum slæi hraðai þegar minnst er á nýja sögu eftir Sheldon, enda sérfræð- ingur í rósrauða spennu- fiokknum sem landanum hefur fallið svo vel síðan fyrsta Islendingasagan var rituð. Hann er einn af þeim sem maður getur sagt um „hann bregst aldrei'1. Þeir þolinmóðu geta síðan beðið eftir myndbandaseríunni. Bað eina óvænta við þessa hók er einkunnagjöfin, fær 5 aflO. oröi aö Clapton væri guö. „Clapton is god,“ sögðu hippamir og tóku andköf þegar hann handfjatlaði fenderinn. Clapton er varia í guöatölu lengur og gömlu aðdáendurnir hans eru famir að láta svolítið á sjá í þessum þætti talar danskur sjónvarpsmaður viö Clapton um ýmislegt sem skiptir stórmáli: Árin meö Cream og vináttuna viö George Harrison, en eins og alþjóð veit stal Clapton konunni frá Bítlinum. Sjón- varpió fím. M. 23.20. • Rokk og heyrn. Þegar Bítlarnir stóðu á sviðinu og stelpumar öskruðu voru hátalararnir ekki nema svona þrjátíu vatta. Semsé fornaldargræjur miöaö viö þá gemingahríð sem núorð- ið fer fram á rokktónleikum, þar sem gnæfa hátalarafjöll sem telja hundnið þúsundir vatta. Eru rokkarar nútímans að verða heymarlausir af öllum hávaö- anum? Að minnsta kosti hann Pete Townshend úr Who, sem kemur fram í þættinum. Sjónvarpiö fös. M. 19. • Sjáandinn. The Navigator heitir hún á frummálinu þessi ný-sjálenska mynd frá 1988 sem varö býsna fræg. Þetta er blanda af vísindaskáldskap og miöaldamýstik, obbolitið tilgeröar- leg á köfium, en þó ekki alveg út í hött. Sjónvarpiö iau. M. 23.10. • Á slóð stolinna dýrgripa. Það er náttúrlega alkunna hvað nasistar höfðu slæman smekk á list, líkt og reyndar gengur og gerist um einræðis- fólk. Þeir settu upp sérstakar háðung- arsýningar á nútímalist, til aö sýna pöplinum hvaö hún væri Ijót og ógeðs- leg. En þeir ágimtust fræg listaverk og VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Terminator 2 2 Backdraft 3 Lömbin þagna 4 Fjörkálfar 5 Quigley Down Under 6 Teen Agent 7 Hudson Hawk 8 Arachnophobia 9 Shattered 10 Homer and Eddie hjá ríkismarskálknum Göring var það næstum sjúkleg árátta. Útsendarar hans fóm ránshendi um Evrópu þvera og endilanga og höfðu ótrúleg verð- mæti upp úr krafsinu. ! þessum þætti er fjallaö um leitina að listaverkum og listmunum sem nasistar náöu aö koma undan, það er eins og hver önn- ur reyfarasaga. Stöö 2 lau. M. 16. LÍKA í BÍÓ •BlÓBORGIN: í klóm amarins** Leit- in mikla** Vfghöföl**** Faðir brúöar- innar** BÍÓHÖLLIN: Banvæn blekk- ing” Leitin mikla** Faölr brúöarinn- ar** Sföasti skátinn** Thelma & Louise*** JFK** HÁSKÓLABÍÓ: Steiktir grænir tómatar*** Litli snill- ingurinn*** Frankie & Johnny** Háir hælar** Tvöfalt l(f Verónfku*** LAUGARÁSBlÓ: Hetjur háloftanna* Reddarinn* Vfghöföi**** REGN- BOGINN: Freejack* Catchfire** Kol- stakkur**** Kastali móður minnar*** Léttlynda Rósa*** Homo Faber**** SÖGUBlÓ: Læknirinn** Kuffs** STJÖRNUBÍÓ: Hook** Strákarnir ( hverfinu** Stúlkan mfn*** Böm nátt- úrunnar*** ... fær Ólafur Ragnar Grímsson fyrir að semja ekki sjónvarpsleikrit. VISSIRÞÚ ... að fyrir 20 árum voru list- nema í Portland greiddir35 doll- arar (2.100 krónur íslenskar) fyrir hönnun á Nike-merkinu? Um 90 prósent af fyrstu 10.000 pörunum af Nike-skóm voru seld á 7 dollara og 95 sent (475 krónur íslenskar). f dag kosta Nike Air Force 180-körfubolta- skór 150 dollara (9.000 krónur) út úr búð í Bandaríkjunum og án efa eitthvað gott betur hér heima áFróni. ... að það er hægt að leigja ljón í einn dag í Bandaríkjunum fyrir 1.200 dollara (72 þúsund krónur íslenskar)? Þar er einnig hægt að leigja Iamb og kostar dagurinn 50 dollara (3.000 krónur). ... að þegar ENIAC, fyrsta rafvædda tölva heimsins, var vígð árið 1946 fyllti hún út í her- bergi sem var 17 metrar á aðra hliðina og 10 metrar á hina? Hún gat framkvæmt minna en vasareiknivélar í dag og kostnað- urinn við að búa hana til var 3.000.000 dollarar (180 millj- ónir króna). FRÍAR HEIMSENDINQAR ALLAN SÖLARHRINCUNN 7 DAQA VIKUNNAR PÖNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grsnsásvsgi 10 - þjónar þér allan sólartiringlnn BORGARVIRKIÐ KÁNTRÍBANDIÐ AMIGOS leikur frá Bniiiitiidegi til sunnudags * PAT TENNIS, stálgítarleikari asamt VIÐARI JÓNSSYNI og ÞÓRI ÚLFARSSYNI Mætið ineð hattaua Ekta kántríimisík - Mætum með hattaua AlJur-laknmrk 23 ár ItlMfMUSM BORGARVIRKIÐ * ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 « S: 13737

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.