Pressan - 10.09.1992, Page 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
ÞETTA
BLAÐ ER
RUGLAÐ
... einsog það sem
hefur skotið upp
kollinum í hausnum
á Bobby Fischerá
undanförnum ára-
tugum og lesa má
um á blaðsíðu 30. í
þeim hauser ekki
heil brú í neinu sem
ekki byrjar á E2 til E4
eða einhverju ámóta.
... eins og rekstur
Seðlabanka íslands.
Það skrímsli vex og
vex á sama tíma og
allt annað í þjóðfé-
laginu skreppur sam-
an. Og það eru engin
takmörk fyrir því
hvað þeim seðla-
bankastjórum dettur
í hug að eyða pen-
ingum almennings í.
Lesendur geta fengið
innsýn í ruglið á blað-
síðu 16.
... eins og þing-
mennirnir okkar. Þeir
segja okkur frá
smekk sínum á tón-
list, leikurum, sjón-
varpi og mat á blað-
siðu 26. Eftir að hafa
hlustað á þau ósköp
þakkarmaðurfyrir
að þeir skuli vera
niðri á þingi að karpa
um EES í stað þess að
spila plöturá út-
varpsstöðvunum eða
veljar bíómyndir í
Sjónvarpið.
...einsog afiLilla
klifurmúsar. Það
fannst Mikka ref að
minnsta kosti. Eins
og sjá má á blaðsíðu
35 eru þeirfélagará
leið á stóra sviðið í
Þjóðleikhúsinu. Og
spurningin er; leikur
Örn Árnason
Tryggvasonar klifur-
músarhlutverk föður
síns?
... einsog íslend-
ingarallir. Þaðerí
það minnsta skoðun
bandarískra her-
manna sem hafa ver-
ið sendir á Keflavík-
urflugvöll. Þegar þeir
koma heim kaupa
þeir sér tölvu og setj-
ast niðurtil að út-
húða landi og þjóð í
sérútbúnu tölvuneti.
Allt um þetta á blað-
síðu 6.
Er þá í lagi að flytja inn
kjöt, Sveinbjörn?
„Það hefur engin breyting orðið
í þeim efnum. Það eru ákveðnar
reglur í gildi, meginreglan er sú að
kjöt verði að vera soðið. Frávik
hafa verið leyfð í lokuðu umhverfi,
sérstaklega í sambandi við kynn-
ingar. Ég veit ekki hvernig þessu
hefur verið háttað í þessu tilviki,
ég yrði að gá að því til að getað
svarað því nákvæmlega.“
Það hefur vakið athygli að á meðal þess
sem boðið var upp á í kvöldverðarboði
sem norsku konungshjónin héldu forseta
íslands var hérapaté og hjartarlundir.
Sveinbjörn Dagfinnsson er ráðuneytis-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu.
F Y R S T
F R E M S T
BERA NORDAL. Fyrtist við og talaði um hneyksli. HARALDUR NOR-
EGSKONUNGUR. Þrengslin urðu gífurleg og loftið þungt.
BERU ÚTHÝST Á KON-
UNGSFUNDl
Haraldur Noregskonungur
og Sonja Noregsdrottning voru,
eins og kunnugt er, viðstödd opn-
un málverkasýningu norska lista-
mannsins Káre Tveter í menn-
ingar- og listamiðstöð Hafnfírð-
inga, Hafnarborg, á mánudag.
Sonja drottning opnaði reyndar
sýninguna.
Sendir voru út hvorki fleiri né
færri en eitt þúsund boðsmiðar á
opnunina, hver gilti fyrir tvo og
því var tvö þúsund manns boðið.
Þótt Hafnarborg sé stórt og
veglegt hús er borin von að þar
rúmist tvö þúsund manns með
góðu móti, enda kom það á dag-
inn.
Á boðskortunum var fólki gert
að mæta fyrir klukkan tvö. Klukk-
an korter í tvö þótti öryggisvörð-
um hins vegar nóg komið af fólki í
húsið og lokuðu því. Þeir sem
mættu seinna komust ekki inn.
Þeir sem úthýst var voru að sjálf-
sögðu ekki par ánægðir með að
komast ekki í návígi við kónga-
fólkið, enda gátu þeir sýnt boðs-
kort þess efnis að þeim hefði verið
boðið sérstaklega.
Það voru því margir æði fýldir
yfir að þurfa frá að hverfa og með-
al þeirra var Bera Nordal, for-
stöðumaður Listasafns íslands.
Bera mætti of seint og öryggis-
verðirnir voru ekki til viðræðu um
að hleypa henni inn, hún fyrtist
við og talaði um hneyksli.
Ekki er víst að Bera hefði verið
ýkja ánægð þótt hún hefði komist
inn því þrengslin þar voru gífurleg
og loftið mjög þungt. Svo þungt
reyndar að kona ein sem inni var
féll í yfirlið.
HANNES VINSÆLL í HÁ-
SKÓLANUM
Það varð enginn smáhvellur
þegar Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni var hleypt inn í Há-
skóla íslands um árið. Eins og
margir sjálfsagt muna var mikil
andstaða gegn honum í félagsvís-
indadeild og raunar innan alls Há-
skólans.
Var talað um að freklega hefði
verið gengið á sjálfstæði Háskól-
ans þegar Birgir ísleifur Gunn-
arsson ákvað þrátt fyrir allt að
gera Hannes að lektor í stjórn-
málafræði. Lengi á effir voru ýms-
ir sem ekki felldu sig við Hannes
að tala um hvílíkt reginhneyksli
þetta hefði verið.
En nú virðist komið annað
hljóð í strokkinn uppi í Háskóla.
Nýverið var til umfjöllunar um-
sókn Hannesar um að hann yrði
hækkaður í tign úr lektor í dósent
samkvæmt framgangskerfi Há-
skqlans.
tlmsóknin fékk mjög jákvæðar
undirtektir í félagsvísindadeild
þar sem andstaðan við Hannes
var hvað hörðust áður. Yfírgnæf-
andi meirihluti átján fundar-
manna var hlynntur þessari mála-
leitan, einn var á móti og fimm
sátu hjá, en tólf greiddu atkvæði
Hannesi í vil.
Svanur Kristjánsson, gamall
erkifjandi Hannesar, mun hafa
verið á móti, en meðal þeirra sem
sátu hjá voru Ólafur Þ. Harðar-
son stjórnmálafræðingur, Þor-
bjöm Broddason félagsffæðing-
ur og Sigrún Stefánsdóttir fjöl-
miðlafræðingur.
ÍSLENSK STASISKJÖL
Það er varla svo ýkja langt í
jólabókaflóðið, en samt eru langt í
frá öll kurl komin til grafar um
hvað þar flýtur með.
Vænleg sölubók hlýtur að telj-
ast bók sem Ámi Snævarr ff étta-
maður og Valur Ingimundar-
son sagnfræðingur hafa tekið
saman um íslenska kommúnista
og sósíalista og tengsl þeirra við
ríki austurblokkarinnar gömlu á
dögum kalda stríðsins.
Almenna bókafélagið gefur
bókina út en meðal þess efnis sem
þeir félagarnir hafa sótt í eru skjöl
úr safni austur^þýsku öryggislög-
reglunnar alræmdu, Stasi.
Hermt er að ýmsar upplýsing-
ar í bókinni kunni að koma nokk-
uð óþægilega við einhverja Al-
þýðubandalagsmenn, og jafnvel
núverandi þingmenn flokksins.
Eiríkur í Eiríki
Eiríkur Jónsson útvarpsmaður er að hrinda
af stað nýjum viðtalsþætti á Stöð 2 og er ætlun-
in að hann verði með nokkuð öðru sniði en
áður hefur sést í hérlendu sjónvapi. Hyggst Ei-
rikur birtast á skjánum á hveiju kvöldi og eiga
þættirnir að vera stuttir, snaggaralegir (nema
hvað) og öðruvísi. Er þátturinn svipaður því
sem menn eiga að venjast í útvarpi nema hvað
nú er maðurinn (mynd? „Þetta er sami mað-
urinn. Hins vegar er þetta sjónvarpsþáttur en
hitt var útvarpsþáttur,“ segir Eiríkur. Hann
lofar að vera sjálfum sér líkur — enda er hann
það alltaf hvort sem hann er í útvarpi, á dag-
blaði, sjónvarpi eða bílaverkstæði. „Fólkið sem
birtist í þáttunum kemur öðruvísi fyrir sjónir
en venjulega þvf myndataka er öðruvísi.“ Þó
hvorki afskræmt né fegrað. Eiríkur viðurkenn-
ir að hann sé spenntur og telur það meira en
að segja það að vera með sjónvarpsþátt á
hverju kvöldi sem á að vera allt í senn
skemmtilegur, upplýsandi og ffæðandi.
Oft hefur verið sagt að Eiríkur sýni aðgangs-
hörku við viðmælendur sína og sé jafnvel
ósvífmn, en að hans sögn er það fásinna. „Ég
held að hver einasti viðmælandi minn mundi
segja að ég væri kurteis... tiltölulega blíðlynd-
ur.“
Það skal tekið fram að þættirnir verða ekki
tengdir fréttum og eru sjálfstæðir að öllu leyti.
Barnið hefur fengið nafn... Eiríkur.
VÍSIR AÐ ÍSLENSKUM
KVIKMYNDASKÓLA
Þrátt fýrir að líklega sé offram-
boð á menntuðu kvikmyndafólki
á íslandi hefur Böðvar Bjarki
Pétursson, ritstjóri tímaritsins
Kvikmynda, hleypt af stokkunum
vísi að kvikmyndaskóla í samfloti
við Vilhjálm Ragnarsson kvik-
myndaframleiðanda og hjónin
Guðnýju Halldórsdóttur leik-
stjóra og Halldór Þorgeirsson.
Skólinn, eða námskeiðið, tekur
tvo mánuði og verður kennt fimm
sinnum í viku, samtals 180 tíma.
Farið verður í flesta þætti kvik-
myndagerðar og geta leiðbeinend-
ur og fyrirlesarar varla talist af
verri endanum. Þar má nefna
Sveinbjörn I. Baldvinsson
handritshöfund, Kjartan Kjart-
ansson hljóðmann, Sigurð
Sverri Pálsson kvikmyndatöku-
mann, Valdísi Óskarsdóttur
klippara og Hilmar Oddsson
leikstjóra.
Námskeiðið kostar eitt hundr-
að þúsund fýrir manninn.
BJARNI ARA í
MEMPHIS TENNESSEE
Menn gleyma náttúrlega aldrei
Elvis Presley, en sjaldan hefur
rokkkóngurinn verið umtalaðri en
nú í sumar, þegar liðin eru 15 ár
ffá andláti hans.
Því er líklega vel við hæfi að
hinn íslenski Elvis skuli hafa valið
sér þennan tíma til að fara í eins
konar pílagrímsför til Memphis,
þar sem Elvis var fæddur og upp-
alinn 'og átti sitt óðal á sveitasetr-
inu Graceland.
Þessi ferðalangur er náttúrlega
Bjarni Arason, Keflvíkingurinn
með flauelsröddina, sem mun
dvelja tvær vikur í Memphis en
snúa aftur eftir það til að syngja á
Café Jensen í Mjóddinni, væntan-
lega endurnærður.
HANNES H. GISSURARSON. Meirihluti kennara í félagsvísindadeild greiddi honum atkvæði. SVANUR KRIST-
JÁNSSON. Brá ekki út af vananum og vará móti Hannesi. BÖÐVAR BJARKI PÉTURSSON. Stofnar skóla og læt-
ur fjölda menntaðra kvikmyndagerðarmanna ekkert á sig fá. BJARNIARASON. I pílagrímsferð á Presleyslóðir.
UMMÆLI VIKUNNAR
„Þegar kirkjunnar menn taka að sér að
stýrafundi ogsegja safnaðarsystkinum að
halda kjafti ogþað séu ákveðin mál sem
má ekki rœða ogsegja þeim að hunskast
útþá geturþað ekki endurtekið sig í
kirkju. “
■■■■■■■ Gylfi Sveinsson leikmaður.
En viðskiptovinina?
„Það er ekki framtíðarstefha
ÁTVR að hýsa starfsmenn okkar.“
Höskuldur Jónsson
éfengisgoði
Þeir hlýða ekki fyrr en
búið er að skjófa þá!
„Menn forðast að viðurkenna
hina köldu staðreynd, að vestræn
mannúð þ’rífst ekki, nema kald-
rifjaðir morðingjar fái að horfa
„Það má segja að það sé skylda að
fara á klósettið þegar manni er
mál. Ég geri ekki í buxurnar."
Herbert Guðmundsson
búddisti
um leið inn í vestræn byssu-
hlaup.“
Jónas Kristjánsson
ritstjóri
SVONA GETA NIÐURGREIOSL-
URNAR LEIKIÐ MENN
„Það er rétt að það var gengið hér í
tvö ár þótt engin væri kindin og
hóað og látið eins og það væri fullt
af fé.“
Hjörtur Þórarinsson
bóndi
Það er ekki á rign-
inguna bætandi
„Ef það væri ekki svona gott veður
myndi ég bara gráta.“
Ólafur Skúlason
séttabiskup
Máttur gráa
fiðringsins
„Ég skrifaði honum bréf fýrir um
tveimur árum og síðan hringdi
hann í mig. Ég er mjög hrifm af
honum og hef víst lagt hug minn
oghjartaíbréfið."
Zita Rajcsnyi
yngismær og skákkona
íslensku bankamir bafa tapað 3,3 milljörðum á síðustuf
fimm árum veqna lána til fólks og fyrirtaskja sem qátut
ekki borgað. Pað jafngildir pví að bankastjórarnir hafi'
hent 6,7 milljónum út um qiuggann á hverjum deqi sem
bankarnir voru opnir. Eða &30 ipúsundum á hverjum
klukkutíma sem Ipeir voru (vinnu. Eða 13330 krónum á
hverri mínútu sem Ipeir sátu við skrifborðin sín oq 230
krónum á hverrí sekúndu. betta er dýr sjálfsali. k einum
deqi gleypir hann!34 jpúsund fimmtíukalla eða 1,1 tonn
af Ipeirri mynt. A síðustu fimm árum hafa bankarnir
með Ipessum hættí týnt 1.373 tonnum af fimmtíuköll-
um. Gáum að jpvíl