Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 BÆTIFLÁKAR Spritt fyrir alla „Hver hefur ekki lent í því á götu úti, þó líklegast í tniðbœ Reykjavíkur, að maður hefur vikið sér aðhonumog spurt sem svo „ Viltu kaupafyrir mig spritt í apótekinu?" — Þetta eru hinir svonefndu rónarsem eiga undir högg að sœkja um afgreiðslu á þessum vökva sem þeim er svo mikilvœgur úr því sem komið er. Oftar en ekki mœta þeir hroka samferðamanna og af- greiðslufólks. En eiga þeir ekki kröfu á að fá þetta afgreitt líkt og aðrir? Eg held að lög mœli ekki svo fyrir að afgreiðsla á spritti sé óheimil sumutn en ekki öðrum. Því má þá ekki af- greiða þessa vesalings menn? — Er nokkur ástœða til að snið- ganga þennan hóp vegfarend- anna í samfélaginu?' Sigurbjörg, lesendabréf í DV Jón Björnsson, formaður Apótekarafélags íslands: „Ég er þess fullviss að það er ekki raunin að starfsfólk apóteka sýni hröka þeim drykkjumönnum, sem leita þangað eftir afgreiðslu. Aftur á móti er það svo, að ef af- greiðslufólk telur að um mis- notkun á spritti sé að ræða er hefð fyrir því að neita viðkom- andi viðskiptavini um af- greiðslu. Vera kann að einhverj- um þyki slíkt kaldranaleg fram- koma, en þetta hefur þótt skyn- samlegasta leiðin. Rauðsprittið sem nú er selt lyktar og bragðast enn verr en bláa brennsluspritt- ið sem áður fékkst í apótekum og var misnotað. Hefur ásókn í rauðsprittið ekki verið það mikil að talið hafi vqrið að um vanda- mál væri að ræða. Það er engin ástæða til að ýta undir spritt- neyslu og að mínu mati eðlilegt að drykkjumönnum sé vísað frá í apótekum, enda eðlilegt að þeir sæki sitt áfengi á sömu staði og aðrir.“ AUMINGJA STRÁKARNIR „Kunningi Víkverja kom að máli við hann nýverið og var þungt um hjartarœtur. Kvaðst hann hafa áhyggjur af þróun mála í íslenskri knattspyrnu og átti þá við vaxandi fjölda er- lendra leikmanna í íslenskum knattspyrnuliðum. Hann tók það skýrtfram að hann hefði ekkert á móti þessum útlend- ingum persónulega, en hins vegar hefði hann áhyggjur af þvi að þessi þróun kynni að grafa undan ur.glingastarfi knattspyrnuliðanna. Rekstur yngri flokkanna væri dýr og yrði óþarfur erfram liðu stund- ir með þessu áframhaldi. „En hvers eiga íslensku strákarnir, sem margir hverjir hafafórnað sér fyrir félögin frá barnœsku, að gjalda?“ spurði kunninginn og bœtti við að þessi þróun vœri áreiðanlega ekki í samrœmi við hugsjónir séra Friðriks Frið- riksssonar eða annarra frum- kvöðla íslenskrar knattspyrnu." Víkverji í Morgunblaðinu Eggert Magnússon, for- maður Knattspymufélags ís- lands: „f reglum KSf er kveðið á um það að hverju knattspyrnu- félagi sé heimilt að ráða til sín tvo erlenda leikmenn. Ég held engu að síður að fjölgun er- lendra leikmanna hér síðustu tvö til þrjú árin sé tískubylgja, sem eigi eftir að ganga yfir eins og hver önnur bóla. Burtséð frá því er að mínu mati ekkert við það að athuga að útlendingar leiki með íslenskum liðum og ég hef ekki nokkrar áhyggjur afþví að vera þeirra hér kunni að grafa undan unglingastarfi knatt- spyrnuliðanna. Það er til fyrir- myndar hjá flestum félögunum og við getum öll verið stolt af þvf starfi. Að sjálfsögðu eru erlendu leikmennirnir sem hingað hafa komið misgóðir, sumir hafa staðið sig mjög vel og því verið mikill ávinningur fyrir félögin en TOMAS TÓMASSON veitingamaður og eigandi Hótels Borgar B E S T Tómas fær hugmynd og hann er ekki í rónni fyrr en hann fram- kvæmir hana. Hann leggur sig í verkog ervakinn og sofinn yfir því og það er á alveg á mörkun- um að menn þoli við því hann hefur svo mikinn áhuga; menn geta ekki fylgt honum. Þeir sem vinna undir hans stjórn verða helteknir þessum eldmóði, þótt þeir hafi ekki tíma í hlutina eða ætli ekki að setja sig inn í þá, þá hefur hann þannig áhrif að hann mokar mönnum með sér eins og maðursegir. Tómasáaðvinnaeinn. Þann- ig að heillavænlegast fyrir hann er að vera ráðandi og vera stjórn- andi. Hann er mikill vinur vina sinna en getur verið skelfilegur óvinuróvinasinna. aðrir hafa brugðist vonum manna. Slíkt er þó erfitt að sjá fyrir. Ég sé enga ástæðu til að hafa áhyggjur af útlendingunum hér og ég er ekkert viss um að séra Friðrik Friðriksson hefði verið því ósammála.“ VESÆLIR ÁSKRIFENDUR „Síðastliðið þriðjudagskvöld var kynntur þátturinn „Alþingi og stjórnarskráin“, umræðu- þáttur á vegum fréttastofu, kl. 22.05. Sá þáttur kom aldrei. í stað hans hélt dagskráin áfram eins og ekkert væri og þáttur um „hreinbrunahreyfir tók við. — Þeir sem svo ætluðu að horfa á þann þátt eingöngu töpuðu honum vegna þess að hann var færður fram í dagskránni og hún því öll úr lagi gengin. Engin afsökun kom þó fram í dag- skrárlok. — Hvar gæti svona gerst nema á rikisreknum og lögvernduðum fjölmiðli? Sjón- varpið sýndi þarna óþolandi kæruleysi og óvirðingu gagnvart vesælum skylduáskrifendum.“ Kjartan, lesendabréf í DV Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Ríkissjón- varpsins: „Auðvitað var það mjög slæmt að þurfa að fella niður þennan þátt fyrirvaralaust. Við það varð þó ekki ráðið, þar sem ekki náðist í rétta viðmæl- endur í tæka tíð og varð það ekki ljóst fyrr en samdægurs. Reynt var að auglýsa þessa breytingu eins og hægt var og skýrt frá henni, bæði í útvarpi yfir daginn og í sjónvarpinu um kvöldið. Þótt ekki væri ákjósanlegt að færa þáttinn sem á eftir fylgdi ffarn var það talið skásti kostur- inn. Við vorum undir það búin að þurfa að endursýna þann þátt vegna breytingarinnar, en síðan hefúr komið í ljós að aðeins ör- fáir hafa hringt og lýst yfir óánægju, að viðbættu þessu les- endabréfi í DV. Af þeim sökum hefur því verið haldið opnu hvort af endursýningu verður en þátturinn um Alþingi er aftur á móti í undirbúningi og öruggt að hann verður sýndur.“ I F Y R S T Á S G E I R F R E M S T FRIÐGEIRSSON PRÍSSAH'JIM SMART Myndi einhver islenskurjjöl- miðill mundi ganga eins langt og gert erytra? Væri til dæmis hugsanlegt, svo sambærilegt dæmi sé tekið, aðjjallað væri um ÓlafG. Einarsson mennta- málaráðherra eins ogjjallað hef- urverið um DavidMellor, menningarmálaráðherra Breta? „Nei, ég tel að enginn af þeim íslensku fjölmiðlum sem eru starf- andi núna mundi ganga svo langt. íslenskir fjölmiðlar hafa hingað til ekki sýnt einkalífi stjórnmála- manna, eða annarra sem eru áberandi í þjóðlífmu, mikinn áhuga ef undan eru skilin fjármál þeirra. Þeir hafa hingað til ekki gert sér mat úr því þegar stjórnmála- mönnum skrikar fótur á hinni hálu braut dyggða hjónabandsins, þó svo ég geri ekki ráð fyrir að ís- lenskir stjórnmálamenn séu síður breyskir en kollegar þeirra í út- löndum. Það er ekki bara um stjórnmálamenn að ræða því ís- lenskir fjölmiðlar hafa heldur ekki sýnt áhuga popp- eða íþrótta- stjörnum sem fara út af hinni beinubraut. Þessu til viðbótar vil ég nefna að þegar eitthvað gerist í lífi áber- andi manna eða kvenna hérlendis, og sögur berast um bæinn, þá hafa einstaka tímarit sýnt því áhuga að fjalla um reynslu við- komandi einstaklinga eftir á.“ Er það stefna ís- lenskrajjölmiðla að láta einkalif stjórn- málamanna ífriði? „Já, það virðist vera stefna íslenskra fjölmiðla að fjalla ekki um þá þætti einkalífsins sem hér eru til umræðu.“ Hvað um tvöfalt siðgæði islenskra fjölmiðla, jafnvelþeirra íhalds- sömustu, sem eru tilbúnirað rífa i sig erlend hneykslismál? „Þetta finnst mér í sjálfu sér mjög athyglisvert og opinbera að einhverju leyti duldar hvatir ís- lenskra fjölmiðla. Þó er það nú þannig að íslenskir fjölmiðlar fjalla um mál sem þessi á þann hátt að þeir eru um leið að segja: „Sjáið hvað fjölmiðlar í údöndum eru óvandir að virðingu sinni!“ Undir þeim formerkjum er oft fjallað um svona mál, en á sama tíma held ég þó að þeir séu að ein- hverju leyti að svala forvitni les- enda og hlustenda." Eru „formerkin“ ekki ein- gönguyfirskin? „Vafalaust er þetta einhvers konar yfirskin og án efa er þarna um að ræða tvöfalt siðgæði af ein- hverri gerð. Þó má benda á að þessar stjörnur sem þarna eiga í hlut eru alheimsstjörnur og ís- lendingar eru hluti af „yfirráða- svæði“ þeirra. Þessar stjörnur skína á okkur líka og þess vegna höfum við áhuga á þeim. Það er einnig annað sem ég vil sérstak- lega benda á, en það er að íslensk- ir stjórnmálamenn hafa ekki á sama hátt og erlendir kollegar þeirra lagt eins mikið upp úr slu'r- h'fi sínu í kosningabaráttu og þeir eru ekki endalaust að þykjast vera betri en aðrir. f það minnsta er það ekki gert að meginmáli í kosningabaráttunni. Það má því ekki gleymast að þarna er um að ræða ólíkar aðferðir stjórnmála- manna og eðlilegt að fjölmiðlar bregðist við á annan hátt. Það er sjónarmið út af fyrir sig að ef stjómmálamenn em að reyna að selja sig á þeim forsendum að þeir séu betri en aðrir þá er það sjálf- sagt hlutverk fjölmiðla að komast aðþvíhvortsvosé.“ En nýtum við mál- ogprent- firelsi okkar tilfullnustu? „Það er ekkert frelsi algjört og ekkert frelsi er án ábyrgðar. Ég held að hvað þætti einkalífsins varðar megi segja að íslenskir fjöl- miðlar nýti sér á ábyrgan hátt kosti mál- og prentffelsis. Breskir miðlar hafa orðið uppvísir að og dæmdir fyrir að búa til og ljúga, setja atburði á svið, lokka menn og tæla þá í gildrur. Er þetta að „nýtá sér prentfr elsið að fullu“?“ Mættu íslenskir og breskir jjölmiðlar ef til vill mætast á miðri leið? „Ég sakna þess ekki að geta ekki lesið um einkahagi íslenskra stjórnmálamanna í blöðum. Það verður þó að undirstrika það að ef íslenskir stjómmálamenn ætla að gera einkalíf sitt að atriði í stjórn- málabaráttunni þá breytist hlut- verk fjölmiðla hvað þetta varðar. Einkalíf er einkalíf og mér er annt um friðhelgi þess. Það er ekki mitt mál ef íslenskir stjómmálamenn vilja njóta ásta í KR-búningnum sínum.“ er ritstjóri Iceland Review og hefur sinnt fjölmörgum fjölmiðlapistlum í blöðum og útvarpi. Hann telur að fár í líkingu við það sem geisað hefur um opinbera aðila í Bretlandi að undan- förnu sé óhugsandi meðal íslenskra fjölmiðla þó tvöfalt siðgæði sé engan veginn óþekkt fyrirbrigði. Einkalíf er einkalíf Á RÖNGUNNI T V f F A R A R Þeir eru eins og sitthvor hliðin á sama peningi; tvífarar vikunn- ar. Kentucky Fried Chicken-maðurinn Sanders ofursti sér um að fóðra líkamann og séra Geir Waage í Reykholti um að metta andann. Báðir laða fólk að því sem þeir hafa fram að færa með spjátrungslegu tjúguskeggi; sama tæki og Uncle Sam beitti þeg- ar honum tókst að fá heilu kynslóðirnar af Ameríkönum til að ganga í herinn. Síðast en ekki síst hafa þeir báðir yfirbragð hins valdsmannslega embættismanns í bland við föðurlega um- hyggju fyrir þeim, sem minna mega sín í þessum harða heimi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.