Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
Botnfiskskvótinn 1990 til 1992
Tuttugu kvótahæstu fyrirtækin hafa með sam-
einingu og kvótakaupum aukið hlutdeild sína í
heildarkvótanum úr 32 í 41 prósent. Botnfisks-
kvótinn hefur minnkað um fjórðung á tveimur
árum, en á sama tíma hefur gangverðið á var-
anlegum kvóta hækkað um 60 prósent. Þannig
hefur kvótaeign fyrirtækjanna Granda, Út-
gerðarfélags Akureyringa, Sam-
herja og Skagstrendings aukist
að raunvirði um alls 2,3 millj-
arða þótt sömu fyrirtæki hafi
nú til samans misst 2.600 tonn
frá því fyrir tveimur árum.
Þrjátíu kvótahæstu sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins, að með-
töldum tilfallandi dótturfyrirtækj-
um, eru nú handhafar helmings af
öllum botnfiskskvóta þjóðarinn-
ar. Þessi þrjátíu fyrirtæki hafa
fengið úthlutað liðlega 152 þús-
undum tonna af 305 þúsunda
tonna heildarkvóta botnfisksteg-
unda. Nú er talað um að gangverð
á varanlegum kvóta sé 190 krónur
fyrir kílóið og hugsanlegt verð-
mæti kvóta fyrirtækjanna þrjátíu
því um 29 milljarðar króna. Á
sama hátt kemur í ljós að hlut-
deild tuttugu kvótahæstu fyrir-
tækjanna er nú 41 prósent, var
„aðeins“ 32,4 prósent fyrir tveim-
ur árum, og hlutdeild hinna tíu
stærstu er 27,9 prósent á móti 22
prósentum í upphafi veiðitíma-
bilsins haustið 1990.
SAMÞJÖPPUN VEGNA SAM-
EININGAR OG KVÓTA-
KAUPA
Meginskýringin á þessari sam-
þjöppun er að fyrirtæki landsins
hafa í auknum mæli sameinast,
eins og dæmin sýna hvað best í
Vestmannaeyjum, Akranesi og
Þorlákshöfn/Stokkseyri. En
kvótakaup spila hér einnig inn í,
til að mynda í tilfelli Samherja. I
Vestmannaeyjum urðu þannig til
tveir risar við sameiningu alls tíu
stórra og smárra rekstraraðila.
Frá því fyrir tveimur árum hef-
ur úthlutaður heildarkvóti botn-
fiskstegunda dregist saman úr
405.000 tonnum niður í 305.000
tonn eða um fjórðung. Reyndar
var úthlutaður kvóti 1990 um 364
þúsund tonn, en þá voru smábát-
ar ekki inni í dæminu og hefur
áætlaðri veiði þeirra frá þeim tíma
verið bætt við í samanburðinum,
um 40 þúsundum tonna.
Kvótasamdrátturinn hefur þó
komið misjafnlega niður á ein-
stökum fyrirtækjum. Sum hafa
brugðist við með sameiningu og
annarri hagræðingu, önnur hafa
keypt kvóta og enn önnur misst
kvóta umfram skerðingu stjórn-
valda. En þótt kvótinn hafi al-
mennt dregist saman þýðir það
ekki að verðmætin í höndunum á
fýrirtækjunum hafi rýrnað. Þvert
á móti hefur minna framboð af
veiðiheimildum leitt til verðhækk-
unar á kvóta langt umfram beina
skerðingu. Á þessum tveimur ár-
um hefur gangverð á þorskígildi
hækkað úr 120 krónum í 190
krónur eða um nær 60 prósent.
Tökum nokkur dæmi af því hvað
þetta þýðir fyrir einstök fyrirtæki.
SKERÐINGIN JÓK VERÐ-
MÆTIKVÓTA GRANDA UM
HÁLFAN MILLJARÐ
í september 1990 var gangverð
á kvóta 120 krónur kílóið. Þá var
kvóti Granda 17.184 tonn og virði
hans 2.060 milljónir. Framreiknað
samsvarar það 2.265 milljónum.
Nú er kvóti Granda 14.821 tonn.
Hann hefur því dregist saman um
2.363 tonn eða 13,8 prósent. Á
hinn bóginn er nú talað um að
gangverð á kvóta sé 190 krónur
kílóið. Hinn skerti kvóti Granda er
samkvæmt þessu um 2.815 millj-
óna króna virði. Kvóti Granda
hefur því þrátt fyrir samdrátt auk-
ist að raunvirði um 550 milljónir
króna eða um 24,3 prósent.
Inni í eldri tölunum er viðbótin
þegar Hraðfrystistöðin í Reykjavík
sameinaðist Granda. Stærstu eig-
endur Granda nú eru Hvalur hf,
36%, Hraðfrystistöðin, 17%,
Hampiðjan, 15%, Ingvar Vil-
hjálmsson hf., 9%, Sjóvá-Almenn-
ar, 6%, og OLÍS með 5%.
Á sama hátt hefur verðmæti
kvóta Útgerðarfélags Akureyringa
hækkað um 510 milljónir eða 24
prósent, þótt úthlutaður kvóti hafi
minnkað um nær 14 prósent. ÚA
er að 66,1% leyti í eigu Akureyrar-
bæjar, 9% í eigu KEA, 7% í eigu
Slippstöðvarinnar, 5,4% í eigu
Hampiðjunnar og Verkalýðsfélag-
ið Eining og Sjómannafélag Akur-
eyrar eiga samtals 3,2%.
SAMHERJI: ENGIN SKERÐ-
ING OG 800 MILLJÓNA BÚ-
BÓT
Mest hefur þó verðmætaaukn-
ingin orðið hjá ffændunum í Sam-
herja. Þrátt fyrir almennan sam-
drátt hafa Samherja- frændurnir
bætt við sig kvóta, eitt örfárra fyr-
irtækja sem svo hafa gert án stór-
felldrar sameiningar, sem sé með
kvótakaupum. Kvóti Samherja
var 8.577 tonn 1990. Miðað við
framreiknað gangverð þess tíma
samsvarar þetta 1.130 milljónum
króna. Nú er Samherji aftur á
móti með 10.100 tonn og miðað
20 KVÓTAHÆSTU
FYRIRTÆKILANDSINS
í. Grandi (17.184) 2.815 +550
2. ÚtgerðarfélagAkureyringa... 13.860 (16.101) 2.635 +510
3. Samherji ....ÍO.IOO (8-577) 1.920 +790
4. Vinnslustöðin 7-995 (10.026) 1.520 +200
5. Haraldur Böðvarsson 7.878 (8.942) 1.500 +320
6. ísfélag Vestmannaeyja 7-589 (10.839) 1.440 4*10
7. Skagstrendingur 7-056 (6.622) 1.340 +465
8. Síldarvinnslan 5-459 (6.867) 1.040 +135
9. Ögurvík 5.240 (6.424) 995 +145
10. Saeberg 5069 (6.387) 965 +120
11. Borgey/Samstaða/Hrísey 4-440 (4-673) 845 +230
12. Skagfirðingur 4-401 (5.681) 835 +85
13. Miðnes 4-352 (5-366) 825 +115
14. Ámes 4-149 (5-474) 790 +65
15. Þormóðurrammi 3-972 (5-197) 755 +70
16. Hrönn [Guðbjörg] --3-945 (4.241) 750 +190
17. Þorbjöm 3-927 (4-419) 745 +160
18. Útgerðarfélag Dalvíkinga 3.810 (3-879) 725 4-215
19. EinarGuðfinnsson 3-48i (5-554) 660 -75
20. Stálskip 3-461 (3-890) 660 +145
Verðmætatölureru i milljónum króna á núvirði.