Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 E R L E N T um þessar mundir. Margir vilja beita gamaldags aðferðum og fara í allsherjarstríð, en aðrir telja að slíkt skili litlum árangri og vilja leyfa eiturlyfjaneyslu... Lögregla handtekur eiturlyfjaneytendur í Frankfurt. Meðaltals karlkyns fíkill fjármagnar 37,5 af neyslu sinni með eiturlyfjasölu, en 39,3 prósent með öðrum glæpum. Meðaltals kvenkyns neytandi fjármagnar 34,8 prósent af neyslunni með eitursölu, 17,1 prósent með glæpum en 29,8 prósent með vændi. Á hverju ári bætast 90 þúsund ný eiturlyfjamál í skjalasöfn lög- reglu í Þýskalandi. Meira en 2.000 fíkniefnalögreglumenn handtaka á hverjum degi um það bil 250 manns fýrir eiturlyfjabrot. Á síð- asta ári voru næstum 15 tonn af fíkniefnum gerð upptæk. Þetta virðist samt ekki bjarga neinum. öll þessi fyrirhöfn, þetta erfíði, virðist ekki skila miklum árangri. Eiturlyfjaneytendum fjölgar stöðugt. Framboðið af fíkniefnum eykst. Dauðsföllum vegna eitur- lyfjaneyslu fjölgar. Á síðasta ári voru þau 2.120. Frá ársbyrjun til júníloka 1992 voru þau 1.180. Svipaða sögu er að segja í öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjun- um. Það eru ekki bara gamlir vinstrisinnar og óðir frjálshyggju- menn sem ræða um þann kost að „lögleyfa“ fíkniefni, heldur virðu- legir embættismenn, pólitíkusar, læknar og lögregluforingjar — jafnvel þeir sem sjálfir starfa við að elta uppi fíkniefnaglæpamenn. í þeim hópi eru til dæmis lög- reglustjórarnir í Dortmund og Bpnn, aðalsaksóknarinn í Frank- furt og borgarstjórinn í Hamborg, sem er ein af eiturlyfjaháborgum Þýskalands. Skoðanakönnun sem gerð var í Hamborg leiddi í ljós að helmingur lækna sem þar starfa var hlynntur því að ríkið sæi um að dreifa eiturlyfjum. Á sama tíma hefur stjórn Helmuts Kohl lýst þeirri ætlun sinni að efla baráttuna gegn eitur- lyfjum. Kohl hefur skipað innan- ríkisráðherranum, Eduard Lintn- er frá Bæjaralandi, að láta hart mæta hörðu. Lögreglan mun víg- búast fremur en orðið er og hún fær rýmkaðar heimildir til að sniðganga ýmsar réttarreglur í baráttunni gegn eiturbölinu. Að- ferðirnar eru semsagt ekki ósvip- aðar og var beitt með góðum árangri gegn hryðjuverkamönn- um Rauðu herdeildanna, en nú eins og þá heyrist sú gagnrýni að slíkt háttalag brjóti í bága við lýð- ræðisreglur og mannréttindi. Vandinn er bara sá að svipað allsherjarstríð gegn fíkniefnum hefur verið reynt í Bandaríkjun- um með litlum og raunar oft vafa- sömum árangri. EITURSALA, GLÆPIR OG VÆNDI Ein afleiðing harðra lögreglu- aðgerða gegn eiturlyfjasölum er sú að svarti markaðurinn verður enn skuggalegri, því verður varla á móti mælt. Framboðið minnk- ar, verðið hækkar. Allir áhættu- þættir vaxa: Sótthætta vegna óhreinlætis, hætta á of stórum skömmtum, hætta á að í umferð komist vont efni og jafnvel ban- vænt, hættan á að fíklamir fari að blanda saman efnum eða noti heimatilbúin efni sem geta reynst stórvarasöm. Glæpatíðni eykst, í Bandaríkjunum hafa sum hverfi orðið eins og vígvöllur, sem allt venjulegt fólk reynir að forðast. Áf þessu hlýtur þjóðfélagið gríðarlegan skaða, líklega ómæl- anlegan þótt afbrotaffæðingar hafi með ýmsum hætti reynt að meta hann. Tölfræðin sýnir að meðal- tals karlkyns eiturlyfjaneytandi í Þýskalandi fjármagnar aðeins 21,6 prósent af neyslu sinni með heið- arlegri vinnu. 37,5 prósenta aflar hann með eiturlyfjasölu, en 39,3 prósenta með glæpum. Kvenkyns neytandi aflar 18,4 prósenta tekna sinna með fastri vinnu, 34,8 pró- sentameð eiturlyfjasölu, 17,1 pró- sents með glæpum en hvorki meira né minna en 29,8 prósenta af tekjunum með vændi. Allt hefur þetta víðtæk áhrif. Það hefur verið reiknað út að fiíkniefhanotandi sem daglega not- ar efni fyrir 7 þúsund krónur og fjármagnar það með innbrotum og þjófnaði þurfi að stela verð- mætum sem nema ekki minna en 70 þúsund krónum daglega. Og líklega veldur hann jafnmiklum skaða við verknaðinn. Annað hvert innbrot í bíla og þriðja hvert húsbrot má rekja til fíkniefna- neyslu, fimmta hvert rán. Afleið- ingarnar má merkja hvarvetna, til dæmis þegar fólk þorir ekki leng- ur að ganga úti að kvöldlagi af ótta við árásir eiturlyfjasjúklinga. Ríkisvaldið getur varla státað af miklum árangri í baráttunni gegn þessu böli. Af þeim 90 þúsundum sem voru handtekin vegna fíkni- efhamála á síðasta ári lágu ekki 10 prósent undir grun um eiturlyfja- sölu — en það eru náttúrlega fíkniefnasalarnir sem lögreglan er að reyna að klófesta. Eitt vandamálið er hversu erfitt er að greina milli geranda og þol- anda, fórnarlambs og ofsækjanda þess — eða er hægt að telja þann sem kaupir eiturlyf fómarlamb og eiturlyfjasalann ofsækjanda? Sá sem notar eiturlyf er ekki líklegur til að koma upp um sölumanninn og eins og sakir standa er sá sem verður sér úti um eiturlyf líka sek- ur um refsivert athæfi. Oft em líka neytendur og smátækir eitursalar sama fólkið. Þeir sem lengst vilja ganga benda á að í lýðræðisþjóðfélagi hljóti einstaklingurinn að hafa rétt til að tortíma sjálfum sér meðan það skaðar ekki aðra. Aðrir segja að það sé fáránlegt að ganga hart ffam gegn hassneyslu, sem sé ekki mjög skaðleg, þegar vitað sé að 40 þúsund Þjóðverjar deyi árlega vegna áfengisneyslu. RÍKISHERÓÍN Fíkniefnaneysla er ekki ný af nálinni. En vandamálið breiddist mjög út með hippakynslóðinni, í kjölfar hennar lögðu hörð eiturlyf undir sig markaðinn í Bandaríkj- unum og síðar Evrópu. Nixon Bandaríkjaforseti fór í árangurslít- ið stríð gegn eiturlyfjasölum og hið sama gerðu eftirmenn hans Ronald Reagan og George Bush. Samt hefur ekki tekist að ganga milli bols og höfuðs á viðskiptum sem árlega eru talin nema 500 milljörðum Bandaríkjadala. Það er fjórföld ársvelta stórfyrirtækis á borð við General Motors. En er einhver lausn að ríkið taki að sér að dreifa eiturlyfjum, eða þá að hinn frjálsi markaður verði látinn um það, líkt og bandaríski hagfræðingurinn Milton Fried- man hefur boðað? Hvernig gæti slíkt orðið í ffam- kvæmd? Flestir sem eru fýlgjandi því að lögleyfa sterk eiturlyf vilja gera slíkt undir ströngu eftirliti lækna og ríkisstofnana. Ríkið hafi einka- rétt á að ffamleiða eitrið ellegar þá einkafyrirtæki í umboði ríkisins. Þannig sé tryggt að efnið sé hreint, neytendurnir sem séu handhafar skírteina þurfi ekki að leita á náðir glæpamanna, efhið kosti svo lítið að enginn þurfi að brjóta af sér til að komast yfir það. Þessi er hug- myndin í meginatriðum, þótt út- færslurnar séu mjög misjafnar. Menn greinir til dæmis á um hversu strangt eftirlit lækna og ' lögreglu eigi að vera. Meginhugmyndin er semsagt sú að vernda neytendurna fyrir duttlungum og hörku svarta- markaðarins og þjóðfélagið fyrir óprúttnum sölumönnum og neyt- endum sem ekki ráða við fíkn sína og fara rænandi og ruplandi. Á það er bent að ríkisheróín þurfi varla að vera dýrt, enda kosti ekki nema svona 0,8 prósent af verði á svörtum markaði að framleiða efnið. Dauðsföll séu líka óeðlilega mörg þegar neyslan fari stjórn- laust ffam í undirheimum, heróín sé ekki svo banvænt efhi ef þess sé neytt með einhverri aðgát, sem er óhugsandi eins og ástandið er nú. HERÓÍN EINS OG VÍN OG TÓB- AK? En það er ljóst að hugmyndir af þessu tagi eiga marga andstæð- inga sem hafa ýmislegt til síns máls. Þeir benda meðal annars á að um leið og ríkið sé sjálff farið að dreifa fíkniefnum sé það búið að leggja blessun sína yfir neyslu þeirra. Með þessu sé ekki ráðin bót á ástandi neytenda, vesöld þeirra einungis ffamlengd. Ódýr fíkniefni muni laða að sér tæki- færisneytendur sem síðar geti ánetjast. Notendur þurfi alltaf meira og meira efhi og því muni eiturlyfjadreifing ríkisins fljótt fara úr böndum. Og þær eru fleiri mótbárurnar: Ódýrt heróín? Mun neysla þess ekki verða landlæg eins og notkun áfengis og tóbaks? Mun heróín verða vandamál á vinnustöðum? Og, síðast en ekki síst, er víst að svarti markaðurinn hverfi, hinir skuggalegu eiturlyfjasalar? Gætu þeir ekki fyllt markaðinn með alls konar fíkniefhum sem ekki eru til í „ríkinu“, rétt eins og þegar krakk var sett á Bandaríkjamarkað fýrir nokkrum árum. í upphafi gátu skólakrakkar keypt það fýrir vasa- peninga, síðan hækkaði það snar- lega... En ýmsar tilraunir í þá veru að lögleyfa eiturlyf hafa verið í deigl- unni og líklegt að þeim fjölgi á næstunni, enda er þessi umræða lífleg beggja vegna Atlantshafs. Svisslendingar hafa lengi átt í vandræðum með óhóflega fíkni- efhaneyslu. Hún mistókst hrapal- lega tilraun þeirra til að helga fíkl- um í eiturlyfjaborginni Zurich skemmtigarð þar sem þeir gátu sprautað sig í friði. Þar voru sjálf viðskiptin bönnuð og svarti mark- aðurinn blómstraði sem aldrei fýrr. f haust hefst f nokkrum sviss- neskum borgum, meðal annars Bern, Basel og Zurich, tilraun sem felst í því að læknar sjá 250 eitur- lyfjaneytendum fyrir heróíni. Svipuð tilraun hefur verið í gangi í einni útborg Liverpool á Englandi og Henning Voscherau, borgar- stjóri í Hamborg, er þess fýsandi að gera svipaða tilraun heima hjá sér; að dreifa eiturlyfjum undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda. Hins vegar er ekki líklegt að stjórnin í Bonn taki slíkt í mál. Innanríkis- ráðherrann ætlar í stríð gegn fíkniefnum og telur slíkt „algjöra uppgjöf fyrir eiturlyfjamafíunni". ■ Rússnesk- ar vaendis- konur í Varsjá. Glæpalýður ræðst inn í Pólland Pólverjar hafa miklar áhyggjur af því að glæpalýður ffá Sovétríkj- unum fyrrverandi sé að leggja undir sig landið þeirra. Þetta er að- allega lið frá Rússlandi og Úkraínu sem notar Pólland sem eins konar brú til Vesturlanda, þangað flytja þeir eiturlyf, listmuni og ýmislegt góss, en til baka stolna bíla, raf- eindatæki og sitthvað sem fyrrum Sovétborgarar ágirnast. Rússar eru orðnir atkvæðamiklir í undir- heimum Varsjár og fara um með morðum og ofbeldisverkum, en lögregla ræður ekki við neitt. Og það sárnar líka Pólverjum að þangað er kominn fjöldi rúss- neskra vændiskvenna sem selur blíðu sína ódýrar en innfæddar konur, stundum fyrir rétt rúman þúsundkall íslenskan... í kringum tób- akslðgin Unnendur sterkra sígarettu- tegunda geta nú andað léttar, ef svo má að orði komast. Sam- kvæmt nýjum reglum Evrópu- bandalagsins verður ekki leyft að selja innan að- ildarríkja þess sígarettur sem inni- halda meira en 15 milligrömm af tjöru, og frá og með 1998 verða að- eins leyfð 12 milligrömm. Einkum eru það Frakkar sem verða fyrir barðinu á hinni nýju reglugerð. Framleiðendur hinnar þekktu síg- arettutegundar „Gauloises“ eru þó ekki aldeilis af baki dottnir og hafa nú fundið leið til að fara í kringum lögin. Lausnin er einfaldlega sú að gera sígaretturnar örlitlu þynnri, því minna tóbaksmagn inniheldur að sjálfsögðu minni tjöru. En ekki hafa allir ráð á reiðum höndum vegna reglugerðar Evrópubanda- lagsins og þrjár frægar sígarettu- tegundir munu af þeim sökum hverfa af markaðnum á næsta ári, „Fontenoy“, „Celtiques" og hinar rótsterku „Boyard". Margir Frakk- ar eru sagðir eiga eftir að minnast „Boyard“ með hálfgerðum sökn- uði, en byrjað var að framleiða þær árið 1893 og enginn annar en heimspekingurinn og keðjureyk- ingamaðurinn Jean-Paul Sartre tók þátt í að auglýsa þær hér á ár- umáður. Iman fer til Sómalíu Súpermódelið Iman Ab dulmajd hefur nýskeð ver- ið í fjölmiðlum eftir brúð- kaupið við poppstjörnuna David Bowie. Iman erorð- in 37 ára og á varla mikið eftir affyrirsætuferiinum, en henni virðistýmislegt fleira til lista lagt. Nú er hún komin til heimalands síns Sómalíu þar sem geis- ar borgarastríð og óvægin hungursneyð. Þarætlar Iman að gera heimilda- mynd um sultinn og stríð- ið fyrir Sameinuðu þjóð- irnar. En til að ekki sé tekin óþörfáhætta hefurstofn- unin líka lagt til iítinn hóp vopnaðra öryggisvarða sem fylgja fegurðardísinni hvertfótmál. 4 fMm „Nálagarðurinn" í Zurich. Honum er búið að loka en Svisslendingar vilja gera aðra tilraun til að hemja eiturlyfjaneyslu. Sartre

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.