Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 F Y R S T F R E M S T Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis Sáttasemjarinn í Svartfjallalandi Hvernig hefði það litið út ef skrifstofustjóri Alþingis Islend- inga hefði tekið að sér að dæma í einvígi þeirra Bobby Fischer og Borís Spasskí, sem haldið er í Svartfjalialandi þvert á samskipta- bann öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? Sjálfsagt illa. Annars hef ég ekki velt því fyrir mér. Það hafði Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, ekki heid- ur gert, að því er virtist. Það kom til tals að hann mundi bregða sér suður í Svartfjallaland að dæma í einvíginu. Friðrik lýsti því yfir að það gæti orðið skemmtilegt en gaf ekki meira út á það. Honum fannst það sjálfsagt ekki nauðsyn- legt fyrr en Fischer gerði upp við sig hvort hann hefði lyst á Friðrik sem dómara eða ekki. Og þegar upplýsingar bárust um að Fischer væri því hugsanlega ekki alveg af- huga var Friðrik heldur ekki búinn að gera upp hug sinn. Honum fannst þetta enn spennandi en vissi líka að hann var ráðinn til að sitja við hliðina á forseta Alþingis, mæna út í þingsalinn og skrifa niður úrsiit atkvæðagreiðslna ef einhverjar slíkar færu fram. Þá steig einhver maður í utanríkis- ráðuneytinu fram og benti á að ís- lendingar hefðu samþykkt umrætt samskiptabann, það gilti meðal annars um menningartengsl, skák teldist til menningar og því kæmi ekki til greina að Islendingar tækju þáttíþessueinvígi. Þar fór það. Líklega fer Friðrik hvergi þrátt fyrir að það gæti verið spennandi að heimsækja Svart- fjallaland og hitta þá Fischer og Spasskí. Hann hafði bara ekki hugleitt að það gæti verið eitthvað athugavert við að skrifstofustjóri Alþingis íslendinga tæki að sér að stjórna og dæma í áróðurssirkus þeirra Svartfellinga og Serba. Sjálfsagt hefði flestum reynst auðvelt að hafna þessari hugmynd strax í upphafi. En þeir sem fylgd- ust með skákferli Friðriks Olafs- sonar vita að hann átti til að þvæla stöðunni fyrir sér þangað til hann „Framlag íslendinga tilþessarar blóðugu styrjaldar og algjöru upplausnar hefði ver- ið það, aðforseti Alþingis íslendinga hefði gengið á milliþeirra Bobby Fischer og Borís Spasskí. “ Víða um Bandaríkin eru starf- ræktir tölvubankar eða upplýs- ingabankar. í bönkum þessum er hægt að fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Þú leggur inn fyrirspurn og færð svar frá þeim sem telja sig geta veitt upp- lýsingar, allir notendur geta lesið fyrirspurnina og svarið. Einn þessara banka heitir Prodigy eða „Snillingur" á íslensku, hann er í eigu IBM og Sears-keðjunnar og notendur hans eru í kringum ein milljón manna og fer notenda- hópurinn stöðugt vaxandi. Þegar spurningar um fsland eru bornar upp í Prodigy-bankan- um eru svörin því miður ekki allt- af jákvæð. Ein milljón manna les neikvæða umsögn um Island og slík auglýsing getur varla talist góð. „Ég bjó á íslandi í þrettán mán- uði, ekki af því ég vildi það heldur var ég í þjónustu Sáms ffænda. Ég veit ekki hvers vegna nokkur maður ætti að eyða eyri í ferð þang- að. fs- lend- ingar eru hrokafullt, ókurteist fólk sem er í nöp við útlendinga... Landslagið er gróðurlaust, engin tré, ekkert grænt, bara klettar og landslag eins og er á tunglinu. Þeir segja að loftið sé hreint og glæpir fátíðir en hvað með það! Þeir vita ekki hvernig á að koma ffam við ferðamenn, þeir eru ókurteisir og maturinn er hræðilegur!... Þeir eru mjög fordómafullir og líta á svertingja sem annars flokks fólk... Ég verslaði oft í verslunum í grenndinni á þessum þrettán mánuðum og aldrei var sagt við mig: Þakka þér fyrir,“ Þannig hljóðar hluti svars ffá George Ars- ics nokkrum og ekki ólíklegt að fyrirspyriandinn hafi snögglega hætt við Islandsferð. Verðlagið er ofarlega í huga þeirra sem hingað hafa komið: „Allt er mjög (ég endurtek mjög) dýrt,“ segir William Sullivan. „Eitt varnaðarorð; ekki kaupa áfenga drykki á veitingastöðun- um. Eiginmaður minn keypti bjór á Pizza Hut og hann kostaði sex dollara,“ segir kona ein. „Ég hef séð óteljandi bréf frá mönnum í herþjónustu á fslandi og flest þeirra eru neikvæð. Það er kannski munur á að vera þar í viku eða tvær og vera búsettur þar í nokkur ár,“ segir maður nokkur. Og ekki eru allir Ameríkanar hrifnir af Flug- var kominn í tímaþröng. Og sama gerðist nú. Hann hugsaði um hversu gaman þetta gæti orðið, hvað þetta gæti orðið spennandi, hvort hann gæti fengið ffí og guð má vita hvað ekki. En hann hugs- aði aldrei út í hvort honum væri stætt á að fara. Ef maðurinn í utanríkisráðu- neytinu hefði ekki skotið þessa hugmynd í kaf hefði Friðrik sjálf- sagt farið. Þá hefðu fyrrverandi utanríkisráðherrar Breta í Bosníu verið að ganga á milli Serba, Kró- ata og Bosníumanna og leita frið- ar. Framlag íslendinga til þessarar blóðugu styrjaldar og algjöru upp- lausnar hefði verið það, að forseti Alþingis íslendinga hefði gengið á milli þeirra Bobby Fischer og Bor- ís Spasskí að leita lausna á kvört- unum yfir lýsingu á skákstað eða nærveru áhorfenda. Það er synd að utanríkisráðu- neytið eyðilagði þá niðurstöðu. As leiðum: „Jú, það er rétt, það er ódýrt að fljúga með Flugleiðum. Ég flaug með þeim nokkrum sinnum fyrir nokkrum árum. Það eru sennilegast verstu flugferðir sem ég hef farið, sérstaklega vegna þrengsla," skrifar Robert Jackson. „Að fljúga með Flugleiðum er eins og að fljúga í sardínudós,“ segir Mark Janda. En sem betur fer eru ekki allir neikvæðir: „Flugleiðir eru gott flugfélag með eins árs gamlar Bo- eing 757-flugvélar. Flugstöðin í Keflavík er mjög falleg og ef þú hefur tíma vertu þá eina nótt í Reykjavík. Reyndu að komast í Bláa lónið skammt frá Keflavík," segir Algirdas Simukonis. „Ég hef komið til íslands nokkrum sinnum og er gjörsam- lega heillaður af landinu, fólkinu og sérstaklega sjávarréttunum... Það er dýrt á íslandi en það er líka dýrt í New York,“ segir Geirr Aakhus. „Mundi mæla með ferð þangað við hvern sem er. fsland er mjög fallegt land,“ segir annar. Maður að nafni Tim O’Connor ber landinu einnig mjög vel sög- una: „fsland er ffábært, en það er ekki ódýrt þar,“ segir hann. Tim þessi var hér á landi í viku í sept- ember.1988 og hann segir heista ókost landsins vera kaldan vind- inn. „En landið er hreint, fólkið er vingjarnlegt og loftið er dásam- lega hreint... Þetta er staður sem þú gleymir aldrei (það er þess virði að fara bara til að sjá svipinn á fólki þegar þú segir því að þú sért að fara þangað).“ Ekki eru allirjafn ánaegðir með Flugleiðir. „Eins og að fljúga í sardínudós." Hvernig fannst þér matseðillinn í konungsboði forseta íslands? ! Úlfar Eysteins- son mat- reiðslumaður „Matseðillinn í kvöldverðar- boði forseta fslands til heiðurs konungshjónunum fannst mér mjög spennandi yfir að líta. Væntanlega hefur haustlambið verið nýslátrað og mátulega hangið. Drengirnir á Hótel Sögu klikka ekki. Þetta er albesti stað- urinn til að halda svona veislur. Ef ég hefði útbúið matseðilinn sjálfur hefði ég skilgreint betur hvaða villibráðarseyði þetta var, því mér finnst matseðillinn ráða framhaldi kvöldsins. Sé hann nógu skilmerkilegur býr hann til væntingar. Samanber ef fólk fer á blint stefnumót, þar sem mann- eskjunni sem þú átt að hitta er lýst, þá skiptir miklu að það sé gert á spennandi hátt. Ef ég hefði búið til matseðil hefði hann verið samansettur nær eingöngu af fiski og kannski hvalkjöti í for- rétt.“ Ingjaldur Hannibalsson, hjá Útfl.ráði. konungsveislunni nema hvað við buðum upp á skyrið. Mér finnst að við íslendingar ættum að vera óhræddari við að bjóða útlend- ingum upp á skyr. Gagnrýni á matseðla af þessu tagi er því ekki á rökum reist að mínum dómi.“ Sigmar B. Hauksson matgæðingur „Sama kvöld og veislan var á Hótel Sögu buðum við hjá Út- flutningsráði íslands norsku blaðamönnunum til kvöldverðar- boðs í Skíðaskálanum í Hveradöl- um; fyrst upp á hákarl og brenni- vín, í forrétt reyktan og grafinn lax og humar, villikryddað lamb í aðalrétt og skyr með bláberjum og rjóma í eftirrétt. Þetta er því ósköp svipaður matseðill og í „Ég held að kóngsi fá ansi oft villibráðarseyði á Norðurlönd- unum og í Evrópu, það er fastur liður á öUum matseðlum, en vín- in líst mér vel á. Persónulega hefði ég boðið honum upp á hvannarótarseyði og haft bara humar á undan, ekki laxinn. Þá hefði ég frekar boðið konungs- hjónunum upp á lambalundir með íslenskum kryddjurtum og bláber og skyr eða rjómaís í eftir- rétt. Hins vegar veit ég að það er mjög vandasamt verk að setja saman saman svona matseðla og þar verður að fara bil beggja. Ég veit að þeir gera þetta mjög vel á Hótel Sögu. Helst hefði þó átt að bjóða kóngsa upp á saltkjöt og baunir eða kjöt og kjötsúpu. Út- lendingar eru mjög hrifnir af þeim þjóðlegu réttum. Þá hefði ég boðið þeim upp á murtu og léttreyktar lundabringur og harðfisk í stað kokkteilsnitta. Það hefði þó kannski ekki átt við í þessari veislu.“ Rúnar Mar- vinsson sæl- kerakokkur „Það vantar ekki lýsingarorðin á matseðilinn. Ekki ætlar fólkið að borða þau? Nei, annars mér finnst þetta spennandi matseðill þótt ég hefði haff hann öðruvísi. Villibráðarseyðið á vissulega vel við á þessum árstíma, en ég hefði boðið konungshjónunum upp á humarseyði og hreindýratartar með öllu tilheyrandi í forrétt, í aðalrétt hefði ég haft búra og í eftirrétt skyrköku með íslensk- um aðalbláberjum, sem hefði mátt tína einhvers staðar á Barðastöndinni. Ég er viss um að einhver húsmóðirin þar hefði lagt á sig að tína þau fáu bláber sem uxu þar í ár fyrir konungs- hjónin. Eg er mjög hrifrnn af hvítvíninu og kampavíninu sem boðið var upp á en rauðvínið þekki ég ekki. Sjálfur er ég mjög hrifinn af Faustino- rauðvíni." „Maturinn á fs- landi erhræði- legur", er einkunnin sem íslensk matargerðar- listfær. Fyrirspurnir um ísland í amerískum tölvubönkum ísland er ömurlegt land

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.