Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 34
34 i FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 POPP F I IVI IVl T U D A G UR kemur fram í ^^WBfyrsta sinn í langan tíma, það ígamla Hressing- Jk^^Parskálanum. Þeir í Ham æti^^era í miklum ham í kvöld og flytja með öðru efni lögin úr væntan- legri mynd Óskars Jónassonar, Só- dómu Reykjavík, sem unglingar og annað fólk bíða óþreyjufull eftir. •Gildran með Gipsy Kings-lagið Chicas á Púlsinum í kvöld en það trónir á toppnum á vinsældalistum. Góð barbabrella hjá Gildrunni. •Hiti er samsuða, sprottin upp úr ekki ómerkari sveitum en Vonbrigð- um, Með nöktum, Nefrennsli, Hinni konunglegu flugeldarokksveit og Leiksviði fáránleikans. Hana skipa Alli, Ágúst, Harry og Jói. Von er á geisla- diski með þessari hljómsveit með fortíð sem mun spila á Púlsinum. •Bubbi Morthens loks mættur eft- ir nokkurt hlé og flytur nú úr smiðju sinni lög af væntanlegri plötu, þar sem kúbverskir tónlistarmenn koma einnig við sögu. Bubbi treður upp á Tveimur vinum, staðnum þar sem ;allir kyrja karaoke daginn út og dag- ^inn inn. •Svartur pipar er í júróvisjón-stuði allan ársins hring enda söngvari sveitarinnar, Gylfi Már Hilmisson, sá er skipaði 10. sætið í undankeppni júróvisjónsöngvakeppninnar síðast er hún var haldin hér á landi. Félagar hans eru Margrét Eir Hjartardóttir, Ari Einarsson og Ari Daníelsson, Veigar Margeirsson, Jón Birgir Loftsson og Hafsteinn Valgarðsson. Hafnfirðingar láta sérlega vel af þessari hljómsveit, enda stoltir af öllu sem hafnfirskt er. Þeir verða á Gauk á Stöng. • Rokkvalsinn er þriggja manna stormsveit með allsérstakri hljóð- færaskipan. Þar ber fyrsta að nefna rafmagnsharmónikkuna sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hana plokkar Jóhann Ingi. Hin hljóð- færin eru kassagítar og rafmagnsgít- ar en það eru þeir Sigurður og Heim- ir sem spila á þá. Rokkvalsinn leikur á Café Amsterdam. •Guðmundur Rúnar, hinn ágæti trúbador, leikur fyrir gesti Fógetans og það sem meira er; hann fær til liðs við sig kontrabassaleikara úr Sinfón- íuhljómsveit íslands sem sýnir á sér nýja hlið með því að leika á þvotta- bretti og ár. •Tveir Logar frá Vestmannaeyjum eru þeir Hermann Ingi, söngvari og gítarmaður, og Guðlaugur hljóm- borðsmaður. Þeir syngja meðal ann- ars gömul Eyjalög. „Þið þekktuð þennan mann..." FÖSTUDAGUR •Silfurtónar, mennirnir með hvítu tennurnar og breiða brosið, flytja lög með Bee Gees og öðrum álíka yndis- fríðum grúppum. Kynnir verður að vanda leikarinn góðkunni Ari Matt. •Límonaði er ný gleðisveit sem lít- ur dagsins Ijós á Hressó á föstudags- kvöldið. Þetta er ný tegund svala- drykkjar sem hellist í eyru lands- manna. Hljómsveitina skipa menn eins og Diddi krani, Hrannar sóda- vatn og söngvarinn Jón F. Atli og Gulli gringó. Límonaði mun leggja sig í líma við að skemmta gestum Hressingarskálans. •Pops er unglingasveit sem skipaði sér í hóp vinsælustu hljómsveita ís- lands fyrir einum 25 árum þegar hún kom úr æfingabúðum Verðlistans og fór að kyrja gargandi sjúkheitapopp. Pops heldur tímamótatónleika á Hótel íslandi og rifjar væntanlega upp lög eins og Born to be wild og Wild thing. Pétur Kristjáns fer þar fremstur í flokki en aðrir eru þeir Björgvin Gíslason, Birgir Hrafnsson, Olafur Sigurðsson og Óttar Felix Hauksson ryþmagítarleikari. Óvæntir afmælisgestir þetta sama kvöld með enn eitt kombakkið; félagarnir Magn- ús og Jóhann. •Testimony Soui band Co. flytur soul-tónlist á soulkvöldi Púlsins. 85% af efni hljómsveitarinnar eru soul- tónlist í anda Percy Sledge, Wilson Picket, Sam og Dave, Arethu Franklin og Tinu Turner. Sveitin vakti athygli á afmæli Hard Rock Café fyrir hreint ágætan flutning. Sumir segja soul- tónlist inni í dag en aðrir eru á önd- verðum meiði. Hljómsveitina skipa Gunnar 'Þór Eggertsson gítargrillari, Stefán Henrýsson hljómborðspotari, Benedikt ívarsson bassabelja og Hel- ena Káradóttir og Ingibjörg Erlings- dóttir standa baksviðs og syngja. Leikarinn Richard Todd Licea er söngmaður, sviðsmaður og skemmtikraftur. •Svartur pipar og hinir Hafnfirð- ingarnir enn á Gauknum. •Rokkvalsinn, hin rafmagnaða gít- ar- og harmónikkusveit, atfur og ný- búin á Café Amsterdam. •Guðmundur Rúnar trúbadpr aft- ur á Fógetanum en nú án hins sin- fóníska þvottabrettisleikara. • Hermann Ingi heldur að öllum líkindum uppi rífandi stemmningu á Feita dvergnum sem fyrri daginn. Þá er leyfilegt að aansa uppi á borðum, enda borðin sérsmíðuð fyrir villta dansa. •Tveir Logar með Eyjastemmn- ingu á Rauða Ijóninu. LAUGARDAGUR •Magnús og Jóhann og Snigla- bandið leika allir saman nú, einn, tveir, þrír. Og þeir ætla að endurtaka sig enn einu sinni á Púlsinum með nýjum stuðlögum. Sérstakur gestur kvöldsins verður söngkonan Rut Reginalds, sem mun sjálfsagt hjálpa félögum sínum að meikaða' gegn- um nóttina með laginu „Help me make it through the night". •Todmobile, eða Andrea, Eyþór og Þorvaldur Bjarni ásamt hinum feiki- góða píanóleikara Kjartani Valdimars- syni, leikur á Tveimur vinum í kvöld. Góð hljómsveit með fögrum píanó- leikara. •Svartur pipar með Gylfa Má og Margréti Eir í broddi fylkingar á loka- kvöldinu sínu á Gauk á Stöng. Hafn- firðingapopp. •Rokkvalsinn aftur á Café Amster- dam. Þess virði að heyra hvemig raf- magnsnikkan virkar. •Bogomil Font og Milljónamær- ingarnir eru mikið fyrir augað en þeir hafa líka þann kost að vera mikið eyrnavndi, sem er afar sjaldgæft. Þeir eru aftur komnirtil höfuðborgarinnar eftir Patreksfjarðarferð og leika á Hressó í kvöld og taka væntanlega góða mjaðmahnykki í anda Elvis og Franks Sinatra. •Guðmundur Rúnar trúbador er langlífur á Fógetanum. Hann er hreint ágætur. • Hermann Ingi aftur á Feita dvergnum. Krá þeirra sem búa rétt við Höfðabakkabrúna. •Tveir Loganenn á Rauða Ijóninu. SUNNUDAGUR •Haraldur Reynis er ekkert skyldur Jónasi Reynis. Hann tekur við sem trúbador af Guðmundi Rúnari á Fóg- etanum. •Karaoke á Tveimur vinum eins og alltaf á sunnudagskvöldum. Hægt að kyrja fullt af lögum og annað eins aftextum. •Tveir Logar eru eina hljómsveitin í bænum sem spilar á sama pöbbn- um fjögur kvöld í röð og þeir eru enn á Rauða Ijóninu. BARIR • Þá er veturinn kom- inn, sem sést best á því að miðbærinn er sem Beirút yfir að líta um hverja helgi og fyrir ut- an vínveitingastaði norpa langar krókloppnar raðir. Enn einn ör- uggur vetrarboðinn er þó sú staðreynd að næturklúbbar höf- uðborgarinnar eru að vakna upp af sumardoða — ef unnt er að kalla síðastliðna mánuði „sum- ar". Reyndar vantar enn nokkuð upp á að allt sé komið á fullt svíng, en þess er vart langt að bíða að ekki verði þverfótað fyrir leyfislausum skemmtistöðum á borð við þá, sem blómstruðu síð- astliðinn vetur. Það virðast að mestu vera sömu athafnaskáld- in, sem standa að baki þessum klúbbum, sem bendir til þess að meiri stöðugleiki sé í þessum bransa en hinum löglega skemmtistaðarekstri. Um síðustu helgi brá drykkjumaður PRESS- UNNAR sér á einn hinna ágætu næturklúbba Reykjavíkur að loknu sumbli á löglegum börum bæjarins. Þar var samankomið alls kyns fólk — flest þó í yngri kantinum — og fór gleðin mjög prúðmannlega fram. Það var til dæmis til sérstakrar fyrirmyndar að tónlistin var nógu hávær til þess að unnt væri að stíga við hana dans af þrótti, en nógu lág- vær til að samræðulistin fengi notið sín. Þjónustan var líka hreint ágæt, sem til dæmis mátti sjá á því að þegar óminnishegr- inn læsti klónum í einhvern gest- anna var honum (gestinum) ekki hent út með fúkyrðaflaumi og ill- indum líkt og tíðkast á mörgum hinna löglegu staða, heldur hringdi dyravörðurinn á leigubíl og fylgdi gestinum út. Eitt er það þó, sem eícki er hægt að komast hjá að finna að þessum ólöglegu stöðum, en það er áfengisúrval- ið. Þegar valið stendur milli bjórs og vodka fer nefnilega mesti glansinn af þeim. Meðan staðirn- ir eru ólöglegir og silakeppirnir í dómsmálaráðuneytinu gera ekk- ert til þess að rýmka verslunar- tíma vínveitingastaða er vart hægt að ætlast til þess að að- standendur næturklúbbanna séu að halda úti miklum og dýrum lager af áfengi. En það má samt sem áður gera betur en að leyfa fólki að velja milli bjórs og vodka. Ef boðið væri upp á bjór, vodka, gin og viskí væri strax miklu skemmtilegra að lifa, tala nú ekki um ef eins og ein, tvær tegundir af millisterku fylgdu með. Drykkjumaður PRESSUNN- AR skorar hér með á athafna- skáld næturklúbbanna að bæta úr þessu hið fyrsta, því það er náttúrulega ekki hægt að stunda einhverja næturklúbba þegar vínúrvalið er meira í glerbrota- bingnum á Lækjartorgi. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) leikari „Þetta er hjá Þórhalli Sigurðs- syni. Hér verður enginn við í allan dag en um kvöldmatar- leytið verð ég í síma þrír fimm- tíu og fimm níutíu. Nú, einnig geturðu lesið inn nafii og síma- númer og skilaboð ef vera vill. Ég þakka fyrir.“ RAVE-DROTTNIJsJGIN Þessi spræka stúlka, Bryndis Einarsdóttir, er nýkomin frá New York þar sem hún kynnti sér það glænýjasta i dansi, meðal annars furðufyrirbærið „rave", sem ísienskir ung- lingar hafa ekki aldeilis látið framhjá sér fara. Bryndís ætlar í vetur að kenna íslensk- um ungmennum að dansa við ravetónlist, nánar tiltekið I Dansstúdíói Sóleyjar. En hvað er það eiginlega, þetta reifsem allir eru að tala um? „Rave er ákveðin tegund afmúsík sem á rætur að rekja til Bretlands og Bandaríkjanna. Hún verður þannig til að hljómplötur með ósköp venju- legri tónlist eru spilaðar á 140 snún- inga hraða. Úr verður algjör stuðmúsik sem gaman er að dansa við. Ravetimarnir hjá mér I vetur verða því tómt fjör; byrjað er á stuttri upphitun og svo fer allt afstað með rosalegum hamagangi og látum." Bryndís segir eldri krakkana, 15 ára og upp úr, greini- lega hafa mikinn áhuga á ravedansi en sig langi jafnframt til að ná til þeirra yngri og því sé námskeiðið hugsað fyrir tiu ára og eldri. „Þetta er svo mikið fjör að það verða allir að prófa. Það er alveg ótrúlega gaman að dansa trylltan dans við ravetónlist og sleppa gjörsamlega fram afsér beislinu." Bryndís Einarsdóttir kennir ísienskum ungmennum ravedans. Spessi sýnir portrett LEIKARAR FRAM- TÍÐAMNNAR Mikið er um að vera hjá út- skriftaraðli leiklistarskólans um þessar mundir. Nemendur hans á síðasta ári eru að æfa verkið Clöru S. eftir Elfriede Jelinek undir leik- stjóm Sódómuleikstjórans Óskars Jónassonar. Leikritið gerist í kast- ala ítalska skáldsins Gabríels D’Annunzio, en hann var frægur fyrir að hafa fullt af listamönnum í kringum sig sem vom tilbúnir að selja líkama sinn gegn því að hann kæmi þeim á ffamfæri eða veitti þeim fjárstuðning. Nemendur á lokaári leiklistar- skólans em sex og er áætluð frum- sýning á verkinu um miðjan októ- ber. Tvær leiksýningar verða til viðbótar í vetur á vegum Nem- endaleildiússins; óákveðið verk í janúar í leikstjórn Þórhalls Sig- urðssonar og í apríl í leikstjórn virts finnsks leikstjóra; Kaisa Ko- hronen. Einn Færeyingur er meðal út- skriftarnemenda í leiklistarskól- anum. Það er til komið vegna þess að Færeyingar eiga ekki eigin leik- listarskóla og því hafa íslendingar gert samstarfssamning við Færey- inga um að taka inn einn og einn nemanda þegar fjárhagur leyfir. Er þetta efnilegur hópur sem nú lýkur leildistarnámi? „Já, þetta er mjög kraftmikill hópur. Okkur finnst mjög spenn- andi að vera að nálgast útskrift þótt maður viti svosem ekki hvað bíður, en það er hægt að nota leik- listarmenntun til margs,“ sagði Gunnar Gunnsteinsson, leiklistar- nemi á lokaári. Fara allir í leikhúsið sem út- skrifast? „Það er mjög misjafnt, sumir byrja í leikhúsinu en fara svo í annað. Margir fara í kennslu, aðrir í framhaldsnám; sérhæfa sig til dæmis í látbragðsleik og fleiru.“ Er stórstjama meðal ykkar? „Ja, nú veit ég ekki. Þessar leik- sýningar í vetur eru einmitt að hluta til þess að kynna nemendur skólans leikhúsfólki og auðvitað til að þjálfa okkur í sjálfstæðum vinnubrögðum.“ LESTRARSAL- IRERU KYN- FERÐISLECIR Skólastarfer að hefjast út um allt og bókasöfn fyllast aflúsiðnum námsmönnum sem ætla ekki að missa af strætó lífsbaráttunnar. Lestrarsalirsem hafa verið tómir síðan I vor fyllast á nýjan leik. Einu sinni var sagt um líkamsræktarstöðvaraðþærværu„the meeting place ofthe eighties";sem útleggstaðþarhafi kynin skotið sérsaman á síðasta áratug. Líklega hefur það breyst. Barir og víndrykkjuhús eru náttúrlega sígildir staðir til að skjóta sér ístrákum eða stelpum, en kannski ekki síður lestrarsalir. Eða er ekki rómantískara að finna ástina yfir lærdómsbókum á lestrarsal eða í reykjarkófinu á krá?Á lestrarsölum skoða strákar stelpur og stelpur stráka, þegar námsbækurnar verða fram úr hófi leiðinlegar er íraun ekkert betra að gera — lestrarsalir eru semsagt rómantískir staðir (og svolítið kynferðislegir). Spessi ljósmyndari opnar portrettljósmyndasýningu í gallerí Einn einn á laugardaginn. A sýn- ingunni verða nokkrar svarthvítar portrettmyndir sem hann hefur fest á filmu undanfarin tvö ár. Þetta er í annað sinn sem Spessi heldur einkasýningu en hann hef- ur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. En hvernig vinnur Spessi myndirnar sínar: „Ég reyni að lesa . fólk og ná fram því augnabliki þar sem sá sem ég mynda gefur ekki allt upp. Ég vil ekki að fólk grípi myndirnar mínar, það verður leitt á svoleiðis myndum. Ég geri fólk- inu skil eins og það er á gráa svæðinu; hvorki brosandi né grát- andi. Mér finnst bros oft vera auð- veld lausn sem á frekar heima í þeirri iðnaðarljósmyndun sem stunduð er á mörgum ljósmynda- stofum héríbæ.“ Er mikil vinna að taka svona myndir? „Já, því fyrst þarf maður að finna réttu manneskjurnar og síð- an að byggja myndirnar upp. Mikil vinna fer oft í uppbyggingu myndarinnar, til dæmis lýsingu, en ég reyni að ná fram lógískri birtu.“ Meðal áhugaverðra ljósmynd- ara í hugum Spessa er til dæmis Bandaríkjamaðurinn Robert Maplethorph, sem látinn er úr eyðni. „Hann var á mörkum erót- íkur og pornógrafi'u og sumu fólki varð svo um að skoða myndirnar að það hrækti á þær. Hann er ým- ist elskaður eða hataður.“ Spessi er einnig hrifinn afgömlu íslensku ljósmyndurunum, eins og Kaldal og fleirum, sem létu myndirnar ekki segja alla söguna. Alls verða á sýningunni fimm- tán myndir af stærðinni 40 X 50 og eru þær allar til sölu. Ljós- myndasýningin verður opin alla daga frá kl. 13-18 til 26. september. Útskriftaraðall leiklistarskólans: Björk Jakobsdóttir, leikstjórinn Óskar Jónasson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Dofri Hermannsson. í aftari röð sitja Finnur Arnar Arnarsson leikmynda- og búningahönn- uður, Gunnar Gunnsteinsson, Hinrik Ólafsson, bróðir stórleikarar- ans Egils Ólafssonar, hin færeyska Kristína Sundar Hansen og Vigdís Gunnarsdóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.