Pressan - 10.09.1992, Page 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
11
Þrátt fyrir að langt sé um liðið síðan kynntar voru stórhuga
fyrirætlanir um lakkrísverksmiðju í Kína bólar ekkert á af-
rakstrinum. Á meðan hafa aðstandendur verksmiðjunnar lent í
viðskiptahremmingum og slitið samstarfinu.
Á undanförnum misserum
hafa reglubundið borist fréttir af
djörfum fyrirætlunum íslenskra
athaíhamanna um að setja á stofn
risavaxna lakkrísverksmiðju í
Kína. Hefur hugmyndin verið
kynnt með þeim hætti að svo virð-
ist sem um sé að ræða verulega
ábatasama framleiðslu, byggða á
íslensku hugviti. Nú virðist hins
vegar flest benda til að hugmyndir
þessar hafi verið byggðar á sandi
og er reyndar flest á huldu um af-
drif verksmiðjunnar, en ljóst er að
aðstandendur hennar hafa bland-
að sér í mörg vafasöm viðskipta-
ævintýri á meðan.
Aðalmennirnir í þessu Kína-
lakkrísævintýri voru þeir Guð-
mundur Viðar Friðriksson og
Stefán Jóhannsson. Á sínum tíma
keypti Guðmundur Viðar sælgæt-
isgerðina Völu, sem hann reyndar
seldi síðan áfrarn til Erlings Lauf-
dal. Greiðslur Guðmundar til fýrri
eiganda sælgætisgerðarinnar
munu hins vegar hafa brugðist
fullkomlega og skömmu eftir að
hann seldi hana varð hún gjald-
þrota.
Árið 1987 keypti Guðmundur
Viðar svo verslunarfyrirtækið
Sjónval sem flutti inn smáhluti ffá
Kína. I’ kjölfar þess komst hann í
viðskiptasambönd við Kínveija og
naut meðal annars aðstoðar við-
skiptafulltrúa kínverska sendi-
ráðsins hér. Þarna virðast hafa
vaknað hugmyndir um að tvinna
þetta saman; lakkrísinn og Kín-
verjana, og fljótlega fara að koma
fjölmiðlafréttir af væntanlegum
fyrirætlunum.
Um mitt ár 1990 leitar síðan
Guðmundur aftur til þess aðila
sem seldi honum sælgætisgerðina
Völu á sínum tíma, Magnúsar
Matthíassonar. Bauðst Guðmund-
ur til að greiða Magnúsi fljótlega
um tvær milljónir króna og ráða
hann sem tæknilegan ráðgjafa
vegna þekkingar hans á lakkrís-
gerð. Voru þessar tvær milljónir
meðal annars hugsaðar til að bæta
Magnúsi upp fyrri óþægindi. Var
undirritaður skriflegur samningur
þar um á milli Magnúsar og Sjón-
vals. Guðmundur Viðar skrifaði
undir þennan samning fyrir hönd
Sjónvals, en samningurinn átti
meðal annars að tryggja Magnúsi
5% eignaraaðild að væntanlegu
lakkrísframleiðsiufyrirtæki úti í
Kína. Síðan hefur Magnús hvorki
heyrt neitt né séð af þessum fyrir-
ætlunum.
Skömmu síðar er Sjónvali, sem
hafði verið einkafnma, breytt í
hlutafélag með skráð hlutafé upp á
18 milljónir króna og Guðmundur
Viðar, Stefán og eiginkonur þeirra
skrifuð fyrir því. Tilkynnt var að
allt hlutafé hefði verið greitt inn,
en hver átti 4,5 milljóna króna
hlut.
í upphafi árs 1991 er viðtal við
þá Guðmund Viðar og Stefán í DV
þar sem þeir lýsa fjálglega fyrir-
huguðum rekstri í Kína. Þar segja
þeir að heildarfjárfesting vegna
ævintýrisins verði um 1,2 milljón-
ir dollara og skiptist til helminga á
milli íslenskra aðila og kínverskra.
Var tilkynnt að framleiðslan yrði
send inn á kínverskan markað en
fýrst þyrfti að kenna Kínverjum að
borða lakkrís! Einnig átti að vinna
markaði víða um heim, sérstak-
lega í Bandaríkjunum.
Framkvæmdastjórinn kom
straxheim
Sælgætisframleiðendur hér
heima sögðust í samtali við
PRESSUNA hafa fýlgst með ffétt-
um af atburðunum með dálítilli
undrun. Hefði vakið athygli þeirra
hve mikið átti að ffamleiða svo og
bjartsýn markaðssókn. Þá sagðist
einn þeirra hafa tekið eftir að
verksmiðjan hefði færst tii innan
Kína svo nam um 1.000 km án
þess að neinn tæki eftir því!
Iðntæknistofhun og Verkffæði-
stofa Sigurðar Thoroddsen unnu
einhverjar rannsóknir fýrir verk-
efhið og skömmu síðan fór
Guðmundur Viðar út til Kína.
Með honum fór Bjarni Halldórs-
son viðskiptaffæðingur, sem hafði
tekið að sér að vera ffamkvæmda-
stjóri fyrirtækisins í Kína. Bjarni
kom hins vegar skjótlega heim.
Falsaðar Levi’s-buxur í stað
lakkríss
Guðmundur Viðar varð eftir í
Kína og var ekki aðgerðalaus því
hann tók að sér að senda hingað
heim ýmsar vörur unnar í Kína.
Frægust varð sending á 10.000
fölsuðum Levi’s-gallabuxum sem
hingað barst um mitt ár í fýrra.
Var innflutningsverðmæti buxn-
anna talið um 5 milljónir króna en
söluverð á milli 60 og 70 milljónir
króna.
Um var að ræða nokkuð ná-
kvæma eftirlíkingu af buxunum
og urðu lyktir málsins þær að lög-
reglan gerði þær upptækar og fékk
lögmaður Levi’s, Viðar Már Matt-
híasson, buxurnar að lokum
brenndar. Engin málshöfðun varð
hins vegar út úr þessu, einfaldlega
af því að ákæruvaldinu tókst ekki
að sanna að menn hefðu vitandi
vits selt falsaða vöru. Samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR voru
það aðilar sem tengdust Guð-
mundi Viðari fjölskylduböndum
sem tóku að sér að dreifa buxun-
um.
Einnig hefur blaðið heimildir
fýrir því að fleiri vörutegundir hafi
borist frá sömu uppsprettu, þótt
ekki hafi vakið jafnmilda eff irtekt.
Sjónval fær nýja eigendur sem
kannast ekkert við lakkrís
En allt síðasta ár leið án þess að
nokkuð bólaði á lakkrísnum þótt
hins vegar væru reglulegar fjöl-
miðlafféttir af ffamtakinu. Á tíma-
bilinu bárust hins vegar fréttir af
því að Stefán hefði skyndilega
hætt hjá verðbréfafyrirtækinu
Handsali og eru heimildir fýrir því
að brottför hans þaðan hafi tengst
því að hann blandaði saman hags-
munum Sjónvals og Handsals.
Hvorki Stefán né Edda Helgason
hjá Handsali vildu neitt tjá sig um
það og vildi Stefán yfirleitt ekkert
tjá sig um lakkrísverksmiðjuna í
Kína, — sagðist ekkert til hennar
þekkja.
Stefán er hins vegar enn í stjórn
Sjónvals, sem nú virðist hafa verið
selt nýjum aðilum, ffamkvæmda-
mönnum á Akureyri. Um leið hef-
ur skráð hlutafé verið fært upp í
36 milljónir króna og hlutverld fé-
lagsins breytt. Jafitffamt var sam-
þykkt á hluthafafundi 13. ágúst
síðastliðinn að selja Unimark hf. á
Akureyri alla aukningarhlutina, að
Guðmundur Viðar Friðriksson og Stefán Jóhannsson á meðan samstarfið var í blóma. Nú er það fyrir bí
og óvíst um innflutning á lakkrísnum.
fjárhæð 18 milljónir krona.
Þetta var gert nú í ágúst og virð-
ist staðfesta að Sjónval hafi ekkert
lengur með Guðmund Viðar og
Kínalakkrísinn að gera. Nýr
stjórnarformaður Sjónvals, Pétur
Bjarnason pylsusali á Akureyri,
vildi ekkert tjá sig um félagið,
hvorki fortíð þess né framtíð.
Guðmundur Viðar enn að leita
að fjármagni
Guðmundur Viðar er ennþá úti
í Kína en kom heim á síðasta vetri
og virðist síður en svo búinn að
setja lakkrísverksmiðjuna til hlið-
ar. Hann hafði samband við ABC-
umboðs- og heildverslunina hf. og
bað forráðamenn hennar að taka
að sér umboðsmennsku hér. Átti
það að tengjast því að fljótlega færi
Kínalakkrísinn að flæða inn. Guð-
mundur Guðmundarson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, sagðist
síðan hvorki hafa heyrt nokkuð né
séð af þessum fýrirætlunun.
Með Guðmundi Viðari í för þá
var breskur maður og hefur
PRESSAN heimildir fýrir því að
þeir hafi leitað að fjárfestum hér
heima. Engar upplýsingar eru þó
um það hvort þeim tókst að verða
sér úti um fjármagn.
Stofnfé Sjónvals var skráð að
fullu greitt en það var lagt inn í
fýrirtækið Scandinavian Guangz-
hou Candy Co. Ltd. í kínverska al-
þýðulýðveldinu. Þetta stofnfé var
greitt í formi einkaleyfa, tækni-
kunnáttu, framleiðslutækni og
stjórnunar og uppskrifta á lakkrís.
Þetta var stofnframlag á meðan
Sjónval átti hlut í verksmiðjunni í
Kína, en hún var alla tíð kynnt
sem samstarfsfélag Sjónvals og
kínverskra aðila. Núverandi eig-
endur Sjónvals virðast hinsvegar
ekki hafa mikinn áhuga á Guð-
mundi Viðari og Kínalakkrísnum.
Sigurður MárJónsson