Pressan - 10.09.1992, Page 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
Tálbeitan í kókaínmálinu
LÖNG SLÓB FJÁR-
SVIKA OG PRFTTA
Jóhann Jónas Ingólfsson, sem lagði gildruna fyrir Stein Ármann Stefánsson, skilur víða eftir sig sviðna jörð
í viðskiptum í nafni Hollenska verslunarfélagsins.
Jepparnir tveir sem Jóhann keypti með dags millibili í október en eru nú báðir skráðir á Féfang hf. Til
vinstri er bíllinn sem Jóhann sveik út úr Birgi Ágústssyni, einum eigenda Bílaleigu Akureyrar.
EINAR ODDUR
Kristjánsson rumskaði af Vest-
fjarðadvala sínum þegar Agnes
Bragadóttir kíkti í heimsókn
um daginn. Einar Oddur hefur
látið satt kyrrt liggja í langan
tíma og nánast brugðið upp
huliðshjálmi þar til nú að Agn-
esi tekst að draga hann fram í
sviðsljósið — og þvílíkt sviðs-
ljós; Einar Oddur var orðinn
helblár af því að þegja svona
lengi. En þögninni er lokið og
Einar Oddur er búinn að hugsa
það út að kvótakerfið sé della.
Þýðir lítið fyrir Kristján Ragn-
arsson að mótmæla því. Var
það ekki annars Agnes sem tók
niður lokaandvarp Einars
Odds á síður Morgunblaðsins
þegar hann hætti sem formað-
ur VSf? Annars er þessi Vest-
fjarðatúr Agnesar merkilegur
því henni tókst að grafa upp að
fyrirtæki Einars Guðfinnsson-
ar á Bolungarvík var löngu dá-
ið. Það sama verður ekki sagt
um
MARKÚS
örn Antonsson sem hefur tek-
ist að halda því leyndu í allt
sumar að hann seldi orku úr
landi í vor. Þar að auki hefur
honum tekist að blanda Agli
Skúla Ingibergssyni, fyrrver-
andi borgarstjóra, inn í glæp-
inn sem er reyndar svo leyni-
legur að enginn skilur hann al-
mennilega nema hvað hann
virðist ganga út á það að Árni
Sigfusson er hissa. Að öðru
leyti hefur deila vikunnar snú-
ist um það hvor hallast meira
Ólafur Ragnar Grímsson eða
FRIÐRIK
Sophusson, núverandi fjár-
málaráðherra. Þetta mál hefur
reyndar verið allt hið dular-
fyllsta, sérstaklega vegna þess
að maðurinn með hallamálið,
Sigurður Þórðarson ríkisend-
urskoðandi, hefur sjálfur hall-
ast út og suður. Oflofaðasta
dauðastund ársins er þó tví-
mælalaust dauði fórnarlambs-
ins Jóhanns G. Bergþórssonar.
Auðvitað var sauðurinn ekki
dauður heldur bara að leika.
Og ekki nóg með það heldur
gekk fórnarlambið í lið með
slátraranum í Blikki og stáli og
nú má víst ríkissjóður fara að
vara sig. Má gera ráð fyrir að
Jóhanni takist að fá útflutn-
ingsbætur á sjálfan sig að lok-
um. En höfriun vikunnar kom
frá
PÉTRI
Péturssyni, lækni á Akureyri.
Hann hafnaði því fullkomlega
að taka Ólaf „sterka“ Sigur-
geirsson og kraffamenn hans í
sátt. Ólafur hafði reyndar sjálf-
ur hafið málaferli við Pétur en
uppástóð í miðri þrætu að Pét-
ur væri búinn að biðjast afsök-
unar. Þess vegna vildi Óli sætt-
ast en Pétur ekki. Pétur kann-
ast hins vegar ekkert við eigin
afsökunarbeiðni og vill því alls
ekki sættast. Þetta er auðvitað
fullkomlega óskiljanleg þræta
en sem betur fer höfum við
dómstóla til að greiða úr flækj-
unni.
Jóhann Jónas Ingólfsson, sá
sem fíkniefnalögreglan notaði til
að leggja gildru fyrir Stein Ár-
mann Stefánsson á dögunum, á
að baki langa slóð fjársvika og
pretta, auk fíkniefha-, nauðgunar-
og þjófnaðarbrotanna sem
PRESSAN skýrði frá í síðustu
viku. Frá því seint á árinu 1990
hefur hann rekið fyrirtækið Hol-
lenska verslunarfélagið, en í slóð
þess liggur Qöldi fjármálakæra
bæði hérlendis sem erlendis.
Jóhann hefur áður rekið fyrir-
tækin Jóhann Ingólfsson hf. og fs-
lensk-portúgalska hf., en það síð-
arnefnda varð gjaldþrota árið
1989 og var það með stærri gjald-
þrotum fram að þeim tíma. Síðla
árs 1990 var Hollenska verslunar-
félagið stofnað. Það hafði starf-
semi sína í Faxafeni 9 og flutti
meðal annars inn nærfatnað frá
Cacharel í Frakklandi og snyrti-
vörur frá Gosh. Sá rekstur virðist
hafa gengið með eindæmum illa,
ef marka má þann fjölda svika- og
kærumála sem eftir liggja.
Eftirgrennslan PRESSUNNAR
leiddi í ljós að víða er sviðin jörð
eftir viðskipti Jóhanns. Hér verður
þó einungis stiklað á stóru í mál-
um sem fengust tryggilega stað-
fest.
AUGLÝSINGASTOFA KÆR-
IRTILRLR
Fyrir síðustu jól auglýsti Hol-
lenska verslunarfélagið vörur sín-
ar töluvert og fékk auglýsingastofu
í Reykjavík til að annast gerð aug-
lýsinganna og koma þeim í fjöl-
miðla, bæði ljósvakamiðla og dag-
blöð. Fyrir þessu lagði auglýsinga-
stofan út fjárhæðir hátt í eina
milljón króna, sem ekki fékkst
endurgreitt frá Hollenska þegar
eftir var leitað. Jóhann gaf út víxil
fyrir upphæðinni, en þegar hann
fékkst ekki greiddur þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir var Jóhann
kærður til Rannsóknarlögregl-
unnar fyrir fjársvik.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins hefur einn starfsmaður
fyrirtækisins verið kallaður í
skýrslugjöf til RLR vegna málsins,
en að öðru leyti liggur það óhreyft
og hefur RLR sagt að mál afþessu
tagi séu ekki forgangsmál hjá
þeim. Heimildir blaðsins herma
að Hollenska hafi fengið nokkur
hundruð þúsund frá ffanska fyrir-
tækinu Cacharel til að greiða aug-
lýsingamar, en þeir peningar hafa
eldd skilað sér til auglýsingastof-
unnar. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins hefur franska fyrirtækið
gert árangurslausar tilraunir til að
fá féð endurgreitt og svo mun um
aðra sem fýrirtækið keypti vörur
af erlendis.
S VEIK BÍL AF EINUM
KENNEDY-BRÆÐRA
í október á síðasta ári keypti Jó-
hann tvo bíla í nafni Hollenska
verslunarfélagsins. Annar, dökk-
blár yfirbyggður Nissan-pallbíll,
var keyptur 17. október og greidd-
ur með Subaru-biffieið og ávísun
fyrir afganginum. Daginn eftir var
bíllinn kominn í eigu Féfangs hf.,
fjármögnunarfyrirtækis Fjárfest-
ingarfélagsins.
Síðari bílinn, rauðan Chevrolet-
jeppa, keypti Jóhann af Birgi Ág-
ústssyni, einum eigenda Bílaleigu
Akureyrar, fyrir milligöngu bíla-
leigunnar. Gegn staðgreiðslu fékk
Jóhann verðið lækkað í eina millj-
ón og fimmtíu þúsund og fór
greiðslan ffiam með ávísun. Þegar
sú ávísun fékkst ekki greidd var
skipt á henni og víxli, en reynt var
árangurslaust að innheimta hann
og hefur enn ekki tekist.
Salan fór fram föstudaginn 18.
október og skipti bfllinn þá um
eigendur, samkvæmt upplýsing-
um úr bifreiðaskrá. Eftir helgina,
mánudaginn 21. október, var bíll-
inn hins vegar kominn í eigu Fé-
fangs hf., þótt ávísun Jóhanns til
fýrri eiganda væri þá enn ógreidd.
Heimildir PRESSUNNAR innan
Hollenska fullyrða að Féfang hafi
keypt bflinn af Jóhanni og greitt
honum út fjárupphæð, en hann
hins vegar tekið bílinn samtímis
aftur á kaupleigu.
Pétur Gunnarsson hjá Féfangi
sagði í samtali við PRESSUNA að í
raun væri ekkert sem bannaði fé-
laginu að eiga viðskipti sem þessi,
en þau væru hins vegar ekki
stunduð. Hann vildi ekki tjá sig
um viðskipti Féfangs og Hol-
lenska, en taldi hugsanlegt að bíl-
arnir hefðu óvart umskráðst um
stund á nafn Hollenska þegar
dæmin hér að ofan voru raldn fyr-
irhann.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins notaði Jóhann hluta fjár-
hæðarinnar sem fékkst úr þessum
viðskiptum til að greiða upp ann-
an bíl, Mitsubishi Colt, sem Hol-
lenska hafði þá á kaupleigu hjá Fé-
fangi. Báðir bílarnir standa fyrir
utan fyrirtækið og eru notaðir í
þágu þess. Birgir Agústsson hefur
enn ekki séð peningana fyrir
Chevrolet-jeppann, en hluti kaup-
verðsins hefur þó fengist greiddur
með vöruúttektum, meðal annars
ógrynni sólgleraugna, samkvæmt
upplýsingum blaðsins.
„HEILDSALAN A SKÓLA-
VÖRÐUSTÍG“
Jóhann þurfti að taka sér ffií ffiá
fyrirtækisrekstrinum um síðustu
áramót þegar hann hóf afþlánun í
Hegningarhúsinu á Skólavörðu-
stíg vegna nauðgunardómsins
sem PRESSAN skýrði ffiá í síðustu
viku. Þar kynntist hann Steini Ar-
manni Stefánssyni, en hafði auk
þess býsna frjálsar hendur um
rekstur fýrirtækisins úr fangaklef-
anum. Þessu tók Steinn Ármann
eftir, meðal annarra, og meðal
þeirra sem heimsóttu Stein var
gantast með „heildsöluna á Skóla-
vörðustígnum".
Jóhann sinnti rekstri fýrirtækis-
ins í gegnum síma og með því að
fá í heimsókn „einn aðila frá fýrir-
tækinu á hverjúm morgni kl.
8.30“, eins og Jóhann orðaði það í
opnu bréfi til starfsmanna þess.
Auk þess að nota síma og heim-
sóknir gaf Jóhann starfsmönnum
reglulega skrifleg fyrirmæli úr
klefanum. Hann kom að auki í
heimsókn í fyrirtækið í nokkra
klukkutima dag einn — í fylgd
fangavarðar — til að sinna mál-
efnum fýrirtækisins á meðan á af-
plánun stóð.
Síðasta árið hafa nokkrir tugir
starfsmanna hafið störf og hætt
hjá Hollenska verslunarfélaginu,
flestir vegna ógreiddra launa og
annars óviðunandi vinnuað-
stæðna. Fæstir hafa enn fengið
laun sín greidd og nokkrir hafa
kært fyrirtækið til Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur. Guð-
mundur Ólafssson, lögffiæðingur
VR, staðfesti að félaginu hefðu
borist kærur vegna Hollenska og
að innheimtubréfúm vegna þeirra
hefði ekki verið svarað.
VR sendi bréfin í innheimtu hjá
Erni Clausen lögmanni, sem hefur
því kynnst Jóhanni á flefii en einn
hátt undanfarin ár. Örn var veij-
andi Jóhanns í nauðgunarmálinu
og í héraði í máli sem reis í kjölfar
gjaldþrots fslensk-portúgalska.
Nú er Örn hins vegar lögmaður
Steins Ármanns, mannsins sem
Jóhann lagði gildru fyrir í ágúst
síðastliðnum.
NÝTT FYRIRTÆKI — SAMI
STJÓRNANDI
f febrúar var stofnað fýrirtækið
Þokki hf., sem skráð er á sambýl-
iskonu Jóhanns, Margréti Þ. Stef-
ánsdóttur. Þokki keypti fljótlega
flestar eignir Hollenska verslunar-
félagsins og hóf rekstur í sama
húsnæði, með sama starfsfólki, á
meðan Jóhann sat í fangelsi.
Kaupverðið var um fjórar milljón-
ir króna, samkvæmt heimildum
blaðsins, meðal annars fýrir lager,
innréttingar og húsgögn, sem
Hollenska hafði ekki enn greitt.
Þegar þeim kaupum var loldð fór
Jóhann fram á það við skattyfir-
völd að fá endurgreiddan virðis-
aukaskatt af innbúinu. Ekki fékkst
staðfest hvemig því erindi var tek-
ið.
Jóhann tók við rekstri Þokka
þegar hann lauk afplánuninni, en
Hollenska verslunarfélagið er enn
til. Þefi sem eiga laun inni hjá fýr-
irtækinu segjast bíða þess að það
verði gert gjaldþrota, en enn hefúr
ekki komið fram krafa um það,
þrátt fýrir langa röð skuldunauta,
banka, erlendra birgja, starfsfólks,
viðskiptavina og annarra sem eiga
kröfúr í eignalaust félagið.__
Karl Th. Birgisson
Fyrir utan Faxafen 9 er enn skilti með nafni Hollenska verslunarfé-
lagsins. Fyrirtækið heitir nú Þokki og er skráð á sámbýliskonu Jó-
hanns.
i