Pressan - 10.09.1992, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
NIR VERDA UNDIR
SEM SIANDA SIS EKKI
segir Þorsteinn Vilhelmsson hjá Samherja
3.000
2.500
Þessirjuku verðmætin
mestií samdrættinum
2.000 -
1.500
1.000-
500-
N Verðmæta-
aukning
✓
p ^ ^ é* *
PRESSAN
KVðTINN MUN SAFN-
AST Á FÆRRIHENDUR
segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, og telur þá þróun jákvæða.
„Það hefur náðst umtalsverður
árangur í að færa veiðiheimildir
saman og leggja skipum og taka
þau úr rekstri. Ég sé ekkert nema
jákvætt við þessa þróun, það
hættir enginn í útgerð nema hann
vilji það sjálfur. Það eru engar
þvinganir uppi, heldur einungis
verið að gera mönnum kleift að
hætta og þá gerist það á kostnað
sjávarútvegsins í heild en ekki
með þátttöku hins opinbera. Ef
litið er á veiðiheimildimar í heild
sést hve sáralítil samþjöppunin er
í sjálfri sér, þó að sumir mikli
hana fyrir sér. Hún hefur fyrst og
fremst átt sér stað með samein-
ingu fyrirtækja," segir Krístján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, um
þróunina í kvótamálum.
Kristján telur að á næstu árum
verði áfram deilt um fiskveiði-
stjórnunina, en samkomulag
muni aldrei nást.
„Ég sé fyrir mér áffamhaldandi
kvótakerfi með frjálsu framsali,
sem leiðir til frekari fækkunar
skipa og að fiskveiðiheimildirnar
safnist á færri hendur. Ég tel þá
þróun jákvæða, aðrir telja hana
neikvæða, og það er ekki nema
við 190 krónur kílóið er hér um
hugsanleg verðmæti upp á 1.920
mifljónir að ræða. Kvóti Samherja
hefur því vaxið um 790 milljónir
að raunvirði eða um 70 prósent.
Þetta er fyrirtæki bræðranna og
frændanna Þorsteins Vilhelms-
sonar, Kristjáns Vilhelmssonar
og Þorsteins Baldvinssonar á Ak-
ureyri.
Við hlið þessara þriggja fyrir-
tækja bætist Skagstrendingur á
Skagaströnd í þann hóp fjögurra
fyrirtækja sem hafa aukið hugsan-
leg verðmæti sín hvað mest, f
þessu tilfelli fyrst og fremst með
kvótakaupum. Kvóti fyrirtækisins
hefur þvert á almennan samdrátt
aukist á þessum tveimur árum úr
6.622 í 7.056 tonn eða um 6 pró-
sent. Um leið hafa þau hugsanlegu
verðmæti sem fólgin eru í kvótan-
eðlilegur ágreiningur um svo stórt
máL“
Um aðstöðumun á milli frysti-
togara og ísfiskstogara sagði Krist-
ján að hann væri ekki fyrir hendi.
„Frystitogurum leyfist að vísu að
henda úrgangi í sjóinn en ég tel
ekki að verið sé að henda verð-
mætum eða spilla fyrir þegar það
kostar meira að hirða úrganginn
en henda honum. Rétt er að sú
vara sem frystitogararnir fram-
leiða er enn sem komið er í flest-
um tilfellum minna unnin, en á
móti kemur að hún er eftisóknar-
verðari þar sem hún er ferskari en
vara sem geymd hefur verið í
landi.“
um hækkað úr 875 í 1.340 milljón-
ir, um 465 milljónir eða 53 pró-
sent
Aðaleigendur Skagstrendings
eru Höfðahreppur, 37%, Hólanes
hf., 13%, Sveinn Ingólfsson, ffam-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, 6,5%,
og Hiutabréfasjóðurinn með
2,5%.
BOLUNGARVÍKURVELDIÐ
MISSTI 2.000 TONN OG 75
MILLJÓNIR
Til samanburðar má nefna Ein-
ar Guðfinnsson (EG hf., Baldur hf.
og Völusteinn hf.). Kvóti þess fyr-
irtækis var í september 1990 5.554
tonn. Miðað við 120 króna gang-
verð ffamreiknað til núvirðis voru
þetta hugsanleg verðmæti upp á
733 milljónir króna. Nú er að sjá
að kvóti fyrirtækisins hafi skerst
um 2.070 tonn og sé 3.481 tonn.
Miðað við 190 króna gangverð
samsvarar það hugsanlegum
verðmætum upp á 661 milljón
króna. Kvóti Einars Guðfinnsson-
ar hefur skerst miklu meira en
sem nemur hækkun á raunvirði
kvótans og nemur mismunurinn
75 milljónum króna. Nú bendir
sem kunnugt er allt til þess að
þetta foma stórveldi verði tekið til
gjaldþrotaskipta.
Á sama hátt má reikna heildar-
verðmæti alls botnfisksaflans.
Hann var 405.000 tonn árið 1990
sem gerir 53,5 milljarða að nú-
virði. Nú er hann hins vegar
305.000 tonn, sem miðað við 190
krónur samsvarar 58 milljörðum.
Minna ffamboð með aukinni eft-
irspurn hefur aukið hugsanlegt
botnfisksverðmæti um 4,5 millj-
arða (8,4 prósent) þrátt fyrir 25
prósenta kvótasamdrátt.
FRY STITOGARARNIR MEÐ
MUN BETRIAFKOMU
Þegar litið er á einstök skip
kemur í ljós að tuttugu kvóta-
hæstu skipin fengu 57 þúsund
„Að mínu mati er ekkert at-
hugavert við að þau fyrirtæki sem
augljóslega em betur stödd kaupi
upp önnur sem verr er ástatt fyrir.
Það hlýtur að vera eðlilegt að þeir
sem ekki standa sig verði undir og
þessu er ekkert öðruvísi farið í
sjávarútvegi en í öðrum greinum
atvinnulífsins. Ég lít þessa þróun
jákvæðum augum,“ segir Þor-
steinn Vilhelmsson, skipstjóri og
einn þriggja aðaleigenda Sam-
herja á Akureyri.
Þorsteinn segist hins vegar ekki
eiga von á því að á næstu árum
haldi stærri fyrirtækin áfram að
þenjast út.
„Þau hafa aðeins verið að afla
sér þeirra veiðiheimilda sem þau
telja sig þurfa fyrir þau skip sem
þau eiga nú þegar og ég held að
þau komi ekkert til með að fjölga
skipum sínum. Ég hef ekki trú á
öðru en kvótakerfið verði enn við
lýði eftir tíu ár, enda sé ég ekki
neitt annað sem gæti komið í
staðinn fýrir það eins og málum er
háttað nú. Það leysir engan vanda
að ætla að fara núna út í sóknar-
stýringu eða annað slíkt þar sem
það er ekki í neitt að sækja.“
Þorsteinn er, eins og Kristján
tonn 1990 eða um 14 prósent
heildarinnar. Þau skip sem nú
skipa listann eru með 51.240 tonn
eða 16,8 prósent af skertri heild.
Áður voru fimm frystitogarar á
þessum lista, en nú eru þeir sex.
Frá í fyrra hefur kvóti ísfiskstogara
skerst um 10 prósent en kvóti
ffystitogara um 7,4 prósent.
Æ fleiri útgerðaraðilar hugleiða
nú að leggja út í ffystitogararekst-
ur. Ef marka má ummæli Einars
Odds Kristjánssonar, forstjóra
Hjálms á Flateyri, er afkoman
mun betri á ffystitogurum en á ís-
Ragnarsson, ósammála málflutn-
ingi Einars Odds Kristjánssonar
um að ffystitogarar njóti betri að-
stöðu en ísfiskstogarar. „Ég tel
þetta vera algjöra fásinnu. Tonn af
fiski hjá okkur á ffystitogurunum
er eins og tonn hjá hinum, það er
enginn munur á þessu tvennu. Ég
er mjög undrandi á ummælum
Einars Odds, mér finnst þau dap-
urleg og hann setja niður með
þessum ásökunum um hluti sem
hann hefur ekki þekkingu á. Hann
talar þar sérstaídega um grálúð-
una og segir að við á frystitogur-
unum séum að fiska 20 til 30 pró-
sentum meira en ísfiskstogaramir
geta gert. Ég skil bara ekki með
nokkru móti hvernig maðurinn
getur fengið það út.“
fiskstogurum og vinnslunni í
landi. Þannig er Fáfnir hf. á Þing-
eyri búinn að skrifa undir samn-
ing um að breyta Sléttanesinu í
ffystitogara og Ásgeir Guðbjarts-
son, eigandi og skipstjóri Guð-
bjargarinnar, hugleiðir að gera
slíkt hið sama. Þetta, ásamt sam-
þjöppun skerts kvóta í hendur
færri rekstraraðilum, er það sem
einkennir kvótamálin um þessar
mundir.______________________________
FriBrik Þór Guðmundsson
ásamt Bergljótu Friðriksdóttur
ÞROUNIN SIÐUSTU AR HREINASIA SKELFING
segir Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fáfnis á Þingeyri. Fyrirtækið bregst við með því
að breyta Sléttanesinu í frystitogara.
„Þróunin í kvótamálum síð-
ustu árin hefur verið hreinasta
skelfing, við erum búnir að missa
600 tonn af þorski á skömmum
tíma. Ef þú getur fundið fyrirtæki
í heiminum sem hafa staðið af sér
jafnhrikalegan samdrátt og ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki máttu
láta mig vita. Þetta er á bilinu 50
til 60 prósenta samdráttur á að-
eins íjórum eða fimm árum og
það gengur kraftaverki næst að
þessi atvinnugrein skuli enn vera
gangandi," segir Magnús Guð-
jónsson, ffamkvæmdastjóri Fáfn-
is á Þingeyri.
Fáfnir hefur ákveðið að láta
breyta öðrum togara sinna í
frystitogara og dregur Magnús
enga dul á að með því sé verið að
mæta áföllum undanfarinna ára.
„Með slíkri breytingu getum
við sótt á fjarlægari mið, t.d. í út-
hafskarfann, sem er utan kvóta.
Hann gefur möguleika á mikilli
veiði á skömmum tíma, auk þess
sem hægt er að færa kvóta Slétta-
nessins yfir á Framnesið, sem
kernur vel út fyrir vinnsluna í
landi, enda gengur ekki að færa
alla vinnsluna út á sjó. Við teljum
að við getum gert þetta á hag-
kvæman og tiltöluiega ódýran
hátt og þetta er alltént betra en að
sigla fyrirtækinu út í dauðann.“