Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 10. SEPTEMBER 1992 Seðlabankinn sl. 10 ár REKSTRARKOSTNAflUR HEFUR AUKIST UM 230 MILLJÖNIR Kostnaður vegna gestamóttöku, fundahalda, gjafa, styrkja, bóka- og myntsafns og listaverkakaupa hefur tvöfaldast. Sömuleiðis bifreiðakostnaður og kostnaður vegna fræðslu og þjónustu við starfsfólk. Það kostaði 642 milljónir króna á síðasta ári að líf og störf gengju með eðlilegum hætti í hinni svörtu peningahöll Seðlabankans við Arnarhól. Tíu árum fyrr nam kostnaðurinn 415 milljónum að núvirði og hefur hann því vaxið um nær 230 milljónir eða 55 pró- sent á tímabilinu; báknið hefur vaxið um meira en helming. Þegar rekstrarkostnaður Seðla- bankans á síðustu tíu árum er skoðaðir blasir þvl við að heildar- kostnaður hefur aukist um helm- ing að raungildi, launakostnaður um 43 prósent, kostnaður vegna fræðslumála og starfsmannaþjón- ustu hefur hátt í þrefaldast, tölvu- kostnaður tvöfaldast og sömuleið- is bifreiðakostnaður, ferðakostn- aður hefur vaxið um helming á fá- einum árum og liðirnir gestamót- taka, fundahöld, gjafir, styrkir, bóka- og myntsafn, listaverk og fleira hafa tvöfaldast á tímabilinu. LAUNAKOSTNAÐUR VAX- IÐ LANGT UMFRAM FJÖLG- UN STÖÐUGILDA Skýringuna á hækkun rekstrar- kostnaðar bankans er ekki nema að hluta til að finna í auknum mannskap. Árið 1982 voru 134 starfsmenn í 124 stöðugildum hjá bankanum og hljóðuðu laun og launatengd gjöld alls upp á 273 milljónir króna. Árið 1991 voru 156 starfsmenn í 144 stöðugildum og hljóðuðu laun og launatengd gjöld, að bifreiðastyrkjum frátöld- um, upp á 390 milljónir króna. Raunhækkun þarna á milli er því 43 prósent. Starfsmannafjölgun er reyndar lítil miðað við hækkunina á launa- greiðslum. Á hinn bóginn hafa launakjör auðsjáanlega batnað talsvert á tímabilinu. Þannig sést að árið 1983 voru launagreiðslur sem nemur 156 þúsund krónum á mánuði á bak við hvert stöðugildi, en 1991 var samsvarandi tala komin upp í 225 þúsund. Þarna á milli er 44 prósenta kjarabót og er það athyglisvert þegar haft er í huga að einungis um þriðjungur starfsfólks bankans er háskóla- menntaður og almenn kaupmátt- araukning í landinu töluvert undir þessu. Hlutfall launa og launatengdra gjalda af almennum rekstrar- kostnaði í heild var 66 prósent ár- ið 1982 en 63 prósent í fyrra og því Jóhannes Nordal yfirseðlabankastjóri. Á síðasta ári fóru um 32 millj- ónir króna í gestamóttöku og fundahöld, gjafir og styrki, bóka- og myntsafn og listaverkakaup. Þetta er um það bil tvöföldun á tíu ár- um. Á sama tíma hafa styrkir Þjóðhátíðarsjóðs minnkað úr 25 til 30 milljónum á ári niður í 4 milljónir á síðasta ári og höfuðstóll sjóðsins rýrnað um 76 prósent. Seðlabankahöllin kostaði um 3 milljarða að núvirði, sem þótti og þykir mikið fé. Það tekur hins vegar ekki nema fjögur og hálft ár að verja annarri eins upphæð í almennan rekstur Seðlabankans, m.a. í lista- verkakaup. greinilega annað en þessir tilteknu liðir sem hefúr vaxið svona mikið að umfangi. I grófum dráttum má segja að rekstrarkostnaður annar en launakostnaður hafi aukist um 100 milljónir á milli áranna 1982 og 1991. 21MILLJÓN í AÐ FRÆÐA OG ÞJÓNUSTA STARFS- MENN Stór hluti þessarar kostnaðar- aukningar tengist reyndar starfs- mönnum bankans í beinu fram- haldi af launagreiðslum. Árið 1982 til 1984 lagði bankinn fram 8 til 9 milljónir króna að núvirði í námskostnað og félagsmál starfs- manna. Frá 1987 hefur kostnaður vegna fræðslumála og starfs- mannaþjónustu verið 15 til 20 milljónir og var 21 milljón á síð- asta ári. Kostnaður vegna þessara mála hefúr þvl hátt í þrefaldast á síðasta áratug. Annar liður sem hefur stór- hækkað er kostnaður vegna tölvu- búnaðar og -vinnslu. Árið 1982 fóru samtals um 20 milljónir í keyptar vélar og áhöld, viðhald þeirra og „rafreiknikostnað“. Á síðasta ári hljóðaði kostnaður vegna skrifstofubúnaðar, viðhalds og viðgerða búnaðar og aðkeyptr- ar þjónustu vegna tölvuvinnslu samtals upp á 42,6 milljónir. Hins vegar er rekstur fasteigna ekki svo miklu þungbærari nú en áður, þótt byggt hafi verið ferlíki við Arnarhól. Árið 1982 hljóðaði lið- urinn „fasteignarekstur og húsa- leiga“ upp á tæpar 26 milljónir, en á síðasta ári fóru tæplega 32 millj- ónir í sambærilega liði. FERÐIRNAR HELMINGI DÝRARIOG BÍLARNIR TVÖFALT DÝRARI Bifreiðakostnaður Seðlabanka hefúr hms vegar hækkað nokkuð síðastliðinn áratug. Hann hefur reyndar verið sveiflukenndur ár ffá ári, allt ffá 13 upp í 33 milljón- ir, en að meðaltali um 23 milljónir á tímabilinu. Árin 1982 og 1983 var bifreiðakostnaður 13 til 15 milljónir króna en á sfðasta ári var hann, að bifreiðastyrkjum með- töldum, alls tæplega 29 milljónir. Hér er því um tvöfalda kosmaðar- aukningu að ræða. Ferðakostnaður er einnig orð- inn fyrirferðarmeiri en áður. Um 85 til 95 prósent ferðakostnaðar eru vegna ferðalaga erlendis. Lengst framan af síðasta áratugi var þessi kosmaður nokkuð stöð- ugur, í kringum 15 til 17 milljónir á ári. Hann var 15,4 milljónir árið 1988, hækkaði (17,8 milljónir árið eftir, var 19,2 milljónir 1990 og á síðasta ári fór hann upp í 22,9 milljónir króna. Á aðeins þremur árum hefúr ferðakostnaðurinn því hækkað um nær 50 prósent að raungildi. Hár ferðakostnaður á síðasta ári skýrist sjálfsagt að tals- verðu leyti af ferð Jóhatmesar Nordal yfirseðlabankastjóra og Ólafs ísleifssonar, forstöðumanns alþjóðadeildar bankans, á árs- fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Bangkok í Tælandi. 33 MILIJÓNIR f GESTI, GJAFIR, BÆKUR, MYNT OG USTAVERK Loks skal nefndur kostnaður vegna þriggja reikningsliða sem vekja sérstaka athygli; gestamót- töku og fundahalda, gjafa og styrkja og bóka- og myntsafns, listaverka og fleira. Kostnaður vegna gestamóttöku og funda- halda var 7 til 8 milljónir í upphafi tímabilsins, en hin síðari ár yfir- leitt 10 til 12 milljónir. Liðinn gjaf- ir og styrki var ekki að frnna sér- greindan fyrr en 1988, en á síðasta ári hljóðaði hann upp á 5,7 millj- ónir. Liðurinn bóka- og myntsafn, listaverk o.fl. hefur á sama tíma hækkað úr 7 til 10 milljónum króna í 15 til 16 milljónir. Þessir þrír tilteknu liðir hafa þá samtals hækkað úr 15 til 17 miílj- ónum í 32 til 33 milljónir króna, eða tvöfaldast að raungildi. Til að fyrirbyggja misskilning þá fela þessir styrkir ekki í sér ár- legar styrkveitingar Þjóðhátíðar- sjóðs, sem er í umsjá bankans. Þróun þess sjóðs er reyndar at- hyglisverð. Fyrsta heila starfsár hans var 1978 og þá úthlutaði sjóðurinn alls 31,4 milljónum að núvirði. Helmingurinn fór sam- kvæmt lögum til náttúruverndar og þjóðminja, en 22 styrkþegar skiptu með sér 15,7 milljónum, sem gerði að meðaltali 713 þús- und á mann. Fyrir þessa úthlutun var höfúðstóll sjóðsins 236 millj- ónir. Eftir þetta fóru heildarupp- hæðir styrkveitinga æ minnkandi um leið og höfuðstóllinn dróst saman. Á síðasta ári var aðeins liðlega 4 milljónum króna úthlut- að, þar af 2 milljónum til náttúru- verndar og þjóðminja, en 13 styrkþegar skiptu með sér 2 millj- ónum, eða um 160 þúsund að meðaltali. Náttúruverndarráð og Þjóðminjasafn fengu 6 til 8 millj- ónir hvor stofnun úr sjóðnum fyrstu árin, en fengu aðeins 1 milljón hvor á síðasta ári. Eftir út- hlutun síðasta árs var höfuðstóll sjóðsins orðinn 56,6 milljónir og hafði þá rýrnað um 76 prósent frá 1978. Sjóður þessi er því greini- lega smám saman að lognast út af íumsjábankans. SAMSVARAR SEÐLA- BANKAHÖLL Á FJÖGURRA ÁRAFRESTI Seðlabankinn er ekki gamall sem slíkur, var lengi ffaman af „skúffa í Landsbankanum“, en varð sjálfstæður 1961 og hélt því upp á 30 ára afmæli sitt á síðasta ári. Þá voru stöðugildi við bank- ann 66 eða helmingi færri en nú er. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur oft gagn- rýnt bankann harðlega, líkt hon- um við óffeskju og kallað megnið af starfsmönnum hans blýants- nagara og hagfræðingastóð. Það sem hefur svo hvað mest farið í taugarnar á mörgum er bygging svörtu hallarinnar við Arnarhól. Frá byrjun framkvæmda Seðla- bankahallarinnar 1982 til loka þeirra 1988 nam byggingarkostn- aðurinn 2.675 milljónum að nú- virði, en ffamreiknuð áædun var 2.150 milljónir. Til viðbótar þess- um 2.675 milljónum má þó bæta við um 250 milljónum sem fóru í lóðarkaup og bifreiðastæðagjöld og um 185 milljóna króna fram- lagi Seðlabankans vegna bíla- stæðageymslu Reykjavíkurborgar. Umffamkostnað við Seðlabanka- höllina rekur bankinn „fyrst og ffemst til vandaðri og dýrari frá- gangs hússrns að utan en upphaf- leg áædun gerði ráð fyrir“. Kostn- aður Seðlabankans varð því lið- lega 3 milljarðar króna og allur greiddur af eigin fé bankans. Miðað við óbreytt ástand tekur það hins vegar ekki nema fjögur til fimm ár að eyða annarri eins þárhæð í almennan rekstur Seðla- bankans.____________________ Friðrilc Þór Guðmundsson 50 milljónir króna á núvirði - 82 '91

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.