Pressan - 10.09.1992, Side 19

Pressan - 10.09.1992, Side 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 19 Innbrot RAFTfltl NOTH SEM SXIPTIMVNT FYRIR HKNIEFNU Því hefur verið haldið fram að náið sam- band sé á milli fíkniefna og innbrota. Það samband sjáist best þegar magn fíkniefna eykst, því í kjölfarið færist innbrot mjög í vöxt. Á höfuðborgarsvaeðinu eru taldir vera um eitt hundrað virkir raftækjaþjófar. Um síðustu helgi var brotist inn á nokkrum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Tilkynningar um slíkt renna sjálfkrafa framhjá augunum þegar dagblöðunum er flett, enda um hversdagslega at- burði að ræða, sérstaldega um helgar. Eitt þessara innbrota var dæmigerðara en önnur, það var raftækjaverslun sem átti í hlut. Þegar þetta er skrifað er innbrotið óupplýst og reyndar ekkert allt of líklegt að það verði upplýst. Versl- unarmaðurinn stendur eftir þreyttur, en ekki undrandi. Hann átti allt eins von á þessu. Það eina sem hann getur gert er að kaupa meiri öryggisgæslu og fara að fletta sölubæklingum um þjófa- varnarkerfi. Sama dag var talað við sölustjóra í annarri raftækja- verslun til að forvitnast um gang mála vegna innbrots þar á síðasta vetri. Innbrotið er óupplýst sem áður, en á meðan blaðamaður ræddi við sölumanninn voru full- trúar öryggisfyrirtækis nokkurs einmitt að koma upp nýjum og stærri rafeindabúnaði. Ef brotist verður þar inn í ffamtíðinni verð- ur versiunin eins og hávært jóla- tré. Innbrotafaraldur er orð sem fæstir vilja taka sér í munn en erf- itt er að ímynda sér hvað á betur við. Enn sem komið er liggja ekki fyrir tölulegar upplýsingar hjá Rannsóknarlögreglunni um inn- brot á árinu, en á sumum sviðum verða menn varir við aukningu. í skýrslu RLR frá í fyrra eru skráð um 2.600 innbrot og þar er vakin athygli á aukningu á inn- brotum í biffeiðir þar sem radar- varar og hljómtæki eru hirt. Segir þar að þetta hljóti að skýrast afþví að auðvelt sé að koma þessum hlutum í verð. Þessi þróun hefur haldið áfram og, það sem meira er, innbrotin í bíla verða sífellt ofsafengnari. Menn reyndu áður að sitja um þá bíla sem skildir voru eftir „með alla möguleika opna“ en nú víla þjófarnir ekki fyrir sér að brjóta rúður til að komast inn. Inni í bílunum er síð- an vinsælasti gripurinn í dag; rad- arvari. En það er meira í innkaupa- körfunni: „Það sem af er júlímán- uði hafa sautján innbrot verið framin í fyrirtæki, stofnanir og vinnustaði í umdæmi lögreglunn- ar í Hafnarfirði. Einkum er stolið hvers konar rafmagns- og heimil- istækjum, auk þess sem símtæki og bréfasímar virðast eftirsótt." Þessi klausa birtist í Morgunblað- inu um miðjan júlí og sýnir glögg- lega hverju er sóst eftir. Hafa miniitu til að athafna sig Innbrotin beinast í auknum mæli að raftækjum, að því er virð- ist einfaldlega af því að auðvelt er að ná þeim og koma þeim í verð. í ljósi þess að flestar verslanir eru með sæmilegt öryggiskerfi verða þjófarnir að hafa hraðar hendur. Sjaldnast virðist vera um undirbú- in innbrot að ræða — frekar að hraðinn og einbeitnin séu látin ráða ferðinni. Nýlegt dæmi er inn- brot í raftækjaverslun í austur- bænum þar sem þjófamir keyrðu upp að versluninni, stukku út, brutu rúðuna með kúbeini og gripu það með sér sem þeir náðu í gegnum rúðuna. Svona innbrot verða að taka stuttan tíma, helst innan við mínútu. Það er kannski ekki mikið sem hefst upp úr krafs- inu en áhættan er heldur ekki mikil. „Það endar sjálfsagt með því að maður fær sér rimla,“ sagði þreyttur búðareigandi um leið og hann varpaði fram þeirri spurn- ingu hvert yrði þá sótt eftir skipti- mynt á fíkniefhamarkaðinn. Það er sjaldgæft að á vettvangi komi fram einhver gögn sem verða til þess að innbrotið upplýs- ist. Ef það gerist er það vanalega vegna þess að einhver játar löngu síðar þegar viðkomandi er yfir- heyrður út af öðru máli. Blaða- maður fékk að heyra sögu um innbrot í veitingastað í Borgarfirði fýrir nokkmm ámm. Löngu síðar var handtekinn töskuþjófur niðri í Austurstræti sem bunaði upp úr sér margvíslegum játningum. Ein þeirra var um innbrotið í Borgar- firðinum. Lögregluþjónn sem rætt var við sagði að dómstólarnir virkuðu þannig að menn fengju magnafslátt: „Sumir romsa upp úr sér löngum játningum og fá kannski tvo til fjóra mánuði þó að þeir hafi langan fenl að baki.“ Fleiri en einn og fleiri en tveir viðmælenda blaðsins sögðust telja að í raun væru það ekki nema um hundrað manns sem væru virkir í innbrotunum á höfuðborgar- svæðinu. Farið í heimahús þegar íbú- amireruíútlöndum Innbrot í heimahús eru annar angi sem unnið er að með skipu- legri hætti. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru ákveðnir bæj- arhlutar vinsælli en aðrir og þá sérstaklega úthverfin þar sem hægt er að „taka“ stór einbýlishús. Úr þessum húsum eru auðvitað raftæki hirt sérstaldega, en dæmi eru um að stórir hlutar búslóðar hafi horfið. Ýktar ffásagnir eru til um að sendiferðabílar hafi komið að húsum og hirt allt lauslegt og jafnvel naglfasta hluti. Frásögn af stuldi á eldhúsinnréttingu úr fjöl- býlishúsi við Snorrabraut um miðjan ágúst ýtti undir slíkt. Margvíslegar aðferðir eru til að komast að því hvort hús standa auð. Meðal annars eru bílnúmer við Leifsstöð skoðuð og fengnar upplýsingar um heimilisföng í gegnum biffeiðaskráningu. Einnig sitja þjófarnir um hús þar sem engar mannaferðir eru. I dagbók lögreglunnar helgina 12. til 15. júní í sumar segir ffá tólf innbrotum. Þar var meðal annars farið inn í tvær mannlausar íbúðir og auk þess fjórar aðrar þar sem fólk svaf á meðan innbrotsþjóf- arnir stálu skartgripum, greiðslu- kortum, ávísanaheffum, mynd- bandstækjum, geislaspilurum og hljómflutningstækjum. Þremur vikum síðar segir í þessari sömu dagbók að ekki hafi átt sér stað „nema“ tvö innbrot og helgin því óvenjuróleg. Um miðjan júm' var í dagblöð- unum sagt ffá innbroti í einbýlis- hús í Reykjavík þar sem húsráð- endur voru erlendis. „Innbrot- skarfan" innhélt Macintosh-tölvu, myndbandstæki, tvö sjónvarps- tæki, áfengi og ýmislegt annað smálegt. Þýfi að verðmæti nokkur hundruð þúsund fannst skömmu síðar en þjófamir ekki. Geisladiskurverðgildieins skammts Viðmælendur blaðsins á meðal lögreglunnar og verslunarmanna eru á einu máli um að innbrotin séu nátengd fíkniefnaheiminum. Þarna sé fyrst og fremst verið að ná sér í söluvöru. Raftæki af öllum stærðum og gerðum séu vinsæl skiptimynt á fíkniefnamarkaðin- um og þar er ísland ekkert öðru- vísi en önnur lönd sem glíma við fíkniefnavanda. Þetta er yfirleitt meðfærilegt góss — tiltölulega lít- ið um sig en með bærilegt verð- gildi. Einn viðmælenda blaðsins hélt því meira að segja ffam að ákveð- ið söluverð væri á hlutunum og tók sem dæmi að nýr geisladiskur væri verðgildi eins skammts af hassi eða spítti. Það er einnig fullyrt að ef mikið framboð er af fíkniefnum í bæn- um aukist innbrot. Fíklar stökkvi þá af stað til að ná sér í verslunar- vöru til að geta nýtt sér aukið framboð. Þannig sé beint sam- band á milli fíkniefna og innbrota. Tengslin við fíkniefnaheiminn koma einnig berlega í ljós við hús- leitir. Þær eru yfirleitt fram- kvæmdar vegna gruns um fíkni- efnasölu en oftar en ekki finnst mikið af þýfi við leit. Það sýnir einnig vanda fíkniefnasalanna, sem sitja oft uppi með heilu raf- tækjalagerana án þess að geta komið þeim í verð. Hvað verður um góssið? Ef fíkniefnasali hefur tekið við mörgum raffækjum fýrir fíkniefhi kemur að því að hann verður að losa sig við hlutina til að fá pen- inga. Hverjum er hægt að selja góssið? Flestir eru á því að mikið af góssinu gangi einfaldlega manna á milli sem endalaus skiptimynt í heimi svikahrappa og fíkniefna- sala. Vöruskiptaverslun í sinni upprunalegu mynd taki við. Það er þó oft freistandi að reyna að selja það venjulegu fólki til að fá alvörupeninga. Til þess eru marg- ar leiðir. Sumir reyna að selja í gegnum smáauglýsingar og smávöru- markaði sem undanfarið hafa rutt sér til rúms. Þá blasir við að þegar erlend skip eru hér í höfn glæðast við- Hin dæmigerða innkaupakarfa þjófsins. Raftæki hverskonar eru óhemjuvinsæl og hafa sum hver ákveðið verðgildi. Geisla- diskurinn er til að mynda talinn verðgildi eins skammts á fíkni- efnamarkaðinum. skiptin verulega. „Rússaskipin“ eru þar sérstaklega nefnd og full- víst má telja að Rússarnir kaupi meira en gamlar Lödur. Þeir eru að vísu ekki færir um að greiða mikið en geta þó greitt með vodka sem má nota að nýju á skipti- markaði undirheimanna. Lög- regluþjónn sem rætt var við sagð- ist þess fullviss að slík viðskipti væru stunduð þótt lögreglan hefði lítið gert til að taka á því. Aðrir hafa nefnt að hugsanlega sé safhað í gáma og þeir sendir úr landi. Flestir viðmælenda blaðsins eru vantrúaðir á að slík fýrirhöfn borgi sig. Bæði sé töluvert mál að falsa farmskýrslur til að koma gámunum úr landi og þá sé verð- gildi þessara hluta lítið erlendis þar sem lægri tollar eru á öllum raftækjum. Friðrik Hermannsson, varðstjóri hjá lögreglunni, sagðist vissulega hafa heyrt slíkar sögur en engar lögreglurannsóknir sýndu ff am á slíkt. Á það hefur þó verið bent að hugsanlegt sé að taka mjög dýr raftæki eins og litlar myndbands- tökuvélar með sér til útlanda. Þær megi jafnvel hafa í handfarangri og þó að þær séu seldar með veru- legum afföllum gætu þær dugað fyrir skotsilfri á meðan dvalið er erlendis — hugsanlega í fíkni- efhakaupum. Og, síðast en ekki síst, bíla- markaðurinn. Það er mjög algengt að alls kyns rafeindatæki séu látin ganga upp í kaup á biffeiðum. Það er hægur vandi að losna við fjöl- skyldubílinn ef þú ert tilbúinn að taka við einu sjónvarpi, tveimur myndbandstækjum, radarvara og hljómtækjasamstæðu. Og ef þú ert harðsvíraður geturðu kannski fengið vænt geisladiskasafri með! Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.