Pressan - 10.09.1992, Side 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
E R L E N T
Síje 9íclu 3)otk 5imc0
Fischer verði látinn gjalda
Leiðið hugann að Bosníu, undirlagðri af hersveitum Serba. Hugsið
síðan um skáksnillinginn Bobby Fischer, sem brýtur samskiptabann
Sameinuðu þjóðanna, og reyndar allt velsæmi, til að geta hagnast af
skákeinvígi í Serbíu við gamlan keppinaut sinn, Boris Spasskí. Fram-
koma Fischers er gegnsýrð af kaldlyndi, svo ekki sé talað um virðingar-
leysið gagnvart alþjóðalögum. Skákkeppnin gengur auk þess þvert á til-
sldpun George Bush um bann gegn viðskiptum Ameríku við Júgóslavíu.
Fischer hreif skákunnendur um allan heim þegar hann bar sigurorð af
Spasskí í heimsmeistaraeinvíginu í skák fyrir 20 árum. Núna blygðast
heimurinn sig fyrir hann. Aðspurður um viðvörun Bandaríkjastjórnar
við því að tefla í Svartfjallalandi sýndi hann markleysi hennar með því að
skyrpa á skjalið. Ef hann teflir á hann skilið að verða lögsóttur. Slíkt gæti
þýtt rúmlega 13 milljóna króna fjársekt og tíu ár í fangelsi.
Það yrði enn einn sorglegur þáttur á undarlegum skákferli en per-
sónuleg vandamál hafa ávallt skyggt á skákhæfileika Fischers. Hann
missti heimsmeistaratitil sinn árið 1975 vegna þess að hann neitaði að
verja hann. Sérvitur og einrænn gerðist hann meðlimur ofsatrúarsafnað-
ar og síðar eldheitur hatursmaður gyðinga. Hann hefur ekki teflt opin-
berlega í tvo áratugi.
Sérvitringar þurfa ekki síður en aðrir að fara að lögum. Fischer á ekki
annað skilið en verða látinn gjalda fyrir framkomu sína.
jMi.aður
vikunnar
Alexander
Solzhenitsyn
Það hefur varla heyrst æmt eða
skræmt frá Alexander Solzhen-
itsyn í næstum tvo áratugi.
Hann var gerður údægur ffá
Sovétríkjunum fyrir átján ár-
urn; 13. febrúar 1974 varð
hann fýrstur Sovétborgara til
að vera rekinn úr sæluríkinu
síðan Trotskí hlaut sömu örlög
1929. Undir Ráðstjórninni
höfðu þeir venjulega önnur ráð
til að eiga við menn. En
kannski skildu þeir Brésnev og
félagar að Solzhenitsyn yrði
þeim þægari í útlönaum en
heima. Hann hafði fengið Nób-
elsverðlaunin fjórum árum áð-
ur, Gúlagbækurnar hans voru
að koma út á flestum tungu-
málum; Solzhenitsyn hafði af
eigin rammleik og hetjulund
flett ofan af grimmdarverkum
og formyrkvun kommúnista.
Uppljóstranir hans voru sam-
hljóða því sem þessa dagana er
að koma upp úr skjalaskápum
Ráðstjómarinnar. En Solzhen-
itsyn var fráleitt gallalaus mað-
ur, hvernig mátti það líka vera
eftir allar þrengingarnar, of-
sóknirnar og vistina í fanga-
búðum. Hann hafði skömm á
kommúnismanum, en talaði
samt ekki hátt um gildi vest-
ræns lýðræðis. Ogþegar hann
kom vesturyfir varð mönnum
fljódega ljóst að Solzhenitsyn
hefði fátt gott að segja um lýð-
ræðisþjóðfélög í Bandaríkjun-
um og Evrópu. Honum fannst
þau einkennast af hávaða, yfir-
borðsmennsku og siðferðis-
legri fátækt. Draumaríki Solz-
henitsyns var meira í ætt við
það sem kollega hans Do-
stojevskí hafði boðað öld áður,
eitthvað í ætt við menntað
keisaradæmi þar sem Kristur
ríkti æðstur. Vesturlandabúum
fannst Solzhenitsyn semsagt
argasti afturhaldsseggur og
hann langaði heldur ekkert að
tala við þá. Hann lokaði sig
inni á búgarði sínum í Virginíu
í átján ár og yrti varla á nokk-
urn mann. En nú er hann á
leiðinni heim, snemma á næsta
ári, og ædar að setjast að í
grennd við Moskvu. Þar ædar
hann að ljúka við bók um bylt-
ingu bolsévíka, sem áreiðan-
lega verður gagnmerk. Hins
vegar er allsendis óvíst að þessi
eirðarlausa sál finni ró, þótt
Solzhenitsyn sé aftur heim-
kominn á áttræðisaldri.
Hvað vill Clinton gera?
Bill Clinton heyr nú kosningabaráttu við aðstæður sem flestir forsetaframbjóðendur geta bara látið
sig dreyma um: honum ætti að nægja að sitja rólegur, gera engin asnastrik og láta hagtölur mánað-
arins um að vinna kosningarnar fyrir sig. Hann getur þó ekki leyft sér þann lúxus; velgengni hans
byggist ekki endilega á áliti kjósenda á honum sjálfum heldur reiði þeirra út í George Bush. Til að
vega upp á móti áróðursmaskínu repúblikana þarf Clinton að sýna fram á að hann hafi bæði góðar
hugmyndir og frambærilegt fólk til að fylgja þeim eftir. Hér eru helstu stikkorðin.
Að undanskildu Víetnam og
framhjáhaldi snúast þessar kosn-
ingar bara um eitt: efnahagsmál.
Þar stendur Clinton vel að vígi.
Hagvöxtur hefúr ekki verið minni
síðan í kreppunni. Atvinnuleysi er
mikið, sparnaður er sáralítill og
landið er svo skuldsett, fyrirtæki,
heimili og ríki, að það virðist sama
hversu mikið vextír lækka, lántök-
ur til fjárfestinga (eða eyðslu) aúk-
ast ekki. Og það sem skrptir mestu
máli pólitískt: George Bush hefúr
ekki gert handtak í fjögur ár til að
breytaþessu.
Fjárlagahallinn óyfirstíganlegi
Til lengri og skemmri tíma litið
er stærsti vandinn krónískur fjár-
lagahalli. Hann hefur aukist undir
Bush og var þó ærinn í stjórnartíð
Reagans, sem kom bandarískum
kjósendum á bragðið með skatta-
lækkanir án skertrar þjónustu.
Efnahagsprógramm Clintons ger-
ir ekki ráð fyrir róttækum aðgerð-
um til að leysa þetta. Hann vill
hækka ýmsa skatta, til dæmis hjá
þeim sem hafa yfir tíu milljónir
króna í árstekjur, en það væri þó
ekki nema fjórðungsskerðing á
því sem sami hópur fékk í skatta-
lækkun hjá Reagan. Clinton vill
minnka framlög til hermála, en
samanlagðar tillögur hans nægja
engan veginn til að rétta af ríkis-
sjóðshallann.
Að auki leggur Clinton til opin-
berar fjárfestingar upp á 200 millj-
arða dala á fjórum árum. Megin-
áherslan er á heilbrigðismál,
skólamál og endurmenntun —
fjárfestingu í fólki. Hann vill auka
útgjöld til grunnskóla, láta fyrir-
tæki leggja ákveðið prósentuldut-
fall launa til endurmenntunar og
stofna lánasjóð til háskólanáms.
Hingað til hefur ríkið veitt nem-
endum ábyrgð á bankalánum til
náms, en með ströngum skilyrð-
um um aðra ábyrgðarmenn.
Þessu vill Clinton breyta; gefa öll-
um kost á námslánum burtséð ffá
efnahag foreldra.
Þá boðar Clinton stóraukna
fjárfestingu í öðrum „infra-
strúktúr“, svo sem upplýsinga- og
samskiptakerfum og vitanlega
þjóðvegakerfinu, sem er að uppi-
stöðu frá dögum Eisenhowers og
er að hruni komið.
Sér til halds og trausts í efna-
hagsmálum hefur Clinton spek-
inga á borð við Robert B. Reich,
sem er gamall kunningi frá Ox-
ford-dögum Clintons og kennir
við Harvard, og Ira Magaziner,
sem hann kynntist líka við Ox-
ford. Gera má ráð fyrir að báðir
verði háttsettir ráðgjafar hans í
efnahagsmálum ef hann kemst í
Hvíta húsið í nóvember.
ÍDEALISMI í UTANRÍKIS-
MÁLUM
Bush hefur alla sína pólitísku
reynslu af utanríkismálum, alveg
frá því hann var sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum undir Nix-
on. Hann er líka arftaki Nixon-
Kissinger-skólans í þeim efnum,
þar sem höfuðáhersla er lögð á
„stöðugleika" og því minna gert
úr hugmyndafræðilegu innihaldi
stefnunnar. Þeirri stefnu hefur
hann fylgt með aðstoð Brent
Scowcroft og Lawrence Eaglebur-
ger, sem báðir voru aðstoðar-
menn Kissingers, í Sovétríkjunum
(þar sem hann neitaði að styðja
Eystrasaltsríkin og studdi Gorbat-
sjoff löngu eftir að hann var farinn
að þvælast fyrir), í Júgóslavíu
(með stuðningi við serbnesku
miðstjórnina í Belgrað alveg ffam
undir það síðasta) og í írak (þar
sem hann óttaðist þríklofning
landsins og ítök írana ef fúllnaðar-
sigur ynnist í Flóabardaga). Öll
hans verk einkennast af ótta við
það sem bíður handan við hornið
og litlum áhuga á örlögum fólks;
þetta kallar Bush „varfæmi“.
Clinton hefur enga reynslu af
utanríkismálum, ekki frekar en
aðrir fylkisstjórar. Þetta er notað
gegn honum, en það er ekki mjög
sannfærandi. Hvorki Jimmy Cart-
er né Ronald Reagan höfðu slíka
reynslu þegar þeir urðu forsetar
og hver svo sem dómurinn er um
þeirra verk, þá var reynsluleysi
ekki orsök þess sem illa fór. Að
auki hefur Clinton sér við hlið A1
Gore, sem er hvorki reynsiulítill
né „dúfa“ í alþjóðasamsldptum.
Clinton hefnr gert að sínu það
sem vantar í stefnu Bush: þá trú
að utanríkisstefna eigi að þjóna
málstað þjóðffelsis og lýðréttinda.
Það sýndi sig best í Bosníu, þar
sem hann sagði að beita ætti her-
valdi gegn Serbum á meðan Bush
„vonaði í lengstu lög“ að ekki
þyrfti að koma til íhlutunar.
Reyndar er stefna Clintons ekki
áhættulaus; það þarf sterka mór-
alska réttlætingu til þess að
bandarískur almenningur styðji
að herlið sé sent þvert yfir heim-
inn og yfirleitt virðist fólk áhuga-
lítið um það sem er að gerast í
Júgóslavíu. En það var einu sinni
sagt að Bandaríkjamenn styddu
hvaða stefnu sem hægt væri að
koma fyrir í hnyttnu slagorði á
límmiða.
Til að búa til hæfilega ídealíska
stefnu hefur Clinton vana menn
og trausta. Fremstur í flokki er
Warren Christopher, sem vann í
utanríkisráðuneytinu undir Carter
og mikið mæddi á í gíslatökunni í
fran. Hann annaðist valið á vara-
forsetaefni fyrir Clinton, en Jilaut
mikla hylli sem formaður nefndar
sem rannsakaði lögregluna í Los
Angeles í kjölfar Rodney King-
málsins. Eins og málum er nú
komið er enginn líklegri til að
verða utanríkisráðherra í ríkis-
stjóm Clintons.
Annar þungavigtarmaður er
Michael Mandelbaum, prófessor
við Johns Hopkins-háskóla, sem
ekki er ólíklegur sem aðstoðar-
maður í utanríkisráðuneytið eða
öryggismálaráðgjöf. Aðrir áhrifa-
miklir eru Anthony Lake og
Nancy Soderberg, sem áður vann
hjá Ted Kennedy en hefúr nú um-
sjón með utanríkismálapóstinum
hjá Clinton. Innan um eru þekkt-
ari nöfn, svo sem Edward Lutt-
wak, bráðskarpur öryggismálasér-
fræðingur sem þó virðist stund-
um velja sér skoðanir eftir því
hvað þær em skemmtilegar.
FÁIR DEMÓKRATAR MEÐ
REYNSLU
Einn vandinn við mannaráðn-
ingar hjá Clinton er hversu langt
er síðan demókratar hafa átt for-
seta. Reynslan er því mest hjá
þingmönnum flokksins og eru
oftast nefndir menn á borð við
Sam Nunn (varnamálaráðherra?)
og Lee Hamilton, formann utan-
ríkismálanefndar fulltrúadeildar-
innar. Timothy Wirth er að hætta
sem öldungadeildarþingmaður
frá Colorado og er nefridur í stöðu
innanríkisráðherra eða yfirmanns
umhverfisvemdarmála. Zell Mill-
er, fýlkisstjóri í Georgíu, gætí líka
hugsað sér að taka þátt í lands-
málapólitíkinni, en kjörtímabili
hans lýkur ekki strax.
Af þeim sem tengjast kosninga-
baráttu Clintons beint er Mickey
Kantor líklegastur sem starfs-
mannastjóri í Hvíta húsinu eða að
minnsta kosti háttsettur ráðgjafi.
Hann er rúmlega fimmtugur og
því að minnsta kosti áratuginum
eldri en hitt liðið, sem flest er af
’68-kynslóðinni eða jafnvel yngra.
George Stephanopoulos sér um
almenningstengsl fýrir Ciinton og
gæti fengið starf blaðafulltrúa. Eft-
ir þeirri stöðu gæti líka sóst Strobe
Talbott, blaðamaður við Time og
góðkunningi Clintons, en sérsvið
hans er annars utanríkismál. Besti
pólitíski ráðgjafi Clintons, James
Carville, er hins vegar best geymd-
urþar sem enginn sér hann. Hann
er eins óheflaður og hann er
skarpur og tekur líklega við starfi
hjá flokknum þar sem hann þarf
ekki að setja upp hálstau og póli-
tískt nef hans getur nýst fleirum
en Clinton.
f þessari upptalningu er aðeins
eftir það sem liggur beinast við,
nefrúlega sjálf Hillary Clinton. Bill
er hættur að nefna hana opinber-
lega sem hugsanlegt ráðherraefni,
en þeir sem til þekkja telja að hún
taki anrtaðhvort við ráðuneyti
menntamála eða vinnumála, sem
hvortveggja eru málefhi sem hún
þekkir vel.________________________
Karl Th. Birgisson