Pressan - 10.09.1992, Side 24

Pressan - 10.09.1992, Side 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 PRCSSAN Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúar Blað hf. GunnarSmári Egilsson Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Banki fyrir bankastjóra í PRESSUNNI í dag er fjallað um gífurlega hækkun á rekstrarkostnaði Seðlabanka fslands. Á tíu ára tímabili hefur þessi kostnaður hækkað um meira en helming. Það kostaði um 230 milljónum meira að halda uppi starfsemi bankans í fyrra en árið 1982. Á sama tíma og flestir landsmenn hafa lifað við samdrátt og kreppu hafa mikil þensla og góðæri ríkt í höll bankans við Kalkofnsveg. Þegar einstakir rekstrarliðir bankans eru skoðaðir er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvers konar fyrirbrigði Seðlabanki íslands er. Þótt sjálf- sagt megi rekja hluta kostnaðarins til lögbundinna verkefna bankans eru stórir liðir í rekstri hans glórulaust bull sem bankaráð og bankastjórn virðast hafa tekið upp hjá sjálfum sér. Bankinn safnar málverkum, bók- um, listmunum. Ekkert fyrirbrigði er jafn gjafmilt og rausnarlegt þegar einstaklingar og stofnanir halda upp á afmæli sín. Ekkert fyrirtæki hefur veitt starfsmönnum sínum jafnmikla kjarabót á undanförnum árum. Meðallaun í bankanum eru um 230 þúsund krónur á mánuði og eru þó ekki allir starfsmenn bankans bankastjórar. Fyrir um ári fjallaði PRESSAN um starfsemi bankans. Fyrirsögn þeirr- ar greinar var: „Lífsnautnamusterið Seðlabankinn". Það var síst ofmælt. Mötuneyti bankans er rómað fyrir sælkerafæði. Þegar mötuneytinu í Arnarhvoli er lokað vegna sumarfría hoppa kostgangarar þar hæð sína í loft upp þar sem þeir fá um mánaðartíma að njóta veitinga í restauranti Seðlabankans. Á sömu hæð er einn dýrasti flygill landsins. Hann var keyptur um það leyti sem Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi ráð- herra og áhugapíanisti, var ráðinn bankastjóri. Bankinn er einn mikil- virkasti málverkakaupandi landsins og veitir Bera Nordal, dóttir Jóhann- esar bankastjóra, ráðgjöf við kaupin. Svona mætti sjálfsagt lengi telja upp ýmis viðfangsefni sem banka- stjórarnir telja eðlilegt að bankinn sinni. En í raun þarf ekki að þylja upp vitleysuna til að fólk átti sig á að bankastjórnin hefur fyrir löngu tapað öllu jarðsambandi. Það nægir að líta yfir rekstrarreikning bankans og skoða hversu gríðarlega hver einasti liður hans hefur hækkað á undan- förnum árum. Eftir þá skoðun þarf ekki nokkur að velkjast í vafa um að stjórnendur bankans hafa spillst í embætti. Þeir fara með það fé sem þeim er treyst fyrir eins og það væri þeirra eigin. Þeir líta ekki á hlutverk sitt í bankanum sem starf. Þeir telja að þeim hafi verið úthlutað bankan- um sem Iéni sem þeir geti síðan farið með eftir sínu höfði. Og í raun er ekkert sem segir þeim að svo sé ekki. Þrátt fýrir að það hafi lengi verið í tísku meðal stjórnmálamanna að hnýta í bankann og Jóhannes yfirbankastjóra hafa þessir stjórnmálamenn aldrei haft neinn dug til að stöðva flottræfilsháttinn sem ríkir í bankanum. Það er vissulega sorglegt að þessi della sem viðgengst í bankanum er á allra vitorði en stjórnmálamenn láta sér nægja að tuða um hana í viðtöl- um og henda að henni gaman í kokkteilboðum. Þegar embættismenn eru orðnir það spilltir að þeir nota stofnanir sínar til að fóðra eigin hé- gómagimd eiga stjórnvöld að grípa til aðgerða en ekki spaugsyrða. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friðriksdóttir, Dóra Einarsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kri stjá nsdótti r, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, össur Skarphéðinsson. Kynlíf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason. Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N REIÐIGUÐANNA Séra Geir Waage í Reykholti er ekki bara sundurgerðarmaður í klæðaburði og spjátrungslegur til skeggsins heldur er hann sér- vitur. Þegar von var á Noregs- kóngi og -drottningu til Reykholts vildi hann gefa þeim gjöf með áritun. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert. Verra var að séra Geir vildi ekki titla kónginn hans há- tign né drottninguna hennar há- tign, heldur aðeins herra og frú. Forsetaembættið í Reykjavík var ekki par ánægt með þessi óform- legheit prestsins og óskaði eftir því að hann titlaði þau samkvæmt ströngum prótókól. En prestur lét sig ekki og lét gera áritunina eftir sínu höfði. En veðurguðirnir gripu inn í og björguðu íslensku þjóðinni frá hneisu. Þeir blésu og blésu, allt þar til ferð kóngs og drottningar til Reykholts var af- lýst. Því situr séra Geir eftir með gjöfina og áritunina sem var alveg eftirhanshöfði. VIGDÍS FRÍMÚRARI Hér á árum áður þóttu frímúr- fórnarlambið er í Hagvirkis/Fórn- arlambsmálinu. Blikk 8t stál lang- ar ekki lengur til að Fómarlamb- ið verði lýst gjaldþrota. Þess í stað ætlar fyrirtækið að reka mál lambsins gegn ríkinu vegna sölu- skattsins sem lambið vill ekki borga. Það er því alls óvíst hvort lambinu verður fórnað og hugs- anlegt að ríkissjóður verði fórnar- lamb málsins. Eitt getur þó komið í veg fyrir það. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram kröfu um gjaldþrot lambsins. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir og enn er mögulegt að Jóhanni G. Berg- þórssyni takist að fá sýslumann- inn til að draga kröfu sína til baka og slást í lið með lambinu, blikk- inu og stálinu gegn ríkinu. arar einn hættulegasti hópur samfélagsins. Úlfar Þor- móðsson og aðrir góðir menn fengu hroll í hvert sinn sem þeir óku framhjá frímúrara- höllinni og sáu fyrir sér eitruð plott verða til hjá mönnunum með svunturnar. En eftir að Helgi Pétursson gerðist frí- múrari missti félagsskapurinn allan sjarma; með Helga Pé innanborðs trúði enginn Iengur að þessi hreyfing gæti verið hættuleg. Og nú er svo l<omið að norski kóngurinn heldur landsmönnum veislu í frímúrarahöllinni. Ef Ulfar hefði ekki verið svo vitlaus að leita íslenskra málverka í Kaupmannahöfn í stað Oslóar hefði honum sjálfsagt verið boðið. Og Vigdís Finnbogadóttir mætir auðvitað fyrst, enda er hún næst- um því frímúrari. Vigdís hefur lengi verið félagi í samfrímúrara- hreyfingunni. FÓRNARLAMBIÐ BÍTUR FRÁ SÉR Það er orðið spurning hver HVERS VEGNA Er oflítil verðbólga vandamál? GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, HAGFRÆÐIPRÖFESSOR VIÐ H( Hagsæld þjóðfélagsins ræðst ekki af einni stærð. Þótt við not- um oft einhverja eina viðmiðun eins og vöxt landsframleiðslu til þess að lýsa efnahagslegum ár- angri eða ríkishallann til að mæla mistök í hagstjóm er ekki öll sag- an þar með sögð. Atvinnustig og verðlag skipta miklu máli, svo og gengi, vaxtastig og viðskiptajöfn- uður o.s.frv. Iðulega verður að vega þessi markmið saman a.m.k. til skamms tíma litið, sbr. verðlag og atvinnu, gengisskráningu og vexti, f opnu þjóðfélagi eins og okkar, sem er að ganga inn í „nýja“ Evrópu, skiptir samkeppn- isstaðan miklu máli. Hún mælist með hlutfallslegu verði milli landa, venjulega annaðhvort í vöruverði eða launakostnaði. Af framansögðu má ljóst vera að verðlagið er ekki óháð öðrum þjóðhagsstærðum. Verðlagið er yfirleitt samnefnari fyrir það sem er að gerast á hinum ýmsu mörk- uðum í þjóðfélaginu. Verðbólga ber oftast vitni um þenslu og slaka hagstjórn en verðhjöðnun eða stöðugt verðlag er vísbending um aðhald og stefnufestu. Innlend verðbólga umfram erlenda endar í gengisfellingu krónunnar en minni verðbólga hér en í um- heiminum bætir samkeppnis- stöðu okkar og gæti réttlætt gegn- ishækkun krónunnar. I stóru löndunum streymir fé inn í land þar sem vextir eru háir og verðlag stöðugt. Þetta getur útheimt geng- ishækkun til að tefla ekki verð- lagsmarkmiðinu í tvísýnu, sbr. stöðu Þýskalands um þessar mundir. Gengishækkun torveldar hins vegar útflutning frá Þýska- landi sem verður dýrari í öðrum gjaldmiðlum. Verðlagið hefur áhrif á raun- virði tekna og gjalda, eigna og skulda og þar með á tekjuskipt- ingu í þjóðfélaginu. Ef verðlag lækkar að óbreyttum launum eykst kaupmáttur launa, en fyrir- tækin fá minna í sinn hlut nema aðfangaverð lækki nægilega mikið til mótvægis. Hið opinbera hagn- ast yfirleitt á verðbólgu eins og FJÖLMIÐLAR Vandi dreifbýlisins Ekki vildi ég búa í uppsveitum Borgarfjarðar. Ekki vegna þess að það sé svo langt á næsta kaffihús; þótt það sé í sjálfu sér góð og gild ástæða. Ekki heldur vegna þess að þá yrði ég líklega að koma mér upp fjár- stofni, saftta heyi í rúllubagga og skilja eftir úti á túni eða koma mér upp gróðurhúsi. Reyndar mundi ég ekki nenna neinu af þessu en það er ekki ástæðan fýrir því að ég vildi ekki búa í uppsveitum Borg- arfjarðar. Ástæðan er sú að þegar ég var á ferð þar um síðustu helgi, og reyndar líka helgina þar áður, náði ég ekki nokkurri útvarpsstöð á tækið í Buicknum mínum nema gömlu gufunni. Ég fann hvergi Rás 2 né Bylgjuna, ekki Stjömuna eða FM, ekki Útrás eða Aðalstöð- ina. Þegar ég keyrði Hvítársíðuna varð ég því að hlusta á Kviksjá á Rás 1. Ég þoli ekki þann þátt. Umsjónarmenn hans hafa það fyrir reglu að pikka út einhvern listamann og tala við hann um vinnuna hans. Og engin stétt er jafnleiðinleg þegar hún talar um vinnuna sína og listamenn. Þeir lýsa verkkvíða eins og listamenn einir ftnni fyrir því fyrirbrigði. Þeir virðast telja að listamenn einir eigi erfitt með að leggja verk sín í dóm annarra. Þeir standa á því fastar en fótunum að listamenn einir eigi stundum góða daga og stund- um slæma daga — jafnvel vikur. Þegar maður situr uppi með einhverja manneskju og þarf að hlusta á hana fyrir kurteisissakir er ekkert verra en ef hún tekur skuldaramir. Ríkið fær svonefnd- an verðbólguhagnað með því að seðlar og mynt og ýmsar skuld- bindingar þess verða minni en áð- ur. Séu sículdbindingar á nafn- vöxtum hækka raunvextir þegar verðbólga hjaðnar. I stuttu máli er hægt að hugsa sér að lítil verðbólga sé ókostur af eftirfarandi ástæðum fýrir tiltekna aðila: 1. Ef vömverð lækkar, t.d. fisk- verð á erlendum markaði, að öðm óbreyttu, verða tekjur útflutnings- atvinnuveganna minni. Hið sama gildir um flestöll fýrirtæki ef verð afurða lækkar en launakostnaður er óbreyttur, því að hann er að jafnaði helmingur til tveir þriðju ffamleiðslukosmaðar. 2. Verðhjöðnun eða verðlækk- un getur því haft atvinnuleysi í för með sér til skamms tíma. Þetta gildir hins vegar ekki til lang- ffarna. 3. Lítil verðbólga torveldar stjórnmálamönnum að losa sig við fortíðardrauga og blekkja al- menning. Stjórnvöld hafa ffeistast til að kaupa sér frið og forðast at- vinnuleysi til skamms tíma með því að setja lyftiduff í þjóðarkök- una sem til skipta er. Þetta skilar engu til lengdar og getur jafnvel haft í för með sér hagvaxtarfórnir. 4. Lítil verðbólga er víti skuld- ara og fjölgar gjaldþrotum. Að öðrum kosti hefðu skuldareigend- upp á því að segja manni drauma sína. Næstverst er ef hún fer að endursegja manni gamla bíó- mynd sem heillaði hana. Þamæst kemur vinnan. Það er ef mann- eskjan talar um hana eins og lista- mönnum er tamt. Það er allt í lagi að hlusta á fólk tala um atvik sem henti það í vinnunni, málefni sem það hefur til meðferðar og jafnvel illa lyktandi vinnufélaga. Én það er gersamlega óþolandi að hlusta á fólk lýsa sjálfu sér í vinnunni, hvernig það skipuleggur tímann, hvenær það er ftjóast, hvernig það stenst álag og svo framvegis. Og fjölmiðlun er að stofni til nákvæmlega eins og samtal í kokkteilboði. Það sem manni dettur ekki í hug að bjóða upp á í samtali yfir snittu og glasi getur maður heldur ekki boðið upp á í útvarpi eða á prenti. Lítil verðbólga tor- veldar stjórnmála- mönnum að losa sig við fortíðar- drauga og blekkja almenning. urnir tapað ámóta miklu á verð- bólgunni og skuldararnir ætluðu sér að græða. 5. Snöggar breytingar á verðlagi hvort sem er til lækkunar eða hækkunar geta valdið óréttlátum tekjutilfærslum. 6. Ríkið missir af myntsláttu- hagnaði. Það borgar sig betur að liggja með seðla og mynt og ávís- anaviðskipti ættu að minnka sem þýðir minni tekjur fýrir bankana. 7. Aðilar vinnumarkaðarins hafa mirtna að semja um. 8. Alþingi þarf minna að gera því að sífelldar efnahagsráðstafan- ir verða óþarfar. Stjórnmálamenn gætu séð fram á það að verða ósýnilegir. Þetta hefur listamönnum og umsjónarmönnum listaþátta ekki dottið í hug. Sumir vegna þess að þeir halda að fjölmiðlar séu til að lesa yfir hausamótunum á fólki og aðrir vegna þess að þeir segja fólki drauma sína og lýsa vinnutempói sínu fyrir gestum í kokkteilboð- um. Og ef ég byggi í uppsveitum Borgarfjarðar væri ég dæmdur til að vera áheyrnarfulltrúi í þessum niðurdrepandi kokkteilboðum og gæti ekki einu sinni drekkt sorg- um mínum þar sem ég sæti undir stýri á Buicknum. Ég kæmist ekki hjá að kaupa mér geislaspilara í bílinn. Ég gæti lagt andvirði hans við þann kostn- að sem fylgir því að búa í hinum dreifðu sveitum,________________ Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.