Pressan - 10.09.1992, Qupperneq 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
Er hægt að
leggja
fjöregg
þjóðarinnar i
hendurnar á
manni sem
slátur, hlust-
aráWÍUie
Nelson og
Ringo Starr,
ogfinnst
Þórshöfn
mest speim-
andi borg í
heimi?
Þingmenn eiga að endur-
spegla þjóðina. Það er að
minnsta kosti sú merking
sem lögð er í orðið íulltrúa-
lýðræði, sem við frónbúar
eigum að búa við. Ef dæma
ætti þjóðina af þeirri mynd
sem dregin er upp af þing-
mönnum í fjölmiðlum býr á
íslandi hundleiðinleg og
húmorslaus þjóð, sem getur
ekki með nokkru móti talað
um annað en byggðastefnu,
versnandi afkomu sjávarút-
vegsins, atvinnuleysi og nið-
urskurð. Allir eru alltaf að
rífast og enginn virðist hafa
áhuga á neinu spennandi í
daglegu lífi. Allir eru yfír-
máta flokkshollir og beygja
sig möglunarlaust undir aga
forystusauðanna. Við nánari
eftirgrennslan kemur þó
annað og meira í ljós. Ýmis-
legt leynist að baki stífum
þingmannaandlitunum og
það sem furðu vekur — ýms-
ir þingmenn eiga töluvert
sameiginlegt sem gengur
þvert á flokksbönd.
PRESSAN kannaði meðal annars hvort
rokkarar leyndust meðal þingliðsins og
spurði því þingmennina, til að gera flókið
mál einfalt (ólíkt þingmönnunum), hvor
hljómsveitin, Bídamir eða Rolling Stones,
væri í meira uppáhaldi hjá þeim. í ljós
kom að nær allur þingheimur veðjaði á
Bítlana því aðeins fjórir reyndust meiri að-
dáendur Rolling Stones. Það voru þau Vil-
hjálmur Egilsson og Sólveig Pétursdóttir
Sjálfstæðisflokki, Anna Ólafsdóttir Björns-
son Kvennalista og Kristínn H. Gunnars-
son Alþýðubandalagi. Þetta sýnir að eng-
inn Rolling Stones-aðdáandi er í þingliði
Framsóknarflokks né Alþýðuflokks, en
þess ber að geta að ekki náðist í framsókn-
armanninn Halldór Asgrímsson, sem ku
vera yfirlýstur Rolling-Stones aðdáandi.
Þeir sem ekkert höfðu um Rolling Stones
né Bítlana að segja voru þeir Jón Helga-
son, framsóknarmaður og fyrrverandi
landbúnaðarráðherra, Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra, Ragnar Arnalds Alþýðu-
bandalagi, Matthías Bjarnason Sjálfstæðis-
flokki og Tómas Ingi Olrich undan sama
væng. Þeir sem vildu hins vegar ekki gera
upp á milli Bítlanna og Rolling Stones
voru sjálfstæðisþingmennirnir Eggert
Haukdal, Egill Jónsson, Guðjón Guð-
mundsson og Lára Margrét Ragnarsdóttir
og kvennalistakonan af Vestfjörðum, Jóna
John Lennon er vin-
saelasti bítillinn.
Meira að segja
nokkrir sjálfstæðis-
þingmenn gengu
þvert á flokksböndin
og kusu hann.
Valgerður Kristjáns-
dóttir.
í framhaldi af þeirri
spurningu grennslað-
ist PRESSAN fyrir
um hver væri uppá-
haldsbítillinn. Þar
skiptu þingmenn hins
vegar liði; nítján
reyndust aðdáendur
Johns Lennon en
fimmtán voru Paul
McCartney-aðdáend-
ur. Aðeins einn
nefndi Ringo Starr en
enginn reyndist vera í
aðdáendahópi George
Harrison. Ellefu þing-
menn vildu ekki
koma upp um sig.
Það athyglisverðasta við þessa niðurstöðu
er tvímælalust það, að f áðdáendahópi
McCartneys eru nánast ekkert nema sjálf-
stæðismenn og alþýðuflokksmenn en
Lennon-aðdáendur em meira og minna af
vinstri vængnum. Þetta er annars kannski
ekki svo undarleg niðurstaða í ljósi þess
róttæka boðskapar sem John Lennon boð-
aði í lifanda lífi. Frekar ætti að setja spurn-
ingarmerki við þingmenn eins og Kristínu
Ástgeirsdómrr Kvennalista og Kristin H.
Gunnarsson Alþýðubandalagi, sem slæðast
inn með aðdáendum McCartneys. Eru
hér ef til vill á ferðinni leyndir íhalds-
menn? Eða er ástæða til að spyrja sig hvort
sjálfstæðisþingmennirnir Sólveig Péturs-
dóttir, Smrla Böðvarsson, Vilhjálmur Eg-
ilsson og Árni Johnsen séu í raun róttæk-
lingar, þar sem þau em hrifnust af John
heitnum Lennon?
Þegar kom að spumingunni um matar-
smekk þingmanna — hvort væri vinsælla
pasta eða slátur — tóku nær allir þing-
mennirnir afstöðu. Sögðu langflestir
SLÁTUR með miklum áhersluþunga og
sumir jafhvel í hneykslunartón, þar sem
þeim fannst þessum mat ekki saman að
jafna. Þó leyndust sex pastaunnendur
meðal þingheims, þau Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir Kvennalista, Finnur Ingólfsson
Framsóknarflokki, Jóhann Ársælsson Al-
þýðubandalagi og úr Alþýðuflokknum
Sighvamr Björgvinsson og Rannveig Guð-
mundsdóttir. Miðað við hveitilengjuát
landsmanna og alla þá spaghettistaði sem
flæða um höfiiðborgina eru aðeins örfair
þingmenn sem endurspegla breyttar mat-
arvenjur landsmanna. Sjálfstæðismennirn-
ir Árni M. Mathiesen, Friðrik Sophusson
og Björn Bjarnason gám ekki valið og þá
ekki Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra,
sem segist yfirhöfuð ekki gera upp á milli
fjeðutegunda.
Aðrar spumingar sem lagðar vom fyrir
þingmennina snerust um uppáhaldsleikara
af erlendum kynstofni svo og eftirlætis-
plöm og -lag úr poppinu. Þeir sem ekki
þekkja til poppsins komust upp með að
nefna aðrar léttar tegundir tónlistar s.s.
Millsbræður og örvar Kristjánsson. Þá var
spurt um vinsælasta sjónvarpsefnið fyrir
utan eftirlæd allra sem vilja láta líta út fyrir
að þeir fylgist með, fréttir. Og til að kom-
ast að heimsborgarahætti þingmanna var
lögð fram spurningin um uppáhaldsborg-
ina fyrir utan Reykjavík.
Heimtur úr þingmannakönnuninni
vom með ágætasta móti. Þeir sem svömðu
á annað borð áleitnum spurningum
PRESSUNNAR gerðu það af nokkurri
samviskusemi. Þeir sem ekki náðist tal af
vom ýmist staddir í údöndum eða kon-
ungsveislum daginn út og inn og þrír neit-
uðu að taka þátt í leiknum, þeir Hjörleifúr
Guttormsson Norðfjarðarallaballi, Eykon
Sjálfstæðisflokki og Ólafur Þ. Þórðarson
Framsóknarflokki. Besm heimturnar vom
úr þingliði Kvennalistans, en þar náðist í
allar konurnar fimm. Ráðherrarnir voru
nokkuð erfiðir viðfangs en þó náðist í þá
Eið Guðnason umhverfisráðherra, Sighvat
Björgvinsson heilbrigðisráðherra, Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra og Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra. Mikið var reynt
til að ná í forsætisráðherrann, Davíð
Oddsson, þar sem vitað er að hann er
mikill áhugamaður um tónlist, en hann
var háll sem áll og rann PRESSUNNI úr
greipum.___________________________________
Guðrún Kristjdnsdóttir, Telma L. Tómasson,
Bergljór Friðriksdóttir.