Pressan


Pressan - 10.09.1992, Qupperneq 30

Pressan - 10.09.1992, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 smáa letrið T Það er löngu þekkt staðreynd að íslendingar eru bölvaðir fasistar inn við beinið. Þeir sem efast um það geta hlustað á þjóðarsálina. Reglulega leggur fólk þar til að þeir sem hafa gert eitthvað á hlut þess eða annarra verði hýddir opinberlega, settir í gapastokk eða einfaldlega skotnir. Sömu- leiðis vill fólk að allur andskot- inn verði bannaður, frjáls verð- lagning verði afnumin og stýrt að ofan, innflutningur á þeim vörum sem þaö hefur persónulega ekki efni á verði bannaður og þar frameftir götunum. Annað fasískt element í þjóðinni sem útvarpið hefur dregið fram í dagsljósið er löngunin til að njósna um ná- granna og kjafta frá ef hann gerir eitthvað af sér. í hámarki um- ferðarmenningarbyltingarinnar lá fólk í símanum hjá útvarps- stöðvunum og kjaftaöi frá Skod- anum sem gaf ekki stefnuljós, Hondunni sem fór yfir á rauð- gulu og Fordinum sem vék ekki nógsamlega fyrir grey hjólreiða- manninum. Þegar umferðar- menningarbyltingin hefur hjaðn- að (ef til vill gerðu hraðahindran- ir með tuttugu metra millibili hana óþarfa) hefur fólk einbeitt sér að því að kjafta frá þjónum sem báðust ekki afsökunar þegar þeir helltu kaffi yfir gestinn, kassadömum sem gáfu ekki af- slátt eftir að hafa verið staðnar að því að gefa vitlaust til baka og svo framvegis. En hvergi má greinilegar finna fasíska taug þjóðarinnar en í hús- reglum í fjölbýlishúsum. Ef fólk færi eftir þeim í einu og öllu væru þessi hús í raun óíbúóar- hæf. Það má ekki heyrast múkk eftir klukkan tíu á kvöldin og ef fólk vill halda upp á sextugsaf- mæli sitt þarf það að sækja um þaó til nágranna sinna. Börn mega ekki hlæja á göngum og stigum. Bannað er að hengja þvott út á snúrur nema milli klukkan tíu og fjögur (ef þvottur á að ná að þorna á þessu tímabili þarf tólf vindstig og átján stiga hita). Svona má lengi telja. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á að fara í einhverja blokk og lesa reglurnar. Þær eru yfirleitt það fyrsta sem blasir við gestum þegar þeir ganga inn. Það er auðvelt að gera sér í hug- arlund hvernig svona reglur verða til. íbúarnir setjast niður til að smíða reglur og taka hlutverk sitt alvarlega. Þeir rembast við að búa til reglur um allt og ekkert. Þeg. r upp er staðið eru komnir þrjátíu og sex tölusettir liðir á blað sem ná yfir allt sem ein- hvern tímann hefur farið í taug- arnar á sérhverjum íbúa hússins. Það er nóg að einhver segi að honum leiðist þegar fólk er að þvo þvott frameftir öllu kvöldi — þá er það bannað. Ef einhver segir að börnin leiki sér í lyftunni — þá er þeim bannað það. Og niðri við Austurvöll sitja 63 atvinnuhúsfélagsfundarmenn og rembast við að hugsa um eitt- hvaö sem hollt væri að banna. MORGUNBLAÐIÐ/REUTER sniilingurmn v< Kasparov m ari segir að: tapað goðs Fischer f'o tefla í Svarí Fni bamsí |smeist- Ihöfuxn n þegar fturað jlalandi. ri hefur sig uiulír anna manna v lög. Hða er h kannski ölóður ■■ Bobby Fischer er ekki bara skákmaður. Hann er þjóðsaga í lifanda lífi. Og kannski er hann fremsti skákmaður sögunnar, að minnsta kosti er það skoðun hans sjálfs. Skákferill hans er stuttur, en afburða glæsilegur. Hann varð stórmeistari fimmtán ára, slíkt hefur enginn leikið eftir nema ungversk yngismær, Judith Polg- ar. Síðustu fimm árin áður en hann háði einvígið við Boris Spas- skí í Laugardalshöll er hinn mikli veldistími Fischers. Þá tefldi hann 201 skák, tapaði aðeins átta, gerði 59 jafntefli, en vann 134. Þó stóð hann ekki í minni stórræðum en einvígjum við helstu skákmenn samtíðarinnar: Spasskí, Bent Lar- sen og Tigran Petrosian. Samt byggist frægð hans ekki nema á 700 skákum í allt. Það þykir ekki mikið. Robert James Fischer er fæddur í Chicago 9. mars 1943 og er því 49 ára að aldri. Foreldrar hans voru flóttamenn frá Þýskalandi nasismans. Móðir hans, Regina, var vissulega gyðingur, líklega rann líka gyðingablóð í æðum föður hans. Foreldrar Bobbys skildu þegar hann var tveggja ára og hann varð effir hjá móður sinni og systur, sem er fimm árum eldri en hann. Bobby var ekki beinlínis undra- barn, en bætti það upp með mik- illi ástundun og einbeitingu. Og hann þoldi ekki að tapa. Það fór fjótlega að verða ljóst að í Banda- ríkjunum stóðust honum fáir snúning. Aðeins fjórtán ára sigr- aði hann á meistaramóti Banda- ríkjanna með talsverðum yfir- burðum. Hann öðlaðist rétt til að tefla á millisvæðamótinu í Port- oroz 1958 þar sem sterkustu skák- menn í heimi tefldu um sex sæti á áskorendamóti. Fischer var kok- hraustur, þótt hann væri aðeins fimmtán ára. Við vantrúaða blaðamenn sagði hann: „Ég get gert jafntefli við stór- meistarana og svo eru þarna nokkrir aumingjar sem ég vinn léttilega!“ Og það gekk eftir. Fischer varð í 5.-6. sæti ásamt Friðriki Ólafssyni og varð stórmeistari. Hann vann sér líka rétt til að tefla á áskor- endamótinu, en þegar þangað kom hafði hann ekkert í Sovét- mennina Tal, Petrosjan, Smyrslov og Keres að gera. Ekki enn. UNGUR ÁSTMÖGUR SKÁK- LISTARINNAR Það er um þetta leyti að menn fara fyrst að gera sér grein fyrir því hversu sérlundaður Bandaríkja- maðurinn ungi var. Hann fór í bullandi uppreisn gegn móður sinni, sem fram að þessu hafði stutt við bakið á honum. Hann svaraði ekki símtölum frá henni, tók að búa á hótelherbergjum og hætti að sækja skóla — þótti það vita þýðingarlaust. Síðan þá hefur hann talað af fullri fyrirlitningu um móður sína, gyð- ingaþjóðina sem þau eru komin af og reyndar flestallar konur. Ulugi Jökulsson blaðamaður, sem hefur skrifað mikið um skákmeistara og framferði þeirra, segir í útvarps- þætti um Fischer: „Hann fann brátt að skákin átti svo vel við hann, hún klæddi ómótaðan og ugglaust óöruggan persónuleika hans svo vel að hún varð eins og hluti af honum sjálf- um, hún varð hann og hann kenndi sjálfum sér að fýrirlíta venjulega dauðlega menn sem voru ekki í jafnnánum tengslum við skákgyðjuna og hann þóttist vera. Hann varð ástmögur skák- listarinnar og enginn mátti kom- ast milli hans og hennar. Þeim mönnum sem gerðust svo djarfir að reyna þurfti að sigrast á, beygja þá í duftið, sýna þeim bver væri sterkastur. RÚSSARNIR SVINDLA! Um og upp úr 1960 var ljóst að í skákheiminum voru tvö stórlið. Annars vegar Sovétmennirnir, dyggilega studdir af valdamönn- um, hins vegar Fischer sem reri einn. Árið 1962 sigraði Fischer á millisvæðamóti í Stokkhólmi og komst aftur á áskorendamót. Hann var fullur sigurvissu. En þegar á hólminn kom reyndust Rússamir honum sterkari. Fischer varð í fjórða sæti, á eftir Petrosjan, Geller og Keres. Bandaríkjamað- urinn, sem enn var ekki tvítugur, gekk af göflunum. Hann sakaði kommana um svindl. Þeir hefðu gert þægileg jafntefli milli sín, en beitt sér af öllum kröftum gegn honum. Þeir gerðu jafhtefli, hann tefldi alltaf til sigurs. Fischer fór í fýlu og ætlaði ekki framar að vera peð í samsæri Sov- étmanna um þennan einskis verða heimsmeistaratitil. Hann lokaði sig af og tefldi ekki nema heima í Bandaríkjunum, eða eins og Illugi Jökulsson segir í áður- nefndum útvarpsþætti: „Fischer fór þá algengu leið hæfileikaríkra og ófélagslyndra einfara að gera í rauninni hvað- eina til að auka einangmn sína og sérstöðu, beinlínis í þeim tilgangi að efla andstöðuna gegn sér, slá um sig hring hvæsandi fjand- manna, í huga sér, ef ekki í alvöru, svo það var sama hvert hann lagði sínu andlega sverði, alls staðar varð andstæðingur fýrir. ÓVINUR í HVERJU HORNI Fischer sá semsagt óvini út um allt, en mestur andstæðingur var þó sovéski skákskólinn. En auð- vitað var hann að mörgu leyti verstur óvinur sjálfs sín og í flóknu sálarlífi hans toguðust á taumlaus metnaðargimi, óbilandi sjálfstraust og móðgunargirni sem stappaði nærri ofsóknarbijálæði. Hann tefldi lítt á mótum og það var ekki fyrr en 1967 að hann fór að mjaka sér aftur í átt að heims- meistaratitlinum. En þá varð hann aftur móðgaður og dró sig í hlé. En í áskorendaatlögunni sem hófst 1970 dró hann ekki af sér. Hann tefldi einvígi við Rússann Mark Taimanov og vann 6-0. Bent Larsen skildi hann eftir í sár- um eftir 6-0-sigur. Þá var næstur jafntefliskóngurinn Petrosjan, fyrrverandi heimsmeistari. Fi- scher vann fyrstu tvær skákirnar og hafði þá unnið 20 skákir í röð gegn sterkum stórmeisturum, sem líklega er einstætt afrek. Svo kom smábakslag, en að lokum vann Fischer Armeníumanninn 61/2-2 1/2. REYKJAVÍK1972 Nú stóð ekkert í vegi Fischers lengur nema heimsmeistarinn Boris Spasskí. Áður en kom til einvígis þeirra í Laugardalshöll 1970 hafði Fischer aldrei unnið Spasskí og reyndar hafði hann hrósað Rússanum og talið hann með tíu bestu skákmönnum allra tíma. f aðra röndina var einvígið glæsilegt sjónarspil, í hina röndina var það hálfgerður skrípaleikur. Það var eins og stórveldin tvö væru að mætast í eigin persónu; Spasskí var eins konar fangi sov- ésku skákvélarinnar og leið illa, Fischer fór hamförum og gerði ótrúlegustu kröfur. Hann hótaði hvað eftir annað að taka ekki þátt. Hann gat ekki fellt sig við skák- borðið og heimtaði að því yrði breytt, hann vildi fá sundlaug undir sjálfan sig, hann leyfði kvik- myndatökur en bannaði þær svo vegna suðsins í vélunum. Allt var látið eftir Fischer, Spasskí, sjálfur heimsmeistarinn, lenti ósjálfrátt í aukahlutverki — rétt eins og hann gegnir nú í Svartfjallalandi. Fischer tapaði reyndar fyrstu skákinni. Hann lét ekki sjá sig í annarri skákinni. Staðan var 2-0 Spasskí í viL En hann komst held- ur ekki lengra. Þriðja skákin var tefld í bakherbergi að kröfu Fi- schers, hana vann hann með til- þrifum. Og eftir fimmtu skákina kom í ljós að Spasskí var ekki nema skugginn af sjálfum sér. Fi- scher bryddaði á nýjungum, tefldi áreynslulítið og af hugmynda- auðgi, nýtti sér frumkvæði og átti í engum vandræðum með að ein- beita sér. Spasskí tefldi linkulega, þorði ekki að taka áhættu og lék af sér reglulega. Fischer var semsagt í miklum sigurham; síðar skrifaði Anatolí Karpov heimsmeistari að mikill hamagangur sem gjarnan var í kringum Fischer hafi haft slæm áhrif á andstæðinga hans. Hann hafi einfaldlega komið því til leið- ar að þeir tefldu oft undir getu, slík voru lætin og sigurviljinn. Líklega er nokkuð til í því. Bobby Fischer stóð uppi krýnd- ur og óumdeildur heimsmeistari eftir einvígið. Spasskí var svín- beygður og hefur augljóslega og að eigin sögn ekki verið samur maður eftir. Fischer hætti að tefla opinberlega. HEIMSMEISTARATITLI GLATAÐ Að loknu einvíginu var Fischer hróðugur og sagði þetta mikil- vægan sigur yfir Rússunum, sem hefðu notað titilinn í áróðurs- skyni. Vísast var hann að þóknast blaðamönnum og löndum sínum sem heima sátu — því auðvitað var þetta persónulegur sigur hans, sem hann hafði unnið af eigin rammleik. Hann sagðist líka ætla að fara að uppgötva konur. En það kom fljótt í ljós að stórlæti hans fyrirmunaði honum að hegða sér eins og venjulegur heimsmeistari. Hann hætti að tefla á mótum, taldi það leiðinlega tímasóun, og fór að gera enn ein- strengingslegri kröfur en áður. Það voru þessi skilyrði hans sem ollu því að heimsmeistaratit- illinn gekk honum úr greipum 1975. Fischer sendi Max Euwe, forseta FIDE, bréf þar sem hann afsalaði sér titlinum. Á milli lín- anna töldu menn sig lesa að hann áliti sig heimsmeistara samt sem áður; nýskeð hefur fengist stað- festing á þvf. Karpov var krýndur heimsmeistari. Fischer kallaði FI- DE „bófaflokk“. f áðurnefndum útvarpsþætti segir Illugi Jökulsson um þessa at- burði: „Skákin var svo sannarlega allt líf hans, öll tilvera hans snerist um skák og hann hafði alla ævina barist til að ná valdi á þessari flóknu list. Hann hafði agað og skólað sína eigin óstýrilátu hæfi- leika miskunnarlaust og hann hafði sigrast um síðir á ofurvaldi sovéska skákskólans. Hann var sterkasti skákmaður heims, ef til vill sterkasti skákmaður sögunn- ar, heimsmeistari. Fischer hlaut að h'ta svo á að heimsmeistaratit- illinn væri hérumbil persónuleg eign hans, hluti af persónu hans og sál og aðrir hefðu engan rétt til að ráðskast með það undir hvaða skilmálum hann legði sálu sína að veði er verja skyldi titilinn dýr- mæta.“ GOÐSÖGNIN MAGNAST Á 19. öld kom bandaríski skák- snillingurinn Paul Morphy til Evr- ópu, lagði alla skákmeistara að velli, fór aftur heim og tefldi ekki ffarnar. Fischer hefur alla tíð dáð þessa rómantísku og ævintýralegu persónu og lengi vel leit út fyrir að þessi yrðu líka örlög hans. Svo verður greinilega ekki effir einvíg- ið umdeilda í Sveti Stefan, enda segir sjálfur Kasparov heims- meistari að aðdáendur Fischers séu búnir að tapa goðsögninni um hann. En goðsögnin lifði góðu lífi þau tuttugu ár sem Fischer tefldi ekki og sást varla á almannafæri. Við og við bárust fréttir um að hann hefði teflt leynileg æfingaeinvígi, vísast vóru þær ósannar. Peninga- menn báru í hann víurnar og vildu fá hann til að tefla, en Fi- scher lét sér fátt um finnast. Það var ljóst að hann ræddi annað veifið við Spasskí, en einkennileg vinátta tókst með þeim eftir ein- vígið — kannski af því þeir skildu báðir einsemdina sem því fýlgdi. Það fréttist að hann væri með- limur í sértrúarsöfnuði, sem jafn- vel biði heimsendis. Og 1981 komst hann í fféttimar, fúlskeggj- aður og nær óþekkjanlegur, þegar Iögregla í Pasadena í Kaliforníu handtók hann fyrir misskilning, hélt hann vera bankaræningja. Fi- scher varð svo mikið um þessa „niðurlægingu“ að hann skriaði bækling þar sem hann lýsti pynt- ingunum sem hann sætti af hendi lögreglunnar og hélt því fram að gerðar hefðu verið tilraunir til að heilaþvo sig. Margir töldu að Fi- scher væri orðinn endanlega btjálaður. Og kannski er hann það, að minnsta kosti að vissu leyti, þessi sköllótti, fúlskeggjaði og holdugi miðaldra maður, sem ákvað að snúa aftur og valdi til þess hring- iðu mesta ófriðar sem geisað hef- ur í Evrópu í næstum fimmtíu ár. Með því býður hann heiminum enn einu sinni birginn, rétt eins og serbneskir gestgjafar hans — menn eru spenntir yfir þessum at- burðum, en fæstir tiltakanlega hrifnir. Til þess hafa Serbar of margt á samviskunni. Og hann, sem verður að teljast gyðingur sjálfur, leggur enn sömu fæð á gyðinga og forðum — eða eins og Illugi Jökulsson segir í út- varpsþættinum sem áður hefur verið vitnað í: „Slíkt og þvílíkt bendir náttúr- lega umfram allt til þess hversu ákveðinn Fischer er í að afneita uppruna sínum, móður sinni og þjóð sinni, til að leggja á það áherslu að hann standi einn, óstuddur og umfram allt almátt- ugur.“ Bobb ogg

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.