Pressan - 10.09.1992, Page 33
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 10. SEPTEMBER 1992
33
Um þessar mundir er hálföld
f $ jm siðan hinn ástsæli drykkur
4L j gá^jH ÉæJml m fok Coca Cola byrjaði að renna
@2. íl Æá niður i maga landsmanna.
I Það var Bandarikjamaðurinn
Dr. John Styth Pemberton
apótekari sem hófað laga
\ sírópið sem Coca Cola er
blandað úr en sagt er að það
hafi hann gert í látúnspotti
bak við hús sitt seint á ni-
tjándu öldinni. Þetta glundur
seldi hann í apóteki þar nærri
en ekki er vitað hvort kol-
sýrðu vatni var bætt út í af
slysni eða ásetningi. Hvað sem
þvi líðurþá hitti hann á töfra-
formúlu sem lagði undir sig
heiminn í bókstaflegum skiln-
ingi.
Á upphafsárum innflutnings
hér á landi fannst mörgum
: sem þeir hefðu himin hönd-
um tekið erþeirfengu dísætt
| kókið í flösku og drykkurinn
breytti tilverunni þar sem
hann gafinnsýn inn í neyslu-
heim hinna þróaðri hluta
heims. I byrjun varýmsum vand-
kvæðum bundið að hefja framleiðslu vegna heimsstyrjald-
arinnar en á árunum á eftir jókst hún jafnt og þétt og nú,
fimmtiu árum síðar, státum við íslendingar afþviað vera
meðal þeirra þjóða heims sem hvað dugmestar eru við að
innbyrða gosdrykki.
Itilefni afafmælinu hyggst Vífilfell efna til mikillar tónlistar-
veislu í verksmiðjuhúsi sinu á laugardagskvöld en þarkoma
fram Sálin hans Jóns mins, Síðan skein sól, Bubbi Morthens,
Todmobile, Jet Black Joe, 1000 andlit, Kolrassa Krókríðandi,
KK, Pís ofkeik og Júpíters. Hátíð fer einnig fram að deginum
til og verður Brúðuleikhúsið á ferðinni við Kringluna en auk
þess Bubbi, KK og Baldur Brjáns töframaður, sem hyggst
hluta menn í sundur.
ínsælustu
póstkortin
Enginn fer til útlanda án þess
að senda að minnsta kosti eitt
póstkort heim, með stuttri lýsingu
í skeytastíl á því helsta sem fyrir
augu ber — veðrinu, fólkinu og
landslaginu. Erlendir túristar sem
sækja lsland heim virðast vera
býsna duglegir við að skrifa vin-
um og ættingjum og hefúr skapast
hálfgerð hefð fyrir því hvaða póst-
kort eru helst send yfir hafið.
o
Skemmtistaðurinn Tunglið
verður opnaður enn á ný um helg-
ina, glæsilegri en nokkru sinni.
Það vantar svo sannarlega
skemmtistað sem vit er í í miðbæ-
inn en ósjálffátt kemur upp í hug-
ann sú hugsun hvort menn séu
orðnir brjálaðir með þessu ffarn-
taki, hefur ekki staðurinn siglt í
strand nokkrum sinnum nú þeg-
ar?
„Við erum vanir að láta verkin
tala og höfum mikla reynslu í
rekstri sem þessum,“ segir Skúli
Mogensen, en hann mun ásamt
Björóglfi Thor Björgólfssyni reka
staðinn. „Við rákum Borgina tvö
sumur og Björgólfur sá um Ing-
ólfscafé. Nú höfum við ákveðið að
gera þetta í eigin nafni og við er-
Tunglið opnað á ný, að sögn rekstraraðila glaesilegra en nokkru
sinni fyrr. Þeir Skúli og Björgólfur eru vanir að láta verkin tala og
skeyta því engu þótt staðurinn hafi rúllað nokkrum sinnum.
umfuUirafkraftiogsannfæringu. neðri hæðinni verður stiginn
Þetta er besta hús í bænum undir
skemmtanahald en það hefur
strandað á því að rangir aðilar
hafa staðið að rekstrinum."
Smiðir hafa lagt nótt við dag í
vinnu og útkoman er endurbætt
Tungl í anda stríðsáranna, með
viðeigandi húsgögnum, munum
og myndverkum. Það verður hægt
að sitja í rólegri „Cotton Club“-
stemmningu á efri hæðinni en á
dans. Rekstur kjallarans er í hönd-
um Rósenberg-manna. Meiningin
er að hafa góða dyragæslu og
strangt eftirlit verður með 20 ára
aldurstakmarki. Fólki undir þeim
aldri verður því vikið úr röðinni
strax svo það sé ekki fyrir þeim
sem rétthærri eru. Að lokum má
geta þess að Skúli og Björgólfur
heita því að ekki verði lengri en tíu
mínútna bið í röð fram að hús-
fylli...
f Rammagerðinni rammís-
lensku, sem allir ferðamenn eiga
erindi í, hefur póstkortið the Pearl
með stórri mynd af Perlunni verið
eitt alvinsælasta kortið í sumar og
greinilegt að byggingin umdeilda
hefur mikið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn. Annað kort, geysivin-
sælt, er The amazing Blue Lago-
on - A Pool with Power og sýnir
það sældarlegt fólk svamlandi í
Bláa lóninu á sólríkum degi. Svo
eru það tvö klassísk sem alltaf eru
jafnvinsæl. Annað sýnir sjálfan
Geysi í miklum ham og hitt Gull-
foss í öllu sínu veldi og hefur
reyndar verið svo mikil ásókn í
það síðarnefnda að það er nú
uppselt í Rammagerðinni.
Fyrst verið er að fjalla um póst-
kort á annað borð er ekki hægt að
láta hjá líða að geta þeirra korta
sem hvað lengst líf eiga að baki.
Ber þar fýrst að nefna hið heims-
fræga kort Icelandic Sheep sem
sýnir íslensku sauðkindina í mikl-
um vígahug uppi á þúfu. Kortið er
ekki síst vinsælt meðal fslendinga,
enda fmnst mörgum sauðkindin
vera það besta sem völ er á þegar
sýna þarf vinum í útlöndum hlý-
hug. Þá er það kortið tvískipta
með mynd af hrossum í haga og
rolluskjátum í rekstri, með áletr-
uninni Með beztu kveðju frá Is-
landi, sem er enn í góðu gildi
enda þótt löngu sé búið að fella
zetuna úr íslenskri tungu. Og svo
er það loks hið þjóðlega kort
Kveðjur frá Árbœjarsafninu sem
sýnir unga snót ásamt tveimur
stúlkubörnum í peysufötum, en
samkvæmt lauslegum útreikning-
um ættu þær nú að vera komnar á
miðjan aldur.
Bókmenntaunnendur byrja að
diskútera á mánudaginn, halda
áfram fram á laugardag og
fljúga sjálfsagt hátt.
Bókmennta-
hátíð að byrja
Bókmenntahátíð hefst í Reykja-
vík á sunnudaginn. Hún verður
sett í Norræna húsinu á sunnu-
daginn klukkan 17 og þar tala
Lars-Áke Engblom, forstjóri Nor-
ræna hússins, Thor Vilhjálmsson,
Daninn Klaus Rifbjerg og Ólafur
G. Einarsson menntamálaráð-
herra og Vigdís Finnbogadóttir
forseti. Reykjavíkurtríóið spilar.
Svo byija menn að lesa upp og
diskútera á mánudeginum og
hætta ekki fyrr en á laugardag.
Flest kvöld og í hádeginu verða
rithöfundakynningar eða fýrir-
lestrar í Norræna húsi eða Tjarn-
arsal Ráðhússins. Svo eru líka um-
ræður á svokölluðum skrifstofu-
tíma um efhi á borð við skáldskap
og sagnfræði, dauða módemism-
ans, barna- og fullorðinsbækur,
norrænar bókmenntir og heims-
bókmenntir. Þótt hinn vinnandi
lýður komist varla verður sjálfsagt
krökkt af háskólastúdentum þessi
síðdegi.
Gestimir á þessari bókmennta-
hátíð em varla jafrifrægir og síðast
þegar komu hingað snillingar á
borð við Gabriel Garcia Marquez,
Isabellu Allende og Kurt Von-
negut. En þó er von á mörgum
ágætishöfundum: Anne Cath.
Vestly frá Noregi er án efa sá sem
er víðlesnastur á íslandi, hún er
höfundur bókanna um Óla Alex-
ander. Klaus Rifbjerg er hvað
þekktastur núlifandi danskra rit-
höfunda, en Christoph Ransmayr
er Austurríkismaður sem skrifaði
skrítna bók um skáldið Óvídus
sem kom út á íslensku. Á íslensku
kemur líka senn út bók eftir
Frakkann Pascal Quignard, Allir
heimsins morgnar, sem þekkt
kvikmynd var gerð eftir. Hann er
gestur hátíðarinnar og líka
Þjóðverjinn Hans Magnus
Enzensberger sem eitt
sinn var róttækur
samfélagskrítíker og
er kannski enn. Frá
Englandi kemur svo
Martin Amis sem er
með frægari rithöfund-
um og blaðamönnum
af yngri kynslóð, um-
deildur maður sem er
ekki mjög vinsæll hjá
femínistum.
MÆLUM
MEÐ
Karlfatafelluflokkum í anda
Chippendales
til að skemmta á íslenskum
öldurhúsum. Þetta er flokkur
fimmtán íturvaxinna karlmanna
sem slegið hafa í gegn í Evrópu að
undanförnu og mættu gjarna hafa
viðkomu á íslandi.
Nýju samskiptamunstri
kynjanna
þar sem eðlilegt þykir að ganga
að honum eða henni og segja
„mér Iíst vel á þig og ég sé að þér
líst vel á mig. Gerum eitthvað íðí.“
Að látbragðsleikur ástarinn-
ar verði telann til kennslu í
grunnskólum landsins
því það eru alltaf allir að mis-
skilja alla.
Að bandaríski eðalísinn
Hágen-daaz verði seldur hér á
landi
enginn annar ís jafnast á við
hann og það er orðið fr ekar þreyt-
andi að þurfa alltaf að fljúga til
New York eða Evrópu til að kom-
ast í hann.
IIMINII
að vera með köku í ofninum og
kveikt ljós þegar verið er að reyna
að selja eða leigja íbúð. Rann-
sóknir hafa leitt í ljós að þeir sem
það gera selja íbúðina fýrr og hinir
sem eru að reyna að leigja geta
leigt íbúðina á uppsprengdu verði
gjöri þeir slíkt hið sama. Ilmandi
kökulykt gerir að verkum að
íbúðin verður heimilislegri og log-
andi ljós stækka íbúðina.
„Show“ í anda Ólafs Laufdal
þar sem fram fer djassdanssýning
og söngdagskrá með Rósu Ing-
ólfsdóttur, sem einnig sýnir und-
irföt, eru löngu úti þrátt fyrir að
menn haldi enn í þá von að slíkar
uppákomur trekki. Að ekki sé tal-
að um þar sem dans- og söngva-
sýning úr kvikmyndum MGM frá
áratugnum ’40 til ’50 fer fram. Það
fer um mann hrollur þegar
minnst er á slíkar uppákomur. Sú
kynslóð sem nú heldur til á
skemmtistöðum bæjarins er mun
villtari en sú kynslóð sem endaði
föstudags- og laugardagskvöldin
fýrst í Hollywood, síðan í Broad-
way og svo á Hótel fs-
landi. Samfara
gjaldþroti Ólafs
Laufdal varð
sjóbissnessinn
í anda hans
i einnig gjald-
þrota. Það
tekur óra-
f langan tíma
að kóma sér
upp úr gjald-
þroti og á það
jafnt við um
stefnur sem
^ menn.
|» ú
K E M S T
EKKI I G E G N U M
V I K U N A
... nema þú gætir aðhalds í fjármálum
án Uess að eiga góðan gallajakka
, án þess að borða nóg af tómötum
... nemaþú eýjirsómajfj
samíegt ftáísmen
... áii |)oss að ffróð-
urselja tré í Vina-
skógi
Mikið gasalega erþetta lekker maður, þessi Haraldur
Noregskóngur. Ég rakst á hann ágöngu um miðbœinn
á þriðjudaginn oggetsvarið fyrirað hann sendi mér
augnatillit sem hefði mátt misskilja á hvaða vegsem
var. Miðað viðþœrfréttirsem maðurfœrafkóngafólk-
inuþessa dagana getur maður ekki ímyndað sérhvað
kóngurinn varað meina.