Pressan - 10.09.1992, Síða 40
XT að ætlar ekki af Hallgrími Marin-
óssyni verslunarmanni að ganga. Sem
kunnugt er lenti hann í miklum hremm-
jingum síðasta vetur eft-
■ir bruna á veitinga-
staðnum Klúbbnum,
sem hann þá rak. I kjöl-
far gæsluvarðhaldsvist-
ar Hallgríms ákvað
hann að fara í málaferli,
sem ekki er fengin nið-
urstaða í. Nú hefur verið farið fram á
nauðungaruppboð á eign hans á Draga-
vegi og er kröfuhafalistinn langur. Þar á
meðal má fmna Gjaldheimtuna, Lands-
bankann, Kaupþing og íslandsbanka...
ng íslensk kona, sem býr og starfar
hér á landi, mun nýskeð hafa unnið stór-
an vinning í bandarísku lottói. Ekki er vit-
að hversu mikil fjárhæðin er, en um um-
talsverða peninga er að ræða, enda eru
vinningar í lottóum vestanhafs margfaldir
á við það sem tíðkast hér í fámenninu.
Eftir því sem PRESSAN kemst næst skipt-
ir upphæðin mörgum milljónum ef ekki
tugum milljóna. Hins vegar mun ekki víst
að konan geti fengið peningana afhenta
með skilum, það getur orðið henni fjötur
um fót að hún er ekki bandarískur ríkis-
borgari. Munu lögfræðingar vera að
skoða málið...
F
-I- yrir skömmu var farið fram á upp-
boð á gamla vitaskipinu Árvakri, sem nú
heitir reyndar Hvanneyri. Það er í eigu
Dráttarskipa hf. sem rekið er af Jóhann-
esi Lárussyni. Bæði skipið og rekstrar-
fyrirtækið hafa reyndar gengið í gegnum
hinar fjölbreytilegustu nafnbreytingar á
undanfomum árum...
Á,
. morgun kynnir Magnús Jóhann-
esson, aðstoðarmaður umvhverfisráð-
herra, loks opinberlega fyrstu niðurstöður
umfangsmestu meng-
unarmælinga sem hafa
farið ffarn í sjónum við
ísland. Mælingarnar
ná meðal annars til
þrávirkra efna, klór-
sambanda og geisla-
virkra efna, en þetta er
í fyrsta sinn að gerðar em mælingar sem
eru fyllilega sambærilegar við erlendar
rannsóknir. Fyrst stóð tfl að birta niður-
stöðumar snemma í vor, í apríl eða maí,
en af einhverjum ástæðum hefur það
dregist. Margir bíða spenntir eftir því að
vita hversu mengaður sjórinn kringum
landið er...
17"
X Xjeppan gerir vart við sig á ólíkleg-
ustu stöðum. Nemar í tölvunarfræði hafa
haldið veglega tölvusýningu á hverju ári
^ANDI FERSKT OG °°
og notað afraksturinn til að fjármagna
ýmiss konar starfsemi á sínum vegum.
Það verður ekkert af slíkri sýningu í ár.
Ástæðan? Tölvufyrirtækin virðast ekki
hafa efni á að borga þátttökugjaldið...
T>
jL-^otnbaráttuleikjunum tveimur, milli
ÍBV og KA og Breiðabliks og Víkings, hef-
ur verið frestað um tvær Idukkustundir.
Þeir hefjast klukkan fjögur á laugardaginn
en ekki klukkan tvö eins og þeir áttu upp-
haflega að gera. Ástæðan er sú að klukkan
tvö á laugardag verður útför Friðriks Jes-
sonar gerð í Vestmannaeyjum, en Friðrik
var mikill íþróttafrömuður. Vegna stöð-
unnar í defldinni er ekki hægt að fresta
bara leik ÍBV og KA, úrslitin í leikjunum
munu ráða hvaða lið falla í aðra deild.
Fari svo að ekki verði flugfært til Eyja á
laugardag verða báðir leikirnir færðir til
sunnudags af sömu ástæðu...
^ranifærslu
L Æ III
[ i tengsium \ MÐ LÍN
j 1 Lft 1
J