Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 E R L E N T Kohl gjarnan þegar hann heldur ræður um nauðsyn þess að efla samruna Evrópuþjóða. Honum er mjög annt um framgang Þýska- lands, en samt er heit þjóðernis- stefna eitur í beinum hans. Og honum er meinilla við landamæri. Evrópusameiningin er hin hug- sjón Kohls. Hann lítur á það sem hlutverk sitt að tryggja stöðug- leika í Evrópu. En þarna hefur hann að vissu leyti komist í úlfa- kreppu. Margir efast um að hægt sé að samrýma sterkt sameinað Þýskaland og sterka sameinaða Evrópu. En Kohl vill ekki Þýska- land sem vex Evrópu yfir höfuð. Honum virðist hafa verið full al- vara þegar hann og vinur hans Mitterrand efndu til hátíðlegrar skrautsýningar í Verdun í Frakk- landi 1984.1 Verdun var háð ein- hver mannskæðasta orrusta milli Frakka og Þjóðverja í íýrri heims- styrjöld. Þar leiddust þeir um, þjóðarleiðtogarnir, og sögðu hátt og snjallt: „Evrópa er sameiginlegt föðurland okkar.“ ENGIN SIGURHÁTÍÐ Það verður varla nein sigurhá- tíð hjá Kohl eða flokksmönnum hans á tíu ára veldisafmælinu. Evrópudraumarnir eru upp í loft. Vináttan við Frakka heldur enn, en sambandið við Breta hefur kólnað til muna. Heimaíýrir ríkir mesta efnahags- og stjórnmála- kreppa síðan á árunum eftir heimsstyrjöldina. Vestur-Þýska- land var lengstum vingjarnlegt og notalegt ríki, þar virtist hófstilling alls staðar í fyrirrúmi. Sameinað Þýskaland virðist ætla að verða miklu íyrirferðarmeira, óviðráð- anlegra og kannski dólgslegra. Flóttamenn streyma að og fá slæmar móttökur. Nýnasistar vaða uppi. Ríkið safhar skuldum til að fjármagna sameininguna. Verðbólga er farin að gera vart við sig, en hana óttast Þjóðverjar eins og pestina. Kosningar eru næst 1994. Flest bendir til þess að þá tapi kristilegir demókratar stórt. Líldega standa sósíaldemókratar í stað, en stjóm- arflokkur Frjálsra demókrata bæt- ir ögn við sig. Þá gætu verið tveir möguleikar í stöðunni: Að mynda stjóm sósíaldemókrata og ffjálsra demókrata ellegar stóra sam- steypustjórn kristilegra demó- krata og sósíaldemókrata. I hvor- ugu tilvikinu virðist pláss fyrir Helmut Kohl. En það hefur hins vegar aldrei borgað sig að van- meta hann. POLITIKEN Endurbœtur hjá SÞ Nú þegar kalda stríðinu er lokið hafa Sameinuðu þjóðirnar að miklu leyti farið að gegna þvf hlutverki sem þeim var ætlað í upphafi. En jafn- framt hafa vandamál SÞ orðið auðsærri. Ný verkefhi á sviði friðargæslu og mannúðarmála hafa reynt mjög á þanþol stofnunarinnar, ekki síst fjárhagslega. Þrátt fýrir að áhugi Bandaríkjamanna á SÞ hafi vaxið til muna em þarlendir ennþá sú þjóð sem skuldar SÞ mest fé. Og Rússar, sem skulda næstmest, hafa enga möguleika á að greiða skuld sína við stofnunina. Fyrst og ffernst er það Öryggisráðið sem hefur fengið stærra hlutverk. En um leið vakna spurningar um það hvernig ráðið er samansett. Það speglar ástandið í heiminum í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, ekki ver- öldina eins og hún er í dag. Við upphaf Allsheijarþingsins ýjaði utanrík- isráðherra Japans að því að Japanir vildu fá fast sæti í ráðinu. Af því leiddi að þýski utanríkisráðherrann bar í fýrsta sinn upp svipaða ósk fyr- ir hönd Þýskalands. Það þýðir að Þýskaland hefur gefið upp á bátinn hugmyndir um að Frakkar og Bretar fórni sætum sínum, en í staðinn sitji þar fulltrúar frá Evrópubandalaginu. En fleiri lönd vilja komast að: Brasilía, Egyptaland, Indland og Níger- ía. Ef fastafulltrúum fjölgar gæti líka reynst nauðsynlegt að fjölga lausum sætum í ráðinu. Þar með gæti það orðið svo stórt að það reyndist þýð- ingar- og árangurslítið. í dag, 1. október, eru liðin tíu ár frá því Helmut Kohl tók við embætti kanslara í Þýskalandi. Þremur dögum síðar verða liðin tvö ár frá sam- einingu þýsku ríkjanna. Þetta tröll af manni hef- ur lengstum verið nánast óskoraður leiðtogi í flokki sínum og meðal þjóðar sinnar. En hann hefur aldrei verið óvinsælli en nú... Sjálfur hefur Kohl sagst ætla að halda upp á daginn með því að hengja upp á skrifstofuvegginn hjá sér úrklippur úr blöðum, greinar sem hafa spáð honum falli á þessum tíu ára tíma. Kohl er orðlagður fyrir að vera lítið hrif- inn af blaðamönnum, hann ætlar semsagt að skemmta sér á kostn- að þeirra þennan tímamótadag. Og Kohl hefur svosem ýmislegt til að gleðjast yfir. Hann er búinn að tryggja sér öruggan stað í mannkynssögunni. Hann var driffjöðrin í sameiningu þýsku ríkjanna, hann átti sinn þátt í að kalda stríðinu lauk, á veldistíma hans hefur vel miðað í samruna- þróuninni í Evrópu. Hann er leið- togi 80 milljóna Þjóðverja sem byggja þriðja voldugasta ríki heims. Hann getur líka horft til baka yfir glæsilegan pólitískan feril. Hann er sonur opinbers starfs- manns, sem aðhyÚtist borgaraleg gildi og var andvígur Hitler. 1947, þegar hann var 17 ára, gekk hann í Kristilega demókrataflokkinn (CDU) í heimabæ sínum Lud- wigshafen í Rheinland-Pfalz-fýlki. Hann hefur verið flokksmaður í 46 ár og formaður flokksins í 19 ár. Samherjar hans og andstæð- ingar þykjast vita að Kohl trúi því að flokkurinn geti ekki án hans verið. Því trúði líka Konrad Ad- enauer, flokksformaður og kansl- ari, sem sat í meira en áratug. Kohl hefur alla tíð dáð Adenauer, líklega hafa þeir báðir átt þá vissu sameiginlega að þjóðin geti ekki heldur verið án þeirra. ÓBILANDISJÁLFSTRAUST Því ekki skortir Kohl sjálfs- traustið. Hann lítur stórt á sig og ætlast til að aðrir geri það líka. Að vissu leyti er það helsti styrkur hans, en kannski veikleiki líka. Hann er 193 sentímetrar á hæð, tæp 130 kíló að þyngd og notar skó númer 46. Lengi var sagt að hann væri eins og stór bangsi, en menn eru hættir því — það er nefnilega fráleitt að Kohl sé svifa- seinn eða klaufskur. Stærð og um- fang mannsins fyllir hins vegar óbreytta kjósendur trausti og trú á stöðugleika. Kohl hefur aldrei verið talinn neitt gáfumenni. Hann er ekki gefinn fyrir langar rökræður og það er vissulega ekki til neitt sem getur heitið „Kohlismi". Sjálfur hefur hann líka verið frekar mót- fallinn því að talað væri um sér- stakan „Kohltíma". Framan af ferli hans höfðu gáfumenni til- hneigingu til að draga að honum dár. Meðal annars var honum leg- ið á hálsi fýrir að vera drumbur sem skorti ímyndunarafl. Þeir eru hættir þvf, enda ljóst að maðurinn hefur einstakt pólitískt innsæi. Innsæið er helsti styrkur hans — það er sagt að afstrakt rökhugsun sé honum ekld gefin, heldur túlki hann flest yflr á mál tilfinning- anna. Hann vill gera hlutina ein- faldlega, fljótt og vafningalaust. Þannig hefur hann komið sér upp persónulegu sambandi við helstu heimsleiðtoga sem hann hringir að staðaldri í og kallar „George", „Francois“ og „John“. Vinátta hans og Gorbatsjovs var víðffæg og átti mikinn þátt í enda- lokum kalda stríðsins. Með þessu móti hefur hann leikið hlutverk sitt á alþjóðavettvangi af miklum glæsibrag. En tilfinningasemi Kohls hefur líka sínar skuggahliðar. Hann er sagður hafa fílsminni og sé svo langrækinn að hann geti varla fyr- irgefið neitt sem hann telur að hafi verið gert á sinn hlut. Hann virðist líka mjög meðvitaður núorðið um sögulegt hlutverk sitt; á nokkuð hégómlegan hátt virðist hann líta á söguna sem nokkurs konar fýlgikonu sína. TVÆR STÓRAR HUGSJÓNIR En Kohl á sér að minnsta kosti jA^íaður vikunnar Gregory Kingsley Gregory Kingsley gerði það sem mörg böm hefur dreymt um að gera, að minnsta kosti stundum — að losna við for- eldra sína. Dómari í Orlando í Flórída álcvað að dæma um- ráðaréttinn yfir þessum tólf ára dreng af móður hans og fela hann þess í stað í umsjá fóstur- foreldra. Gregory hefurþegar byrjað nýtt líf, hann heitir núna Sean Russ og þarf ekki lengur að búa hjá móður sinni, sem hann sagði bæði drykkfellda og lausláta. Sjálfur segist Greg- ory/Sean vonast til að réttar- höldin hvetji börn í Bandaríkj- unum til að leita réttar síns í því skyni að finna hamingjuna. Því er haldið fram að ef börn geti höfðað mál á hendur for- eldrum sínum muni það vera í sjálfsögðu ffamhaldi af þeim réttindum sem stjómarskrá Bandaríkjanna á að tryggja þeim. Úrskurðurinn gæti sem- sagt haft mikið fordæmisgildi. Aðrir em á þveröfugri skoðun og telja dóminn tilræði við fjöl- skylduna, en málefni hennar eru mjög í deiglunni í kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjun- um, sem nú stendur sem hæst. Þarna sé fundin háskaleg leið til að splundra fjölskyldum. En Gregory fékk sitt fram og lét ekki haggast. Á meðan á réttar- höldunum stóð sat hann og pikkaði á litla tölvu. Og þegar hann fór í vitnastúkuna lék oft- ar en ekki bros um varir hans, líkt og hann hefði gaman af þessu öllu. Gregory þarf víst ekki að kvíða framtíðinni, því einir fimmtán sjónvarpsffam- leiðendur hafa haft samband við hann og vilja gera kvik- mynd um réttarhöldin. Greg- ory hefur þegar ráðið sér lög- fræðing til að semja við Holly- wood-mennina. tíu ár . tvær stórar hugsjónir. Á sínum tíma vildi hann aldrei gefa upp vonina um að þýsku rík- in tvö yrðu sameinuð. Og dagam- ir eftir að Berlínarmúrinn féll urðu mikil sigurhátíð fýrir hann. I des- ember 1989 hylltu 100 þúsund Austur-Þjóðverjar hann í Dres- den. Kohl hélt ró sinni. Af innsæi skildi hann að þarna var tækifæri sem hann yrði að grípa á hárréttu augnabliki. Þarna skorti hann varla neitt ímyndunarafl. Hann samdi við vin sinn Gorbatsjov og það leið ekki ár áður en þýsku rík- in vom sameinuð. Kohl stóð á há- punkti ferils síns og vann sigur í kosningum. En kannski var það einmitt þarna að hið mikla sjálfstraust reyndist veikleiki Kohls. Hann vildi ekki hlusta á nöldur efa- semdamanna. Hann skoðaði mál- in ekki ofan í kjölfrin. Hann hefur aldrei verið maður smáatriða og í raun aldrei haft mikinn áhuga á efnahagsmálum heldur. Samein- ingin reyndist miklu kostnaðar- samari og erfiðari en útreikningar Kohls sögðu. Fólk hefur ekki gleymt fagurgala hans þessa daga; nú þegar orðin hafa reynst innan- tóm hefur myndast trúnaðar- brestur milli hans og kjósenda. Þegar Kohl var drengur upp- lifði hann sprengjuárásir banda- manna á Þýskaland. Eftir stríðið þurfti hann, líkt og nágrannar hans, að ganga með vegabréf til að komast yfir Rín, milli hernáms- svæða Bandaríkjamanna og Frakka. I þessa atburði vitnar Kohl í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.