Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
35
...... Gaííiano
Liquore Galliano" — hinn ólýsanlegi Gallíanó-líkjör með hitabeltis-lakkr-
iskeimnum, er um þessar mundir er mest seldi likjörinn íSvía- og Danaveldi.
Gallíanó er fjörgamall. Hann var markaðssettur fyrst árið 1896 en náði ekki
almennilegum vinsældum fyrr en fyrir fáeinum árum. Til Islands barst hann hins
vegar ekki fyrr en á vordögum og er að ná nokkrum vinsældum meðal veitinga-
húsagesta. Barþjónar hafa löngum verið hrifnir af Gallíanó, enda hefur hann
verið í nánast hverri verðlaunahanastélsblöndunni afannarri undanfarin ár.
Barþjónarnir sóttu það fast að íslendingar hæfu
~'i innflutning á honum, enda er það svo að barþjón-
ar mega einungis keppa i alþjóðlegum keppnum
með vini sem fæst i heimalandi þeirra.
Nú eru menn að uppgvöta nýja blöndu; heitt
Gallíanó-skot. Það er samsett úr tveimur sl af
Gallíanó, tveimursl afkaffi og einum slaf
léttþeyttum rjóma. Og takið eftir; þessu má
alls ekki blanda saman! Til að það megi
verða þarf nokkra lagni sem felst í að
hella kaffinu iskeið sem liggur lárétt í
glasinu eftir að líkjörnum hefur verið
komið þar fyrir.
? Að blanda slikan sjúss á veitinga-
* * !\A\ \ stað kostar heilar 82 krónur og því
ætti hæfilegt útsöluverð fyrir eitt
heitt skot að vera á bilinu 300 til
350 krónur, en ekki 550 krónur
eins og á sumum veitinga-
húsum. Gallíanó hefur
marga aðra kosti og segja
sumir að hann sé hreint
gsjgjjggii \ .jM&P ofbragð á súrmjólkina.
'
^Barrofcff
‘Rjpmance
Svo einkennilega sem það kann
að hljóma er Valur, sá sem rekur
Café Romance íyrir Herluf Clau-
sen, kominn í beina samkeppni
við sjálfan sig og jafnffamt Herluf.
Hann hefur nefnilega opnað veit-
ingastaðinn Barrokk og það að
sögn á eigin spýtur, án nokkurrar
aðstoðar Herlufs Clausen.
Barrokk er til húsa á Laugavegi,
þar sem áður var Pétursklaustur,
og er, eins og Romance, hugsað
sem athvarf fyrir þá sem vilja tala
saman án þess að drukkna í há-
vaðatónlist. Um helgar munu
fyrst um sinn skemmta þeir Ri-
chard Scobie og Hjörtur Howser.
Staðurinn er, eins og nafnið
gefur til kynna, í barrokkstíl og
þannig hannaður af listamannin-
um Cheo Cruz sem fékk til þess
ftjálsar hendur. f miðjunni er ar-
inn, líkt og á Romance, en allt um
kring íburðarmiklir sófar, borð og
stólar og á veggjunum stór bar-
rokklistaverk effir Cruz. Staðurinn
er svo íburðarmikill að þeir sem
þangað koma, hversu fagurlega
sem þeir eru skreyttir, koma til
með að falla í skuggann.
Vika er síðan staðurinn var
opnaður og að sögn Eh's Másson-
ar, sem þar starfar, hafa gestir
staðarins verið fremur vel til fara.
Hægt er að kaupa þar drykki af
ýmsum toga og mat af Trúba-
domum, sem er við hliðina á Bar-
rokk.
Staðurinn er svo íburðarmikill að þeir sem þangað koma — hversu
fagurlega skreyttir sem þeir eru — falla í skuggann.
Það verður ekki sagt annað
um Hallvrím Thorsteinsson
en hann hafi náð auknumþroska ogauknum sjarma með aldr-
inum. Á menntaskólaárum sínum ÍMT varHallgrímurþegar
farinn að dútla við skriftir ogþessi mynd var tekin árið 1976þeg-
ar skólapilturinn var við efnisöflun á vettvangi. Ekki er margt líkt
með Hallgrími hinumyngri ogHallgrími hinum eldri nema hvað
báðireru meðgleraugu ogstutti toppurinn hefurhaldið sér. Eða
sér einhversvip með mönnunum?
Hvíti víkingurinn
í sjónvarp
Hrafn Gunnlaugsson er löngu
orðinn frægur fyrir kvikmyndir
sínar og ekki síst þær sem eiga sér
rætur í fornum sögum víkinga.
Hvíti hrafninn hét sú síðasta, en
eftir henni voru einnig gerðir íjór-
ir klukkustundarlangir sjónvarps-
þættir sem nú verða teknir til sýn-
ingar í íslensku sjónvarpi og verð-
ur sá fyrsti á dagskrá næstkom-
andi sunnudag.
Hvíti víkingurinn var umdeild
mynd, eins og reyndar flestar
myndir Hrafns, og um hana tölu-
vert ritað og rætt. Sagan gerist á
þeim tímum sem fslendingar vom
heiðnir og fjallar um baráttu
þeirra við valdagráðuga konunga
sem vildu kristna bæði menn og
konur. Líkt og fyrri myndir leik-
stjórans geymir sögulegt baksvið
einnig undiröldu ástarinnar, ást
sem berst fyrir hreinleika sínum,
tryggð og trúmennsku. Myndin
segir ffá Aski, ungum manni sem
sendur er í kristniboð til fslands,
en slfk iðja var illa séð af íslend-
ingum sem kusu að viðhalda
tryggð sinni við eigin guði án af-
skipta Hvítakrists. Askur er því
hafður að háði og spotti í viðleitni
sinni en á engra kosta völ þar sem
ung og fögur eiginkona hans,
Embla, er gísl Noregskonungs
sem neitar að láta hana af hendi
fyrr en hinn ungi sveinn hefur
snúið Islendingum til trúar á hinn
kristna guð. Bæði eru Askur og
Embla peð í valdatafli konungs,
sem reynir að fá þau til að svíkja
sín innilegustu loforð við kærleik-
ann.
Hrafn tekur nokkra áhættu
með því að velja unga og óreynda
leikara í burðarhlutverk, þau
Mariu Bonnevie og Gottskálk Dag
Sigurðarson, en sjálfur segir hann:
„Eg hef kosið að nota kornunga
leikara í hlutverk Asks og Emblu
vegna þess að þeir hafa eitthvað
við sig sem flestir hafa glatað um
tvítugt... tryllta glóð í augum...
dulúðugt yfirbragð. Þeir em nægi-
lega óreyndir til að halda að allt sé
mögulegt. Um það fjallar Hvíti
víkingurinn." Leikstjórinn fer
með þessum orðum ekki fjarri
sannleikanum.
Meðal annarra sem fara með
stór hlutverk eru Egill Ólafsson,
Helgi Skúlason, Thomas
Norström, Þorsteinn Hannessson,
Bríet Héðinsdóttir og Jón
Tryggvason.
Þegar þrengir að er tímabært
að huga því hvernig komast má
hjá heimilislegu gjaldþroti. Töffa-
orðið er hrísgrjón, hrísgrjón í öll
mál er lausnin, að ekki sé talað um
þegar hægt er að komast yfir ódýr
hrísgrjón í kílóatali sem hægt er
að nota í grauta jafht sem krydd-
rétti. Gamli góði hrísgrjónagraut-
urinn stendur alltaf fyrir sínu, en í
hann má alls ekki nota rúsínur né
rjóma ef fólk ætlar virkilega að
spara. Aðeins má setja út á hann
kanilsykur og kannski örlitla
mjólk. í Kryddkofanum er hægt
að fjárfesta í 10 kílóa hrísgrjóna-
poka á 749 krónur, enn betra er að
hægt er að kaupa þar 50 kílóa
poka á 3.500, semsagt kílóið á 70
krónur, en ef keypt er eitt og eitt
kíló kostar það 87 krónur og því
sparast þarna 17 krónur á hvert
kfló.
‘Tveiryjóðir og ódýrir ftrís-
grjónaréttir
að hætti Kristbjörns Harðarsonar, mat-
reiðslumanns á Mávinum.
og smjöri og soðin í tíu mínútur.
Rauðsprettan og rauðlaukurinn
eru skorin í fiína strimla og steikt á
pönnu í smjöri í um það bil þrjár
mínútur ásamt öllu kryddinu
(nema saltinu sem fór í hrísgtjón-
in). Þessu öllu er síðan blandað
saman. Þá er það sett á disk, osti
stráð yfir og sett undir grillið inni í
ofni í um það bil tvær mínútur.
Borið fram.
Ofnbökuð villt grjón og
ferskt grænmeti
Hráefni
200 g villt grjón, 50 g smjör, 50
g paprika, 50 g sveppir, 50 g blað-
laukur, 30 g steinselja, 4 brauð-
sneiðar, 3 egg, 1 peli ijómi (ef vill
má blanda saman mjólk og ijóma
til helminga), 1 tsk. sellerísalt, 1
tsk. oreganó, 1 tsk. arómat.
Aðferð
Villigrjónin eru soðin í fimm-
tán til tuttugu mínútur ásamt
smjörinu og saltinu. Grænmetið
er skorið í litla bita og blandað
saman við soðin en þerruð hrís-
grjónin. Brauðsneiðarnar eru sett-
ar í botninn á olíusmurðu, eld-
föstu formi og grjónin og græn-
metið þar ofan á. Þá eru eggin,
rjóminn og allt kryddið (fyrir utan
saltið í hrísgrjónunum) slegin
saman í skál. Eggjarjóma-
blöndunni er hellt yfir
gijónin. Þetta er sett í 140
gráða heitan ofn í fimm
til tíu mínútur. Með
báðum þessum réttum
er gott að borða hvít-
lauksbrauð og ísjaka-
salat. Verði ykkur
að góðu.
Gratíneruð hrísgrjón með
rauðsprettu og rauðlauk
Hráefni
200 g hrísgijón, 200 g flökuð og
roðlaus rauðspretta, 100 g rauð-
laukur, 50 g smjör, 1 tsk. salt,
1 tsk. turmeric, 2 tsk. ar-
ómat, 1 tsk. basil, 1 tsk.
sítrónupipar.
Aðferð
Hrísgrjónin eru sett í
sjóðandi vatn
ásamt salti
Hvíti vikingurinn fjallar um
svikráð, ástir og valdafíkn.
Myndaflokkurinn verður
sýndur í sjónvarpi í fjórum
klukkustundarlöngum
þáttum.
HAMINGJUFERÐ .Hugmyndin á bakvið þetta er að gefa hjónum
og pörum taekifæri til að upplifa rómantikina og hafa það huggulegt," segir Villi
Þór, rakari og gleðimaður. Villi Þór stendur núna um helgina fyrir eins konar
hamingjuferð, ætlaðri hjónum og pörum, austur á Selfoss. Farið verður klukkan
níu á föstudagskvöldið frá BSl, gist á Hótel Selfossi og komið til baka á sunnudag.
Ferðin kostar 20 þúsund fyrir hjónin og innifalið er ferðir, gisting, morgunverðar-
hlaðborð, þríréttuð kvöldmáltíð með víni og kaffi og koníaki, skoðunarferðir,
kaffiborð, sundlaugarferðirog fleira. Villi Þórsegistþarna vera að nýta dauðan
tlma I ferðamannabransanum og það sé meðal annars ástæðan fýrir þessu lága
verði. Og svo verði þetta óumræðilega rómantískt og auðgandi fyrir andann.
B I O B O R G I N
Rush ★★ Fíknó eru líka bóhemar
og fikta við eiturlyfjaneyslu. Dálítið
skemmtilega hrá og stundum trú-
verðug mynd. En aðalpersónurnar
ná ekki að lifna við.
Alfen3 ★★★★ Óhugnanlega
spennandi, þótt óhugnaðurinn sé
meiri en spennan.
Batman snýr aftur Batman Re-
turns ★★★ Augnakonfekt og
pottþétt skemmtun, þrátt fyrir
þunnan söguþráð. Samt erfitt að
horfa á leikmynd í tvo tíma.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg þrátt fyrir augljósa
hnökra.
B I O H O L L I N
Kaliforníumaðurinn California
Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að
fara út fyrir fylkismörk Kalifornfu.
Á hálum fs The Cutting Edge ★★
Dálítið sérhæft, ekki vantar klisjurn-
ar.
Hvítir geta ekki troðið. White
Men Can't Jump ★★★ Glúrin
mynd og oft stórsniðug um hvltan
mann og svertingja sem iðka
körfubolta á götum Los Angeles.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg unglingamynd en ef
til vill ekki stórkostlegt kvikmynda-
verk.
Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru á
aldrinum sjö til tólf ára.
Tveir á toppnum 3 Lethal Wea-
pon 3 ★★ Minni hasar og minna
grín en I fýrri myndum en meira af
dramatiskum tilburðum.
HASKOLABIO
Háskaleiklr Patriot Games ★★
Viðkunnanlegur Harrison Ford þarf
að verja fjölskyldu si'na fýrir óðum
írskum hryðjuverkamönnum.
Stundum æsileg, en oftar stirð-
busaleg. Fátt kemur á óvart; smá-
smugulegheit eru helsti kostur
reyfara eftir Tom Clancy, þegar þau
vantar verður söguþráðurinn helsti
fátæklegur.
Svo á jörðu sem á himni ★★★
I heildina séð glæsileg kvikmynd
og átakanleg. Varla hefur sést betri
leikur I fslenskri bíómynd en hjá
Álfrúnu litlu Ömólfsdóttur.
Hefndarþorsti Reneaades ★
Spennumynd, full af klisjum og
skytterli. Hvorki Kiefer Sutherland
né Lou Diamond Phillips ná að
gera daufa mynd betri.
Gott kvöld, herra Wallenberg
★★★ Með skárri sænskum mynd-
um I háa herrans tlð. Samt dálítið
þunglamaleg.
Veröld Waynes Wayne's World
★ ★ Gallinn er að húmorinn er
ekki nógu geðveikur og of sjaldan
fyndinn.
Steiktir grænir tómatar Fried
green tomatoes ★★★ Konumynd;
um konur og fyrir konur. Góðir eig-
inmenn láta undan og fara með.
Kristófer Kólumbus ★ Ekki einu
sinni Brando rís upp úr meðal-
mennskunni. Eina spennan sem
boðið er upp á er hvort Kólumbusi
tekst að finna Ameríku — myndin
er ekki fyrir þá sem vita hvernlg sú
saga endaði.
Ferðin til Vesturheims Farand
Away ★★★ Rómantisk stórmynd,
ákaflega gamaldags en oft stór-
skemmtileg.
Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru á
aldrinum sjö til tólf ára.
REGNBOGINN
Hvftir sandar. White Sands
★ Flækjan I myndinni heldur ekki
vatni. Þegar Mickey Rourke upplýs-
ir að hann sé starfsmaður CIA fellur
síðan allur botn úr. Rourke er fyrir
löngu orðinn óþolandi og hér
tekst honum að draga annars
ágæta leikara, Defoe og Mastran-
tonio, niður á sitt plan.
Prinsessan og durtarnir ★★★
Myndin er talsett af mikilli kost-
gæfni og ekkert til sparað. Að öðru
leyti frekar meinlltið ævintýri.
Varnarlaus Oefenseless ★★★
Ágætur þriller, þótt áhorfandinn sé
stundum á undan söguþræðinum.
Ógnareðli Basic Instinct ★★
Markaðsfræðingarnir fá báðar
stjörnurnar.
Lostæti Delicatessen ★★★★
Hugguleg mynd um mannát.
STJORNUBIO
Ruby ★ Allir aörir en Bandarlkja-
menn eru sjálfsagt löngu búnir að
fá sig fullsadda af samsæriskenn-
ingum um morðið á Kennedy.
Höfundar þessarar myndar reyna
ekki einu sinni að hafa heila brú I
sinni kenningu. Þeir virðast halda
að maður kaupi hana þar sem hún
tengist Kennedy (það bara hlýtur
að hafa verið samsæri, kannski ekki
alveg svona en að minnsta kosti
einhvers konar).
Queen's Logic ★★ Þetta er lík-
lega þúsundasta myndin sem fjall-
ar um endurfundi vinahóps, Þrátt
fyrir næstum þvi-krísur I hjónallfi
sumra vinanna um miðbikið er
myndin marflöt.
Ofursveítin Universal Soldier ★★
Fyrir stráka sem kannski pína kær-
usturnar með.
Börn náttúrunnar ★★★ Róm-
aðasta íslenska bíómyndin.
S O G U B I O
Alíen3 ★★★★ Meistaralegur
lokaþánur þessarar tríólóglu, gerir
Batman-veröldina að hálfgerðu
Lególandi.
Ferðin til Vesturheims Far and
Away ★★★ Nicole Kidman stelur
senunni frá bónda sínum, Tom
Cruise.
Mjallhvft og dvergarnir sjö
★★★ Yfirleitt hugljúf, en nornin er
býsna hræðileg og hefur valdið
mörgum börnum andvökunótt-
um.