Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 33 PORTR AF DÝ ÚRMI Nú stendur yfir dýrasýning á Mokka — ekki venjuleg hundasýning eða svo leiðis nokk — heldur sýning á portrett- mynum af dýrum úr miðbænum, akrílmál verkum eftir Huldu Hákon. Má nú sjá Bröndu Þorsteins, Bjart og Jóstein á Hverfisgötunni: Hrafh, Heiðu Berlín og fleiri vini miðbæjarins hanga á veggjum veitingahússins en um sýn- inguna segir Hulda: „Ég lít ekki á þetta sem yfirlýsingu ífá sjálfri mér heldur er þetta hálfgert hliðarspor. Sýningarhús- næði valdi ég með það í huga að það tengdist viðfangsefninu og hæfði því vel.“ Nóg er að sjálfsögðu af Huldu- húmor í verkunum og verður gaman að drekka kaffi á Mokka næstu vik- Portrettmyndir af dýrum úr miðbænum eru á sýningu Huldu Hákon á Mokka. ÞAÐ ERU EKKI HÁRIN 5EM KONUR VILJA — HELDUR ÞAÐ5EMÞAU HYLJA Það sem konur hafa lengi óttast er að verða að veruleika; hárlausir karlar. Það er ekki lengur kynæs- andi að vera loðinn á líkamanum, öðruvísi en fyrir fáeinum ár- um er Burt Reynolds sat nakinn fyrir, svo loðinn að varla sá í bert hörund: Stór og mikill brúskur var á bringunni, leggirnir kafloðnir og löng hár sveigðust í allar áttir undan handarkrik- unum, svo löng að þau mátti flétta með góðu móti. Sjálfsagt fer einnig að styttast í, ef fram heldur sem horfir, að það þyki hreint og beint hall- ærislegt að hafa skeggrót. Að vísu er KTOppltlTl, 6TU rakvélaiðnaðurinn í stöðugri þróun en þó það sem koma hlýtur að vera afar þreytandi að þurfa skttl. stöðugt að raka lík- amann eins og andlitið á hveijum morgni. Nú hafa karlmenn fundið lausn á þessu vandamáli, lausn sem konur hafa nýtt sér um tíma til að losa sig við óþarfa hár; þeir eru farnir að fara í vaxmeðferð. Vaxinu er hellt varlega á bring- una og látið þorna. Eftir skamma stund er allt rifið upp. Svolítið sárt en gerir sitt gagn. Eftir vaxmeð- „Smooth“ karlmenn, hárlausir á ferðina er bringan mjúk eins og barns- rass og nokkurn tíma tekur fyrir hárin að koma affur upp. Mjög algengt er að bandarískir karl- menn leiti til snyrti- fræðinga til þess arna. Þetta eru í flest- um tilfellum íþrótta- menn og í þeim hópi er algengast að vaxt- arræktarmenn fari í vaxmeðferð, enda verða þeir að líta vel út í keppni. Þá er ekki á þeim sting- andi strá. Á íslandi virðist þetta hins vegar ekki orðið algengt enn. „Jú, það er rétt að við rökum hárin af líkamanum fyrir keppni, en ég veit ekki til þess að neinn hafi far- ið í vaxmeðferð,“ sagði Guð- mundur Marteins vaxtarræktar- maður í samtali við PRESSUNA. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugleitt vaxmeðferð. „Við rökum alltaf á okkur kroppinn fyrir keppni og þurfum að byrja á því 10 dögum áður til að losna við litlu bólumar sem fylgja rakstrin- um. Kannski væri vaxmeðferð rétta lausnin, en ég ímynda mér að hún sé sársaukafull," sagði Guðmundur. Hinn silkislétti Ken-karlmaður er semsagt að komast inn úr kuld- anum; gersamlega nauðasköllótt- ur — alls staðar nema á hausn- um. Bilið milli kvenna og karla er sumsé sífellt að minnka og þess verður ekki langt að bíða að kon- an segi við karlmanninn þegar hann leggst við hlið hennar í rúm- inu: „Heyrðu elskan, gleymdirðu að raka á þér fótleggina?" SVEPPA- MENNINC „Töffasveppir, nauðganir, ofbeldi — fýrsta myndin um íslenskt næt- urlíf er komin!“ Eitthvað á þessa leið hljómar undirfýrirsögn í breska tímaritinu i-D en þar er fjallað um mynd Júlíusar Kemp, Veggfóður, og tekið stutt viðtal við leikstjórann. Þar segir að ýmist sé það nakið um- hverfi höfuðborgarinnar eða illa lýstar íbúðir og skemmtistaðir sem gefi myndinni tóninn en sé hún hröð, á stundum hrottaleg og tónlistarkokt- eillinn samanstandi af tekknói og innlendum rokkstæl. Kemp þykir ekki skorta áræðna framsetningu myndmáls þótt hér og þar fari hann nokk- uð yfir strikið. „Það er stutt síðan reifmenningin hóf innreið sína á fs- landi. Árið 1988 skipulagði i-D skemmtikvöld á einum veitingastaðanna í Reykjavík og tveimur árum síðar komu London’s Brain Club í heimsókn, og fýrr birt- ist ekki hreyfing af því tag- inusegir í greininni. „Hvað tók svona langan tíma? „Þetta er annað árið sem hefur verið reifað á Islandi en hlutirnir héma gerast alltaf miklu hæg- ar en annars staðar... Það kemur til af því að íslendingar þora ekki að vera öðruvísi en aðrir,“ segir Júlíus Kemp.“ Sagt er í greininni að reif sé náttúrulegra fyrirbæri á fs- landi en víðast annars staðar þar sem alsæla sé sjaldgæf en sveppir öllu algengari. „Sveppir vaxa út um allt; við götuljós og á umferðareyj- um,“ segir Kemp. En áfram er haldið: „Þessi sveppamenning endurspeglast í Veggfóðri en vondi drengurinn í myndinni, Sveppi, blandar drykki með þeim og fær ríflega uppskem á túninu fýrir utan Höfða, en þar hittust þjóðhöfðingjarnir Re- agan og Gorbatsjov á sínum tíma... Myndin hefur þegar náð að hala inn fýrir kostnaði, jafhvel þótt hún keppi við myndir á borð við Batman, og hefur slegið öll innlend aðsóknarmet." Stjórnar Feeurðarsamkeppni Islands Á Hótel Islandi staríar ung stúlka, Ester Finnbogadóttir, sem hefur ver- ið hægrihönd Unnar Arngrimsdóttur og kennari hjá Módelsamtökunum undanfarin tvö ár. Nýlega var þess farið á leit við hana að hún tæki að sér framkvæmdastjórn Fegurðar- samkeppni Islands, hinnar árlegu keppni sem menn geta aldrei hætt að deila um. Ester er aðeins 23 ára, hefur sjálfstaríað sem fyrirsæta en vinnur um þessar mundir að mark- Ester Finnbogadóttir stefnifl aðsstorfum a Hotel Islandi. „Eg er ^ærra ekki ókunnug Fegurðarsamkeppni r ' Islands þar sem ég starfaði við þá síðustu. Þar þjálfaði ég stúlkurnar i göngu og sviðsframkomu. “ Ætlarðu að breyta einhverju frá núverandi fyrirkomulagi? „Já, ég hefhugsað mér það, en ég vil ekki gefa upp með hvaða hættiþað verður." Er þetta spennandi starf? „Já, það finnst mér, en ég ætla ekki að ílengjast iþvi þar sem hugurinn stefnir til frekara náms erlendis. Þar hef ég hugsað mér að fara imarkaðsfræði tengda hönn- un eða fatnaði, með öðrum orðum að læra að mark- aðssetja föt." * f MÆLUM Að fólk vari sig á að anga ekki af hvítlauk siðmenntaðar manneskjur kunna að nota svoleiðis í hófi Ætum kartöflum það ætti að refsa þeim harðlega sem ennþá eru að selja birgðirnar frá í fýrra Te&kaffi litla búðin við Laugaveginn er líka flnt kaffihús Fegrunaraðgerðum ef fólk fílar þær INNI Kúltúr dagsins er fenginn að láni, hann er notaður, honum er tjaslað saman úr allskyns dóti sem var löngu komið á öskuhaugana og allir héldu að yrði aldrei brúklegt aftur. Ekki svo. Meira að segja diskótónlistin sem þótti snauð og fyrirlitleg afbökun á hinni göfugu rokktónlist — hún hefur fengið uppreisn æru; líklega var hún í senn bráðskemmtileg og hund- ómerkileg. Það eru einmitt lykilorðin, skemmtilegt og ómerkilegt. Það þykir ekki fínt að vera á höttunum eftir ein- hverju sem skiptir máli eða telst verð- mætt — verðlaust, ómerkilegt drasl með ákveðið skemmtanagildi þykir miklu ánægjulegra, langbest efþaðer úr plasti. Með því að flíka svona dót- aríi telja margir sig gefa heiminum langt nef, en líklega er það misskiln- ingur... Sá sem stundaði nám í mennta- skóla á árunum milli 1975 og 1980 hlýtur að vera í nokkrum sálarháska þegar hann slæðist óvart of nálægt menntaskólanemum, sem til dæmis má sjá í hópum niðri í miðbæ. Honum gæti brugðið óþyrmilega í brún þess- um einstaklingi, sem nú er kominn á fertugsaldurinn, og ályktað að hann væri kominn í tímaflakk. Allir menntaskólanemarnir eru nefnilega nákvæmlega eins til fara og hann var þegar hann var sjálfur í menntaskóla; í sömu leður- eða hermannajökkunum, í sömu bomsunum, strákarnir með hárið sítt, og ófáir með einhvers konar palestínusjal um hálsinn. Einstakling- urinn neyddist til að kasta þessum klæðurn, sem honum þóttu þægileg, um og upp úr 1980. Þá voru svona föt hræðUega úti. Honum var það frekar á móti skapi, en á uppatímanum söðlaði hann smátt og smátt yfir í jakkaföt; á þeim tíma gengu unglingar í jakkaföt- um. Hann er of ungur til að vera faðir barn- anna sem eru bú- in að stela tísk- unni hans, hann er of gamall til að skipta aftur yfir í gamla gallann — ’ hann er fastur í jakkafötunum, jafnvel þótt hann viti að þau eru fjarskalega langt úti... 1» ú K E M S T . nema eiga vind- ag regnheldan fatnad. E K K I G E G N U M nema með V I K U N A ... ánþess aðhalaréttu græjumar við höndina. ... án þess að fá í það minnsta þrjú leiðinleg simtöL ... ánpessaðverasómasamíegurtilfwfuðsins. „Mikið erégorðin þreyttá þessum endalausufréttum um einhverja menn sem eru að bjóða unglingum bruggaðan landa til sölu. Ekki vegna þess aðég hafi neitt á móti því að unglingarfái sér í staupinu. Þessar fréttir minna mig hins vegar óþœgilega á að aldurinn fœristyfir. Að minnsta kosti er ár og öld síðan nokkur hefur boðið mér landa til sölu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.