Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 7 F Y R S T F R E M S T M E N N fyofZ. , 'o ^t>' b' Jp ° C>, C'o/te / OO^ O o . *o ^ 'c/t> o Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins Sá semfékk okkur til að sœtta okkur við kaupið Hann Ási er að yfirgefa okkur! Er furða þótt maður fái í mag- ann við þessar íf éttir. Hvað verðum um okkur án hans Ása? Hver kemur til með að tryggja kaupmátt hinna lægst launuðu? Hver passar upp á stöðugleik- ann? Hvað verður um þjóðarsáttina? Og hver fæst til að tala við hann Þórarin V., nú þegar Ási er farinn? Ætlar Ási líka að hætta í ís- landsbanka og hvað verður þá um vextina? Ég held að það síðasta sem þjóðin þarfnast á þessum vondum tímum sé óöryggi. Við vitum ekki hvort þorskurinn er að yfirgefa okkur, hvort krónan okkar er nokkurs virði, hvort nokkur vill líta við rafmagninu okkar, hvort nokkur heldur vinnunni sinni um næstu áramót. Óöryggið hefur grafið sig djúpt niður í þjóðarlík- amann og það er ekki á það bæt- andi. Allra síst að hann Asi hætti. Hvað gerist næst? Hættir Þórarinn V. kannski líka? Allt frá því Ásmundur kom heim frá námi og kenndi þjóðinni hvað verðbólga væri í Ríkissjón- varpinu hefur þjóðin lagt traust sitt á hann. Fyrst var hann bara venjulegur ráðgjafi hjá Alþýðu- sambandinu en síðar ráðlagði hann alla forseta burt þar til hann gat sjálfúr sest í forsetastól. Síðan hefur hann leitt alþýðuna í leit hennar að sómasamlegum kjör- um. f það eina sinn sem hann stjórnaði ekki samningaviðræð- unum við vinnuveitendur fór allt í hund og kött. Um leið og hann tók forystu að nýju féll allt í ljúfa löð. Éflaust eru til þeir menn sem vilja meta árangur af störfum Ás- mundar út frá því hversu mikið hann fjölgaði krónunum í um- slögum launþega. Þeir menn eru á villigötum. Afrek Ásmundar felast ekki í því. Honum tókst hins vegar að sannfæra verkalýðinn um að Hver kemur til með að tryggja kaupmátt hinna lœgst launuðu? Hverpassar upp á stöðugleikann? Hvað verður um þjóðar- sáttina? Oghverfæst til að tala við hann Þórarin V., nú þegarÁsi erfarinn? því færri sem krónurnar í umslag- inu væru því betur væri launþeg- inn settur. Og eftir að lýðurinn fór að trúa Ásmundi hefur honum liðið betur. í stað þess að barma sér yfir hversu aum laun hann fær fagnar verkamaðurinn nú í hvert sinn sem hann opnar umslagið og sér að það er ekld hann sem mun kollsteypa samfélaginu. Launin hans munu ekki koma nýrri verð- bólguöldu af stað. Þau munu ekki vekja upp verðbólgudrauginn. Þannig hefur Ásmundi tekist að gera launamanninn glaðan á út- Sorgunardögum. Það er afrek sem fáirgetaleikið eftir._________ ÁS Ein sjö árumyndavéla sem til eru í heiminum í Hafnarfirði „Sannast að ára er ekkert rugl“ Kunn athafnahjón úr Hafnar- firði, þau Ægir B. Bessason og Guðný Arnbergsdóttir, sem reka Heilsubúðina þar í bæ, hafa ný- lega fest kaup á svokallaðri áru- myndavél, sem er ein sjö slíkra sem til eru í heiminum. Sem kunnugt er hefur það ekki verið á allra færi að sjá árur. Það hefur hingað til aðeins verið talið á færi fólks með yfirnáttúrulega hæfí- leika. „Með þessu tæki sannast það að ára er ekkert rugl. Myndavélin sannar að það er til meira en venjulegt mannsauga nemur,“ sagði Ægir í samtali við PRESS- UNA. Það fer ekki mikið fyrir þessu merka tæki en aðferðin við að greina áruna er að mæla með sér- stökum nema, sem hendurnar eru lagðar yfir, sveifluvídd orku- sviðs líkamans. Með hjálp tölvu- tækni er þessi sveifluvídd síðan greind og umbreytt í þá liti sem samsvara þessu orkusviði. Og á meðan beðið er framkallast „pol- aroid“-andlitsmynd með þeim lit- brigðum í kring sem eiga við hvern og einn. Þeir sem hafa til dæmis sterkan appelsínugulan lit eru taldir hafa lækninga- mátt frá náttúrunnar hendi, en eins getur litur- inn táknað að sá sem hann hefúr sé að vinna að bættri heilsu sinni; gulur er tákn um greind og styrk; grænn um tengsl líkama og sálar og breytingar í lífi einstak- lingsins; blár er merki ákveðni og ríkrar sköpun- argáfú; íjólublár vitnar um dulræna hæfileika; hvítur um þroskaðan einstakling, en ef rauði liturinn er áber- andi er hann merki um æst skap einstaklingsins, og svo mætti lengi telja. „Ég komst í kynni við manninn sem smíðar áru- myndavélina fyrir tveimur árum í London og heillaðist af þessari hugmynd, síðan þá er ég búinn að velta því fyrir mér að láta smíða hana fyrir mig. Ég lét verða af því í vor en fékk hana ekki í hendurnar fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þar sem ég hef einkaumboð verður þetta eina vélin sem Ægir og Guðný hafa einkaum- boð fyrir árumyndavélina, en hún er fokdýr að þeirra sögn. Ef myndin prentast vel má sjá bjarmann í kringum Jim Smart, Ijósmyndara PRESSUNNAR. Myndin kemur út í lit. Þeir litir sem komu sterkast út hjá Jim voru fjólublár og blár og lesi hver í það fyrir sig. til verður á íslandi. Uppskriffin að henni er leyndarmál. Áuk þess er hún svo dýr að það er ekld hægt að fjöldaframleiða hana.“ Árumyndavélin er smíðuð af kunnu vísindafyrirtæki í Banda- ríkjunum og eftir því sem PRESS- AN kemst næst er hún aðeins til í þremur löndum í heiminum fyrir utan Bandaríkin; í Sviss, Austur- ríki og á íslandi. Getur hver sent er komið og látið mynda áru sína? „Já, það geta allir gert og þetta er ekkert dýrara en að láta taka af sér passamynd.“ Sunnudagsopnun verslana Guðvarður Gíslason, veit- ingamaður Jóhannes Gunnarsson, form. Neyt. ögmundur Jónasson, for- maður BSRB „Það er fjöldinn allur af fólki sem vinnur orðið sex daga vik- unnar og þá frá níu til sex á laug- ardögum, til dæmis fólk í ýmsum þjónustugreinum, og kemst því ekki til að versla nema í vinnu- tímanum. Með tilliti til þessa finnst mér þetta jákvætt. Það nei- kvæða er hins vegar að með þessu er verið að ryðjast, ég segi það hiklaust, inn í friðhelgi heimilis- ins með því að búa tii nýjar fé- lagsmiðstöðvar sem heita Kringl- an eða eitthvað annað. Fólk fer líka orðið frekar á þessa staði en að heimsækja söfri eða annað því- líkt.“ „Neytendasamtökin telja eðli- legt að afgreiðslutími verslana sé frjáls og þama er vissulega verið að auka þjónustu við neytendur. Hins vegar er hætt við því að ef aðrar verslanir fara að þessu dæmi þá muni það til lengri tíma litið leiða til hækkunar vöruverðs vegna aukins kostnaðar sem þetta hlýtur að valda.“ „Mér finnst þetta neikvæð þró- un og ég fæ ekki séð þörfina fyrir þetta. Án efa mun fólk versla svo lengi sem verslanir eru opnar en hins vegar bindur þetta af- greiðslufólk við starf sitt, nema verslunarrekendur fylgi þessari þróun til enda og taki upp ein- hverskonar vaktafyrirkomulag. Eftir því sem fram hefur komið frá afgreiðslufólki og samtökum þess er það andvígt þessari þró- un. Staðreyndin er sú að velflestar verslanir eru opnar á laugardög- um og oft framyfir venjulegan vinnutíma í miðri viku og flest fólk á því möguleika á að versla utan vinnutíma síns. Þessari opn- un fylgir aukinn kostnaður og maður hefúr ekki séð að tilgang- urinn með þessu sé að fjölga störfum í greininni heldur er ver- ið að auka vinnuálagið hjá þeim sem fyrir eru og knýja fólk út í meiri vinnu. Ef tilgangurinn væri að fjölga störfúm þá sæi ég þarna jákvæða þróun, en eins og málum er skipað tel ég þetta neikvætt." Guðlaugur Bergmann, verslunarm. „Álit mitt á þessu er neikvætt. Ég hef orðið var við að það er erf- itt að finna leið til að hægt sé að gefa starfsfólkinu frí á móti. Þá getur orðið tilhneiging til þess, sérstaklega eins og aðstæður eru nú í þjóðfélaginu, að menn nýti sér hræðslu fólks við að missa vinnuna. Ég hef það fyrir satt að verslunarrekendur hafi sagt við fólk sem var óánægt með þetta: Þá skalt þú bara leita þér að vinnu annars staðar! Laugardagsopnun er orðin almenn og ég tel að flest- allt fólk geti nýtt sér hana. Sunnu- dagsopnunin verður meira eins og skemmtun og það er kannski ekki nema kostur að fólk skuli skemmta sér við að versla. Ég held að eini ávinningurinn af þessu sé fyrir Reykjavík — þá kannski sérstaklega Kringluna og Kringlusvæðið — að ná ein- hverju fólki utan af landi. Það er svona álíka og þegar við missum viðskipti til Glasgow, Dublin eða eitthvert annað.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.