Pressan - 17.12.1992, Page 2
B 2
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 17. DESEMBER 1992
BÆKUR & PLÖTUR
Stjörnubcekur
ÍSLENSK SKÁLDVERK
Einar Kárason: Heimskra manna
ráð
Mál og menning
★★★★
Frá því Laxness lagði frá sér pennann
hefur enginn íslenskur rithöfundur
skapað jafn fjölskrúðugt og heilsteypt
persónugallerí í verkum sínum og Einar
Kárason í Eyjabókunum og nú í
Heimskra manna ráðum. (KB)
Ólafur Gunnarsson: Tröllakirkja
Forlagið
★★★★
Seinnihluti bókarinnar er með því
magnaðra sem sést hefur í íslensku
skáldverki síðustu árin. (KB)
Þorvaldur Þorsteinsson: Engill
meðal áhorfenda
Bjarturog frú Emelía
★★
Þetta er misgott verk en frumlegt. (KB)
Þórarinn Eldjárn: Ó fyrir framan
Forlagið
★★
Sögurnar í þessu nýja smásagnasafni
eru misjafnar að gæðum og þær slök-
ustu draga heildarverkið niður. En þeg-
ar litið er á það sem best er gert þá
sannast hér enn einu sinni að þegar
Þórarni tekst best upp er hann óborg-
anlegu fyndinn. (KB)
Böðvar Guðmundsson: Kynjasögur
Mál og menning
★
Það er synd að engin af þessum sögum
nær að verða góðar bókmenntir. (JHS)
Einar Örn Gunnarsson: Benjamín
Almenna bókafélagið
★
Persónusköpun er ekki góð og lesand-
inn missir fljótt áhuga á persónunum
og lætur sig litlu varða örlög Benjamíns.
(KB)
Trausti Steinsson: Fjall rís
Guðsteinn
H
Hér er einfaldlega komin svo vond bók
að mestu tíðindi þessarar bókavertíðar
yrðu þau ef einhver verri kæmi á mark-
aðinn. (KB)
Þórunn Valdimarsdóttir: Júlía
Forlagið
H
Þórunn gengur svo langt í ofsafullu
hugmynda- og orðflæði að ekki hefði
nægt að aga hugsunina til að skapa
frambærilegt verk, skáldkonan hefði
þurft að grípa til valdbeitingar. (KB)
AÐRAR BÆKUR
Thor Vilhjálmsson: Raddir í garðin-
um
Mál og menning
★★★★
Það er skörp, greindarleg hugsun að
baki þessu verki en einnig innsæi og
hlýja ásamt ríkri kímni sem á einstaka
stað beinist í átt að galsa. (KB)
Friðrika Benónýs: Minn hlátur er
sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur
Iðunn
★★★★
Friðrika Benónýs hefur skrifað einstæða
ævisögu. Hún gengur á hólm við goð-
sögnina um Ástu og dregur upp mynd
sem ekki er alltaf geðfelld en áreiðan-
lega eins sönn og framast er unnt. (HJ)
Árni Matthíasson: Sykurmolarnir
Örn og örlygur
★★★★
Sykurmolabókin er algjört möst fyrir
Sykurmolaáhugafólk, góð afþreying fyr-
ir flesta aðra og ein albesta bók íslensk
sem skrifuð hefur verið um rokktónlist.
(GH)
Óttar Guðmundsson: Tíminn og
tárið
Forlagið
★★★
Við erum víst einhver drykkfelldasta
þjóð í heiminum, segir Óttar, sem skrifar
af þekkingu og innsæi og fer oft á kost-
um í skemmtilegheitum. (HJ)
Ingólfur Margeirsson: Hjá Báru
Örn og Örlygur
★★
Hjá Báru er eiginlega eins og skáldsaga.
Gæti verið úr rauðu ástarsögunum, eða
hvað þær nú heita. (HJ)
Nína Björk Árnadóttir: Ævintýra-
bókin um Alfreð Flóka
Forlagið
★★
Nína Björk Árnadóttir skrifar mjög inni-
legan stíl sem öðru hvoru fer langt yfir
velsæmismörk í tilfinningasemi. Hins
vegar er Nína furðufljót að ná ;sér upp
úr slíkum dýfingum og draga textann
að landi. (KB)
Jónína Leósdóttir: Rósumál
Fróði
★ ★
Þetta er bersöglisbók. Rósa malar og
malar og malar um allt milli himins og
jarðar. (HJ)
Atli Magnússon: í kröppum sjó.
Helgi Hallvarðsson
örn og Örlygur
★
Efnið nær aldrei að lifna við; persóna
bókarinnar er hversdagsleg, hefðbund-
in, venjuleg. (HJ)
Gylfi Gröndal: Ásgeir Ásgeirsson
Forlagið
★
Ævisaga Gylfa Gröndals um Ásgeir Ás-
geirsson er dæmigerð viðhafnarsaga.
Enginn verður móðgaður, sár — eða
undrandi. (HJ)
List hins ómögulega
„Hannes erprýðilegur sögumaður og ég
minnist ekki margra bóka þar sem þessu
tímabili erugerðjafn glöggskil. Stíllinn
er lipur og skýr og Hannesi er lagið að
skrifa um sundurleitustu efni aftak-
markalausum áhuga. “
HANNES HÓLMSTEINN GISSURAR-
SON:
JÓN ÞORLÁKSSON
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1992
★★★★
OFáir menn viðra skoðan-
ir sínar jafn oft og víða
og Hannes Hólmsteinn
Gissurarson. Síðustu misseri var
Hannesi að því leyti farið að svipa
til Katós gamla (sem lauk öllum
ræðum á því að leggja til að Kar-
þagó yrði lögð í eyði) að honum
tókst vart að ljúka heilli setningu
án þess að hnýta Jóni Þorlákssyni
aftan við hana: „Jón Þorláksson
þetta, Jón Þorláksson hitt...“
Nú er komið á daginn að
Hannes hafði allan tímann nokk-
uð til síns máls. Jón Þorláksson
var merkilegur pólitíkus. Hann
var aldamótamaður; frumkvöðull
og brautryðjandi í mörgum merk-
um málum.
Það er talsvert afrek að halda
lesendum við efnið í 602 síðna
bók sem fjallar um mann sem
„undi sér best við útreikninga,
áætlanir og hagnýtar fram-
lcvæmdir“, einsog segir á blaðsíðu
328. Hannes skrifar langt mál um
brúarsmíðar, vegagerð, notkun
steinsteypu við húsbyggingar,
vatnsveitu, símamál, járnbrautir
og ótal önnur hugðarefni Jóns
Þorlákssonar. En Hannesi tekst að
skrifa af þeirri ástríðu sem áreið-
anlega vottaði ekki fyrir í skap-
gerð söguhetjunnar. Jón Þorláks-
son var djúpgáfaður en hann var
þurr á manninn, nákvæmur og
húmorslaus. Eigi að síður er hann
talinn einhver mesti ræðumaður
sem uppi hefur verið. Og hvað
gerði hann að þessum mikla
ræðumanni? Magnús Magnússon,
frægur palladómari um sína daga,
svaraðiþvísvo:
„Ekki var það orðgnóttin, ekki
hraðmælskan, ekki lflcingaauður-
inn eða skáldlegt hugarflug. Ég
held, að það hafi einkum verið
þetta: Hinn karlmannlegi þungi,
hinn hvassi skilningur á málefn-
inu og hin trausta og rökrétta
hugsun.“ (Blaðsíða 234.)
Það verður að teljast harla ólflc-
legt að maður einsog Jón Þorláks-
son næði miklum árangri í próf-
kjörum Sjálfstæðisfloldcsins nú
um stundir. Hann var virtur en
ekld vinsæll, einsog Stefán Jóhann
Stefánsson, fyrrum leiðtogi jafn-
aðarmanna, sagði. Jón hafði raun-
ar boðið sig fram í þrígang áður
en hann náði loksins kjöri til Al-
þingis. En hann varð áður en yfir
lauk forsætisráðherra, formaður
Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri í
Reykjavík.
Saga Jóns Þorlákssonar er sam-
ofin sögu íslands fyrstu 35 ár ald-
arinnar; frá heimastjóm og þang-
að til hillti undir algert sjáífstæði.
Hannes er prýðilegur sögumaður
og ég minnist ekki margra bóka
þar sem þessu tímabili eru gerð
jafh glögg skil. Stfllinn er lipur og
skýr og Hannesi er lagið að skrifa
um sundurleitustu efni af tak-
markalausum áhuga.
Skemmtilegustu kaflamir fjalla
um erjur Jóns og Hriflu-Jónasar.
Þeir voru höfuðandstæðingar í
kringum 1930 þegar Jónas var
svoaðsegja einvaldur um stjórn
landsins. Og vart getur ólíkari
menn: Jón var varfærinn, hátt-
prúður, ómannblendinn en Jónas
var ófyrirleitinn orðhákur sem
reiddi jafnan hátt til höggs.
Svo er að sjá sem um þessar
mundir fari ffam nokkurt endur-
mat á Jónasi ffá Hriflu, og víst er
um að Hannes Hólmsteinn leggur
sitt af mörkum til þess að jarða
goðsögnina um Jónas og þau áhrif
sem hann hafði. Á köflum eyðir
Hannes svo miklu púðri á Jónas
að það gæti hvarflað að lesendum
að þeir hefðu villst á bókum og
sætu að lestri á ævisögu Jónasar
Jónssonar. En þessi mikla umfjöll-
un um Jónas er skiljanleg, þó ekld
væri nema í ljósi þess að hann er
öllu litríkari sögupersóna en Jón
Þorláksson.
Að öllum likindum hafa áhrif
Jóns Þorlákssonar á íslenskt þjóð-
líf og stjórnmál verið vanmetin
hin síðari ár. Hann lagði grunninn
að Sjálfstæðisflokknum og þeim
galdri sem gerði hann að stærsta
hægriflokki Evrópu. Sú töfraform-
úla fólst í því að leggja alla áherslu
á að Sjálfstæðisflokkurinn væri
ekki stéttarflokkur einsog Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur.
Það, að viðbættri endalausri sein-
heppni vinstrimanna, er líklega
skýringin á því hversvegna jafnað-
armenn urðu aldrei eins áhrifa-
mildir hérlendis og á Norðurlönd-
um.
Verka Jóns Þorlákssonar sér
víða stað. Á einum stað vitnar
Hannes í hin fleygu orð Bismarcks
að stjórnmál séu list hins mögu-
lega. Samkvæmt þeirri skilgrein-
ingu var Jón mikill listamaður.
Ég hefði hinsvegar haldið að
það væri list hins ómögulega að
skrifa skemmtilega ævisögu Jóns
Þorlákssonar. En nú hefur Hann-
esi tekist það.
Hrafii Jökulsson
Hugsun og myndir
KRISTJÁN KARLSSON
KVÆÐI92
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, 1992
★★★
Kristján Karlsson er
töluvert sér á báti með-
al íslenskra skálda, einn
margfróður vinur minn segir
mér að hann sé það íslenska ljóð-
skáld sem hafi orðið fyrir mest-
um áhrifum frá engilsaxneskri
skáldskaparhefð, og þá sérstak-
lega ffá kynslóð eftirstríðsáranna
í Bandaríkjunum sem að nokkru
tók upp þráðinn frá þeim Pound
og Eliot. Kristján byrjaði seint að
birta eftir sig ljóð, eða kvæði, ætti
ég öllu heldur að segja, því það
orð hefur hann látið nægja ásamt
ártali sem nafn á allar Ijóðabæk-
ur sínar nema þá þriðju, New
York, sem kom út 1984. Kvæði
92 er sjöunda lcvæðabók hans.
I seinustu bók Kristjáns,
merktri 90, stóð Ijóðaflokkur,
samstæður um stfl og aðferð, og
bragformið var það sama, þriggja
línu erindi að bandarískum
hætti, og setningaskipan óháð er-
indaskiptingum, t.d. gat sex er-
inda ljóð verið ein setning.
Ljóðaflokkurinn hét og heitir
Engey í þröngum glugga og inni-
heldur náttúruljóð í bland við
heimspekilegar eða frumspeki-
legar vangaveltur. f Kvæðum 92
er engin hreinlínustefna á ferð-
inni, hvorki hvað varðar form né
efni. Um það bil helmingur bók-
arinnar er þó ortur í þrílínungum
einsog seinasta bók, og reyndar
er sá bragarháttur eða háttur
bragleysu lesendum Kristjáns
kunnur frá því áður. Annars
staðar verður að flokka hætti
ljóðanna undir safnheitið frjálst
form.
Þótt náttúrumyndir séu til
staðar og áberandi í Kvæðum 92
er bókin mun heimsborgaralegri
en seinasta verk Kristjáns, það er
fullt af útlöndum í henni og út-
lenskum ljóðlínum og orðum,
fyrir utan heil tvö
kvæði á ensku. Einn af
meginþáttum bókar-
innar er ffumspekileg-
ar hugleiðingar, off um
sköpunina og ljóðið.
En Kristján kann að
setja hugsun sína í
myndir og við erum
ekki að íesa heim-
spekileg ljóð í þeirri
merkingu að í textan-
um fari fram línuleg
rökræða heldur eru
ljóðin myndræn fram-
setning á hugmynd
sem þarf ekkert endi-
lega að koma fram í
textanum. Einfalt
dæmi um þetta er smá- „Kristján Karlsson er dálít-
sem !,dagiega kíkkan ið seintekinn höfundur en
fimm“ koma „út á göt- borgar drjúgt fyrir sig ef
una“. Þeir vekja ekki * Jr 6 J' * * J
undrun efþeir eru allt- maður gefur Slg að honum.
af jafn margir en „ef
einum þeirra seinkaði
gripi okkur skelfingin“.
Ort er um samband og samhengi
framandleika og hversdagsleika,
þetta er lítið absúrdleikrit hnoð-
að saman í níu línur. í allnokkr-
um ljóðum er beitt því stflbragði
að slengja saman ólúcum stöðum
á jarðarkringlunni og jafnvel um
leið ólíkum tímaskeiðum; þannig
er íslenskt Qall í kvæðinu Júní-
dagar um leið staður í Ölpunum
þar sem sjálfur Casanova fer um
á leið sinni til kvenna og í kvæð-
inu Orustan við Trafalgar er
spurt hvort dönsk stúlka sjái út
um Pósthússtrætisglufuna „há
skip fyrir Portúgal“, væntanlega
ekki langt ffá Trafalgar. Þetta er
einn athyglisverðasti flöturinn á
bókinni og gaman að velta þessu
fyrir sér; nærtækast sýnist mér að
líta á þettá sem lofsöng til ímynd-
unargáfunnar og þá ljóðagerðar-
innar sem aðferðar til að „sitja
kyrr og samt að vera að ferðast",
einsog þar stendur. Þetta er þó
eflaust einföldun og kannski
rangt hjá mér. í mjög fallegu
■ kvæði frá San Francisco sem
heitir Yerba Buena má segja að
þetta snúist við og veggljós í kop-
arskál er skynjað sem „miðnæt-
ursól í auga Eyjafjarðar“, mynd-
rænt tákngildi uppruna og ætt-
jarðar íslendingsins í útlöndum.
Þótt Kristján komi hér víða við í
aðferð og efni einkennist mynd-
mál hans og stíll hvarvetna af
fágun og stillingu þroskaðs höf-
undar.
Kápan er eftir Jón Óskar og
mjög falleg, minnir á pergament
munstrað með spörfuglum og
gæti þótt hæfa betur Þorsteini
Erlingssyni en Kristjáni Karls-
syni. En sumir spörfuglar eru jú
farfuglar, heimsborgarar á sína
vísu, og einfaldleikinn rímar vel
við klassískan stíl skáldsins.
Kristján Karlsson er dálítið sein-
tekinn höfundur en borgar
drjúgt fyrir sig ef maður gefur sig
að honum.
Jón Hallur Stefánsson
Stórmarkaðs-
froða
ÝMSIR
MINNINGAR2
SKÍFAN
H
KURAN SWING
KURAN SWING
STEINAR
★
IHver kannast ekki við
værðarlegu niðursuðu-
tónana sem vella úr há-
talarakerfum stórmarkaða þar
sem maður ferðast um með körf-
una í stóreygðu innkaupamóki?
Það er vísindalega sannað að þessi
tónlistarlega froða ýtir undir við-
skiptin. Nú hefur Pétur Hjaltested
hannað nýja plötu sem fólk getur
hitað sig upp á heima áður en lagt
er í verslunarleiðangur. Kannski
má líka orna sér við plötuna þegar
heim er komið og því hefði
„Minningar úr Kringlunni 2“ ver-
ið meira viðeigandi nafn. Þessi
froða gengur oft undir nafninu
„Pétur hefurfengið
nokkra vel smurða
sykurbarka til að
syngja oníjukkið. “
lyftutónlist sem passar ekki alveg,
ég man að minnsta kosti ekki eftir
að hafa heyrt tónhst í lyftum hér á
landi. Sumir vilja einnig kenna
ffoðuna við sérrí, því kerlingar fá
sér oft þann drykk þegar þær vilja
hafa þaðhuggulegt eftir búðarráp.
Pétur hefur fengið nokkra vel
smurða sykurbarka til að syngja
oní jukkið. Þetta eru allt ágætar
raddir — á sínu sviði — en flutn-
ingurinn er allhrikalega máttlaus.
Ég hef heyrt meiri tilfmningar úr
öndunarvél. Lögin koma héðan
og þaðan. Þetta eru gamalkunnir
erlendir slagarar fluttir á fullkom-
lega dauðan og tilfinningalausan
hátt. Ég er ekki einu sinni viss um
að „Minningar 2“ auki viðskipti;
fólk mun bara skríða ofan í inn-
kaupavagnana og fá sér blund.
Það þarf meira en sérrí ef þessi
plata á að ganga í fólk með fullri
meðvitund.
Kuran Swing, með Szymon
Kuran fiðluleikara í broddi fýlk-
ingar, spilar líka hálfgerða stór-
markaðsfroðu. Þeim félögum
gengur þó betur en Pétri Hjalte-
sted og hans fólki að sannfæra
hlustandann um að þeir séu í tölu
lifenda. Lögin eru án söngs og
Szymon, Ólafur Þórðarson, Björn
Thoroddsen, Magnús Einarsson
og Þórður Högnason eru allir fær-
ir menn á órafmögnuðu strengja-
hljóðfærin sín. Þeir sækja í
slagarabankann, en velja íslensk
lög, ólíkt Pétri. Hæpið er að tala
um „funheitar“ útsetningar eins
og gert er á umslaginu, nær væri
að segja að hér væri „hálfvolg"
plata, því sjaldan verður maður
var við áreynslu og kraft í spilir-
íinu. Það örlar á smásvita í „Nökt-
um manni á hlaupum" eftir Ólaf,
en annars líður þessi plata áfram í
áreynslulausum hanastélsanda.
Það eru nítján lög á plötunni,
svo þeir sem \ilja heyra íslensk al-
þýðulög og frumsamda sveiflu í
nettum og „vinalegum“ útsetn-
ingum fá úr nógu að moða. Svei
mér þá ef Kuran Swing gæti ekki
lflca haft góð áhrif á viðslopti stór-
markaðanna.
Gunnar Hjálmarsson