Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 8
B 8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992
BÆKUR & PLÖTUR
Stjömuplötur
Orgill: Orgill
Einn hattur/Japis
★★★★
Hér er komin plata sem kemur virki-
lega á óvart. Þetta er frábær frum-
smíð og án efa ferskasta íslenska
platan í ár. (GH)
Nýdönsk: Himnasending
Skífan •
★★★★
Nýdönsk er hljómsveit sem fer sínar
eigin leiðir. Það sem meira er; þeir
leggja veginn sjálfir um leið og þeir
arka hann. (GH)
Megas: Þrír blóðdropar
Skífan
★★★★
Það er einhver órói í loftinu, einhver
löngun til að gera nýja hluti í tónlist-
inni. Ein af allra bestu plötum Meg-
asar og slagar hátt í Náttkjólana að
fersk- og frumleika. (GH)
Silfurtónar: Skýin eru hlý
Skífan
★ ★★★
Gamalt vín á nýjum belgjum. Ég
mæli eindregið með því að þjóðin
fái sér vænan slurk. Það verður eng-
inn þunnur af Silfurtónum. Vei! (GH)
Ýmsir: Minningartónleikar um
Karl J. Sighvatsson
Steinar
★★★★
Samverkamenn kveðja á heiðarleg-
an hátt, hver með sínu nefi, og er
þessi kveðja snillingnum Karli sam-
boðin. (GH)
Saktmóðígur: Legill
★ ★★★
Það er varla hægt að lýsa Saktímóð-
ígum með orðum svo vel sé, runa af
upphrópunarmerkjum væri næst
lagi. (GH)
Ýmsir: Sódóma Reykjavík
Skífan
★★★
Sódóma er fyndnasta íslenska bíó-
mynd sem gerð hefur verið og tón-
listin úr myndinni ætti einnig að
koma öllum í gott skap; hún er virki-
lega skemmtileg. (GH)
Sálin hans Jóns míns: Þessi
þungu högg
Steinar
★★★
Þetta er popp, þótt það sé rokkaðra
en áður, og platan geymir fullt af
skemmtilegum lögum, smellum,
sem er það eina sem maður biður
um frá hljómsveit eins og Sálinni.
(GH)
Ragnhildur Gísladóttir:
Rombigy
Skífan
★ ★★
Textarnir og myndirnar sem hún
bregður upp eru kvenleg, oft trega-
blandin um tapaðar orrustur á víg-
velli ástarinnar. (GH)
Bubbi Morthens: Von
Steinar
★★★
Það er bara einn Bubbi og á meðan
hann gerir jafn skemmtilegar, kraft-
miklar og heilsteyptar plötur og Von
þarf hann ekki að óttast um kon-
ungsríkið. (GH)
Sororicide, In memoriam og
Strigaskór nr. 42: Apocalypse
Skífan
★★★
Ef þú ert harmonikkuaðdáandi
skaltu ekki verða þér úti um þessa
plötu. (GH)
Stilluppsteypa: Gallerý Krúnk
★★★
Stilluppsteypa spilar stökkbreytt
pönk, nokkuð ferskt og mjög
skemmtilegt. (GH)
Rúnar Júlíusson: Rúnar og Otis
Geimsteinn
★★★
Skemmtileg stuðplata og hress á
sinn fullkomlega heiðarlega hátt.
(GH)
Paul & Laura: llmvatnajökull
★★★
Einfalt, milt og skemmtilegt rólynd-
ispopp. (GH)
Jet Black Joe: Jet Black Joe
Steinar
★★★
Hljómsveitin hefur ekki enn fundið
sinn sanna tón; hún er enn að leita,
en ég heyri ekki betur en stutt sé í
þann tón. Ein besta frumsmíð sem
heyrst hefur lengi í íslensku rokki.
(GH)
Gildran: Gildran
Steinar
★★
Lögin rísa ekki upp úr eldstó meðal-
mennskunnar. Þar liqgur Gildru-
hundurinn einmitt grafínn. (GH)
Bleeding Volcano: Damcrack
Mysa/Japis
★★
Það er margt ágætlega gert á
Damcrack, en síendurteknir frasar
og einhæfni henda þessari plötu þó
í miðjuflokk. (GH)
Sykurmolarnir: It's It
One Little Indian/Japis
★★
Kannski hefði útkoman átt að heita
„Hooked on Sugarcubes" því á köfl-
um minnir platan á „Hooked on
Classics"-plötuflokkinn þar sem takt-
föstum danstakti var bætt í ýmis
klassísk verk. (GH)
Dagur í Dyflinni
„ Textinn er snarpur áfallegu og kjarnmiklu
máli, Sigurði tekst mjög vel að stíla snaggaraleg
símskeyti vitundarinnar ogfer á kostum í skop-
stcelingunum. Orðaleikjaþrautirnar leysir hanti
hverja áfœtur annarri einsog ekkert sé. “
JAMES JOYCE
ÓDYSSEIFUR, FYRRA BINDI
MÁLOGMENNING, 1992
★★★★
Ódysseifur er bókin sem
allir vildu lesið hafa. Ár-
um og áratugum saman
gengur áhugafólk um bókmenntir
með lítinn svartan blett á sam-
viskunni merktan þessari frægu
skáldsögu og spyr hvað annað
þegar Ulysses ber á góma: Hvað
komstu langt? Ein af ástæðunum
fyrir því hvað okkur hefur gengið
erfiðlega að komast í gegnurn
bókina er að við erum ekki jafn
flink í ensku og við höldum: þótt
sagt sé að umtalsverður hluti af
enskumælandi fólki noti alltaf
færri og færri orð, án þess þó að
tala minna, þá held ég mig fara
rétt með það að enskan sé það
tungumál sem inniheldur flest orð
af öllum málum. Og James Joyce
notar eins mörg af þeim og hann
mögulega getur í Ódysseifi, það
held ég sé ljóst. Nú er sú torfæra
úr sögunni fram í miðja bók með
þessari prýðilegu þýðingu Sigurð-
ar A. Magnússonar á fyrstu þrett-
án köflunum.
í grófum dráttum lýsir Ódys-
seifur 'flandri tveggja manna um
Dyflinni júnídag einn árið 1904.
Þeir hugsa mikið og hitta marga
en þetta er enginn örlagadagur í
lífi þeirra að öðru leyti en því að
þeir kynnast hvor öðrum, í fjór-
tánda kafla. Leopold Bloom er
þrjátíu og átta ára auglýsingasafn-
ari af gyðingaættum, kvæntur
maður en konan hans hefur ekki
sofið hjá honum í tíu ár; hann
heldur sig að heiman þennan dag
af því að hann veit að írúin á von á
elskhuga sínum, Blazes Boylan,
manni sem Bloom fyrirlítur.
Stephen Dedalus er tuttugu og
tveggja ára gamalt skáld sem í
fyrsta kafla sögunnar vaknar eftir
erfiða nótt í turni einum þar sem
hann hefur búið ásamt tveimur
öðrum ungum mönnum; hann
yfirgefur staðinn með þeim ásetn-
ingi að koma ekki þangað aftur.
Þessir menn eru báðir andlegir út-
lagar í því samfélagi sem sagan
gerist í, það er forsendan fyrir því
að Joyce dregur hliðstæðu milli
þeirra og feðganna Ódysseifs og
Telemaldcosar úr kviðu Hómers
og heldur síðan áfram og skrifar
hvern kafla með hliðsjón af ein-
hverju atviki eða persónu úr
Ódysseifskviðu.
Skáldsagan Ódysseifur er fræg-
ust fyrir „stream of conscious-
ness“-aðferðina, fyrir að vera fyrst
sagna til að skrá linnulaust muldr-
ið í sál mannsins, það sem við
röflum í huganum; að vísu mun
hún ekki hafa verið fyrst en hvað
bókmenntasögulegt mikilvægi
varðar var hún samt fýrst. Textinn
hleypur milli frásagnar og hugar-
flæðis án þess að það sé afmarkað
á grafískan hátt en lesandinn veit
þó yfirleitt alltaf í hvorum fasan-
um hver setning er, stíll hugans er
símskeytalegri og alltaf í nútíð eða
skynjaður útfrá núinu meðan texti
sögumannsins er tímalaus og þótt
hann sé víða sérviskulegur er
hann almennt nær því sem við
getum kallað hefðbundna frásögn.
Sögumaðurinn er reyndar ekki
einhamur en reglan er sú að við
fáum engar upplýsingar frá hon-
um um ytra útlit eða forsögu
fólksins í bókinni, hvað þá skoð-
anir um persónuleika þess. Sam-
tölin í bókinni eru að því leyti til
raunhæf, óskáldsöguleg, að ekki
eru byggðar inn í þau upplýsingar
sem þátttakendur samtalsins búa
yfir en lesandinn ekki, okkur er
látið eftir að uppgötva smám sam-
an um hvað er verið að tala einsog
við værum að hlera samtöl fólks
sem við þekkjum ekki; eitt ein-
kenni sem nefna má til viðbótar
kemur fram í áðurnefndum ham-
skiptum sögumannsins, hann
breytir víða um stíl og skiptir þá
yfir í skopstælingar á hinum og
þessum tegundum texta, stund-
um er yfirbragð og andi frásagn-
arinnar í hrópandi ósamræmi við
efnið sem lýst er. Þetta er erfiður
texti við fyrsta lestur en maður
lærir á hann og heillast af honum;
ég notaði reyndar leiðarvísi til að
gera mér léttara fýrir og ég held að
það sé mjög vænleg aðferð. Þýð-
andinn bendir í formála á 700
blaðsíðna bók, sú sem ég notaði er
allmiklu styttri, eftir Harry Blam-
ires nokkurn, en allra best væri
auðvitað að fá kver á íslensku. Það
er líka góð hugmynd að byrja á
því að lesa smásagnasafnið I Dyfl-
inni sem Sigurður þýddi fýrir tíu
árum.
Þýðingin er einsog áður sagði
hreint prýðileg, eftir því sem ég
best fæ séð. Textinn er snarpur á
fallegu og kjarnntiklu máli, Sig-
urði tekst mjög vel að stíla snagg-
araleg símskeyti vitundarinnar og
fer á kostum í skopstælingunum.
Orðaleikjaþrautirnar leysir hann
hverja á fætur annarri einsog ekk-
ert sé, þar á meðal prentvilluna
góðu sem fjallað var um í slúðurk-
lausu hér í blaðinu fyrir nokkrum
vikum. Erfiðasta þýðingarvanda-
máiið af þeim öllum, vandamál
sem alls ekki er hægt að leysa
nema að hluta, felst í hljómræn-
um eiginleikum textans. Víða í
bókinni, meira í sumum köflum
en öðrum og almest í þeim ellefta,
gengur á með linnulausri skothríð
af samræmdum Jfljóðum, prósinn
er rígnegldur af markvissri niður-
skipan bæði samhljóða (stuðlun
og skyld tækni), sérhljóða (rím,
innrím og skyld tækni) og ekki
síst atkvæða (t.d. með því að
hnappa saman einsatkvæðisorð-
um). Textinn verður þykkur af
ómstríðum söng og minnir á köfl-
um mest á tungubrjóta einsog
Stebbi stóð á ströndu. Oft fletjast
þessir eiginleikar út eða hverfa í
íslenska textanum en Sigurður
sýnir alltaf viðleitni og nær oft
furðugóðum árangri, því betri
sem hann leyfir sér meira á kostn-
að frumtextans. En auðvitað hlýt-
ur alltaf að vera spurning hvort
vegur meira í hverju tilfelli, Jiljóm-
ur eða merking, og ekki alltaf
hægt að varðveita hvort tveggja.
Það er svolítið af kvæðum og
kvæðabrotum í textanum, allt
hljómar það mjög vel. Kápan er
ff ábær, hugmyndin góð og kemur
vel út í ffamkvæmd. Það er sem-
sagt ekkert í veginum fyrir því að
láta draum sinn rætast og lesa
Ódysseif.
Jón Hallur Stefánsson
Ljuflingar
BRUCE CHATWIN
ÁSVÖRTUHÆÐ
MÁL OG MENNING, 1992
★★★★
0Enski rithöfundurinn
Bruce Chatwin dó ung-
ur fyrir þremur árum. Á
Svörtuhæð er eina hreinræktaða
skáldsagan sem hann skrifaði,
hinar bækurnar hans eru hver á
sinn hátt blendingar úr ferðasög-
um, frjálslegri sagnfræði, ævi-
minningum og vangaveltum. Yfir
verkum Chatwins er einhver
undarleg heiðríkja, hann er höf-
undur sem manni þykir ósjálffátt
vænt um og hann platar aldrei.
Það er erfitt að útskýra hvers
vegna Á Svörtuhæð er jafn góð og
hún er. Þetta er sveitasaga sem
snýst um fjölskyldu í Wales, aðal-
söguhetjurnar eru tvíburabræður
fæddir áratug fyrir aldamótin síð-
ustu og áttatíu árum síðar er ann-
ar þeirra dáinn. Á þeim áratug-
um sem sagan spannar gerist
margt en þó fátt sem getur talist
til einstæðra tíðinda: fólk giftist
eða piprar, rífst við nágranna
sína, sættist, fer í stríð eða situr
heima, kemur heirn úr stríðinu,
deyr, nýtt fólk fæðist, vex úr
grasi, giftist... Jú, reyndar er
morð í bókinni en engin spenna í
kringum það. Allir þessir atburð-
ir líða hjá í lygnum straumi orða
og mynda, frásagnaraðferðin er
klassísk og stíllinn tær. Við sog-
umst inn heim bókarinnar og fá-
um á tilfinninguna að tíminn
standi kyrr um leið og hann þýt-
ur hjá, lífið er röð af ljósmyndum
sem þyrlast gegnum hugann.
Þessa tilfinningu kallar höfund-
urinn fram, meðal annars, gegn-
um það stílbragð að láta frásögn-
ina vera eina stóra endursýn,
bókin hefst á því að tvíbura-
bræðrunum er lýst sem gömlum
mönnurn, síðan er stokkið
áreynslulaust áttatíu ár aftur í
tímann, gömul brúðkaupsmynd
ber okkur aftur til upphafsins
þegar foreldrar bræðranna kynn-
ast. Inni í þessari stóru endursýn
eru svo mörg minni stökk hvert
með sínu endurliti. Þetta minnir
svolítið á tækni García Marquez-
ar og annað sem fær mann til að
hugsa um Hundrað ára einsemd
er sú tækni að segja fyrirvaralaust
frá óvæntum atburðum í einni
látlausri setningu, gjarnan aftast í
kafla.
Tvíburarnir eru heillandi per-
sónur, þeir og sambandið þeirra
á milli er það eina í sögunni sem
getur talist dularfullt, óvissuþátt-
urinn í þeim kyrra heimi sem
sagan lýsir. Æviferill bræðranna
er burðarásinn í skáldsögunni en
í kringum þá er mikið safn af
ótrúlega lifandi persónum, Chat-
win er meistari í þeirri vanda-
sömu list að blása lífi í fólk á
pappírnum og sannfærir okkur
um að þessar manneskjur hafi
allar verið tfl. Hann þarf ekki að
segja mikið til að segja mikið:
„Hún var góð kona sem vonaði
að veröldin væri ekki eins slæm
og allir sögðu." Þarna er reyndar
komið að atriði sem skilur Á
Svörtuhæð frá mörgum skáld-
sögum sem fylgja raunsæishefð-
inni einsog henni hefði aldrei
verið kastað fyrir róða. Ég á við
ákveðna sparsemi, samþjöppun
merkingar, stíllinn er ekki bara
tær heldur líka knappur og höf-
undurinn veit nákvæmlega hve-
nær er betra að tala um eitthvað
annað en það sem máli skiptir.
Dæmi um slíkt er að þegar sagt er
frá dauða móður bræðranna vit-
um við ekki hvort hún er sofnuð
eða dáin fýrr en daginn eftir:
;,Um morguninn hengdu þeir
svart krepefni yfir býflugnabúin
til að skýra býflugunum frá því að
hún væri farin.“ Vel á minnst: í
þessari bók eru einhver eftir-
minnilegustu andlát sem ég hef
lesið, við hvert dauðsfall finnur
höfundurinn nýja leið til að
snerta í manni hjartað.
Þýðing Árna Óskarssonar er
rnjög góð, hann býr til stíl sem ég
held að sé hárréttur og það vottar
ekki fýrir slæmri íslensku. Sá sem
njósnar í frumtextann kemst að
tvennu. Annað er að flest fólkið í
bókinni talar bullandi mállýsku
sem setur skemmtflegan lit á sög-
una, lit sem hverfur, því í þýðing-
unni taia allir sömu klassísku ís-
lenskuna. Við þessu er ekkert að
gera. Hitt er að enski textinn er
víða snarpari en sá íslenski, Árni
leysir alltaf vandamálin en hefur
tilhneigingu til að lengja eða fletja
út meitlað orðalag. Dæmi um
það síðarnefnda er þegar augu í
stúlku eru sögð „skærari en sól-
in“ í íslenska textanum, fallega
orðað en ekki næstum því jafn
hnitmiðuð mynd og augun sem
„seemed to outglare the sun“ í
frumtextanum. Kápan er eftir
Robert Guillemette og alveg ágæt.
Jón Hallur Stefánsson
Leitin að upp-
runanum
AMYTAN
LEIKUR HLÆJANDI LÁNS
BJARTUR, 1992
★★★
OÞessi skáldsaga er byggð
upp af sextán noldcuð
sjálfstæðum þáttum
sögðum af sjö sögukonum, átt-
unda konan er nálæg í fjarvist
sinni því dauði hennar er kveikjan
að frásögninni. Þetta er saga fjög-
urra kínverslcra kvenna sem flytja
til Bandaríkjanna, og fjögurra
dætra þeirra. Sögur þeirra eru
ekki samfléttaðar í sjálfu sér, það
sem tengir konurnar er að mæð-
umar eru vinkonur og meðlimir í
nolckurs konar átthagafélagi,
Klúbbi hlæjandi láns, eða The Jóy
Luck Club einsog bæði klúbbur-
inn og bókin heita á ensku. Meg-
instefið sem heldur þráðum frá-
sagnarinnar saman er spurningin
urn menningararf: kínversku
mæðurnar sem verða að laga sig
einhvern veginn að landi tækifær-
anna og bandarísku dæturnar
sem verða að ná sambandi við
kínverska upprunann til að verða
heilar manneskjur. Það er mikið
af góðum sögum og sitúasjónum í
þessari bók og þær fléttast saman
í heillandi heild, við kynnumst
mannlífi og aðstæðum sem okkur
eru framandi og jafnvel sá kunn-
uglegi heimur amerískrar milli-
stéttar sem dæturnar lifa og hrær-
ast í kemur okkur fyrir sjónir í
nýju ljósi. Ég veit ekki hvort það
er galli eða kostur en tilfellið er að
maður ruglar persónunum svoht-
ið saman, kannski vegna kín-
versku nafnanna; þetta tryggir
auðvitað virkan lestur því maður
er sífellt að gá í listann fremst,
hver hefur sagt hvaða sögu og
hver er dóttir hverrar, en þegar
upp er staðið verður niðurstaðan
sú að persónumar eru ekki mjög
afgerandi, þær em hver með sín-
um hætti tilbrigði við tvær frum-
myndir, Kínversku Móðurina og
Bandarísku Dótturina.
Textinn er mjög vel skrifaður,
„Þetta er kröftugur
texti hjá honum en
víða vantarþó
þennanfrœga
herslumun uppá að
setningarnar smelli
í sínar hárréttu
stellingar. “
tónninn hæfilega mitt á milli þess
að vera hugljúfur og sár og bygg-
ing bókarinnar er mjög snjöll: sag-
an er í fjórum hlutum, hver hluti
er fjórar frásagnir, fýrsti hlutinn er
brot úr æsku hverrar móður, ann-
ar brot úr æsku hverrar dóttur, sá
þriðji sýnir hvernig dæturnar hafa
klúðrað lífi sínu, einsog við gerum
flest að einhverju marki, og loka-
hlutinn gægist aftúr inn í líf
mæðranna, lýkur sögu þeirra sem
um leið getur orðið vegur dætr-
anna til sjálfsskflnings. Tengiliður
og óbein vitundarmiðja bókarinn-
ar er staka dóttirin og í seinustu
frásögn bókarinnar fýlgjumst við
með henni með pabba sínum í
táknrænu ferðalagi til Kína til
fundar við týndar systur.
Þýðinguna gerir Rúnar Helgi
Vignisson. Þetta er kröffugur texti
hjá honum en víða vantar þó
þennan fræga herslumun uppá að
setningarnar smelli í sínar hár-
réttu stellingar. Það munar oft svo
litlu en munar samt. Kápan er
mjög falleg, gerð af Kristínu
Ómarsdóttur og Snæbirni Arn-
grímssyni.
Jón Hallur Stefánsson