Pressan - 17.12.1992, Qupperneq 12

Pressan - 17.12.1992, Qupperneq 12
FMj£UDAGURP£CSSANRDESEMBER1992 B Æ K U R & PLÖTUR B 12 Ferill Þorsteins frá Hamri og nýja bókin hans LEYSINGAR ÞORSTEINN FRÁ HAMRI SÆFARINN SOFANDI IÐUNN, 1992 ★★★★ BÞorsteinn frá Hamri er skáld sem breytist hægt og sígandi. Það er mjög mikil samfella í öllu hans höfund- arverki, hann tekur ekki fyrir ákveðin viðföng í hverri bók og lýkur við þau heldur ganga stefin, myndimar og íhugunarefni langs- um eftir ferli hans, skjóta upp kollinum hér og þar, stundum umbreytt og yfirleitt á einhvern hátt ný. Þetta hefur í för með sér að heildarverk Þorsteins hefur meira gildi en einstakar bækur, hvert verk er mikilváegara sem brot af æviverkinu en sem af- markaður og lokaður merkingar- heimur. Neikvæða hliðin á þessari aðferð er að skáldið á það til að endurtaka sig um of. Þorsteinn er þekktastur fýrir að vera nokkurs konar tengiliður íslenska nútíma- ljóðsins við gamla orðlist og til- veru fyrri alda, að því leytinu til hefur hann dýpstar rætur þeirra núlifandi skálda sem yrkja sam- kvæmt fagurffæði tuttugustu ald- arinnar. Sæfarinn sofandi er reyndar óvenju sparsöm á beinar tilvísanir í þjóðarsögu og bók- menntir, þetta er persónulegasta bók skáldsins síðan Spjótalög á spegil kom út fýrir tíu árurn og sú besta líka, að mínu áliti. Spjótalög á spegil er sú af bók- um Þorsteins sem mestu skilin hefur markað á ferli hans. Ef und- anskildar eru tvær fyrstu bækur hans þar sem hann er að leita að rödd sinni þá var hann fram að Spjótalögunum fyrst og fremst til- vistarskáld sem orti fyrir munn okkar allra, upplifði vá og glamur tímanna og leitaði að menningar- legum rótum „sem fslendingur", ekkert frekar sem Þorsteinn Jóns- son frá Hamri. Ég á ekki við að til- finningarnar sem er að finna í ljóðunum hafi ekki verið sannar, þvert á móti; við getum kallað þetta einkenni á ljóðlist Þorsteins hlédrægni, þó væri öllu nær að kalla það samkennd. Með Spjóta- lögunum birtist hann sem ber- skjaldaður einstaklingur, orti um þjáningu, ugg og einangrun, gekk nálægt sjálfum sér og komst með því nær okkur lesendunum, sem erum einstaklingar líka. Eftir þá bók hefði maður getað haldið að orðið „ég“ hefði fengið algjörlega nýja merkingu í bókum Þorsteins, en það reyndist ekki vera. f næstu ljóðabók sinni, Nýjum ljóðum, nýtti hann sér reyndar áunnið frelsi til að vera einskis fulltrúi en orti líka ljóð í sínum gamla anda, heimsósómakvæði og sjálfshæðin ljóð sem reynast vera skot á les- andann. Svipað gildir um þær tvær bækur sem á eftir komu, Urðargaldur og Vatns götur og blóðs, þar er farið bil beggja, ljóð- in eru ýmist almenn eða einstök, sprottin af umhugsun eða upplif- un. Kannski eru þessir pólar í ljóðum Þorsteins að nálgast núna, gegnum nýja tegund af ópersónu- leika, nýjan mannlegan samnefh- ara sem ég veigra mér við að kalla trúarlegan en veit þó að hefúr eitt- hvað með eilífðina að gera, eilífð- ina og tímann. Þorsteinn orti áður um skynjun mannsins á þeim tímum sem hann lifði, nú virðist hann stefna í þá átt að yrkja um grunnþætti tilverunnar, um tím- ann og skynjunina. Silja Aðalsteinsdóttir hefur í rit- dómi um Vatns götur og blóðs bent á dulhyggjuna sem er að finna í þeirri bók, ákveðna löngun til að opna hliðin fýrir hinu yfir- skilvitlega í Iífinu; ég held að þennan nýja þátt í ljóðheimi Þor- steins megi auðveldlega rekja aft- ur til Nýrra ljóða og eflaust lengra aftur; ef út í það er farið má heyra einhverjar slíkar hugmyndir óma í nöfnum þriggja síðustu bóka Þor- steins: Urðargaldur, Vatns götur og blóðs, Sæfarinn sofandi, þetta eru allt svolítíð dulúðug nöfn, meðan nöfn einsog Veðrahjálm- ur, Fiðrið úr sæng Daladrottning- ar og Spjótalög á spegil eiga skáld- skapargildi sitt að þakka öðrum eiginleikum. Nokkur lykilhugtök í þeim yfirskilvitlega þræði sem Þorsteinn virðist vera að flétta inn í verk sitt gætu verið „eilífðin í hinu hverfúla andartaki“, „skáld- skapurinn sem leið til að sigrast á ofúrafli tímans" og í framhaldi af því einhvers konar „nýtt vor lífs- ins“ sem virðist hilla undir í litlum vitrunum þegar skynjunin og sköpunin hefja manninn upp fýrir þann þungbæra veruleika sem skáldið Þorsteinn hefúr aldrei gert tilraun til að fegra. Strax í Nýjum ljóðum er Þorsteini hugleikinn máttur ljóðsins yfir tímanum: „Þú sest við að yrkja og þú verður lítill drengur" — og í öðru ljóði um ljóð í Urðargaldri lýsir hann leiðslu hins yrkjandi skálds sem stundarkorn er statt „í ómvana tómi þarsem ekkert bærist né líð- ur“ og í þessu ástandi er hann „gagntekinn grufli um tímann — hvort hann sé til“. Annars vantar ekki að til mótvægis þessum upp- Ijómunum sálarinnar, sem Þor- steinn, trúr sínum háttum, tæpir mjög varlega á, komi angurvær vissa um fánýti þeirra, hve von- laust það sé í rauninni að „sigla utan við andrá sína“. Skáldið gleðst ekki einsog mystískir höf- undar yfir samneyti við almættið í einhverri mynd heldur undrast að „þrátt fyrir allt“ er eitthvað sem birtist manninum á hverfulum andartökum, eitthvað sem hefur hann upp yfir jarðbundna mennsku sína um leið og það opnar einhverslags undirgöng milli fortíðar og nútíðar. í Sæfaranum sofandi er hún til staðar vonglöð vitneskjan um þessi andartök, því þótt skáldið eigi „hálft um hálft í vændum að verða lostinn, af loftanda kannski, í hnakkann“ kemur það oftar fýrir í þessari nýju bók Þorsteins að það sem lýstur hann sé glampandi fortíðin, ekki í líki minninga held- ur í einskonar dulrænni endurlif- un. f þessu sambandi má hafa yfir einkennisorð fýrsta hlutans: „Mig gildir einu hvaðan ég legg upp: ég kem þangað aftur,“ tilvitnun í Grikkjann Parmenídes sem Þor- steinn lætur rætast í tíma frekar en rúmi. í ljóðinu Stjörnu undrast skáldið til að mynda að fá að sjá aftur stjörnuna sem „tindraði forðum í tæmdu nóvemberglasi“, sjá hana „hvert sem hann lítur“ og það „án glasa“ nú „árum síðar, í aprílhörkunum" — hefðbundn- um tákngildum árstíðanna er snúið við, því þvert gegn lögmáli tímans er vor lífsins komið til skáldsins. f öðru ljóði felur síð- degið í sér „augu síðan áður laungu og jafn tær sem þá“ og í þessum augum rís upp úr „týndri gröf‘ sinni „þrenning sýknar, leit- ar og leikja". Þetta er ekki endurlit heldur upprisa barnæskunnar. f ljóði um „ævirnar" gerir Þor- steinn meir að segja létt grín að vangaveltum sínum um afstætt eðli tímans, ævirnar sem „falla í manns hlut“ eru allar bráðlifandi og rífast um yfirráðin eða athygl- ina, en þegar skáldið læsir þær inni, afmarkar sig við núið, finna gestir að eitthvað vantar upp á að gestgjafinn sé heima og eru fljótir að láta sig hverfa. Endurkoma hins liðna tengist á margvíslegan hátt mest áberandi tákni bókarinnar, sem er vatn, sérstaklega rennandi vatn; sjórinn er líka nálægur en gegnir öðru hlutverki, tengist huglægum sigl- ingum. Þorsteinn hefúr oft ort um vatn, stundum um læki og ár sem tákn ævinnar, einsog í framhaldi af vísuorðunum frægu um ósinn og uppsprettuna. Hér er tákngild- ið hvergi svo einfalt og í nokkrum af áhrifamestu ljóðum bókarinnar er vatnið leysingavatn. ís og snjór eru hefðbundin tákn dauða, merkisberar vetrarins, og iðulega í ljóðum Þorsteins hefur verið hægt að líta á frosið vatn og snjó sem tákn andlegs dauða og þunglynd- is, en hann hefúr líka beðið skafla að geyma minningar, varðveita þær í frosnum tíma. f bjartsýnni ljóðum Sæfarans sofandi finnst manni að dauður tími hafi bráðn- að og flæði nú að skáldinu; leys- ingarnar í ljóðinu „Óp úr flóðinu“ eru ekki hættulausar, það er „tví- sýnt um líf‘ þegar „eining þúsund leysingarlækja“ brýtur niður „virkið hlaðið úr heift og sorta“ og flæðir yfir „ósána akra þíns hjarta“, en þegar vatnið „sígur í sólþyrsta jörð sálar þinnar“ fer ffam einhver endurnýjun lífdaga, þungum krossi er létt af jörðinni og Þorsteini finnst óhætt að segja „vertu nú hraustur!" einsog Jónas í Alsnjóa. Sá „þú“ sem skáldið ávarpar þarna og víðar 1 bókinni er hann sjálfur, ópersónugerður um eitt stig, hann sjálfúr en alveg eins einhver annar; maður gæti haldið að Þorsteinn væri þama að yrkja fyrir hönd annarra á sinn gamla máta en ég held að svo sé ekki: hér er kveikjan einstaklings- bundin upplifún sem lesandanum er boðið að taka þátt í, áður reyndi Þorsteinn að tjá sameiginlega reynslu eða gildi sem hann tók á sig einsog kross eða veifaði einsog fána. En vamið getur líka tekið á sig eindregnari mynd lífshættunnar, einsog fljótið í ljóðinu „Það“ sem torveldar leit mannsins, kemur í veg fýrir að hann nái sambandi við þann sem á með honum sam- eiginlegan mennskan kjarna, ónefnanlegt „það“ sem er „í manni, inni í manni, lítið og fer með löndum“; hið ógnvænlega fljót í því ljóði vonast eftir mann- eskju að gleypa, hljóðar og muldr- ar til skiptis: „Manninn vantar!" sem mun vera tilvísun í orð manndrápsfljóts úr þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Ég er stutt kominn með bókina, enda svosem ekki von á öðru. Hún er ekki mjög löng en af því að Þorsteinn yrkir einsog ég sagði áð- ur ekki lokaðar bækur þá er margt í henni. Þetta er þunglyndislegra verk en hér kemur ff am, til dæmis fjallar titilljóðið um sæfara sem hefur sofnað í öruggri höfn en vaknar á reki í óreiðu „blóðugs hafs“ og finnur að það er „tóm til að spyrja" en „um seinan að svara“. Þarna og víðar er haldið áffam hugleiðingum um hverfúl- leika lífsins, áberandi í Urðar- galdri. Það bregður aðeins fyrir ádeilu á yfirborðsmennsku, en þó blessunarlega lítið: Þorsteinn er held ég búinn að segja allt sem þarf um það efni og nóg að tæpa á því einsog hér. Einstaka kvæði er mér óskiljanlegt, einsog oft áður í bókum Þorsteins. Ég er reiðubú- inn að taka á mig sökina á því en grunar samt að skáldið eigi hana að einhverju leyti sjálft. Þetta er ekki merkingarfælni nútímahöf- undar heldur ofdul dróttkvæða- skálds. Þorsteinn skrifar alltaf fal- legan texta, það vita þeir sem ein- hvern tímann hafa gluggað í fýrri bækur hans, og Sæfarinn sofandi er engin undantekning þar á. Stíll hans nær gjarnan að sameina há- tíðleika og einlægni einsog prúð- búinn sveitamaður um jól, en úfn- ar svo allur og harðnar þegar kaldhæðnar hugleiðingar sækja á skáldið. Hér er ástríðuþunginn meiri en oft hefúr verið og fátt um hina hvassari drætti. Bókin er skemmtilega þung í hendi, einsog til merkis um að orðin 1 henni séu fjarri því að vera léttvæg, en skýringin er nú víst sú að pappírinn er satt að segja í þykkara lagi. Uppsemúig og hlut- föll eru alveg einsog þau eiga að vera og á kápunni er fallegt mál- verk eftir Jóhannes Geir. P.S. Ég hef leyft mér að snið- ganga línuskiptingar í ljóðabrot- unum hér að ofan. Ég vona að skáldið og aðrir fyrirgefi mér þá aðferð. Jón Hallur Stefánsson Verk Þorsteins frá Hamri UÓÐ í svörtum kufli, 1958 ★★ Það er rómantískur og ofurlítið þunglyndislegur blær yfir þessari fyrstu bók ungs höfundar. Flest kvæðin styðjast við hefðbundna hætti og tök skáldsins á þeim eru þegar óaðfinnanleg. Tannfé handa nýjum heimi, 1960 ★★ Ýmsar tilraunir. Hér leggur Þor- steinn grunninn að stílblöndu sem hefur dugað honum síðan: stuðluð Ijóð og léttrímuð í bland við frjáls- ari hætti og prósaljóð. Lifandi manna iand, 1962 ★★★ Útlínur skýrast. Frá rómantískum bakgrunni sker sig tilvistarskáld. Þorsteinn yrkir um vegferð manns- ins ,á viðsjárverðum tímum". Langnætti á Kaldadal, 1964 ★★★★ Athvglin beinist nú fyrst og fremst að íslendingnum, skáldið yrkir fyrir hönd okkar allra, rannsakar kjarna íslenskrar tilveru gegnum sjálfan sig og tungumálið. Jórvík, 1967 ★ ★★ Eðlilegt framhald. Vegferð hins ís- lenska manns tengist baráttu, nær- tæku stefi á þessum árum. Siðferð- isleg gagnrýni þyngist en verður aldrei klén, Þorsteinn talar aldrei niður til samferðamanna sinna. Nokkuð um þjóðleg minni, og reyndar biblíutilvitnanir. Veðrahjálmur, 1972 ★★★ Markvissari notkun á tilvitnunum í gamlar íslenskar bókmenntir og sögu. Skáldið horfir á nútímann í Ijósi gamalla minna, vitnar um nið- urlægingu og reisn mannsins með vísun til sögu og landslags. Fiðrið úr sæng Daladrottning- ar, 1977 ★ ★★★ Ein frjóasta bók Þorsteins. Hér leitar hann mannsins gegnum þjóðsög- una, einsog nafn bókarinnar bendir til, en þó fy^st og fremst gegnum landslagið. Niðurstaðan er hlýlegri en áður. Einnig finnur Þorsteinn leið til nýrrar og persónulegri sjálfs- tjáningar, m.a. gegnum meta- póesíu, Ijóð um Ijóðagerð. Spjótalög á spegil 1982 ★ ★★★ Hér er sjálfstjáningin lausbeislaðri, skáldið er einskis fulltrúi. Athyglis- vert er að um leið tekur Þorsteinn stífar í bragtaumana. Ljóðasafn, 1984 ★ ★★★ Átta bækur. í þeim öllum eru frá- bær Ijóð, aðeins mismörg í hverri. Nýljóð, 1985 ★ ★★ Blanda af persónulegum Ijóðum og hugleiðingum um eðli manns- ins og tímanna. Sá menningarlegi uppruni sem skáldið fjallar um tengist nú meira æskuminningum. Urðargaldur, 1987 ★ ★★★ Heilsteypt verk þar sem hið ein- staka og hið almenna eru í góðu jafnvægi. Vitundin um hverfulleika lífsins er hér áberandi stef. Ljóð og myndir, 1988 með Tryggva Ólafssyni Vatns götur og blóðs, 1989 ★★★ Skáldið spinnur áfram ýmsa þræði. Blönduð bók og mikil gerjun í henni. PRÓSI Skuldaskil, 1963, þættir ★ ★★ Pottþétt efni. Himinbjargarsaga eða Skógar- draumur, 1969, skáldsaga ★★ Frumleg saga af grein óráðsbók- mennta en einum of þvælin. Möttull konúngur eða Cater- pillar, 1974, skáldsaga ★★★ Besta skáldsaga Þorsteins, textinn fallegur og sagan skýr þegar upp er staðið. Haust í Skírisskógi, 1980, skáld- saga ★ ★ Skringiíeg saga ofin úr mörgum. Persónur of rýrar og söguþráður of flöktandi til að hún vindi almenni- lega upp á sig sem skáldsaga en það er gaman að lesa þessa bók og sumum finnst hún frábær. Ætternisstapi og átján ver- menn, 1987, þættir ★ ★★ Tilvalin bók fyrir þá sem hafa hing- að til fúlsað við þjóðlegum fróðleik. Næst geta þeir snúið sér að Jóni Helgasyni. Hallgrímur smali og húsfreyjan á Bjargi, 1990, söguþáttur ★ ★★★ Langur þáttur og eftirminnilegur, stíllinn einsog best verður á kosið.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.