Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRtSSAN 21. JANÚAR 1993 7 „Spillingarmála Sighvats á Vestfjörðum orðin sjö SPORSIUR Dli REDDINCAR / ■ ■ ar. Vélsmiðjan Þór fór á höfuðið, en Sighvatur gerði Gest að ráðs- manni á meðferðarstöðinni að Sogni í Ölfusi. Enn hefur verið deilt á Sighvat vegna viðskipta hans við flokks- bræður af Patreksfirði. í öðru málinu stóð Sighvatur fyrir kaup- um á einbýlishúsi Ágústs Péturs- sonar, án þess að Patreksfirðing- um og öðrum kunnugum þætti alveg ljóst í hvaða tilgangi átti að nota það hús. Einnig komu upp gagnrýnisraddir þegar Sighvatur réð Patreksfirðinginn LeifBjama- son sem bílstjóra sinn um leið og ríkið tók fbúð hans á leigu._____ Sigurður MárJónsson Deilurnar um sjúkrahúsið á ísafirði eru einn kaflinn enn í meintri spillingarsögu Sighvats og ísafjarðarkrata. Ákvörðun Sighvats Björgvins- sonar heilbrigðisráðherra um að hafna lægsta tilboði í lokaáfanga byggingar sjúkrahúss á ísafirði hefur valdið verulegum titringi í stjórnkerfinu og ekki síður vestur á fjörðum, þar sem litið er á málið sem enn einn kaflann í spillingar- sögu Sighvats og fámenns hóps flokksbræðra hans þar. Hvert málið á fætur öðru þessu líkt hef- ur komið upp á undanförnum ár- urn og koma sömu nöfnin við sögu íþeim flestum. Þegar Sighvatur tilkynnti ákvörðun sína vísaði hann í það álit byggingadeildar ráðuneytis síns, að sá verktaki, sem lægst bauð, væri ekki nógu traustur til að fá verkið. Ekki kom ffam rök- stuðningur deildarinnar fyrir þessari skoðun og ættu þó að vera hæg heimatökin, enda er deildin aðeins einn maður, Baldur Ólafs- son, gamall kunningi og sam- starfsmaður Sighvats frá Isafirði. Hann varð deildarstjóri yfir bygg- ingadeild — sjálfum sér — árið sem Sighvatur varð ráðherra. Hann er menntaður vélvirki, en kenndi áður við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi, hóf störf hjá fjár- málaráðuneyti árið 1987 og vann síðar hjá Innkaupastofnun. BJARGVÆTTURIN BALDUR Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldur kemur nálægt krötum og opinberum byggingum á fsafirði. Fyrir nokkrum árum voru byggð- ar þar svokallaðar Hlífaríbúðir, sem voru verndaðar þjónustu- íbúðir fyrir aidraða. Afar illa tókst til við fjárhagslega framkvæmd þess verks og virtist sem bæjar- sjóður yrði fyrir verulegum ijár- hagslegum skakkaföllum. Á þess- um tíma var Sighvatur formaður fjárlaganefndar Alþingis og kratar sem áður áhrifamiklir í bæjar- stjórn fsafjarðar. Til að koma íbúðunum upp og til bjargar bæj- arsjóði snaraði ríkið fram nokkr- um tugum milljóna og var „fram- kvæmdastjóri“ Sighvats í því verki Baldur Ólafsson. Kratar á ísafirði voru býsna ánægðir með lausn þess máls og frammistöðu Bald- urs. BJÓÐA NÆSTLÆGST EN FÁ ÞÓ VERKIN Við byggingu Hlífaríbúða gerð- ist það einnig að sá verktaki, sem lægst bauð, fékk ekki verkið, held- ur verktakarnir Eiríkur og Einar Valur, þeir sömu og Sighvatur og Baldur eru sakaðir um að hygla núna. Munurinn á tilboði þeirra og hinu lægsta var sem svaraði tveimur íbúðum, samkvæmt upp- lýsingum PRESSUNNAR. Það sama gerðist við byggingu verkamannabústaða á fsafirði. Þar áttu Eiríkur og Einar Valur næst- lægsta boð, en fengu verkið þrátt fýrir það. Þá var formaður stjórn- ar verkamannabústaða Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða og alþýðuflokksmaður, og forseti bæjarstjórnar Kristján Jónasson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins. Kristján er einnig faðir Einars Vals, annars verktakanna sem urðu fyrir val- inu. LEIGJA OG KAUPA KRATA- HÚSIN Það eru þessir þrír menn, Sighvat- ur, Pétur og Krist- ján, sem kallaðir eru krataklíkan á ísa- firði, reyndar að við- bættum einum, Gesti Halldórssyni. Sumarið 1991 keypti Sighvatur, þá nýorð- inn heilbrigðisráð- herra, raðhúsaíbúð Gests að Urðarvegi 68 á ísafirði. Verðið var sagt „sanngjarnt fyrir Gest“, en hann rak þá Vélsmiðjuna Þór sem stóð mjög illa fjárhagslega. Hugmyndin var að íbúðin yrði læknis- bústaður Þorsteins Jóhannessonar yfir- læknis við sjúkra- húsið. Sjúkrahúsið og Þorsteinn sjálfur voru ákaflega ósátt við þessa ráðstöfun ráðherrans og höfðu bent á annað hús sem þeim Ieist hentugra. Gekk svo langt í þessum átökum að Þorsteinn hót- aði uppsögn sinni. Það varð úr að sjúkrahúsið fékk vilja sínum framgengt, en rætt var um að staðarverkfræðingur Vegagerðar- innar fengi íbúðina ti! ráðstöfun- HANDA FLDKK Sighvatur Björgvinsson „Hver og einn verður að meta spillinguna í þessu“ Sighvatur, þú hefur verið ásakaður fyrir að hygla þínum flokksbræðium í þessu sjúkra- húsmáli? „Ég svara því til að það sé bara hreint rugl vegna þess að það eru margir verktakar á ísafirði sem standa að þessu næstlægsta tilboði og ætli það séu ekki einir öflug- ustu sjálfstæðismenn á staðnum sem eru þar í hópi.“ En forsvarsmenn fyrirtækis- ins eru samt viðurkenndir flokksbræður þinir? „Ég bendi bara á að ég byggði mína niðurstöðu á úttekt bygg- ingadeildar ráðuneytisins og ég vísa á þann mann sem er þar í for- svari, sem er Baldur Ólafsson. Það getur vel verið að hægt sé að ásaka ráðherra fyrir að hann kunni að velja pólitískt en að embættismað- ur geri það er af og frá.“ En er ekki Baldur alþýðu- flokksmaður líka? „Það hef ég ekki hugmynd um. Það hefur aldrei komið ffam.“ En það sem hann veitir for- stöðu — byggingadeild ráðu- neytisins — er þetta „fyrir- bæri“ stofnsett með lögum og reglugerðum? „Það þarf ekki lög um hvernig ráðuneyti eru skipuð — það veistu vel. Lög um stjórnarráð fs- lands gera ekki ráð fyrir því að í heilbrigðisráðuneytinu sé starf- rækt byggingadeild. Hins vegar er um að ræða mann sem var starfs- maður framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins. Hann sérhæfði sig í málefhum heilbrigð- isráðuneytisins sem er umfangs- mesta ráðuneytið og með mjög mikið af byggingastarfsemi hins opinbera á sínum vegum. Það var síðan Guðmundur Bjamason sem réð hann til starfa í ráðuneytinu.“ En ertu ekki með þessu að taka á þig krók framhjá áliti og ráðleggingum Innkaupastofn- unar og fjármálaráðuneytis? „Samkvæmt lögum um skipun opinberra framkvæmda er það al- farið í höndum viðkomandi fag- ráðherra að velja þann verktaka sem hann ætlar að semja við.“ En þú ert að ganga gegn vilja Innkaupastofnunar? „Nei, ég er að ganga gegn ráð- leggingum Innkaupastofnunar sem er bara ráðgefandi aðili.“ Þetta umrædda verktakafyr- irtæki, Eiríkur og Einar Valur, hefur í að minnsta kosti tvö önnur skipti fengið verk, þótt þeir byðu næstlægst, vegna af- skipta alþýðuflokksmanna, að því er sagt er fyrir vestan. Er þetta rétt? „Við höfðum ekkert vald á því. í báðum tilvikum var Sjálfstæðis- flokkurinn í meirihluta. Ég þekki ekkert til þessara mála og sé það rétt að þeir hafi verið ráðnir verk- takar þótt þeir hafi boðið næst- lægst þá er það gert af meirihluta sjálfstæðismanna á staðnum." En það var þó óumdeilan- lega þín ákvörðun að kaupa hús Gests Halldórssonar á ísa- firði? „Það var ekki mín ákvörðun vegna þess að heimildir til kaupa á húsnæði voru veittar fjárlaga- nefnd öfugt við það sem gerist í þessum dæmum um samninga við verktaka. Þær eru í höndum viðkomandi fagráðherra." En var húsið ekki keypt sem læknisbústaður fyrir sjúkra- húsið? „Jú, en það var ákvörðun fjár- málaráðherra. — Og hann ræður við hverja er skipt.“ Þú neitar þá að hafa komið nálægt þeirri ákvörðun? „Nei, ég lagði til að þessi kaup- heimild yrði nýtt. Það var síðan tillaga eignadeildar fjármálaráðu- neytisins að samið yrði um þessi húsakaup.“ Um svipað leyti varst þú líka gagnrýndur fyrir atvik á Pat- reksfirði þegar einbýlishús var keypt af Ágústi Péturssyni. „Eg kannast við að það var keypt af honum hús en kannast ekki við að hafa verið gagnrýndur fyrirþað.“ Þetta segja heimildir fyrir vestan vegna þess sérstaklega að menn sjá ekki tilganginn með kaupunum. „Það var sjúkrahúsið á Patreks- firði sem keypti þetta húsnæði. Þörfin var metin af sjúkrahúsinu sjálfu. Ég beitti mér hins vegar fyr- ir því sem formaður fjárlaga- nefndar að þessi heimild var veitt. Það var síðan fjármálaráðuneytið sem ákvað þetta. Ég veit ekki ann- að en að allt það húsnæði sem keypt hefur verið sem læknishús- næði á Patreksfirði sé í notkun. Þar á meðal þetta.“ Er það nýtt fýrir lækni? „Ég veit ekki hvernig það er nýtt núna, því verður fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins að svara. Síðast þegar ég var þarna var þetta nýtt fyrir hjúkrunar- fræðing." Svo réðstu bílstjóra þinn frá Patreksfirði og húsið hans var tekið á leigu um leið. „Það var algerlega án afskipta heilbrigðisráðuneytisins. Ég vissi ekki einu sinni um það fyrr en ég las það í blöðunum.“ Hver átti frumkvæði að því? „Framkvæmdastjóri sjúkra- hússins. En ég hafði ekki hug- mynd um þetta fyrr en ég heyrði um það í blöðunum." Hafðir þú þá eitthvað á móti því? „Já, frekar og ég sagði honum það.“ Hvers vegna? „Vegna þess að ég taldi að það gæti orðið gagnrýnisefni að menn héldu að heilbrigðisráðherra hefði haft einhverja milligöngu um þetta. — Og enn frekar hafði ég ástæðu til að gagnrýna það þegar ég las í blöðunum að húsnæðið væri ekki notað.“ En reyndir þú að láta þetta ganga til baka? „Ég gat ekki beitt mér fyrir því vegna þess að búið var að gera leigusamning við Leif Bjarnason til ákveðins tíma. Síðan var húsið selt prívataðila." En nú hef ég farið yfir nokk- ur dæmi um gagnrýnisverða atburði fýrir vestan. Þér finnst ekki spillingarkeimur af þessu? „Það verður bara hver og einn að meta fyrir sig. Ég hef haft af- skipti af sumum þessum málum. Ég hafði ekki nein afskipti af húsa- leigumálum bflstjóra míns önnur en að láta vita eftir að ég frétti af því að ég væri ekki sáttur við þetta. Ég hafði þau afskipti af hús- næðiskaupunum af Ágústi H. Pét- urssyni að ég beitti mér fýrir heimild til þess að beiðni heima- manna. Ég hafði hins vegar ekki vald á því hvaða húsnæði yrði keypt. Eg réð við hvaða verktaka yrði samið á fsafirði, en ég hafði engin afskipti af því að veita heim- ild til húsnæðiskaupa fýrir sjúkra- húslækni á fsafirði né heldur gat ég neinu ráðið um hvaða húsnæði yrði keypt. Ég hef haft afskipti af sumum þessara mála, um önnur hef ég ekki einu sinni vitað og í enn öðrum hef ég ekki getað haft nein áhrif á ákvörðun. Auðvitað geri ég mér ljóst að stjórnmála- menn liggja undir gagnrýni vegna flests sem þeir gera og það er bara af hinu góða vegna þess að það veitir mönnum aðhald." ÁRNI Blandon er lentur í ritdeilu við Guðmund Andra Thorsson sem enn sem komið er telst sú hallærislegasta á árinu. Hún er í stuttu máli sú að Áma finnst ekki sanngjarnt að Jón Thor- oddsen hafi skrifað Mann og konu í miklu lengra niáli en til dæmis Jónas Hallgrímsson skrifaði Ferðalok og fái þess vegna meira pláss en gamla fýllibyttan í bók um þjóðskáld síðustu aldar. Þegar þetta er rekið ofan í hann skiptir hann um umræðuefhi, en það virðist ekki reyna á þolinmæði GUÐMUNDAR ANDRA sem finnst þetta allt þess virði að rífast um. Það eru bara von- brigði, en hitt er ófýrirgefan- legt að blanda Megasi í málið. Út af fýrir sig má Arni Blandon eiga Jón Thoroddsen, enda hvorki skemmtilegur né fýlli- bytta, en hvomgurþeirra Meg- asar og Jónasar á skilið að rifist sé við hann um þá. Annars konar deila skýtur upp kollin- um annað slagið, engu minna hallærisleg, en það er krytur- inn á milli INGA BJÖRNS Albertssonar og forystu Sjálf- stæðisflokksins. Nú segir hann að þeir vilji losna við sig úr flokknum og hafi steypt sér af valdastóli í stjórn Sements- verksmiðju rtkisins. Þetta er farið að minna óþægilega á karl föður hans og úr þessu virðist liggja beint við að end- urvekja Borgaraflokkinn þegar Albert kemur heim með sumr- inu. Annars er fýllsta ástæða til að spyrja Inga Björn hvað í ósköpunum er svona skemmtUegt (og mikilvægt?) við að sitja í þessari stjórn, eins og það er ástæða til að spyrja BALDVIN Hannibalsson afhverju hann er hissa á því að hann hefur öðmm stjórnmálamönnum oftar fengið líflátshótanir, að eigin sögn. Hann segir þetta í hálfgerðum undrunartón, eins og hann viti ekki upp á sig neina skömm. Þetta er maður- inn sem skattlagði matinn okkar, hefur verið að hlaða undir útlendinga evrópsku efnahagssvæði og seidi þeim fýrirtakskarfa fýrir óveiðanlega loðnu. Ekkert afþessu er bein- línis dauðasök, en þetta er líka maðurinn sem fór í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum og leyfði honum að búa til krepp- una, fátæktina og atvinnuleys- ið. í útlöndum hafa menn ver- ið teknir af fýrir minni sakir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.