Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 15 F Ó L K að Guðmundur Jónsson er kominn með nýja hljómsveit á teikniborðið. „Já, það er rétt, hljómsveitin hættir að spila saman í mars/apríl, að minnstakosti um sinn,“ sagði Guð- mundur Jónsson, gítarleikari Sálar- innar hans Jóns míns, sem hefur verið ein vinsælasta Ujómsveit á íslandi undanfarin ár. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um af hvaða ástæðum. Orðrómur þess efnis að hljómsveitin væri að leggja upp laupana hefur reyndar lengi verið á kreiki en jafnan verið kveðinn niður af meðlimum Jiljómsveitarinnar. í samtali við PRESSUNA vildi Stefán Hilmarsson ekkert um málið segja. Hins vegar liggur ljóst fyrir að Stefán er með í undirbúningi sólóplötu sem á að koma út seint á þessu ári. Þá herma öruggar heimildir PRESSUNNAR að bæði Guð- mundur og Stefán ætli engu að síð- ur að gera víðreist um landið í sum- ar, en hvor í sínu lagi. Hljómsveit Guðmundar Jónssonar, sem ekki hefur fengið nafn ennþá, mun vera komin á teikniborðið en hann hef- ur í hyggju að stofha gítarMjóm- sveit með mönnum á borð við Tómas Tómasson úr 1000 andht- um, Sigfús örn Óttarsson úr Rokkabillybandinu og Halla bassa- leikara úr Sú Ellen. Hins vegar er ekki enn komin skipan á Mjómsveit Stefáns Hilmarssonar. Stefán Hilmarsson mun vera með sólóplötu f undirbúningi. ^larritbjór „Nei, þetta er ekki gamalt vín í nýjum umbúðum. Þetta er ný blanda, að vísu ekki alveg ný, því við vorum einn- ig með þennan sama bjór á Þorranum í fyrra/'segir Magnús Þorsteinsson um hinn árstíðabundna Þorra- þrælsem Víking-bruggverksmiðjan á Akureyri sér um að brugga og koma ofan ílandsmenn á Þorranum. Það eru fáir jafniðnir við að dæla nýjungum í lands- menn og þeir hjá Vikingbrugg og er þar skemmst að minnast hins heiðna jólabjórs sem þeir höfðu í háveg- um fyrir síðustu jól. Óhætt er að mæla með Þorraþræln- um, hann hefur 5,2% alkóhólstyrk og rennur Ijúflega niður. Þrællinn verður kynntur með tilheyrandi þjóð- háttafræði Árna Björnssonar og fiðluleik Didda fiðlu á Sólon íslandus á morgun, bóndadag. H V I R Einn þeirra efnilegu leikara sem útskrifast úr LeMstarskól- anum í vor er Hinrik Ólafsson. Að öðrum ólöstuðum hefur hann vakið meiri athygli en flest- ir félagar hans. Hinrik minnir nefnilega óneitanlega á poppar- ann og leikarann Egil Olafsson, sem hefur fengið á sig stimpilinn kvikmyndastjarna lslands. Það er nú ekki svo einkennilegt því Hinrik er bróðir Egils. Hinrik er þó ekki með öllu óþekktur því margir kannast við hann úr Iðnaðarbankaauglýs- ingunni; þeirri sem hressti upp á ímynd bankakerfisins. í dag þykir hann mun líkari Agli en þá, enda hefur með árunum birt yfir háum kollvikunum, eða hvað? „Nei, það er ekki rétt, því ég þurfti að raka á mig skalla vegna Mutverks sem ég fer með í Nem- endaleMúsinu. Hárið á mér nú er semsagt ekki eins og það er raunverulega. Þegar sýningum á leikritinu lýkur læt ég það vaxa aftur, það er að segja ef það vex miklu meir. Ég held nú samt að það sé ennþá smálíf í því.“ Ólíkt bróður sínum hefur Hinrik lagt á menntabrautina. Hann er bæði menntaður klassískum söng og er að ljúka leiklistamámi. Ætlar þú að feta í fótspor bróður þíns og leggja kvik- myndaleik fýrir þig? „Ég get lítið sagt um það á þessu stigi máls, enda þekki ég ekki kvilunyndaleik. Eins og er sé ég bara leMúsið." En leiklistarbakterían, er hún ekki komin ffá Agli? „Það er algert eitur að kalla þetta bakteríu. Þetta er ekki baktería heldur árátta. Áráttan er nokkuð sem maður fæðist með og losnar ekki við fyrr en maður fer í gröfina. Egill er sá eini í fjölskyldunni sem opinber- að hefur hæfileika sína hingað til, en foreldrar okkar og skyld- menni era öll full af hæfileikum. Sem dæmi nefni ég náfrænda minn, Magnús Guðmundsson sem söng með Þeysurunum á árum áður. Við erum tvímenn- ingar.“ Hefur popparinn aldrei blundað íþér? „Ég er klassískt menntaður í tónlist en enginn poppari og hef aldrei verið.“ H V A R Síðdegiskaffið sitt drukku þau Viktor Ur- bancic og Gunnhildur Úlfarsdóttir á Sólon íslandus. Þar sást einnig til ferða búningahönn- uðarins Elínar Eddu Ámadóttur, Tómas- ar Tómassonar bassa- söngvara, Steingríms Eyfjörð myndlistar- manns og Rósu Guð- bjartsdóttur ffétta- konu. Heldur óvenjulegir gestir brugðu sér inn á Ingólfscafé á föstudags- kvöldið. Ástæðan mun vera sú að eftir að EES-hátíð jafnaðarmanna lauk með áramótasprengjum og þvílíkum glaumi voru ekki nema nokkur skref í Ingólfscafé. Jafnað- armannabragur ríkti því á Ing- ólfscafé. Þar brá fýrir Ólafi Þ. Harðarsyni, Iektor í stjómmála- ff æði við Hf og krata, Pétri Pét- urssyni, prófessor í sálff æði, Arnari Jónssyni, ffamkvæmda- stjóra SUS, Guðna Níels Að- alsteinssyni, hagfræðingi, Jóni Kristni Snæ- hólm, bæjarfulltrúa, og konu hans Oddnýju Halldórsdóttur. Þar var einnig Magnús Ámi Magnússon, varaformaður jafnaðarmanna, og ffú Sig- ríður, Sigurður Péturs- son, formaður ungra jafn- aðarmanna, Stefán Hrafn Hagalín, ffamkvæmdastjóri ungra jafnaðarmanna, og Sig- björnsdóttir alþingismanns. Anna Margrét Jónsdóttir, fyrr- um fegurðardrottning, var að vinna á bamum. Þar var einnig Þorsteinn Sigurlaugsson og hagffæðingurinn Tómas Hans- son og Vigdís ffú hans. jafhvel 1% styrksins til þess að fá sér neðan íðí. Fremstur í flokki var Hilmar Oddsson, þarna voru einnig þeir Júhus Kemp og Jó- hann Sigmarsson auk annarra. Þar var einnig stúdentapól- itMsinn Skúli Helgason og Sif Ein- arsdóttir sálff æðipæl- ari, Kolli úr Orgli og Magnús Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður. Á Café Romance á föstudags- kvöldið sást til ferða Brynju Nordquist, Jónu Lár og Valdís- ar Gunnarsdóttur, auk fjölda ungra kvenna sem kenndar hafa verið við Módel 79. Á Bíóbamum á fostu- dagskvöldinu var ekki hægt að þverfóta fyrir styrkþegum úr Kvik- myndasjóði sem not- uðu ffá 0,0001% upp í u- — CaféRo Café Romance var þéttsetið á laugardagskvöldið. Þar höfðuviðkomu Magnús Ketilsson, eiginmaður Brynju Nordquist, Ástrós dansari, Valdi bílasali, Gísli Gíslason lögffæðingur, Stefán í Stefánsblómum, hinn eini sanni Laddi og hin vel klædda Sigríð- ur Thorarensen, þar voru einnig þeir Simbi og Biggi og mM vinkona þeirra, Erla Waage. En sá sem mesta athygh vakti á Romance á laugardagskvöld- ið var Ólafur Jóhann Ólafs- son forstjóri, og rithöfundur með meiru. Hornið var þaulsetið kunnugleg- um andlitum á föstudagskvöldið. Þar sátu meðal annarra að snæð- ingi þau Kalli og Esther í Pelsin- um, Guffi og Gulla á Jónatan Li- vingston Mávi, Björn Emilsson og hans ffú og næturdrottningin HildurHafstein. Mikið söngkvöld var á ölveri enda var þar keppt um íslands- meistaratitilinn í kara- oke. Það var auðvitað hún Elín Bjömsdóttir, móttökuritari ffá Ól- afsfirði, sem hafn- aði í fyrsta sæti í sjálffi keppn- inni, Hafnfirð- ingurinn Stef- án Hjaltason varð í öðru sæti og Soffia Karlsdóttir Reykvíkingur vermdi þriðja sætið. Gestir staðarin: voru Erla Friðgeirsdóttir á Bylgjunni, Kolbeinn Gísla- son, veitingamaður á Ak- ureyri, Sigþór Ingólfs- son skrifstofustjóri og Hannes Hauks son, ffamkvæmda- stjóriRauðakross- ins. ... gönguferðum í snjónum það er meiri líkamsrækt, skemmtilegra og jafnvel róman- tískara en mann grunar. ...föstum þær hreinsa ekki eingöngu lík- amsvessana heldur og hugann af ljótum hugsunum. Það fer að verða óhætt að fasta þegar birta tekur. ... að hléum í bíó verði hætt þau eyðileggja stemmninguna. ... almennilegum flóamörkuðum þar sem hægt er að fá þokkalegar vörur á innan við þúsundkall. Snjóavetrar. Þeir eru mannbæt- andi og stemmningaraukandi. Mað- ur var reyndar búinn að gleyma því, enda um tíu ár síðan kyngt hefur niður öðrum eins snjó, a.m.k. á suð- vesturhorninu. Nú fær maður loks dýpri skiining á samtakamætti lands- byggðarinnar og af hverju allir vita allt um alla. Allir verða svo líbó og næs og maður getur meira að segja mætt of seint til vinnu án þess að fá skammir fyrir. Fullur skilningur ríkir á óförum manns og annarra. Ná- grannaerjur heyra sögunni til. Allir eru að hamast við að rétta hver öðr- um hjálparhönd og fá jafnvel kaffi- bolla og kjaftasögu í staðinn. Fúlustu bílstjórar eru farnir að rúnta um bæ- inn til að kippa í pikkfasta bíla og ekki síst til að næla sér f vináttuvott. Jafnvel fínar frúr á háum hælum rétta óbeðnar ffam hjálparhönd; ef þær geta ekki ýtt sjálfar bjóðast þær til að setjast undir stýri svo aðrir bet- ur búnir geti ýtt. Með öðrum orðum: Vináttuveturinn mikli er genginn í garð. Röfl, tuð, illmennska, kvabb, leið- indi og fulmennska. Allt sem miðar að því að gera öðrum h'fið leitt. Og reyndar einnig skjall og yfirborðs- mennska, sem er hin hliðin á sama teningnum. Af tvennu illu er þó skárra að láta það neikvæða ffá sér fara en að umbylta því í yfirborðslegt lýsingarorðahjal eins og geysilega ertu í huggulegum jakka elskan, eða mikið líturðu vel út, krútt. Það er ekkert leiðinlegra en að hlusta á slíkt hjal ffá fólki sem maður þekkir nánast ekkert. Oftar en ekki eru hinir sömu, sem eru sífellt að tuða setn- ingar á borð við þess- ar, að segja það sem þeir vildu sjálfur heyra í tíma og ótíma. Hinn gullni meðalveg- ur er inni; sá sem ýmist getur röflað eða skjallað án þess að vera leiðin- legur eða yfirborðsleg- ur. Það er einlægnin að baki sem öllu skiptir. „Þeir voru aðgefa útstaðal um húsbyggingar um daginn; nákvœma útlistun á hvencer hús vcerifokhelt, tilbúið undir tréverk og þarframeftirgötunum. Hvemigvœri að mennim- irgcefu út staðal um hvemig margaríta cetti að vera? Þá gceti maður dregið upp staðalinn á bör- unum, slengt honum í andlitið á þjóninum oghaft lögin ogreglugerðimará bak viðsig

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.