Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. IANÚAR 1993 Vönduð vinna og gæði í prentun. Langar og stuttar ermar, margir litir. Hettubolir Húfur í mörgum litum, Filmuvinnum myndir. Gerum tílboð í stærri verk, Nýtt! Nýtt! Nýtti Nýtt! Nýtt! Komdu með ljósmynd eðct teikningu og við Ijósritum myndina á bol eða húfu fyrir þíg. Smi&juvegur 10 • 200 Kópavogur Sími 7 91 90 • Fax 7 97 88 Vandaöur og sparneytinn 5 dyrajeppi mmuiuu i \j vv-iiuici vui inuu lvv^íiuii iiiiiopy imgu, yu iíw. Vökvastýri - vandaöur búnaður Gormafjöðrun á öllum hjólum, aksturseiginleikar i sérflokki. Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. Eyðsla frá 8 lítrum á 100 km. $ SUZUKI --////----------- SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100 s L/ kipulagsbreytingar eru ráðgerðar í menntamálaráðuneytinu í kjölfar þess að Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri lætur af störfum, en hann verður 69 ára á þessu ári. Ólafur G. Einars- son ráðherra mun hafa uppi hugmyndir um aðskipta ráðuneytinu upp í tvær einingar; menntamál annars veg- ar og menningarmál hins vegar. I dag eru Qórir skrifstofustjórar í ráðuneytinu en við þessar breytingar verður þeim fækkað í tvo. Tveir verða því fluttir til. Til dæmis er rætt um að Árni Gunnarsson, skrif- stofustjóri Háskóla- og alþjóðadeildar, verði gerður að ífamkvæmdastjóra bygg- ingarnefndar um Þjóðarbókhlöðu. Einnig er líklegt að Sólrún Jensdóttir, skrif- stofustjóri skólamáladeildar, verður ekki skrifstofústjóri eftir breytingarnar... s V^yífellt verður vart óánægju hinna fjöl- mörgu sem spila í happdrætti hér á landi með það hve mikið af vinningum er dreg- ið út á óselda miða. Dregið var hjá Happ- drætti Háskóla íslands um miðjan mánuðinn og gekk aðeins annar af tveim- ur stærstu vinningunum, trompmiði upp á fimm milljónir króna, út. Þá voru sex af átta vinningum upp á eina milljón hver dregnir á óselda miða og sömuleiðis tveir af fjórum vinningum upp á 1.250 þús- und... i DV voru í gær birtar niðurstöður skoðanakönnunar blaðsins um fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn galt þar afhroð, þó ekki eins mikið og ætla mætti af töflunum og upplýsing- unum sem fylgdu frétt DV. Blaðið tók nefni- lega upp á því fyrir nokkrum mánuðum að birta ekki réttar niður- stöður skoðanakannana heldur nokkuð sem það kallar kosningaspár. Haukur Helgason aðstoðarritstjóri tekur niður- stöður sjálfrar könnunarinnar og fellir þær inn í formúlu sem ýmist dregur úr eða eykur fylgi flokkanna í könnuninni. Þannig hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 17 þingmenn samkvæmt könnuninni en fær aðeins 13 samkvæmt spánni. Þessi íjórir þingmenn dreifast síðan þannig að spáin lætur Alþýðuflokkinn fá einn, Al- þýðubandalagið einn og Framsókn tvo. Hugmyndin að baki þessu er að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist alltaf meira í könnunum en upp úr kjörkössunum. Þannig hefur það verið undanfarin ár, en kannski ekki þar með sagt að þannig verði það alltaf... ST að gekk ekki lítið á í kringum Pétur H. Blöndal þegar hann leitaðist við að kaupa SH-verktaka og semja um rúmlega helmings niðurfellingu á kröfum á fyrirtækið. Samkvæmt eigin lýs- ingum strönduðu áform Péturs á Spari- sjóði Hafnarfjarðar og þá vegna „aðeins“ 5 til 12 milljóna króna, aðrir kröfuhafar væru búnir að samþykkja nauðasamningana. Kunnugir telja að slík- ar upphæðir hafi ekki þurft að vefjast fyrir Pétri, sem sagður er eiga eignir upp á 200 milljónir króna. Hann hafi einfaldlega ætlað sér að græða á vandræðum SH en orðið af þeim möguleika, meðal annars með því að móðga forráðamenn spari- sjóðsins... ú mun vera ætlunin að hressa við útgáfu sportveiðiblaðsins Á veiðum, sem Fróði hf. hefur gefið út. Útgáfan hefur gengið erfiðlega að undanförnu og nú hefur Ólafur Jóhannesson, fréttamaður á Stöð 2, tekið að sér að reyna að hleypa lífi í blaðið, en hann hefur áður komið ná- lægt útgáfu þess... F Jk~Jitt af mörgum þrotabúum í íslensku fiskeldi hefur verið gert upp með stórum skelli. Hér er um að ræða þrotabú Þverár- lax á Seftjörn í Barðastrandarsýslu, sem úrskurðað var gjaldþrota í nóvember 1990. Forgangskröfur upp á 1,7 milljónir greiddust að fullu en aðeins liðlega 600 þúsund fengust upp í tæplega 70 milljóna króna almennar kröfur. Áður höfðu eign- ir verið innleystar, meðal annars af Fram- kvæmdasjóði. Þverárlax var íjölskyldufyr- irtæki Einars Guðmundssonar á Sef- tjörn... thlutað var framlögum úr Kvik- myndasjóði fslands síðastliðinn föstudag og hlutu Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Oddsson hæstu styrkina sem kunnugt er. Hrafn Gunnlaugsson sótti um styrk til að fullvinna mynd sína Hin helgu vé og þótti mönnum það tíðindum sæta að hann skyldi ekki fá úthlutun, því þetta mun vera í fýrsta sinn sem hann sækir um styrk en fær ekki... i Víkurfréttum er þess getið að Páll Vilhjálmsson Grímssonar, fyrrum sveit- arstjóra Vatnsleysustrandarhrepps og bæjartækniffæðings í Keflavík, hafi ráðið sig til starfa á Vikublaðinu, málgagni Al- þýðubandalagsins. Páll var blaðamaður á PRESSUNNI í ritstjóratíð Jónínu Leós- dóttur og Ómars Friðrikssonar, en einnig vann hann um tíma á Þjóðviljan- um og DV. Á sínum tíma sótti hann um lektorstöðuna sem Sigrún Stefánsdóttur fékk... LAUGAVEGI 45 101 REYKJAVÍK SÍMI 627420 199293 -1- kR 400. - REIKNING.SNÚMER. TÉKKI ÞESSI E R AFSLÁTTUR Á _ 45367 K R 0 N U R _ 00. - G I L D I R T I L : pr. pr. NÝJA HÁRSTOFAN LAUGAVEGI 45. (lA/uruxnÁAÁxiAv HÉR FYRIR OFAN MÁ SJÁ HVE LENGI TILBOÐIÐ GILDIR 455709901+ 10< 110799794 ATHUGIÐ: EINUNGIS EIN ÁVlSUN GILDIR I HVERT SKIPTI. Restaurant Pizzeria HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍKSÍMI13340

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.