Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 E R L E N T 21 Úkraínski stangarstökkvarinn Sergei Bubka hefur ráðið sér Iff- vörð vegna hótana rússnesku mafíunnar í Berlín. heimsmetið í stangarstökki sex sinnum árið 1991 — og allt lítur út fyrir áframhaldandi sigur- göngu. Þetta virðist rússneska mafían líka vita, enda hefur hún hótað honum bæði h'fláti og mannráni ef hann lætur ekki af hendi hluta af tekjum sínum. Enginn sem stend- ur Bubka nálægt fæst til að viður- kenna þetta opinberlega, en Bubka hefur ráðið sér lífvörð og býr í rammgerðri íbúð. „Mafían hótar öllum sem eiga peninga," er haft effir ónafngreindum heimild- armanni. Bandarísk lögregluyfirvöld meta áhrif rússnesku mafíunnar svo mikil að hún verði innan fárra ára umsvifamestu alþjóðaglæpa- samtökum í heimi. Bandaríkja- rnenn óttast blóðug átök Rússa og ftala ef kemur til árekstra og upp- gjörs á milli þeirra. f millitíðinni vonast þeir til að fjölga rússnesku- mælandi lögreglumönnum og vonast helst eftir að fá þá ffá FBl og CIA, sem þeir segja að geti nú fækkað á vaktinni í kringum rúss- nesku sendiráðin. Rússneska mafían breiðir úr sér Það sem þau vildu sagt hafa Árið 1992 var eitthvertþað skringilegasta ár sem liðið hefur í bandarísku þjóðlífi og pólitík. f til- efni þess birtir bandanska vikurit- ið U.S. News and World Report eftirminnilegustu ummæli ársins 1992 — eða þau sem hefðu í það minnsta verið eftirminnileg hefðu þau verið sögð. Hér eru nokkur dæmi: George Bush um fjölmiðla: „Þeir eru eins og geld- ingar í kvennabúri. Þeir vita hvernig á að gera það, sjá það gert á hvetj- um degi, en geta það ekki sjálfir.” AJ Gore um Dan Quayle: „Hvert á hann nú að beina stnum marg- brotna skorti á hæfileikum?“ Barbara Bush um James Bak- er. „Ef hann segist styðja eitthvað í prinsippinu þýðir það að hann ætlar aldrei að hrinda því í fram- kvæmd.“ George Schultz um James Bak- en „Tvö lönd kváðust bæði eiga sömu kúna. Á meðan annað tog- aði í hausinn og hitt í halann, þá mjólkaði Jim Baker hana.“ Henry Kissinger mn hógværð- ina: „Ef ég hefði verið viðstaddur Sköpunina þá hefði ég haff nokkr- ar góðar uppástungur." Bob Kerrey um Jerry Brown: „Hann myndi höggva rauðviðar- tré, stíga svo upp á stubbinn og halda ræðu um nauðsyn náttúru- verndar.“ Boris Jeltsín um hvort GorbatsjofF væri versti óvinur sjálfs sín: „Ekki á meðanégerálífi.“ Gennifer Flowers um kynlíf: „Af allri kynferðislegri brenglun er sb'rlífið sú undarlegasta.“ Lafði Díana um Karl Breta- prins: „Hann er ástfanginn af sjálfum sér, en er ekki viss um að það sé gagnkvæmt.“ Karl Bretaprins um Díönu: „Henni finnst of seint að fá óskir sínar uppfylltar umsvifalaust." Woddy Aflen um striðið á milli kynjannæ „Hugs- unarleysiðervopn karlmannsins, hefnigimin konunnar.“ Kevin Costner um frægðina: „Það góða við að vera ffægur er að þegar fólki leiðist maður þá held- ur það að það sé því sjálfu að kenna.“ Balagula komst til valda þegar Evsei Agron, forveri hans, var skotinn til bana. þekktist svo loks á flugvellinum í Frankfurt árið 1989. Þaðan var hann fluttur til Bandaríkjanna þar sem hann fékk samtals átján ára fangelsisdóm og situr nú í strangri öryggisgæslu í fangelsi í Lewis- burg í Pennsylvaníu. Hann stend- ur á fimmtugu og getur reiknað með að verða látinn laus til reynslu eftir tvö ár. STANGARSTÖKKVARIFÆR SÉRLÍFVÖRÐ En rússneska mafían heldur áffam án Balagula. Hún er nú far- in að teygja arma sína til Evrópu, til dæmis Þýskalands og Póllands, og þá ekki síður til heimalandsins, Rússlands, sem er nú gósenland fyrir þessa tegund riðskipta. Þýsk yfirvöld hafa sett á stofn hundrað manna sérsveit innan lögreglunn- ar til að rannsaka og ná tökum á rússnesku mafíunni, sem þegar er talin bera ábyrgð á blóðugum af- tökum á fínum veitingastöðum í Berh'n. Pólitík flækist reyndar fýrir Þjóðverjunum í þessu starfi. Yfir- menn mafi'unnar og flestir glæpa- mannanna eru nefhilega gyðingar og það auðveldar þýsku lögregl- unni ekki störfin á tímum sem þessum. Rússneska mafi'an er búin að koma sér kyrfilega fyrir í Berlín, ef marka má fféttir þýskra dagblaða. Fyrir skömmu skýrðu þau ffá til- raunum hennar til að kúga fé út úr úkraínska stangarstökkvaranum Sergei Bubka. Hann flutti nýlega til Berlínar og hefur þénað um- talsverðar upphæðir í auglýsinga- samningum og fyrir árangur sinn í stangarstökkinu. Honum hefur gengið óhemjuvel — hann sló Páfi dregur saman seglin Jóhannes Páll II páfí hefur átt við heilsuleysi að striða eftir að hann greindist með æxli i ristli sl. sumar og að sögn nánustu samstarfs- manna hans bendir allt til þessað hann rými stólinn sinn innan árs. Æxlið, sem var orðið á stærð við appelsinu, varfjarlægt eftir að hafa fengið að vaxa óáreitt í tvö ár. Siðan hefur dregið mjög afpáfa og Ijóst aö hann er ekki heill heilsu. Afþeim sökum hefurhann nú neyðst til að draga saman seglin, minnka mjög við sig vinnu og aflýsa opinberum heim- sóknum til annarra landa sem voru fyrirhugaðará þessu ári. Þannig er til dæmis ekki lengur á döfínni hjá hon- um að fara iheimsókn til Moskvu. Eitt er það þó sem páfa hefur lengi dreymt um, en það er að Ijúka ævistarfinu með heimsókn til Jerúsalem. Innan skamms gengst páfí undir nýja lyfjameðferð, sem hann samþykkti þó aðeins með þvi skilyrði að meðferðin yrði stutt. Honum kæmi ekki til hugarað reyna að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins, lífhans væri Ihöndumguðs. Bandarísk yfirvöld standa ráðþrota gagnvart uppgangi rússnesku mafíunnar og segja hana hættulegri og bráðum öflugri en þá ítölsku. Hún hefur líka komið sér fyrir í Evrópu, þar sem þýska lögreglan býst nú til varnar. Ef það var nokkuð sem ungir athafhamenn lærðu fljótt í gömlu Sovétríkjunum var það að bjarga sér með braski; svartamarkaðs- sölu, smygli, mútum, fjárkúgun- um og ofbeldi. Kerfið þoldi þetta innan vissra marka, enda var neð- anjarðarhagkerfið metið til helm- inga á við það sem sást á yfirborð- inu og átti yfirstéttin ekki lítið undir þessu fyrirkomulagi. En sumir fóru yfir strikið og fóru í fangelsi. Fengu þunga dóma, jaín- vel á sovéskan mælikvarða. Upp úr 1970 snerist lukkuhjól- ið mörgum slíkum fanganum í hag. Þá var slökun í samskiptum austurs og vesturs og Bandaríkja- menn lögðu mikla áherslu á lausn pólitískra fanga í Sovétríkjunum, ekki síst gyðinga. Og mörgum var sleppt. En KGB hlýtur að hafa brosað í kampinn, því umtals- verður fjöldi þeirra var harðsvír- aðir glæpamenn, aldir upp í sov- éska neðanjarðarhagkerfinu. Þeir fóru til Bandaríkjanna og mynd- uðu kjarnann í rússnesku mafí- unni, Organizatsiaya, sem bandarísk yfirvöld segja nú að sé að verða öflugri og auðugri en sú ítalska. ir skotárás annars rússnesks ma- fíuforingja. Næstu skotárás lifði hann ekki af— tvö skot í höfuðið af stuttu færi — og þá tók við veldinu næstráðandi hans, Marat Balagula. Balagula kom til Bandaríkjanna árið 1977 til að freista gæfunnar, en hafði haft það ágætt í Sovétríkj- unum sem svartamarkaðsbrask- ari. Hann reis fljótt til metorða í „Litlu Ódessu" í New York og átti mikið undir ótímabæru andláti Agrons — hlaut hásætið að hon- um látnum. Eins og margir innflytjendur er HARÐSVÍRAÐIR GLÆPA- MENN Að mati FBI eru nú um 300 virkir meðlimir í rússnesku mafí- unni, sem stjórnar í reynd lífi meira en 40.000 rússneskra gyð- inga sem hafa komið sér fyrir í Brighton Beach-hverfinu í New York. Rússarnir þykja harðsvír- aðri, ofbeldisfýllri og hættulegri en ítalskir starfsbræður þeirra. „John Gotti er eins og kórdrengur við hliðina á þessum náungum," er haft eftir alríkislögreglumannin- um Harold Bibb, sem lengi hefur barist við mafíur af ýmsum upp- runa. Og lögreglan stendur nánast ráðþrota gagnvart þeim -— skortir fé, rússneskumælandi mannskap og þekkingu á innviðum rúss- neska samfélagsins sem hefur myndast í borginni. Yfir þessu samfélagi ríkti þar til 1985 Evsei Agron, þekktur beggja vegna Atlantshafsins sem sá sem hélt öllum þráðum rússneskra innflytjenda í hendi sér. Hann var bissnissmaður, átti olíufélög, dreifingarfýrirtæki og fjölda bens- ínstöðva. Það var þó aðeins fram- hliðin á undirheimastarfsemi sem velti milljörðum dala árlega í fjár- svikum, eiturlyfjasmygli, einkum á heróíni, og „venjulegri" fjárkúg- un. Agron var rúmlega fimmtugur og óhugnanlegur útlits, enda lam- aður öðrum megin í andlitinu eft- Mafíuforinginn Marat Balagula situr nú í bandarísku fangelsi. Balagula ágætlega menntaður, með háskólagráðu í stærðffæði og hagfræði. Undirmenn hans eru verkfræðingar og vísindamenn og tala sumir nokkur tungumál. Þeir stýra „fyrirtækinu“, en til harka- legri verka eru notaðir tattóverað- ir sadistar eða fyrrum ísraelskir hermenn sem hafa lært að vinna verk sín án þess að spyrja margra spuminga. ALÞÝÐUDÓMSTÓLARNIR í NEWYORK Balagula hafði höfuðstöðvar sínar á veitingastað sínum, Ódessu, sem rússneskir innflytj- endur sækja í stórum stíl. Matur- inn er rússneskur; lambalifur, kavíar, stroganoff-buff og vodka- flaska á hverju borði. Eftir lokun er stundum réttur settur á efri hæðinni; alþýðudómstóll sem sækir fýrirmynd sína til Sovétríkj- anna þar sem fólk flutti mál sitt fyrir áhrifamönnum í stað þess að leita til ríkisdómstóla. Þar sitja mafíuforingjar í hálfmyrkvuðum sal, skera úr deilum og ákveða refsingar sem stundum er fram- fýlgt umsvifalaust. Og þegar lög- reglan spyr er svarið undantekn- ingarlaust: „Ja nesjevo ne tsnaju" — „ég veit ekki neitt“. Balagula var loks handtekinn árið 1986 fýrir krítarkortasvik sem þó skilaði aðstandendum ekki nema tæpri milljón dala. Hann var fundinn sekur og reyndi að fá lögmanninn fræga, Alan Dersho- witz, til að áfrýja fyrir sig. Þegar Dershowitz neitaði að múta dóm- aranum flúði Balagula land, þremur dögum áður en refsing hans var tilkynnt. Ofangreindum Harold Bibb tókst að rekja slóð hans til Suður- Afríku, en Balagula tókst naum- lega að sleppa við handtöku — með mútum. Hann fór til Sierra Leone, þar sem hann keypti sér diplómatapassa og naut gestrisni rússnesks-ísraelsks yfirmanns ör- yggisgæslu Momoh forseta. Næstu þrjú árin ferðaðist hann til 36 landa í öllum heimsálfum, en Misnotuð í súkkulaðiauglýsingu Það á ekki af þeim að ganga, Karli Bretaprinsi og Díönu prinsessu. Eins og tæpast hefur farið framhjá nokkrum manni hafa þau hjónakomin mátt þola mis- kunnarlausa umfjöllun breskra fjölmiðla síðustu mánuði vegna samskiptaerfiðleika sinna og skilnaðar að borði og sæng í kjöl- farið. Nýlega bættist fyrirtækið Nestlé í hóp þeirra sem hafa haft vandamál þeirra hjóna að féþúfu. f auglýsingum fýrirtældsins um Kit-Kat-súkkulaði, sem ný- lega birtust í dagblöðum í bresku nýlendunni Hongkong, var not- uð mynd af Karli og Díönu og stóð undir henni: „Have a break, have a Kit-Kat“, eða „Taktu þér pásu og fáðu þér Kit-Kat“! Aug- lýsingin féll ekki í góðan jarðveg hjá öllum blaðalesendum og voru það einkum Bretar búsettir í Hongkong sem þótti myndbirt- ingin fádæma ósmekkleg. Báru þeir fram kvörtun við forráða- menn Nestlé-fýrirtækisins, sem sáu sér þann kost vænstan að kippa myndinni af Karli og Dí- önu út úr Kit-Kat-augJýsingaher- ferðinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.