Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 25
___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993_ LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK 25 Ofstór biti... DRÖG AÐ SVlNASTEIK EGGLEIKHÚSIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ / SMlÐAVERK- STÆÐI HÖFUNDUR: RAYMOND COUSSE LEIKSTJÓRI: INGUNN ÁSDÍSARDÓTTIR LEIKARI: VIÐAR EGGERTSSON »•••••••••••••••••••••••••• I stuttu máli sagt fjall- ar leikritið „Drög að svínasteik" um svín sem á að fara að leiða til slátrun- ar og það notar síðustu stund- irnar til að hugleiða stöðu sína jafht í stfunni sinni og í heimin- um öllum. Aðferðin sem höf- undurinn notar er að væða áheyrandann í það verkefni að finna samsvaranir á milli svíns- ins og sjálfs sín. Þetta gengur þó Ifklega aðallega að því marki að áhorfandinn ber svínið saman við fólk almennt. Ekki fann ég reyndar neitt í textanum sem mér þótti til þess fallið að opna augu mín fyrir mannlegri tilvist, aftur á móti var þama að hafa nokkrar upp- lýsingar um svín og slátrun þeirra sem ég vissi ekki fyrir. Einleikssýningar eru tiltölu- lega sjaldgæfar. Það er ekki að undra, því það er ákaflega erfitt fyrir langflesta leikara að halda athygli áhorfandans einsamlir í tvo klukkutíma, eins og hér var boðið upp á. Leikstjóra er líka vandi á höndum, að hjálpa leik- ara, sama hvað hann er snjall, að gefa sýninguni góða hrynjandi og vera nógu sfbreytilegur til að áhorfendur hafi alltaf eitthvað til að moða úr eða skemmta sér við. Það vantaði ekki að Viðar lék af þrótti, og greinilegt að hann og aðrir aðstandendur sýningar- innar höfðu lagt sig alla fram. Leikmynd Snorra Freys Hilm- arssonar var ágætt verk sem þó „Langtímum sam- an leiddist mér ill- yrmislega í leik- húsinu þetta kvöld.“ hefði mátt bæta auðveldlega með minna „leikhúslegri“ lýs- ingu. Satt að segja á ég bágt með að skilja að þetta leikrit hafi slegið í gegn einhvers staðar úti í lönd- um. Það hlýtur að hafa verið vegna stórkostlegs leiks, og svo held ég að textinn hljóti að hafa verið keyrður mun hraðar en var í þessari sýningu, þá hugsanlega með vandlega völdum og unn- um hægari köflum. Því miður verð ég að segja um heildina að góð viðleitni dugði ekki til. Langtímum saman leiddist mér illyrmislega í leik- húsinu þetta kvöld. Heldur batnaði þó er á leið, en þá var liðinn erfiður klukkutími. Ég kenni því um að það ágæta lista- fólk, sem stóð að þessari sýn- ingu, hafi einfaldlega færst full- mikið í fang. Lárus Ýmir Óskarsson Nemendaleikhúsið frumsýnir gamanleikinn Bensínstöðina um helgina. Frá kómedíu yfír í dýpsta drama „Það er spilað á allt ffá léttustu kómedíu yfir í dýpsta drama og verkið spannar allan tilfinninga- skalann,“ segir Hilmar Jónsson, einn þriggja gestaleikara Nemendaleikhússins í uppfærslu á ffanska gamanleiknum Bensín- stöðinni, sem frumsýnd verður um helgina. „Konurnar em staddar á þeim stað í lífinu að þeim er nauðsyn að vinna í sínum málum; reksturinn gengur erfiðlega, viðskiptin hafa minnkað og samskiptin við karl- mennina eru upp og ofan. Heim- koma föðurins veldur síðan tölu- verðu uppnámi þar sem hann ger- ir sig líklegan til að ganga inn á heimilið á ný eins og ekkert hafi í skorist.“ Ekki eru mörg ár síðan Hilmar útskrifaðist úr skólanum sjálfur og hann segist hafa byijað á því að fara í nostalgíukast áður en „hinn sanni nemendaleikhúsandi“ rifj- aðist upp fyrir honum. „Það ríkir þarna alveg sérstakur andi því nemendur sjá um allt sjálfir; smíð- ar, saumaskap og allan annan rekstur leikhússins. Það rifjast líka upp fyrir mér hversu mikil vinna er lögð af mörkum. Það er ótrúleg orka í gangi.“ Höfundur Bensínstöðvarinnar heitir Gildas Bourdet og var það fyrst fært upp árið 1985. Leikritið fjallar um einstæða móður og þrjár uppkomnar dætur hennar sem vinna að því hörðum hönd- um að halda litlu bensínstöðinni sinni gangandi. í lífi þeirra reynir á samskiptin við karlmenn, ekki síst þegar heimilisfaðirinn snýr heim á ný eftir 18 ára fjarveru. Leikstjóri er að þessu sinni Þór- hallur Sigurðsson. Skapandi Itfsorka við ömurlegustu skilyrði OUTSIDER USA HAFNARBORG í Hafnarborg stendur nú yfir afskaplega áhugaverð og sérstæð sýning á list utangarðs- manna, eða öllu heldur undir- málsfólks í bandarísku þjóðlífi. Listræn markmið sameina ekki þennan hóp, heldur menntunar- skortur, fátækt og einangrun. Hinn þeldökki Bill Traylor fædd- ist um miðja nítjándu öld á plan- tekru í Suðurríkjunum og var framan af ævinni þræll í eigu Ge- orgs Traylor (þaðan er nafn hans komið). Sem háaldraður maður sat hann löngum stundum á gangstéttinni í smábæ í Alabama og teiknaði fi'gúrur og dýramynd- ir á pappa sem til féll. Myndimar em bemskar, einfaldar og skraut- lausar, en það er erfitt að skoða þær án þess að líta á þær sem vitnisburð um myrka fortíð manns sem var rétt fær um að skrifa nafnið sitt hikandi hendi. Þekktasta nafnið á sýningunni, Martin Ramirez, gerir heillandi myndir í sérstæðum stH, sem ein- kennast af rytmísku mynstri. Ramirez þessi var alvarlega sjúk- ur maður og dvaldi á meðferðar- stofnunum fyrir geðsjúka alla ævi. Það má víða finna trúarlegt inntak í verkunum. Howard Finster hefur auðsjáanlega verið drifinn áfram af sterkri trúarlegri sannfæringu. Á einni myndinni, sem er eins og áróðursveggspjald, er djöflinum líkt við skrúfsfykki og ýmsum ráðleggingum og við- vömnum fléttað inn í myndimar. Earl Simmons: Jónas og hvalurinn „Eitt afþví sem gerir verk þessafólks heillandi er að þráttfyrir takmark- anir og mótlœti hefur þaðfundið frelsi í sínum eigin afkima. “ Bill Traylor: Án titils/Svartur hundur með rauða tungu Svofelldar upplýsingar em áritað- aráeinaþeirra: „Howard Finster lokið 4:42 eftir miðnœtti 5000 305 listaverk síðan 1976 10 ára starf dag og nótt,“ ásamt heimilisfangi og.símanúm- eri. Finster stofnaði trúboðsstöð til að útbreiða trúarlegan vitnis- burð sinn í „Paradise park“, þar sem miklum útilistaverkum var komið fyrir og kirkja byggð eftir eigin teikningu. Finster er einn af fáum uppmnalegum utangarðs- listamönnum sem hafa hagnast á verkum sínum. Að vísu er sagt að nú framleiði hann bara fyrir áfjáða safnara — jafnvel utan- garðsmenn verða sölumennsk- unni að bráð — en ætli honum sé ekki nokk sama á meðan góð laun eru í boði. Utangarðslist er „heit“ söluvara í Bandaríkjunum og fimmtíu þúsund dollarar eru ekki óalgengur prís á eftirsóttum verkum — þætti mörgum ís- lenskum listamanninum það dá- lagleg upphæð. Gagnrýnanda er nokkur vandi á höndum að „gagnrýna" verk af þessu tagi, eins og um hverja aðra myndlistarsýningu væri að ræða. Höfundarnir eru ekki beinlínis myndlistarfólk, þótt þeir sýni list- hneigð í verkum sínum og fram- leiði kynstrin öll. Sýningin er heldur ekki valin á listrænum for- sendum. Það hefur verið sagt að til að teljast til utangarðslista- manna verði menn að uppfylla einhver eftirtalinna skilyrða: vera þeldökkur, tilheyra minnihluta- hópi, vera ólæs, nota rusl, vera ódýr, eldri en sextugur og hafa al- ist upp í suðrinu. Ekki sakar ef menn eru annaðhvort geðsjúkir eða strangtrúaðir. Skipuleggjandi sýningar innar, Svíinn Thord Thor- deman, kallar utan- garðslist hina nýju framúrstefnulist. Þetta finnst mér ansi langsótt, auk þess sem hún hættir sjálfkrafa að vera utangarðslist um leið og hún er orðin ffarnúr- stefhulist. Þeir einu sem hagnast á að reka slíkan áróður eru galler- íin sem versla með hana og safii- arar sem fjárfesta í henni. Utan- garðslistamennirnir sjálfir eru blessunarlega fáfróðir um slíkar vangaveltur. Það hefur lengi loðað við ímynd listamannsins að hann sé nokkurs konar utangarðsmaður, sérstakur karakter, drifinn áffarn af innri þörf, misskilinn og huns- aður. Þó er ólíku saman að jafna við fólk sem búið hefur við fá- tækt, fáfræði og einangrun, og hefur hvorki haft möguleika né tækifæri til að fullþroska hæfi- leika sína. Menntuðum myndlist- armanni úr millistétt eru allar leiðir færar, hans er valið, en hin James Son Ford Thomas: Án titils þráláta endurtekning í verkum Ramirezar er hálft í hvoru sjúk- dómseinkenni sem hann ræður ekki við. En þetta er einmitt eitt af því sem gerir verk þessa fólks heillandi; að þrátt fyrir takmark- anir og mótlæti hefur það firndið frelsi í sínum eigin afloma. Verk- in sýna okkur að jafiivel við öm- uriegustu skilyrði getur skapandi lífsorka þrifist. Þau eiga því at- hygli okkar og aðdáun fyllilega skilið, en þeim er enginn greiði gerður með því að stilla þeim upp jafnfætis meisturum nútíma- myndlistar. Þar sem utangarðslist er annars vegar erum við utan- garðs. Gunnar J. Ámason MYNDLIST • Portið nefnist nýr sýningarsalur sem opnaður hefur verið á neðri hæð Myndlistarskólans í Hafnar- firði. Þrír listamenn sýna um þessar mundir verk sín í Port- inu; þau Bragi Ásgeirsson, Guðjón Ketilsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir. • Haraldur Jónsson sýnir lágmyndir og skúlptúra í Gerðubergi. Verkin eru rýmis- verk, unnin úr ólíkum efnum' en viðfangsefnin eru gegnsæi og takmörk. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 oglaugar- daga kl. 13-18. • Bryndís Snæbjörnsdótt- ir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Galleríi 1 1 og ber hún nafnið „Sa ira". Opið alladagakl. 14-18. • Skoskir grafíklistamenn, 26 talsins, sýna verk sín í Geysishúsinu og er sýningin hluti af menningarhátíðinni Skottís, skosk-íslenskum menningardögum. Opið daglega kl. 10-18. • Myndlistarrefillinn hefur aftur verið hengdur upp í Mokka vegna fjölda áskorana. Sýningunni lýkur á sunnudag. • Guðmundur Karl hefur opnað fýrstu einkasýningu sína hér á landi á Kaffi Splitt. Verkin eru 15 myndasam- stæður unnar með tölvu. • Erlingur Jónsson mynd- höggvari og lektor í Osló hef- ur opnað sýningu i húsnæði Bílakringlunnar í Keflavík. Þar gefur að li'ta 107 verk unnin með margvíslegri tækni og í ýmis efni, s.s. málm, tré og stein. • lan Hamilton Finlay, skoskur listamaður sem hlotið hefur alþjóðlega frægð sem Ijóðskáld, myndlistarmaður og skrúðgarðahönnuður, sýn- ir verk sín á Kjarvalsstöðum á menningarhátíðinni SKOTTlS, skosk-íslenskum menningar- dögum. Á sýningunni gefur að líta myndverk Finlays, nokkra neonskúlptúra og lit- skyggnur af Stonypath-garð- inum í Lanarkshire, einu af mikilvægustu samtímalista- verkum Evrópu. • „Outsider USA" banda- rísk utangarðslist í Hafnar- borg, menningar- og lista- miðstöð Hafnarfjarðar. Sýn- ingin hefur verið sett upp víða um Norðurlönd. • Afmælissýning stendur yfir í Nýlistasafninu, sem á 15 ára afmæli um þessar mundir. Sex listamenn sýna verk sin í boði safnsins; Aðalheiður Elva Jónsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Pétur Örn Friðriksson, Ólöf Nordal, Ragna Hermanns- dóttir og Ingileif Thorlacius. Sýningunni lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14-18. • Jóhann Jónsson frá Vest- mannaeyjum sýnir vatnslita- myndir sínar i Lóuhreiðri við Laugaveg. Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-14. • Ásmundur Sveinsson. I Ásmundarsafni setndur yfir sýningin Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-16. • Harpa Björnsdóttir sýnir um þessar mundir myndverk sín í Slunkaríki á (safirði. Verkin eru öll unnin með blandaðri tækni. SÝNINGAR • Paul Nederga- ard. Sýning á Ijós- myndum Pauls Ne- dergaard af gömlum íslensk- um húsum stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafns. • Víkin og Viðey, sýning í Nýhöfn á fornleifum frá land- námi til siðaskipta í Reykjavík, á vegum Árbæjarsafns.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.