Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 gjalda Tjónþolendur á Norðurlöndum Opinber sjóður tryggir greiðslu skaðabóta Arnljótur Björnsson, prófess- or í lögfræði við Háskóla Is- lands, sagði í samtali við PRESS- UNA að það væri eins með öll skaðabótamái á Islandi, að ef hinn skaðabótaskyldi væri eignalaus væri afar lítil von til þess að skaðabæturnar inn- heimtust. „Vandinn er sá sami hvort sem um er að ræða nauðg- unarmál, aðrar líkamsárásir, vinnuslys eða annað tjón. Ef hinn skaðabótaskyldi á engar eignir og ekkert fæst upp í kröf- ur geta tjónþolendur þurft að bera tjónið sjálfir. Þetta er mikið vandamál en raunin er sd að við því er afskaplega lítið að gera. Það er tjónþolenda að innheimta bætur sem þeim eru dæmdar og ekkert í íslensku réttarfari sem tryggir að rnenn fái þær bætur nokkurn tímann greiddar." Að sögn Arnljóts er þessum málum þannig háttað annars staðar á Norðurlöndum að þar eru tjónþolendum tryggðar greiðslur skaðabóta. „Á Norður- löndum eru til opinberir sjóðir sem tryggja að sá sem verður fyrir tjóni vegna hkamsárásar fái skaðabætur greiddar þegar hinn Arnljótur Björnsson, prófessor í lögfræði við Háskóla fslands. skaðabótaskyldi reynist vera eignalaus og ekki borgunarmað- ur fyrir bótunum. Fordæmi Norðurlandanna er iofsvert og að mínu mati er vel tímabært að löggjafinn kanni þennan mögu- leika og hvort unnt sé að koma á fót slíkum sjóði hér á landi. Að sjálfsögu eru ýmsar skoð- anir á pólitískum málum sem þessum og auðvitað er alltaf spurning hvar þörfm á fjárfram- lögum af hálfu hins opinbera sé mest. Engu að síður er vel tíma- bært að kanna málið.“ ökkla. „Ég hafði aldrei séð þennan mann, né kunningja hans sem stóð álengdar og horfði á,“ segir Steinunn. „Eftir á komst ég að því að mennirnir hefðu frétt af sam- kvæminu hjá kunningjum og þar sem hurðin var ólæst gátu þeir far- ið inn í íbúðina án þess að ég yrði þess vör. í svefnrofunum gerði ég mér ekki strax grein fyrir því hvað var á seyði. í fyrstu fannst mér maðurinn vera kærastinn minn, sem var í samkvæminu um nótt- ina en var farinn heim. Mér brá mjög þegar ég áttaði mig á því hvað var að gerast, hrinti mannin- um ofan af mér og hljóp fram á baðherbergi og læsti að mér. Það- an æpti ég á mennina að þeir skyldu koma sér út samstundis, sem þeir og gerðu.“ BAUÐST TIL AÐ GEFA MÉR FÖT EF ÉG FÉLLIFRÁ KÆR- UNNI Steinunn ákvað þegar í stað að kæra málið til lögreglu. Hún gat illa lýst mönnunum tveimur fyrir rannsóknarlögreglu, vegna þess hve atburðarásin var hröð morg- uninn örlagaríka og hún svefn- drukkin, en mundi þó greinilega að annar mannanna var ljóshærð- ur og hinn dökkhærður. Vinafólk Steinunnar, sem hélt samkvæmið með henni, þekkti til mannanna og vissi af ferðum þeirra um húsið umræddan morgun. Grunur féll fljótlega á jóhann J. Ingólfsson og var hann færður til yfirheyrslu. Þar játaði hann að hafa farið inn í íbúðina í heimildarleysi og haft samræði við stúlkuna, en reyndi að bera í bætifláka fyrir sig og hélt því fram að það hefði verið með samþykki hennar. „Hann varð greinilega skít- hræddur þegar hann frétti að ég væri ákveðin í að kæra,“ segir Steinunn. „Stuttu eftir atburðinn hringdi hann nokkrum sinnum í mig og reyndi með ýmsum brögð- um að fá mig til að falla frá kær- unni. Hann vildi ólmur bjóða mér út að borða svo við gætum rætt málin, sem ég hafði auðvitað ekki minnsta áhuga á. Þá bauðst hann til að gefa mér peninga fyrir fötum og borga sálfræðiaðstoð ef ég þyrfti á henni að halda, ef ég bara héldi mig á mottunni. Ég lét skýr- lega í ljós að ég hefði ekki áhuga á gylliboðum hans og hef ekki heyrt frá honum síðan.“ Árásarmaðurinn var sem fyrr segir fundinn sekur um nauðgun af Sakadómi Reykjavíkur og Hæstarétti og dæmdur til fanga- vistar. Maðurinn afplánaði þrjá mánuði af refsingunni í Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg frá lokum janúar til aprílloka 1992 og hefur verið frjáls ferða sinna síðan. Allt frá því að dómur féll í Hæsta- rétti í maí 1991 hefur lögmaður Steinunnar reynt með öllum hugs- anlegum leiðum að knýja mann- inn til að greiða henni miskabæt- umar, en án árangurs. VARÐ ÁHUGALAUS UM ALLTOGALLA Steinunn segir tæpast hægt að lýsa þeim andlegu þjáningum sem hún gekk í gegnum í kjölfar nauðgunarinnar og sárin séu langt frá því að vera gróin. „Ég gat ekki hugsað mér að fara út og umgang- ast fólk fyrst eftir atburðinn. Sat ein heima öll kvöld og grét. Ég treysti mér ekki einu sinni til að fara út í búð, fannst skrifað utan á mig hvað hefði gerst og allir horfa á mig. Og ég beinh'nis skammaðist mín fyrir það að ég skyidi hafa lent í því að verða nauðgað, fannst það setja svartan blett á mig og ég ætti einhverja sök á því hvernig farið hefði. Því trúði ég aðeins örfáum fyrir því sem gerðist en hélt leyndar- málinu að öðru leyti fyrir mig og leitaði mér aidrei sálfræðiaðstoð- ar. Ég gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það mundi hjálpa mér eða kannski skorti mig bara kjarkinn. Eftir atburðinn flosnaði upp úr sambandi mínu og kærasta míns, enda missti ég allan áhuga á karlmönnum og var algjörlega ófær um að stofna til til- finningasambands í marga mán- uði á eftir. Ég varð áhugalaus um allt og alla og mjög utan við mig lengi eftir atburðinn." ÆTLA EKKIAÐ LÁTA HANN SLEPPA Steinunn segir það hafa reynst sér erfitt að gefa skýrslu um at- burðinn og fara yfir hvert smáat- riði fyrir lögreglu og dómurum. Enn þann dag í dag eigi hún erfitt með að rifja upp það sem gerðist og það sé henni því síður en svo sársaukalaust að segja sögu sína hér í PRESSUNNI. „Mér fannst ég bara ekki geta annað, eftir að ljóst varð að mað- urinn ætíar sér ekki að borga mér miskabæturnar og ekkert virðist vera hægt að gera í málinu. Ég botna ekkert í slíku réttarfari. Honum, dæmdum afbrotamanni, er gert skylt að greiða mér bætur en svo er það algjörlega mitt vandamál að innheimta þær. Ég skil ekki hvernig menn hugsa sér að þetta gangi fyrir sig. Er ætlast til þess að ég eltist við manninn, sem nauðgaði mér, út um allan bæ, til að hafa út úr honum peninginn? Það hafa ekki allir eíhi á lögfræði- aðstoð og hvernig er hægt að fara fram á að fórnarlömb nauðgara standi í slíkum málum sjálf? Maðurinn þykist ekkert eiga og því geti hann ekki borgað bæturn- ar. Eg sætti mig engan veginn við þá skýringu, enda veit ég að hann rekur heildsölu, keyrir um á fi'num bíl og á ailt til alls. Ég er ákveðin í að láta hann ekki sleppa og er til í að reyna allt, enda þótt það kosti að ég sé sífelit með hugann við at- burðinn og fái aldrei frið fyrir óþægilegum minningum. Ég vil að maðurinn verði látinn gjalda og borgi mér þær bætur sem mér hafa verið dæmdar. Að sjálfsögðu snýst þetta ekki um peninga- græðgi, ég sit ekki heima og læt mig dreyma um hvað ég ætli mér að gera við 200 þúsund krónurn- ar. Og auðvitað vil ég ekki að ríkið þurfi að leggja út fyrir þessu. Ég vil aðeins að hægt verði að þvinga manninn til að borga. Það er mitt prinsippmál að hann verði látinn gjalda fyrir afbrot sitt með þessu móti, en sleppi ekki með hlægilega stuttan fangelsisdóm.“ Bergljót Friðriksdóttir Jóhann J. Ingólfsson SELDI SflMBYLIS- KONUNNIFYRIRTÆKID Þessa dagana er verið að gera upp þrotabú Hollenska verslun- arfélagsins hf., en það hét fyrir- tæki Jóhanns Jónasar Ingólfs- sonar áður en nafni þess var breytt í Þokka hf. Aðeins um tvær vikur eru liðnar af kröfulýs- ingarfresti og því óljóst hversu stórt gjaldþrot þetta verður. Að sögn Brynjólfs Kjartanssonar skiptastjóra hefur hvorki tekist að fá bókhald fyrirtækisins né Jó- hann til yfirheyrslu, þótt eftir hafi verið leitað. Hollenska verslunarfélagið var stofnað haustið 1990, ári eftir gjaidþrot annars fyrirtækis Jó- hanns, íslensks-portúgalska hf. f rúmt ár, eða þar til snemma árs 1992, annaðist það innflutning og sölu á nærfatnaði, snyrtivör- um, gjafavöru og fleiru frá vel þekktum evrópskum fyrirtækj- um á borð við Cacharel, Gosh og Playtex. f febrúar í fyrra, á meðan Jóhann afplánaði nauðgunar- dóm sinn í Hegningarhúsinu, stofnaði sambýliskona Jóhanns, Margrét Þ. Stefánsdóttir, hluta- félagið Þokka hf., sem í kjölfarið keypti flestar eignir Hollenska og hóf samstundis rekstur í sama húsnæði, með sömu vörur og sama starfsfólk. Samkvæmt upp- lýsingum PRESSUNNAR tók Jóhann við rekstri Þokka þegar afþlánun hans lauk og hefur ann- ast hann síðan. Af öllum sólar- merkjum að dæma var því um málamyndagjörning að ræða til að koma eignum undan til nýs hlutafélags. Að mati kunnugra var Hol- lenska verslunarfélagið enda gjaldþrota nema að nafninu til á jessum tíma. Þessa má glöggt sjá fékk stofan aldrei greiddan og kærði hún Jóhann loks til Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir Qár- svik. Það varð töluverð bið á því að Hollenska væri tekið til gjald- þrotaskipta, en það gerðist nú skömmu fyrir áramótin. Aðal- ástæðan var að fæstir gerðu sér von um að neitt hefðist upp úr krafsinu og vildu því ekki leggja fram þær 150 þúsund krónur sem krafist er til tryggingar kostnaði. Þessi töf bitnaði ekki síst á starfsfólki, sem sumt hefur beðið í bráðum ár eftir kaupinu sínu. Það var þýskt fyrirtæki sem á endanum fór fram á að fyrir- tækið yrði tekið til skipta. Nauðgunin, sem er til umfjöll- unar hér í opnunni, átti sér stað á nýársnótt 1990, en rúmlega mán- uði síðar var Jóhann handtekinn vegna smygls á um þremur kíló- um af hassi. Það var í því máli sem Jóhann fór fram á ívilnun gegn því að leggja giidru fyrir Stein Ármann Stefánsson í kókaínmálinu síðasta sumar. Ákæra í málinu var gefin út í ág- úst 1991, en ekki hefrir enn verið dæmt í því, samkvæmt upplýs- ingum Héraðsdóms Reykjavíkur. Auk þessara tveggja brota hefur Jóhann verið dæmdur í tveggja ára, tveggja mánaða og eins mánaðar varðhald fyrir þjófnað. Hann hefur hlotið fjóra óskil- orðsbundna varðhaldsdóma vegna umferðarlagabrota og að auki fengið sektargreiðslur að minnsta kosti tólf sinnum fyrir samskonarbrot. Karí Th. Birgisson Jóhann á skrifstofu sinni í Þokka. merki í bréfum sem Jóhann skrifaði starfsfólki úr Hegningar- húsinu, en þaðan stjórnaði hann fyrirtækinu, hitti fulltrúa starfs- fólks daglega og heimsótti fyrir- tækið í fylgd fangavarða. Erlendir viðskiptavinir áttu inni háar fjár- hæðir og aðrir skuldunautar sóttu fast að fyrirtækinu. Starfs- fólk sem kom og fór var á fjórða tuginn á einu ári og hættu flestir vegna ógreiddra launa. Þó virðist velta hafa verið tölu- verð, enda tókst Jóhanni að koma vöru sinni í sölu í verslun- um víða um land og sjálfur stóð hann fyrir útsölu á vörunni um þarsíðustu jól — við lítinn fögn- uð þessara sömu verslana. Útsal- an var töluvert auglýst, enda annaðist auglýsingastofa gerð og birtingu auglýsinga í blöðum og ljósvakamiðlum. Þann kostnað

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.