Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 30
4- 3. tbl 4. árgangur - Hlín segir að gínan, sem hún kallar Bárð, sýni sér ekki sama af- skiptaleysið og eiginmaðurinn þótt Bárður segi ekki margt. „Það er hjartalagið sem ræður," segir Hlín. 35 ára kona á Seltjarnarnesi SEGIST ÁSTFANGIN AF GÍNU OG VILL SKILNAÐ FRÁ EIG- INMANNINUM Þótt hann segi ekki margt þá skilur hann mig, - segir Hlín Tryggvadóttir, 35 ára gamall snyrtifræðingur, en hún varð ástfangin af útstillingargínu í Kringlunni. Seltjamarnesi, 21. janúar. „Hún er kexrugluð,“ segir Friðrik Lárusson, 37 ára bif- reiðavirki, um eiginkonu sína, Hlín Tryggvadóttur, eftir að Hlín fór fram á skilnað til að geta gifst gínu í versluninni Sautján í Kringlunni. Hlín kall- ar gínuna Bárð. „Þótt aðrir sjái það ekki þá veit ég að Bárður elskar mig,“ segir Hlín. „Hann er blíður og skiln- ingsríkur þótt hann segi ekki margt,“ bætir hún við. Hlín segist hafa orðið ástfangin af Bárði þegar hún var að versla fyrir jólin. „Þegar ég var að skoða í gluggann sá ég hann skyndilega stara á mig og ég kiknaði í hnjálið- unum. Þetta var ást við fyrstu sýn.“ „Ég ansa þessu ekki,“ segir Friðrik, eiginmaðurinn. „Þetta er bara enn ein tiktúran í konunni til að vekja á sér athygli. Síðast fór hún í Myndlista- og handíðaskól- ann og þóttist vera listamaður. Þá, eins og nú, vildi hún að ég tæki betur eftir sér.“ Fráskilin hjón í Grafarvogi DEILA UM FOR- RÆÐI HUNDS Hugsanlegt að annað hjónanna fái forræðið en hitt umgengnisrétt aðra hverja helgi og hálfan mánuð að sumri, - segir Finnur Baldvinsson dómari. Gummi sýndi hundinum aldrei raunverulegartilfinn- ingar. Hann notaði hann bara í gönguferðir til að fitna ekki, - segir Bára Er- lingsdóttir, en hún á í for- ræðismáli út af hundi sínum og fyrrum eiginmanns síns, Guðmundar Daníelssonar. Stórtíðindi í trúarlífi íslendinga ÓLAFUR SKÚLASON GEKK í KROSSINN „Þótt mér hafí aldrei fundist mikið í Ólaf spunnið þá höfnum við engum,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. Reykjavík, 21.janúar. Ólafúr Skúlason, biskup yfir Islandi, er genginn í Krossinn. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir íslensku þjóðkirkjuna í gær. „Auðvitað eru þetta váleg tíð- indi,“ sagði ónefndur prestur í samtali við GULU PRESSUNA. „Kirkjan hefur átt í ýmsum vand- ræðum að undanfömu; til dæmis í sambandi við Keflavík, kirkju- garða Reykjavíkur, Víghól og svo framvegis. Við máttum ekki við þessu.“ „Mér líður vel og ég hélt að sannkristnum mönnum væri það fýrir mestu,“ sagði Ólafur í samtali við GULU PRESSUNA. „Ég sé ekki að svo mikið hafi breyst. Þótt ég fari á samkomur í Krossinum get alveg verið áfram biskup. Ef prestarnir vilja get ég litið inn í venjulegar messur annað slagið.“ „Þetta er guðsverk," segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins. „Þótt sála Ólafs sé ekki veigameiri en sála okkar smæsta bróður þá er alltaf gaman þegar týndur sonur snýr aftur. Ég slátraði ekki kálfi þennan dag en ég fékk mér þó kálfasteik um M „Ég bara frelsaðist. Er eitt- hvað merkilegt við það?" segir Ólafur Skúlason bisk- up. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR byrjaði hann að tala tungum á fundi þar sem hann ætlaði að tala um fyrir Gunnari Þorsteinssyni og fór síðan með honum á samkomu. kvöldið." Prentarar í Gutenberg neita að prenta EES-samninginn PRENTARAR NEITA AÐ PRENTA EES Teljum eðlilegt að fresta prentun samningsins um viku, þar sem þetta mál hefur klofið þjóðina, - segir Sigurbergur Aðalsteinsson prentari. Hækkun útgjalda til vegamála vegna ófærðar Arfur frá síðustu stjórn - segir Davíð Oddsson. Reykjavík, 20. januar. r--- ■ i Á Alþingi | í gær lýsti Bj D a v í ð *«.■ ‘fwTsf Oddsson ^ l.....QS forsætisráð- Sr'JFÉ herra því yf- jggyw1"'' Æ ir að aukin wm Æ útgjöld til iibh IH—■ vegamála vegna mikils snjómoksturs í ófærðinni að undanförnu væru arfur frá síðustu ríkis- stjórn. „Það var einfaldlega lítið sem ekkert mokað í tíð síðustu stjórnar," sagði Davíð. „Það þarf því engan að undra þótt moksturinn lendi á okkur.“ Stjórnarandstaðan mót- mælti þessu og sagði að engin ástæða hefði verið til að moka þar sem tíðin hefði verið góð. „Þetta eru týpískar mótbárur stjómarandstöðunnar,“ svaraði Davíð. „Þar sem ég þekki til safnast það upp sem ekki er fjarlægt.“ Reykjavfk, 21. janúar. Allt er nú aftur orðið óvíst um hvort íslendingar taka þátt í Evrópska efnahagssvæðinu eftir að prentarar í prentsmiðj- unni Gutenberg neituðu að prenta samninginn eftir að Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, skifaði undir hann. „Okkur fmnst að þessi samn- ingur hafi klofið þjóðina svo að eðlilegt er að fara að öllu með gát,“ segir Sigurbergur Aðalsteins- son, prentari og trúnaðarmaður starfsfólks Gutenbergs. „Ef við lít- um aðeins til okkar vinnustaðar þá eru þrír prentarar fylgjandi samningnum, fimm á móti og tveir geta ekki gert upp hug sinn. Eftir sem áður telja átta eðlilegt að þjóðin fái að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, svo ljóst er að jafnvel þeir sem eru fýlgjandi samningnum vilja þjóðarat- kvæði.“ „Ég vil benda á ákveðin for- dæmi í þessu máli," segir Sigur- bergur. „Til dæmis neitaði Stjáni í Odda að prenta „Brósa" og „Léttlynda og lausgirta" um árið." Sigurbergur benti á að það hefði áður komið fýrir að prentar- ar neituðu að prenta ýmis verk. „Stundum hefur komið inn á borð til okkar þvílíkur dónaskapur að við, sem fjölskyldufeður, höfum ekki treyst okkur til að standa að honum.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sat á fundi með prenturunum í Gutenberg í nótt. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR bauð hann þeim að halda blaðamannafimd í næstu viku þar sem þeir gætu lagt fram greinargerð og útskýrt afstöðu sína. Tilboð þetta er bundið því að prentaramir haldi áfram að vinna við samninginn. „Ég veit ekki,“ sagði Sigurberg- ur í morgun. „Auðvitað viljum við koma sjónarmiðum okkar fram, en það er ekki víst að fólkið í pökkunardeildinni taki því þegj- andi að pakka samningnum. Mér hefur heyrst á því að það hafi fengið áskoranir um að leggja nið- urvinnu.“ LITSALA ----- ll útsalan ífullum gangi 15 - 50% afsláttur verslun með gjafavöru Borgarkringlunni, sími 682221 i T

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.