Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 Bopgin kaupir litla sjoppu á 6 milljónir Meirihlutinn í borgarráði hefur samþykkt að kaupa um tuttugu fermetra þrjátíu ára gamlan timburkofa á mótum Þrastargötu og Suðurgötu og er kaupverðið 6 milljónir króna. Um er að ræða söluturn og biðskýli í eigu Árna Bergs Eiríkssonar. Árni hafði fengið úthlutað byggingarrétti að nýjum sölu- turni álóðinni, á hæpinni laga- stoð að mati Ólínu Þorvarðar- dóttur borgarfulltrúa, en vegna háværra mótmæla frá ná- grönnum ákvað borgin síðan að kaupa kofann og koma þar upp leiksvæði og gróðurreit. Markús Örn Antonsson hefúr svarað því lil um kaupverðið að milljónirnar 6 séu greiddar fyrir söluturninn, leiguréttind- in, byggingarrétt á lóðinni, greidd gatnagerðargjöld og all- an áfallinn hönnunarkostnað vegna hinnar fyrirhuguðu ný- byggingar. Verðið sé byggt á mati Hjörleifs Kvaran, fram- kvæmdastjóra lögfræðisviðs borgarinnar. Sigrún Magnúsdóttir kallar hins vegar kaup þessi „loftfim- leika“ og greiðasemi við sjoppueigandann, sem feli í sér fordæmi og stefnumörkun gagnvart öðrum sjoppueigend- um. Ólína Þorvarðardóttir seg- ir þetta með vandræðalegustu málum sem komið hafi upp í borgarkerfinu. Að sögn Hjörleifs Kvaran keypti Ámi í apríl 1987 sjoppu- bygginguna á 4,2 milljónir að núvirði og reksturinn á 10,7 milljónir að núvirði. Þá hefur Árni greitt 478 þúsund krónur í gatnagerðargjöld. Sé aðeins miðað við fasteignina og gatnagerðargjöldin geti 1,3 miUjónir ekki talist mikið fýrir viðskiptavild, innréttingar og útlagðan kostnað. Tíu ára gamlar tillögur stjórnarskrárnefndar 46 þúsund undirskriftir til knýja fram þjóðaratkvæði Stjórnarskráin hefur verið í endurskoðun í tvo áratugi með takmörkuð- um árangri. Væru tillögur stjórnarskrárnefndar komnar til framkvæmda hefði forseti íslands getað óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn án þess að neita því fyrst að skrifá undir lögin. 1 að Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands. Samkvæmt tillögum stjórnar- skrárnefndar hefði hún getað óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn án þess að stilla sér upp sem andstæðingur meirihluta þingsins. Samkvæmt sömu tillögum hefði þurft 46 þús- und undirskriftir til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, en and- stæðingum EES-samningsins tókst „aðeins" að safna 35 þúsund undirskriftum. Tíu ár eru liðin frá því stjórnar- skrárnefnd „hin síðari" lagði fram skýrslu um endurskoðun á stjóm- arskrá íslands. Ef stjórnarskráin væri nú í anda tillagna stjórnar- skrárnefndar hefði forseti Islands verið í þeirri stöðu að vísa EES- samningnum til þjóðaratkvæða- greiðslu án þess að neita fyrst að undirrita lögin. Með öðrum orð- um hefði forsetinn getað óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja mánaða án þess að stilla sér upp sem andstæðingur ríkis- stjórnar og meirihluta þings. Þá væri í stjórnarskránni ákvæði um að fjórðungur alþingiskjósenda gæti óskað eftir því að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um ein- stök málefni. ANDSTÆÐINGA EES VANT- AÐI11 ÞÚSUND UNDIR- SKRIFTIR f núgildandi stjórnarskrá, sem að megineftti er nær 120 ára göm- ul, eru engin slík ákvæði. Hitt stendur þó óhaggað að um 35 þúsund manns rituðu undir áskorun um að EES-samningur- inn færi fyrir þjóðaratkvæði. Hefði það dugað til, með breyttri stjómarskrá? Svarið er neitandi. Þótt stjórn- arskránni hefði verið breytt með þessum hætti hefðu 35 þúsund undirskriffir einfaldlega ekki dug- að til. f þingkosningunum 1991 vom 182.768 manns á kjörskrá og á væntanlega að miða við þá tölu. Fjórðungur af slíkum fjölda at- kvæðisbærra manna er tæplega 45.700 manns og hefði því skort nær 11 þúsund undirskriffir til að uppfylla ákvæðið. Geta má þess að fulltrúar Alþýðubandalagsins vildu að fimmtungur atkvæðis- bærra manna dygði til, sem þýðir að undirskriftirnar hefðu þurft að vera rúmlega 36.550 og skortir þá enn um 1.600 undirskriftir. Fylgj- endur þjóðaratkvæðagreiðslu hefðu þurft að standa sig mun betur. Má reyndar gera ráð fyrir öllu meira átaki ef ofangreint ákvæði hefði verið í gildi, en hvort fundist hefðu um 11 þúsundum fleiri til að skrifa undir — yfir 30 prósentum fleiri — er umdeilan- legt. Til samanburðar má nefna undirskriftasöfhun forvígismanna Varins lands 1974 um að „leggja á hilluna ótímabær áform um upp- sögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brottvísun varnar- liðsins“. Þar skrifuðu 55.522 at- kvæðisbærir einstaklingar undir eða 47 prósent miðað við þann fjölda sem var á kjörskrá í þing- kosningunum næst á undan. Til að slá það met hefðu EES-undir- skriftirnar þurft að fara yfir 85.900. Samanburður þarna á milli er e.t.v. ekki fyllilega rétt- Matthías Bjarnason er formaður hinnartíu manna stjórnarskrár- nefndar. Nefndin hefur ekki komið saman um nokkurra mánaða skeið, meðal annars vegna veikinda formannsins. mætur, en sýnir þó hvaða árangri er hægt að ná með miklu átaki. SAMMÁLA UM FLEST NEMA AÐ KOMA BREYTINGUN- UMÍGEGN Stjórnarskráin hefur að form- inu til verið í endurskoðun í alls 21 ár, í höndum tveggja nefnda. Fyrri nefndin hóf störf 1972 en sofnaði. Sú nefnd sem enn er að störfum hóf ferii sinn 1978 og lagði fram áðurnefnda skýrslu í janúar 1983. Sú skýrsla vakti at- hygli og þá ekki síst það hversu mörg ákvæði fulltrúar allra þáver- andi stjórnmálaflokka voru sam- mála um. Má nefna ákvæði um skerta þingrofsheimild, þrengingu á heimild til útgáfu bráðabirgða- laga, um rannsóknarhlutverk þingnefnda, mannréttinda- ákvæði, ákvæði um réttaröryggi borgaranna, ítarlegri ákvæði um ffiðhelgi heimilanna og tjáningar- ffelsi, ákvæði um náttúruvernd og þjóðareign á auðlindum, um bann við afturvirkni skatta og ákvæði sem auðvelda mundi breytingar á stjómarskránni í ffamtíðinni. Þarna voru og gerðar tillögur um breytingar sem tekist hefúr að koma í gegn án þess að breyta stjórnarskránni, en þá er átt við lög um kosningar og kjördæma- skipan. Óhætt er að fullyrða að flokkarnir hafa ekki treyst sér til að breyta stjórnarskránni, því ef það er gert þarf sérstakar þing- kosningar í kjölfarið. En stjórn- málamönnunum tókst að finna leið til að breyta því sem snýr að þeim sérstaklega. Þeim tókst að breyta lögum um kjördæmaskip- an og kosningar; af þeim ákvæð- um sem stjórnarskrárnefnd vildi koma í framkvæmd hefúr tekist að lækka kosningarétt í 18 ár og hafa þinghaldið í einni málstofu. Og stofna embætti „Ármanns Al- þingis“, þ.e. umboðsmanns. Og þeim tókst að fjölga þingmönnum um þrjá og bæta dreifingu at- kvæða. PRÓFKJÖRSÞREYTTIR NEFNDARMENN RÆDDU HELST UM PERSÓNUKJ ÖR Að öðru leyti hefur lítið sem ekkert gerst og nefndin er meira og minna sofnuð undir for- mennsku Matthíasar Bjamason- ar. Fyrir nokkrum árum voru nefndarmenn helst að ræða um þá breytingu á kosningalögum að taka upp persónukjör, þ.e. að heimila kjósendum að endurraða ffambjóðendum á þeim lista sem þeir kjósa og jafnvel velja menn af mismunandi listum. Þarna voru stjórnmálamennirnir ekki síður að hugsa um eigin vasa en aukið lýðræði; prófkjör og forvöl voru þá lifandi að drepa og kostuðu mikinn pening. Auk Matthíasar formanns eiga sæti í nefndinni Gunnar G. Schram og Tómas Tómasson fyr- ir Sjálfstæðisflokk, Sigurður Giz- urarson og Þórarinn Þórarinsson fýrir Framsóknarflokk, Magnús Torfi Ólafsson og Gylfi Þ. Gísla- son fyrir Alþýðuflokk, Ólafur Ragnar Grimsson og Ragnar Amalds fyrir Alþýðubandalag og Málmfríður Sigurðardóttir fyrir Kvennalistann. Um skeið sat sr. Gunnar Björnsson í nefndinni fyrir Borgaraflokk, eða þar til sá flokkur geispaði golunni. Sérstak- ur ritari nefndarinnar er Guð- mundur Benediktsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Þá er Þorsteinn Magnússon, starfsmaður Alþing- is, nefndinni til ráðgjafar.______ Friðrik Þór Guðmundsson VIKAN FRAMUNDAN 21. janúar 1793 var Lúðvík 16. konungur Frakklands hálshöggvinn og sömu örlög biðu konu hans, Marie Antoinette. 21. janúar 1895 fæddist Davíð Stefáns- son skáld. 21. janúar 1924 lést Vladimír Ilyich Lenín, 53 ára að aldri. 21. janúar 1981 losnuðu amerískir gíslar úr prísund sinni í Teheran eftir 444 daga vist í bandaríska sendiráðinu. H 22. janúar 1918voru . fádæma r ^ frosthörkur um land allt. Þennan dag var frostið yfír 20 stig í Reykjavík og Kollafjörður- inn var sem ein íshella. Því gátu Reykvíkingar gengið út í Viðey ogEngey. 22. janúar 1973 dæmdi Hæsti- réttur Bandaríkjanna í máli Roes gegn Wade, sem fjallaði um fóst- ureyðingu. Dómur þessi mark- aði tímamót og gerði fóstureyð- ingar Iöglegar í öllum ríkjum Bandaríkjanna. 22. janúar 1983 lýsti tennis- leikarinn Björn Borg því yfir að hann væri hættur að spila tennis. Síðustu ár hefur hann þrásinnis reynt að fóta sig að nýju í atvinnu- mennskunni, enán árangurs. 23. janúar 1907 kom fyrsti tog- arinn sem fslendingar létu smíða til landsins. Það var Jón forseti, 251 tonns skip smíðað í Englandi fyrir útgerðarfélagið Alliance. 23. janúar 1973 hófst eldgos í Heimaey. Vakti gosið mikla at- hygli víða um heim og þennan sama dag var það aðalfréttaefni blaða, útvarps og sjónvarps á Norðurlönduni. 23. janúar 1981 var tilkynnt að Snorri Hjartarson hlyti bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir ljóðabók sína „Hauströkkrið yfir £ mér“. 23. janúar 1989 lést Salvador Dali. 24. janúar 1712 fædd- ist Friðrik mikli Prússa- keisari. 24. janúar 1965 lést Winston Churchill eftir hjartaáfall. 25. janúar 1971 var Charles Manson fundinn sekur um samsæri um að myrða Sharon Tate og íjóra aðra. 25. janúar 1981 banaði ung kona manni sínum í íbúð við Kötlufell með því að hella yfir hann bensíni og bera eld að. 26. janúar 1866 fékk ísafjörður kaupstaðarréttindi. 26. janúar 1906 var verka- mannafélagið Dagsbrún stofnað. 26. janúar er þjóðhátíðardagur Ástralíu og Indlands. 27. janúar 1891 var V erslunarmannafélag Reykjavíkur stofnað. 27.janúar 1904 hrakti kaupmaðurinn H.Th.A. Thomsen í opnu bréfi í blaðinu Reykjavík sögu- sagnir um að starfsstúlkur í vindlagerð hans væru smitaðar af sárasótt. Þetta neyddist hann til að gera vegna þess að vindla- sala hafði algerlega dottið niður. 27. janúar 1907 var stofndagur Kvenréttindafélags íslands. AFMÆLI 21.janúar Halldór Jónatans- son, forstjóri Lands- virkjunar, verður 61 árs. Jón úr Vör verður 76 ára. Christian Dior tískukóngur fæddist árið 1905. Telly Savalas, sköllótti leikarinn, verður 68 ára. JackNicklaus, Gullni björninn, verður 43 ára. Placido Domingo verður 42 ára. 22.janúar Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsfrömuður verður 66 ára. Þórarinn Sigþórsson, tann- læknir og laxveiðimaður, verður 55 ára. Ágúst Strindberg fæddist árið 1849. 23.janúar Sighvatur Björg- vinsson heilbrigð- isráðherra verður 51 árs. Valgeir Guðjónsson tónlistar- maðurverður41 árs. Ólafur Kvaran listfræðingur verður 44 ára. Þórður Steinar Gunnarsson hæstaréttarlögmaður verður 45 ára. Sergei Eisenstein kvikmynda- frömuður fæddist árið 1898. 24. janúar Hrólfur Jónsson slökkviliðs- stjóri verður 38 ára. Sverrir Hreiðarsson í Smiðju- kafft verður 25 ára. Desmond Morris, höfundur Nakta apans, verður 65 ára. Nastassja Kinski leikkona verður 32 ára. 25.janúar Jóhann Þórðarson lögfræðing- ur verður 66 ára. Wirginia Woolf fæddist árið 1882. Edvard Schevardnadze, forseti Georgíu, verður 65 ára. 26. janúar Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Al- þingis, verður 58 ára. Paul Newman verður 68 ára. 27. janúar Wolfgang Amadeus Mozart fæddistárið 1756.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.