Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 12
I 12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Verr sett en vændiskona I PRESSUNNI í dag segir ung kona frá tilraunum sínum til að innheimta miskabætur af nauðgara sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur það ekki gengið og því miður virðist fátt benda tii að stúlkan muni nokkurn tímann fá þessar bætur. Að minnsta kosti fær hún enga aðstoð í réttarkerfmu eða hjá hinu opinbera til aðinnheimtaþær. Bæturnar fékk stúlkan dæmdar í Hæstarétti; krónur 200 þús- und. Það þarf ekki að bera mikla virðingu fyrir mannskepnunni til að þykja þær bætur lágar. En fyrir handvömm lögfræðings stúlkunnar dæmdi hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur neina vexti á upphæðina. Hún brennur því upp í verðbólgunni — reyndar hægum bruna vegna lágrar verðbólgu, en það eykur ekki réttlætið. Frá því stúlkan fékk bæturnar dæmdar hefúr hún reynt með aðstoð tveggja lögfræðinga að innheimta þær. Nauðgarinn rekur innflutningsverslun og hefur flutt inn sömu vörurnar undir þremur fyrirtækjanöfnum á undanförnum árum. Við síðustu nafnbreytinguna var fyrirtækið skráð á sambýliskonu hans og það á einnig við um íbúðina sem þau búa í. Þrátt fyrir að maður- inn hafi nokkuð mikið umleikis er hann því eignalaus á pappír- unum. Stúlkan getur því ekki gert fjárnám í eignum hans til að knýja á um greiðslu. Eina leiðin til að þrýsta á um greiðslu er að krefjast gjaldþrots yfir manninum. Til þess þarf hins vegar að greiða 150 þúsund krónur í tryggingu. Og þar sem maðurinn er eignalaus yrði það glatað fé. Nú er það svo að mennirnir eru misjafnir og ekkert við því að gera. Það er hins vegar spurning hvort ekki sé rétt að samfélagið búi svo um hnútana að þeim, sem lenda í svipuðum hremming- um og stúlkan, séu ekki allar bjargir bannaðar. Arnljótur Björns- son prófessor bendir til dæmis á það í PRESSUNNI í dag að á Norðurlöndum séu til opinberir sjóðir sem gætu komið til að- stoðar í svipuðum tilfellum og hér um ræðir. í sjálfu sér ætti hug- myndin að baki slíkum sjóði ekki að vera íslendingum fjarlæg. Hér tekur ríkið ábyrgð á launagreiðslum gjaldþrota fyrirtækja og er hugmyndin sú að venjulegt launafólk skaðist ekki óþarflega vegna aðstæðna sem það ræður ekki við. Ef slíkt á við um gjald- þrot fyrirtækja á það ekki síður við þegar fórnarlömbum hegn- ingarlagabrota er ógerlegt að innheimta þær bætur sem þeim eru dæmdar. Hvað viðvíkur aðstæðum brotamannsins í þessu dæmi þá hljóta þær að gefa tilefni til að stjórnvöld velti því fýrir sér hvernig hægt sé að girða fyrir að menn vaði um íslenskt viðskiptalíf, stofhi fýrirtæki og setji þau á hausinn í hreinu ábataskyni. Tilefn- in fýrir slíkum þankagangi stjórnvalda hafa reyndar verið næg á undanförnum árum. En það er ef til vill erfiðara að sætta sig við óréttlætið í þessu til- viki en mörgum öðrum. Stúlkan kaus ekki að stunda viðskipti við þennan mann. Hún hafði ekki færi á að kanna áreiðanleika hans eða eignastöðu. Hann nauðgaði henni. Og þótt kaldhæðnislegt sé er það því miður svo að þjóðfélagið virðist ekki geta tryggt þessari konu neinar bætur fýrir þann miska sem hún varð fýrir. Hún er því í raun verr sett en vændis- kona, sem fær þó greidda lága upphæð fýrir þau afnot sem menn kjósa að hafa af líkama hennar. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-I6,sími 6430 80 Faxnúmer. Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Ámi Páll Árnason, Guðmundur Einarsson, v Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listlr; Gunnar Ámason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason. Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Ertþú Ríkisdóttir; vœna? „Svona hefur samdráttur í ríkisútgjöldum orðið til að leiða okkurýmislegt í Ijós. Og efþað þarf kreppu til að berja það inn í hausinn á kynbræðrum mínum aðþeir eigi sín börn en ekki ríkið, óháð því hvernigþeim líkar við mömmur þeirra eða hvernig stendur á hjá þeim í VISA-greiðslum, — leyfist mérþá að biðja um margar, margar kreppur!ÍC Það er margt rætt og ritað um kreppuna nú um stundir. Maður opnar varla svo fyrir þjóðarsálir útvarpsstöðvanna að ekki sé verið að kvarta yfir afkomunni, að ógleymdum pistlahöfundunum sem lesa grátbólgnir upp úr heim- ilisbókhaldinu. Það skín í gegn að enginn virðist sjá neina von, allir keppast um að iýsa meiri erfið- leikum en næsti maður á undan. Það er ástæða til að spyrja sig hvernig svartsýnin fari með fólkið sem kallast fslendingar? Hvernig fer þetta tal með börnin sem hlusta á harmsögurnar? Og er endilega víst að þeir sem kvartsár- astir eru og fá mesta athyglina séu þeir sem helst eiga samúð skilda? Einn er sá hópur manna sem undanfarið hefur sungið háa rödd í grátkórnum, en það er sá félags- skapur sem kallast Félag meðlags- greiðenda. Sá hópur hefur beitt sér gegn þeirri ákvörðun trygg- ingaráðherra að hækka lágmarks- meðlagsgreiðslur úr á áttunda þúsund á mánuði í rúm eiiefu. Mótmælin höfðu á endanum þau áhrif að ákveðið var að lágmarks- meðlagið hækkaði einungis í rúm tíu þúsund á mánuði. Akvörðunin um að hækka meðlagsgreiðslur mun hafa verið tekin í tengslum við lækkun á greiðslum af hálfu ríkisins til ein- stæðra foreldra. Félagar í þessu fé- lagi meðlagsgreiðenda hafa talið að hér sé um að ræða aðför ríkis- valdsins að kjörum þeirra. Ríkið sé að skerða kjör meðlagsgreið- enda með því að hækka það með- lag sem skylt er að greiða að lág- marki. Meðal þess sem talsmenn meðlagsgreiðenda hafa fært fram til rökstuðnings því að ekki megi hækka lágmarksmeðlag er að þeir séu margir að koma sér upp fjöl- skyldu og meðlagsgreiðslur séu þungur baggi við þær aðstæður. Ég verð að játa að ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafnbit á nokkru væli sem ég hef heyrt og á þessu. Það er ekkert nýtt að til séu menn sem ekki vilja kannast við gerðir sínar, en það er annað mál hvort ábyrgðarmenn í samfélaginu, þar á meðal þingmenn, eiga að taka undir þetta dómadagsrugl. Ég á líka von á því að ýmsir aðrir hópar í samfélaginu hafi tiikomumeiri umkvörtunarefni en þeir menn sem telja óþarfa að sjá fýrir börn- unum sínum. Eins ótrúlega og það kann að hljóma virðist þurfa að minna á að börn hafa síðustu tæp tvö þús- und ár komið í heiminn fýrir til- verknað foreldra sinna beggja. Og þótt samband foreldranna sé ekki upp á marga fiska eða bresti á síð- ari stigum er eitt þó hafið yfir vafa: börnin halda áfram að lifa óháð því. Svo er Guði fýrir að þakka. Hvað hver og einn kýs að gera í sínu lífi er að sjálfsögðu hans mál, en það frelsi er líka háð því að hann taki ábyrgð á eigin gerðum. Aðeins þannig er frelsið til að haga lífi sínu á tiltekinn hátt einhvers virði, ef því fýlgir sú vissa að mað- ur uppskeri sem maður sáir og að maður beri ábyrgð á því hvernig maður nýtir frelsi sitt. Velferðar- kerfi sem firrir menn ábyrgð á eig- in gerðum er sosum nógu vont, en velferðarkerfi sem leyfir mönnum að forsmá skyldur sínar gagnvart börnum sínum og hvetur þá jafn- vel til þess, það er kerfi sem á hvergi að eiga skjól. Ein er sú frumskylda sem mannkynið hefur góðu heilli ekki losað sig við á göngu sinni til svo- kallaðrar siðmenningar. Það er sú skylda sem er í heiðri höfð í dýra- ríkinu, að ala önn fyrir afkvæm- um sínum. Dekurrófúkynslóðim- ar hafa að vísu talið þetta eftir sér og viljað fá einhvern annan í mál- ið; skólann, barnasálfræðinginn, félagsráðgjafann eða einhvern annan spesjalista. Aldamótakyn- slóðin horfði á með ugg og varaði við því að það gæti ekki endað nema með ósköpum að vefja fólk inn í bómull á þennan hátt. Bjart- sýnismennirnir töldu ekki ástæðu til að óttast það, samfélagið ætti að styðja við bakið á fólki og gera því lífið léttara. Nú er hins vegar svo komið að það rísa upp hópar manna og kalla það árás á kjör sín og árás á velferðarkerfið að þeir skuli þurfa að sjá fýrir börnunum sínum. Hefur lífið kannski verið okkur öllum svo mjúkt að okkur þyki það eðlileg krafa að ríkið kosti framfærslu þeirra barna sem við höfum komið í heiminn? Finnst okkur kannski hálfósann- gjarnt að ríkið haldi okkur ekki uppi líka? Það skyldi þó aldrei vera að við höfum eytt ómældum fjármunum og mannauði þessaii þjóð til menntunar, búið henni allri hinar þokkalegustu aðstæður, til að uppskera það eitt að hún er siðlausari en tárum taki. Það var tíska í landsfjórðungi einum fyrir margt löngu að ógæfúsamar stúlkur brugðu á það ráð er þær þurftu að kenna börn sín til föður að nefna til vindinn: voru þau börn Trekkvindsbörn. Með því björguðu þær heiðri sín- um, og enn fyrr lífinu, í miskunn- arlausu samfélagi. Öldum saman var það örþrifaráð þeirra að bera út börn sín. Það er skelfilegt til þess að hugsa að útburður gat líka verið kærleiksverk; með honum var barninu hlíft við lífi niðursetn- ingsins sem var ekkert Iíf, markað hungri, þrældómi, misþyrming- um og í flestum tilfellum dauða á barnsaldri. Hinir vælandi með- lagsgreiðendur afneita hins vegar börnunum sínum af einni saman sérgæsku og hugleysi. Svona hefúr samdráttur í ríkis- útgjöldum orðið til að leiða okkur ýmislegt í Ijós. Og ef það þarf kreppu til að berja það inn í haus- inn á kynbræðrum mínum að þeir eigi sín börn en ekki ríkið, óháð því hvernig þeim líkar við mömmur þeirra eða hvernig stendur á hjá þeim í VISA-greiðsl- um, — leyfist mér þá að biðja um margar, margar kreppur! Höfundurer lögfræðingur. FJÖLMIÐLAR Blessunarlega ekkert aðfrétta Hér segja ráðherrar heldur ekki afsér í kjölfar hneykslismála. Okkur skortir reyndar ekki hneykslin meðal stjórnmálamannanna en þau draga aldrei neinn dilk á eftir sér. “ Því hefúr verið haldið ffarn að ástæða þess hversu leiðinleg ís- lensk blöð eru sé sú að hér gerist aldrei nokkur skapaður hlutur. Hér eru engir mafíuforingjar skotnir á rakarastofum og ekki einu sinni handteknir við vega- tálma lögreglunnar. Við kom- umst næst því þegar víkingasveit- in umkringir menn úttaugaða af drykkju og afvopnar þá af kerta- stjökum eða sturtuhengjum. Hér segja ráðherrar heldur ekki af sér í kjölfar hneykslis- mála. Okkur skortir reyndar ekki hneykslin meðal stjórnmála- mannanna en þau draga aldrei neinn dilk á eftir sér. Þess vegna verður það þreytandi til lengdar að lesa urn hneykslin þar sem þau eru í raun ófréttir. Þau breyta engu. Hér farast heldur ekki hundr- uð í flóðum, fellibyljum eða öðr- um náttúruhamförum. Blessun- arlega. Þess vegna slá blöðin því upp ef þakplata fykur eða vél- sleðamaður kemur ekki á réttum tímaheimíkaffi. Hér er heldur ekki nein fátækt. Að minnsta kosti ekki þannig að maður gangi fram á heimilislausa og sveltandi á götum úti. Og ef hinir fátæku eru til þá eru þeir það stoltir að þeir mundu ekki fýrir sitt litla líf fást til að birtast á síðum dagblaðanna. Það er helst að hægt sé að fá kennara með 90 þúsund kall fýrir dagvinnuna, 50 þúsund kall fil viðbótar fýrir eft- irvinnu og heimanám og þriggja mánaða sumarfrí til að viður- kenna upp á sig opinberlega sára fátækt Hér er heldur ekkert kynlíf eða einkalíf yfir höfúð. Það er víst út af fámenninu. Svo undarlega sem það hljómar virðist fólk búa við minna einkalíf eftir því sem það lifir í fjölmennara samfélagi. Hér gerist semsagt aldrei neitt — að minnsta kosti ef marka má blöðin. Og eins og sjá má af upp- talningunni hér að ofan þá er það ekki svo slæmt. í raun ætti maður að krossa sig í bak og fyrir og þakka drottni þegar maður finn- ur ekkert að lesa í blöðunum í stað þess að tuða. Og það hefúr maður gert þessa síðustu daga eftir að þingið fór í frí. Mikil guðsblessun er það að fólkið sem þar situr hefur hætt um sinn að bjarga okkur hinum. Og mikið má hann Þórður Friðjónsson skammast sín fýrir að hafa komið með þessa þjóð- hagsspá sína á þriðjudaginn til þess eins að ráðherrarnir og þingmennimir fari að hugsa upp nýbjargráð. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.