Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 Upplausn í herbúðum Víkings Leikmenn flýja tugmílljóna skuldir Arnar Grétarsson verður Mikil upplausn ríkir nú í her- búðum knattspyrnudeildar Vík- ings eftir átök undanfarinna vikna. Gífurlegar skuldir hvíla á deildinni og að sögn Jóhannesar Sœvarssonar, formanns knatt- sp’Tnudeildarinnar, er nettóupp- hæð þeirra um 22-23 milljónir króna. Margir telja stöðu Víkings dæmigerða fyrir íþróttafélögin og segja mikinn samdrátt styrktarað- ila og óhóflegar launagreiðslur til leikmanna orsökina. fþróttafélög- in séu þeir aðilar sem fyrst fmni fyrir samdrætti í atvinnulífinu, þar sem vinveitt fyrirtæki skeri fyrst á styrkitilþeirra. ÓSPART BOÐIÐ í LEIK- MENN VÍKINGS Nýkjörin sjórn knattspyrnu- deildar Víkings hefur orðið að grípa til mikilla sparnaðarráðstaf- ana vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins og meðal annars hafa launagreiðslur til leikmanna verið skornar niður um allt að 70 pró- sentum. Leikmenn hafa tekið þessu misvei og er þegar brostinn flótti í liðinu. Þannig hafa Helgi Björgvinsson og sóknarleikmað- urinn snjalli Helgi Sigurðsson skipt yfir í Fram. Þá eru sam- UM HELGINA Fl MMTUDAGU R Handb. 1. deild kvenna Ármann - ÍBV kl. 18.30. Vestmannaeyjastúlkurnar eru líklegri til að bera sigur úr býtum í þessum leik, enda eru Ármannsstúlkurn- ar í fallbaráttunni. Karfa 1. deild kvenna KR-ÍSkl. 18.30. LAUGARDAGU R Frjálsíþróttir kl. 11. ís- landsmótið í atrennulaus- um stökkum innanhúss. Mótið fer fram í Baldurs- haga. SUNNUDAGUR Karfa úrvalsdeild Grindavík - Snæfell kl. 20.00. Hér má búast við hörkuslag mjög jafnra liða. Njarðvík - Haukar kl. 20.00. Haukar hafa leikið betur í vetur, en Njarðvik- ingar eru þó allir að koma til. Gaman verður að fylgjast með einvígi þeirra Rodneys Robinson og Johns Rodes, útlendinganna í liðunum. Tindastóll - Breiðablik kl. 18.00. Þrátt fyrir að blikarnir séu langneðstir í sínum riðli eru þeir sigurstranglegri. Ástæðan er vitanlega nýi útlendingurinn þeirra, Joe Wright, sem skorar yfir 50 stig að meðaltali í leik. KR - Skallagrímur kl. 20.00. Skallagrímsmenn virðast vera í stuði þessa dagana. Þeir sigruðu Snæ- fell í síðasta leik og eru til alls líklegir. Hins vegar teflir KR fram nýja útlendingnum sínum, Keith Nelson, í fyrsta sinn og því erfitt að spá um úrslitin. Atli Einarsson: Fjöldi knatt- spyrnufélaga hefur hinn eld- fljóta sóknarmann í sigtinu, þ.á m. Stjarnan. kvæmt heimildum PRESSUNN- AR Ijórir aðrir leikmenn í byrjun- arliðinu alvarlega að íhuga félaga- skipti. Mörg knattspyrnufélög voka nú yfir Víkingsliðinu eins og hrægammar og bjóða í bestu leik- menn félagsins. BROTTHVARF LOGA DREG- UR DILK Á EFTIR SÉR Óánægja leikmanna Víkings er þó ekki einungis sprottin af launa- lækkunum, heldur einnig vegna brotthvarfs Loga Ólafssonar, þjálfara liðsins. Síðasta verk fyrri stjórnar knattspyrnudeildarinnar var að gera samning við Loga þess efnis að hann tæki að sér þjálfim liðsins í eitt ár til viðbótar og full- yrðir fyrrum stjórnarmaður að með þessum samningi hafi Logi verið ódýrasti þjálfarinn í fyrstu deild. Hin nýja stjórn, kosin síð- astliðið haust, gat hins vegar ekki sætt sig við samninginn, og í byrj- un þessa árs bauð hún Loga nýj- an. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hljóðaði hann upp á um það bil helmingi lægri laun en fyrri samningur og því gat Logi ekki unað. Vegna þessarar óánægju Loga leit stjómin svo á að hann væri ekki lengur þjálfari Vík- ings. Hún bauð honum aldrei samningaviðræður, aðeins óaðgengilegan samning, og ætla menn út ffá því að stjómin hafi ekki hafi annað í hyggju en að losa sig við Loga. Sjálfur er hann ósáttur við þessa framgöngu stjórnarinnar, telur hana hafa brotið á sér og hyggst leita réttar síns. Þess má geta að árslaun þjálfara í fyrstu deild eru samkvæmt heimildum PRESSUNNAR á bilinu 1,5-3 milljónir króna og vitað er að grunnlaun Loga voru lág, en bónusgreiðsl- ur ríflegar. Margir telja hina nýju stjóm Víkings hafa gert afdrifarík mistök í samskiptum sínum við Loga og því sé komið los á leik- menn félagsins. Áður hafði yfir- gnæfandi meirihluti leikmanna lýst yfir ánægju sinni með að Logi héldi áfram að þjálfa liðið og þar að auki var stjómin búin að semja við þá alia um launagreiðslur fyrir næsta keppnistímabil. Það er því ljóst að leikmennimir hefðu hald- ið áfram að leika með félaginu, þrátt fyrir launalækkun, ef af brotthvarfi Loga hefði ekki orðið. Meðal þeirra sem nú sitja í stjórn félagsins eru Jóhann Sœvarsson, lögfræðingur og formaður, Gylfi Sigfússon ritari og Jóhann Þor- varðarson hagfræðingur. Sá síð- asmefndi er, samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR, umdeildur og talinn ráða meiru í núverandi stjóm en staða hans innan hennar gefi til kynna. SLÆM STAÐAENGIN NÝMÆLI Ljóst er að fyrri stjórn hefur skilað af sér slæmu búi. Þó ber heimildamönnum PRESSUNN- AR saman um að við hana sé ekki alfarið að sakast, þar sem stjómin sem kosin var árið 1987 tók einnig við miklum skuldum. Þá vora þær 10-12 milljónir króna, en ársvelt- an um 6 milljónir. Nú er ársveltan um 24 milljónir króna og brúttó- skuldir samkvæmt mati nýju stjórnarinnar um 30 milljónir króna (22-23 milljónir nettó). Fyrri stjórn telur skuldirnar ein- hverju lægri og samkvæmt árs- reikningi 1991 vora þær taldar 16 milljónir króna. Hlutfallslega era skuldir því lægri nú en þegar gamla stjórnin tók við. Munur- inn á nýju stjórninni og þeirri gömlu er, að mati fyrrum stjórnarmanns, að nýja stjórnin hleypur með slæma stöðu í fjölmiðla, sem hin gerði ekki. Formaður fráfar- andi stjórnar var Gunnar örn Kristjdnsson endurskoðandi og mun hann hafa ráðið mestu í stjórninni. Gunnar örn er meðal annars endurskoðandi KSÍ. Vara- formaður stjómarinnar var Björn Tryggvason læknir og gjaldkeri Hörður Sverrisson viðskiptaffæð- ingur. Ein af meginástæðum þess hve knattspyrnudeild Víkings er illa stödd er Stuttgart-ævintýri stjóm- ar Víkings árið 1983. Þáverandi formaður deildarinnar var Guð- geir Leifsson. Þá stóð stjómin fyrir því að fá þýska stórliðið Stuttgart til að leika hér á landi við Víldng og úrvalslið þekktra knattspyrnu- kappa ffá Evrópu. Það er skemmst ffá því að segja að vegna vonskuveðurs komu einungis ör- fáar hræður á leikina og milljóna- tap varð á ævintýrinu. Tapið lenti alfarið á knattspymudeildinni og mun það enn vera þungur baggi á henni. Það er því auðvelt að gera sér í hugarlund erfiðleikana sem stjórn Víldngs þarf að mæta með núver- andi skuldir, þegar félagið burðast enn með afleiðingar áratugargam- als Stuttgarts-ævintýris! EKKERT EINSDÆMI Slæm fjárhagsstaða Víkins er ekkert einsdæmi. Svo virðist sem fyrstudeildarfé- lögin í knatt- spyrnu, og reyndar einnig í handknattleik, hafi spennt bogann allt of hátt í greiðslum til leikmanna og raunar öðrum kostnaði, en fyrir um fimm árum vora leik- mannagreiðslur svo til óþekkt fyr- irbæri. Þessar greiðslur, sem sagð- ar era nema á bilinu 250 þúsund til 1,5 milljónir króna á leikmann yfir keppnistímabilið, eru nú orðnar að víta- hring fyrir fé- lögin. Þau keppast við að bjóða hvert í annars leik- menn og spenna þannig upp verðið á leikmönnum sínum. Þau neyðast til að greiða leik- mönnunum svipað og önnur lið bjóða þeim, vilji þau halda þeim. Augljóst er að langfæst hafa félögin nokkur efiii á þessu. Þótt slæm staða Víkings sé orðin að fjölmiðlamáli þarf hún engan veg- inn að vera verst. Viðmælendur PRESSUNNAR hafa bent á fleiri lið sem svipað er ástatt um og hafa knattspyrnudeildir Vals og KA meðal annars verið nefiidar í því sambandi. Ekki er hægt að benda á neinn einn aðila sem komið gæti Víkingi til hjálpar. Hjá Val tók yfirstjórn félagsins málin í sínar hendur nú fyrir skömmu með því að láta knattspymudeildinni í té 10 millj- ónir króna. Hjá Víkingi eru hins vegar erfiðleikar í fleiri deildum, sem bindur yfirstjórnina í báða skó. Þar má nefna að handknatt- leiksdeild félagsins er afar illa stödd, en skuldir hennar nema um 15-20 milljónum króna. Jónas Sigurgeirsson Helgi Björg- vinsson erfar- inn í Fram. Helgi Sigurðs- son, eitt mesta efni Víkings, er farinn yfir í Fram. áfram í Breiðabliki, enda með hagstæðan samning. Knattspyrna Liðsfíotti úr Breiðabliki Breiðablik, sem féll sem kunnugt er niður í 2. deild síð- astliðið sumar, hefur orðið fyr- ir miklum skakkaföllum und- anfamar vikur þar sem margir leikmenn hafa yfirgefið félagið. Tveir blikar, þeir Reynir Björnsson og markaskorarinn góðkunni Steindór Elísson, hafa gengið í raðir hins Kópa- vogsliðsins, HK, sem leikur í 3. deild. Þá hefur Rögnvaldur Rögnvaldsson skipt yfir í Stjömuna og Hilmar Sighvats- son hefur tekið að sér þjálfun liðs Aftureldingar. EiríkurÞor- varðarson, varamarkvörður liðsins, hefur ákveðið að leika ekki með liðinu næsta sumar og óvíst er um framtíð Villums Þórssonar hjá félaginu. Enn- fremur ganga þær sögur fjöll- unum hærra að sóknarleik- mennirnir Grétar Steindórs- son og Jón Þórir Jónsson séu á förum frá félaginu. Besti leikmaður Breiðabliks í, fyrra, landsliðsmaðurinn Amar Grétarsson, hefur hins vegar gert samning við félagið og sömu sögu er að segja af Vali Valssyni og júgóslavneska markverðinum Cardaklija. Ljóst er að undirskrift Arnars Grétarssonar hefur ekki verið Breiðabliki að kostnaðarlausu, þótt hann sé alinn upp hjá fé- laginu. Nokkur lið vora á hött- unum eftir honum, meðal ann- ars Vestmannaeyjar, og er sagt að þeir hafi boðið Arnari 1,8 milljónir króna fyrir eins árs samning. öraggt er að Breiða- blik bauð Arnari ekki svo háa upphæð en á meðal stuðnings- manna Breiðabliks hafa tölur á bilinu 1,3-1,6 milljónir króna verið nefndar. GERVIHNATTASPORT FIMMTUDAGUR 18.30 Evrópuknattspyrnan Scre- ensport Fallegustu mörkin og helstu úrslitin í evrópsku knattspyrnunni. 19.00 Körfuknattleikur Eurosport Bein útsending frá leik í Evr- ópukeppninni. 20.30 Hollenski boltinn Screen- sport Senn fáum við að sjá tvíburabræðurna ofan af Skaga spreyta sig í hollensku knattspyrnunni. 21.00 Spænska knattspyrnan Screensport 22.00 Franska knattspyrnan Screensport FÖSTUDAGUR 10.00 Skíði Eurosport Bein útsending frá heimsbikarmótinu í skíða- íþróttum sem haldið er í Austurríki. Hér fáum við að sjá fremstu skíðakonur heims bruna niður brekkurnar. 13.00 Tennis Sky Sports Sýnt frá fimmta degi opna ástralska tennismótsins. 16.00 Risatrukkar Screensport Svip- myndir frá keppni risatrukka sem haldin er í Michigan í Bandaríkjunum. 18.30 NBA-Qör Screensport 22.30 Keila Screensport LAUGARDAGUR 11.15 Skíði Eurosport Bein útsending frá keppni karla á heimsbikar- mótinu í skíðaíþróttum. Tomba, Girardelli og Accola bítast að öllum líkindum um sigurinn. 11.30 NBA-Qör Screcnsport 13.00 NBA-boltinn Screensport Sýnt frá leik Portland Trail Blazers gegn Seattle Supersonics. 18.00 Knattspyrna Sky Sports Sér- stakur þáttur um bresku bik- arkeppnina. Fjallað sérstak- lega um leiki fjórðu umferðar, sem fram fer fyrr um daginn. 19.00 Skiðastökk Eurosport SUNNUDAGUR 11.00 Hnefaleikar Screensport 12.30 Skiðastökk Eurosport Hér sjá- um við alla bestu skíðastökkv- ara heims reyna með sér á ftalíu. Skyldi einhver þeirra ná að fljúga yfir 100 metra mark- ið? 17.05 Skíði Eurosport Nýjustu fréttir frá heimsbikarkeppninni í skíðaípróttum. 18.00 Körfuknattleikur Screensport Bein útsending frá leik (pýsku úrvalsdeildinni. 21.00 Knattspyrnuveisla Screensport Sýnt úr helstu stórleikjum í spænsku, frönsku og portú- gölsku deildarkeppninni. Magnús Sigurðsson handknattleiksmaður Stefni ótrauöur á HM 93 Magnús Sigurðsson, vinstri- handarskytta frá Selfossi, sem nú leikur með Stjörnunni í Garða- bæ, er meðal markahæstu leik- manna fýrstu deildarinnar. Hver stórleikurinn hefur rekið annan hjá honum og má fullyrða að Magnús hafi verið jafnbesti leik- maður Stjömunnar í vetur. Eins og kunnugt er trónir Stjaman nú á toppi deildarinnar. Magnús, sem nú er 22 ára, hefur leikið með Stjörnunni í þrjú ár. Fyrsta ár hans hjá félag- inu var slakt, en síðan hefur leið- in legið upp á við. Forráðamenn félagsins telja hann framtíðar- vinstrihandarskyttu landsliðsins, en hvað finnst Magnúsi, er hann inni í myndinni hjá landsliðs- þjálfaranum? „Já, ég held ég sé það núna. Ég var valinn í leildnn gegn Egypt- um hér í október og hef æft með liðinu síðan. Tók bæði þátt í mótinu í Danmörku og í leikjun- um gegn Frökkum eftir jól.“ Þú varst valinnfyrir nokkrum drum í landsliðið en síðan ekki söguna meirjyrr en nú. Hvað gerðist? „Ég var fyrst valinn í landsliðið af Bogdan um jólin 1989, en fékk lítið að leika með. Ég æfði með landsliðinu hluta ársins 1990, en datt úr liðinu eftir það og kem nú inn á nýjan leik eftir rúmlega tveggja ára hlé. Ég veit eiginlega Hin 194 sm háa stórskytta Magnús Sigurðsson hefur blómstrað í vetur. ekki hvað kom fyrir mig, en ég spilaði bara illa, bæði með Stjömunni og landsliðinu. Nú er það sem betur fer yfirstaðið og ég stefhi ótrauður á að komast á HM ’93, sem haldið verður í Sví- Þjóð.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.