Pressan - 18.02.1993, Side 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
F Y R S T
&
F R E M S T
BORIS SPASSKf. Kemur til fslands með franska skáklandsliðinu. JÓN
BALDVIN HANNIBALSSON. Eftir að hann sagði að Banda væri Jónas
frá Hriflu Afríku vill Jón Ormur kalla Gaddaffi Jón Baldvin Afríku.
SPASSKÍ KEMURTIL
ÍSLANDS
Von er á skáksnillingnum Bor-
is Spasskí hingað til lands um
miðjan næsta mánuð. Skáksam-
band fslands gengst þá fyrir
landskeppni við Frakka, sem
standa mun yfir frá 16.-28. mars.
Landsliðið skipa tólf til fjórtán
franskir skákmeistarar, þeirra á
meðal Spasskí, en hann er ffansk-
ur ríkisborgari og hefur keppt fyr-
ir Frakklands hönd um nokkurt
skeið. Landskeppnin fer fram í
Hafnarfirði og verður keppt á tíu
borðum. Ætla má að margur
skákáhugmaðurinn líti með til-
hlökkun til komu Spasskís, ekki
síst eftir vonbrigðin með að ekkert
skyldi geta orðið af heimsókn
hans og Bobbys Fischer hingað
til lands, í tilefhi þess að tuttugu ár
eru liðin frá heimsmeistaraeinvígi
þeirra í Reykjavík.
GADDAFI ERJÓN
BALDVIN AFRÍKU
Það hefur verið nóg að gera hjá
Jóni Baldvini Hannibalssyni
utanríkisráðherra við að útskýra
hvað hann átti við þegar hann
sagði að Hastings Banda Mal-
avíuforseti væri nokkurs konar
Jónas frá Hriflu Afríku. Þurfti
Jón Baldvin'sérstaklega að útskýra
þetta fyrir Þingeyingum á stjóm-
málafundi um síðustu helgi. Jón
Baldvin svaraði því til að Jónas og
Banda hefðu báðir haft skömm á
borgarsamfélögum. Jón Ormur
Halldórsson hermdi þessi um-
mæli upp á hann í útvarpsþætti á
rás 1 á laugardaginn og sagði að
með sama hætti mætti segja að
Gaddafi Líbýuforseti væri Jón
Baldvin Afríku vegna yfirlýsinga-
gleði hans. Þess má einnig geta að
Jón Baldvin upplýsti í útvarpinu
að hann væri félagi í Amnesty Int-
ernational þannig að hann vissi
allt um mannréttindi.
„UMFJOLLUN PRESSUNN-
ARHAFÐI ÁHRIF"
Umfjöllun PRESSUNNAR um
fórnarlamb nauðgara, stúlku á tví-
tugsaldri sem ekki hefur tekist að
innheimta miskabætur sem henni
voru dæmdar, hefur vakið mikla
athygli. f ffamhaldi af umfjöllun-
inni hefur Sólveig Pétursdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, haft
frumkvæði að því að flytja þings-
ályktunartillögu um ríkisábyrgð á
bótagreiðslum vegna kynferðisaf-
brota. Meðflutningsmenn Sól-
veigar eru Anna Ólafsdóttir
Björnsson Kvennalista, Jón
Helgason Framsóknarflokki,
Margrét Frímannsdóttir Al-
þýðubandalagi og Össur Skarp-
héðinsson Alþýðuflokki.
f greinargerð um málið er lögð
fram spurning um hvort ríkið eigi
að tryggja greiðslur slíkra bóta í
málum vegna kynferðisafbrota
eða annarra grófra ofbeldisbrota
við ákveðin skilyrði, t.d. þar sem
hinn bótaskyldi er eignalaus.
„Það sem þarf hins vegar að at-
huga er eðli refsiréttar og þau
varnaráhrif sem honum er ætlað
að hafa. Við megum ekki senda
þau skilaboð út í þjóðfélagið að
fólk beri minni ábyrgð á gjörðum
sínum; að menn hugsi sem svo að
allt í lagi sé að taka áhættu og láta
eftir ofbeldishneigð sinni því ríkið
muni tryggja bótagreiðslur handa
fómarlambinu. Hægt er að athuga
aðrar leiðir eins og að tengja
greiðslur bóta viðurlögum. Þetta
fer auðvitað eftir greiðslugetu við-
komandi aðila og vandamálið er
meðal annars að margir afbrota-
menn eru ekki borgunarmenn
fyrir slíkum málum. Svo er líka
spurning hvort þetta geti orðið til
þess að hækka dæmdar bætur í
nauðgunarmálum," segir Sólveig
Pétiu-sdóttir.
„Ég hafði orðið vör við þetta
vandamál og heyrt um það talað
en umfjöllun PRESSUNNAR
hafði auðvitað ákveðin áhrif á það
að nú er flutt tillaga um málið.
Mér fannst kominn tími til að
þessi mál væru skoðuð, bæði um-
fangið og hvort hægt væri að finna
ráð til úrbóta.“
Annars staðar á Norðurlönd-
um kveða ýmis lagaákvæði á urn
skyldu ríkisins til að tryggja
greiðsiu dæmdra skaðabóta við
ákveðin skilyrði. Þessar reglur
virðast svipaðar og í Evrópu-
samningnum frá 24. nóvember
1983 um bætur fórnarlamba of-
beldisbrota, en ísland er ekki aðili
að samningnum.
BOÐVAR SmiR UPPI
MEÐ LÖGGURNAR
SEM HANN RAK
Niðurstaða Gauks Jörunds-
sonar, umboðsmanns Alþingis, í
máli fjögurra lögregluþjóna sem
Böðvar Bragason lögreglustjóri
vék úr starfi, hefur vakið mikla at-
hygli. Þar er Böðvari gert að end-
urráða lögregluþjónana.
Talsverð óánægja var innan
lögreglunnar með þessar brott-
vikningar og gengu meðal annars
undirskriftalistar á milli manna.
ATU EINARSSON
VILL RIFTA SAMN-
INGI VIÐ VÍKING
Landsliðsmaðurinn Atli Einarsson
hefur óskað eftir því við stjóm knatt-
spyrnudeildar Víkings að samningi
sínum við félagið verði rift. Atli stað-
festi þetta í samtali við PRESSUNA en
vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt öruggum heimildum PRESS
UNNAR stafar óánægja Ada af vanefhdum á
samningum af hálfu Víkings og einnig því að
allar forsendur hjá félaginu hafa breyst. Búið
er að skipta um þjálfara og stór hluti leik-
manna hefur yfirgefið félagið. Stjóm Víkings
hefur neitað Atla um að ganga úr félaginu þar
sem hann á enn eftir að Ijúka seinna ári
tveggja ára samnings síns við það. Ljóst er að
stjómin rær lífróður í málinu, þar sem sterkar
líkur em á því að ef Atli Einarsson hættir
muni fleiri leikmenn fylgja í kjölfarið. Hafa
nöfii þeirra Ada Helgasonar og Harðar The-
ódórssonar meðal annars verið nefnd í
því sambandi.
Nærri má geta hvílíkt áfall það yrði
fyrir Víking ef Atli Einarsson færi frá
félaginu. Hann hefur verið einn af
máttarstólpum liðsins undanfarin ár og
átti mikinn þátt í að Víkingar urðu fslands-
meistarar árið 1991. Þá herma heimildir
PRESS UNNAR að önnur lið hafi sýnt honum
mikinn áhuga, t.d. Stjaman, en Atli vildi ekk-
ert staðfesta í þeim efnum.
HVERNIG ÆTLA VÍKINGAR AÐ
FYLLA í SKÖRÐIN?
Þar sem Víkingur hefur misst marga góða
leikmenn verður félagið að fylla í skörðin með
aðfengnum innlendum leikmönnum og/eða
gefa ungum leikmönnum færi á að spreyta
sig. Nær öruggt má telja að stjórn Víkings
muni ekki Ieita til Austur-Evrópu eftir leik-
mönnum, slíkt væri ekki í samræmi við áæd-
anir stjórnarinnar um að draga úr rekstrar-
kostnaði deildarinnar, en eins og komið hefur
frarn í PRESSUNNI er fjárhagsstaða Víkings
mjög slæm. Af þeim sökum er sömuleiðis vart
við því að búast að félagið hafi bolmagn til að
kaupa til sín góða innlenda leikmenn.
Nú þegar hafa fjórir leikmenn gengið í Vík-
ing sem líklegir eru til að leika með aðalliðinu.
Það eru þeir Arnar Amarsson úr KR, Trausti
Ómarsson, sem lék áður með Selfossi, Sigurð-
ur Sighvatsson úr ÍBÍ og Guðmundur Guð-
mundsson, sem skiptir úr sænsku liði en lék
áður með Breiðablild. Svo er bara að sjá hvort
þessir leikmenn geta fyllt skörð þeirra sem
þegar hafa yfirgefið félagið eða fara á næstu
vikum.
Stafaði það ekki síst afþví að hlut-
aðeigandi lögregluþjónar, þeir
Eiður Eiðsson, sá sem kærði til
umboðsmannsins, Ingólfur Bru-
un, Ellert Svavarsson og Hörð-
ur Ólafsson, höfðu allir lokið
fyrrihluta Lögregluskólans og auk
þess verið í starfsnámi í níu mán-
uði. Finnst mörgum sem ákvörð-
unin um hvort mennirnir veldu
lögregluþjónsstarfinu eða ekki
hefði átt að liggja fyrir áður en þeir
voru samþykktir inn í Lögreglu-
skólann, þar sem annars kæmi
námið þeim að litlum notum.
Nægur tími hefði verið til að meta
þá þar sem þeir höfðu allir starfað
sem sumarmenn í lögreglunni áð-
ur en þeir fóru í skólann, einn
þeirra meira að segja sem aðstoð-
armaður varðstjóra við vegaeftirlit
umferðardeildar.
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON. Sneri samlíkingu Jóns Baldvins upp á hann sjálfan og Gaddafi. GAUKUR JÖRUNDSSON. Taldi að lögreglustjórinn hefði rekið lögregiuþjónana að
ósekju. BÖÐVAR BRAGASON. Neyðist til að ráða aftur mennina sem hann rak. JÓHANN J. INGÓLFSSON. Frétt PRESSUNNAR um að hann hefði ekki enn greitt miskabætur til
stúlkunnar sem hann nauðgaði mun hugsanlega leiða til réttarbóta. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps um ríkisábyrgð á miskabætur. JÓN
HELGASON. Hann og fulltrúar allra flokka standa að frumvarpinu með Sólveigu.
„Éger tilbúin aðfara í
formlegt andófinnan
flokksins og takast á við
forystuflokksins ogþau öfl
sem styðja óvinsælar
aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar og standa gegn Nýjúm
vettvangi. “
mmmm ólIna þorvarðardóhir andspyrnuhreyfing
Geir, þú sérð um
djúsið héðan í frá!
„Þorbergur er opinn og
tekur gagnrýni frá okkur
leikmönnum mjög vel.
Hann fær ágætiseinkunn
þótt ekki sé það tíu.“
Geir Sveinsson forystusauðui
Er hann meö spegil qfir röminu?
„Ég vaknaði kluldcan átta með því að opna
augun eins og oftast en fann mér til skelfingar
að ég var heldur grár og gugginn."
Hermann Gunnarsson gleðigandur.
Sérstaklega
andvökunætumar
„Tíminn er afstætt hugtak."
Sighvatur Björgvinsson niðurskurðarhnífur.
Hann hefði átt að
kaupa sér sjúkra-
hús en ekki hótel
„En hótelið lét mig ekki í
friði og var stöðugt í huga
mér.“
TómasÁ. Tómasson
hótelsjúklingur.
Eg hélt það mætti
ijúga á þingi!
„Ég vil ekkert unt frumvarp Páls Péturssonar
segja fýrr en ég hef séð það. En að ég hafi
skrökvað að Alþingi, því neita ég.“
Jón Baldvin Hannibalsson friðardúfa.
I