Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBR0AR 1993 F Y R S T & F R E M S T M E N N < 2 O Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins Játningar um þrjátíu ára misnotkun Það voru sláandi játningar í Helgispjallinu hans Matta Jó um daginn. Þar viðurkenndi hann blákalt að sá vondi maður, K. Hastings Banda, núverandi lífstíð- arforseti Malaví, hefði misnotað hann snemma á sjötta áratugnum. Frásögn Matthíasar gékk út á að Banda þessi, sem þá var í út- legð frá Malaví vegna andstöðu sinnar við bresk yfirvöld í landinu, sendi hingað til lands sendisvein sinn til að lokka Matthías til að skrifa illa um Breta og vel um Banda. Sem og Matthías gerði. Nú, þrjátíu árum síðar, eru hins vegar runnar á Matthías tvær grímur. í kjölfar þess að Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra heiðraði Banda þennan með heimsókn sinni og gaf honum skip frá íslensku þjóðinni, í tilefni þess hversu hygginn maður Banda er og vel menntaður að því er Jón segir, þá hefur komið í ljós að Banda er ekki sá maður sem hann var sagður vera. Að minnsta kosti er hann miklu verri en sendisveinn hans hafði lýst hon- um fyrir Matthíasi. Hann er ekki bara betur menntaður en venju- legur breskur nýlenduharðstjóri heldur er hann líka miklu harðari og óvægnari við eigin þjóð. Það hefur líka komið fram að í hjarta hans býr mun meiri fyrirlitning á malavísku þjóðinni en bresku ný- lenduherrarnir báru. Af þessari sögu dregur Matthí- as þá ályktun að blaðamenn geti misstigið sig þegar þeir fjalla um frelsisbaráttu fjarlægra þjóða. Eins og draumaprinsar stúlknanna geta reynst bölvaðir drulludelar þegar á reynir geta frelsishetjurnar verið hinir verstu harðstjórar þeg- ar á reynir. Auðvitað er þetta rétt hjá Matt- híasi. Blaðamenn eiga ekki að trúa öllu sem þeim er sagt — ekki frekar en aðrir menn. Þeir eiga hefdur ekki að láta einhverja hug- sjónaglýju eða hagsmunatengsl blinda sig svo þeir sjái ekki kjarna málsins. Þetta veit Matthías og hefúr meira að segja lagt út í um- fangsmikla auglýsingaherferð til að benda á það. í ljósi játninga Matthíasar um misnotkun Banda fyrir þijátíu ár- um er von til að fleiri fylgi í kjöl- farið. Það er ekki allt Ijótt sem Mogginn hefur skrifað um ein- ræðisherra þá og harðstjóra sem „íIjósi játninga Matthíasar um misnotk- un Bandafyrirþrjátíu árum er von til að fleirifylgi í kjölfarið. Það er ekki allt Ijótt sem Mogginn hefur skrifað um einrœðis- herra þá og harðstjóra sem hafa verið tryggir bandamenn Bandaríkjanna og þar afleiðandi Moggans ígegnum árin. Oggamall lesandi Moggans man ekki bet- ur en þar hafi stjórnmálamönnum stund- um verið hampað fyrir það eitt að vera í Sjálfstœðisflokknum og aðrir rakkaðir niður einungis vegna þess aðþeir voru ekki íþessum samaflokki.“ hafa verið tryggir bandamenn Bandaríkjanna og þar af leiðandi Moggans í gegnum árin. Og gam- all lesandi Moggans man eldd bet- ur en þar hafi stjórnmálamönnum stundum verið hampað fyrir það eitt að vera í Sjálfstæðisflokknum og aðrir rakkaðir niður einungis vegna þess að þeir voru ekki í þessum sama flokki. Ef Matthías notar það Ijós sem rann upp fyrir honum þegar Jón Baldvin heimsótti Banda til að bregða á fréttir Moggans í gegn- um árin getur hann án efa fundið óteljandi dæmi um sambærilega misnotkun. Og ef hann skrifar um það allt í helgispjallið sitt verður sjálfsagt úr því heljarinnar játn- ingabók; einskonar játningar vændiskonu af ritvellinum._________ ÁS Aðalheiður Guðjónsdóttir, ekkja Arnþórs Sigtryggs- sonar, fer með mál sitt fyrir héraðsdóm eftir að Borgar- spítalinn hafnar bótakröfu á hendur sér Allt að þriggja ára bið eftir niðurstöðu í dómskerfinu PRESSAN/JIM SMART Tryggingafélag Borgarspítalans hafnaði kröfu Aðalheiðar Guð- jónsdóttur, ekkju Arnþórs Sig- tryggssonar, að upphæð 8,1 millj- ónar króna í kjölfar dauða Arn- þórs er lést á Borgarspítalanum eftir svokallaða kæfisvefnsaðgerð, sem PRESSAN greindi ítarlega frá fyrir hálfum mánuði. Þá hafði læknaráð úrskurðað í máli þessu og niðurstaða þess varð að hvorki hefði verið um slys né mistök að ræða af hálfu lækna Borgarspítal- ans; tilhlýðilega hefði verið staðið að aðgerðinni þó að svo hörmu- lega tækist til að Arnþór lést á sjúkrahúsinu skömmu síðar þrátt fyrir að vera fullkomlega heibrigð- ur. Óháð nefnd á vegum heil- brigðisþjónustunnar hefur hins vegar gefið álit um að málið sé bótaskylt. „Ég er hálfundrandi á þessari afgreiðslu, því ég lít aldrei öðruvísi á þetta mál en svo að eitthvað hafi farið úrskeiðis á Borgarspítalan- um. Mér finnst leiðinlegt að málið þurfi að ganga alla þessa leið á meðan það liggur fyrir að maður- inn kafnaði í eigin blóði á gjör- gæsiudeild Borgarspítalans. Læknarnir virðast einblína á að- gerðina sjálfa, sem þeir segja að hafi tekist vel, ekki á eftirmála hennar sem leiddu til dauða Am- þórs,“ segir Aðalheiður, sem ætlar að stefna Borgarspítalanum og vinnur nú ásamt lögmanni sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, að undirbúningi málsóknar á hendur spítalanum fyrir héraðsdómi. „Ég er ákveðin í að ganga eins langt og ég þarf til að ná fram rétti mín- um.“ Aðalheiður segir að þau hjónin hafi einnig verið örorku- og slysa- tryggð hjá VÍS, Vátryggingafélagi íslands, að upphæð fimm milljón- ir króna. Það hafi þau gert til að geta staðið við skuldbindingar sínar ef eitthvað kærni upp á. „Þegar ég ætlaði að ganga á þær tryggingar var mér tjáð að ég hefði eldci rétt á þeim af því Arnþór lést með þessum hætti inni á sjúkra- húsi. Ég hefði hins vegar fengið tryggingabæturnar ef hann hefði dáið í bflslysi eða drukknað." Allt að ári tekur að fá dæmt í máli fyrir héraðsdómi því nú þeg- ar liggur þar fyrir mikið af málum. Ef málinu verður áfrýjað til „Lœknarnir virðast einblína á aðgerð- ina sjálfa, ekki eft- irmála hennar, sem leiddu til þess að Arnþór kafnaði í eigin blóði. “ Hæstaréttar gæti það tekið tvö ár til viðbótar. Það gæti því tekið Að- alheiði allt að þremur árum að sækja málið fyrir dómstólum. Er dánarbótamál Aðaiheiðar hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. PRESSAN hafði samband við nokkra lækna vegna máls Aðal- heiðar en þeir vildu ekki tjá sig um þetta einstaka mál. Einn læknanna hafði þó á orði að sér- staklega illa hefði verið staðið að samskiptum við ekkjuna af hálfu Borgarspítalans. Guðrún Kristjánsdóttir Á L I T Á ríkið að hjálpa Bolvíkingum að búa til bæjarútgerð? Hannes H. Gissurarson dó- sent þeim er enginn greiði gerður með því að venja þá af því að hjálpa sér sjálfir." Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri Bolung- arvíkur Spurningin er í raun og veru hvort skattgreiðendur eigi að bera kostnaðinn af mistökum stjórn- enda Einars Guðfmnssonar hf. Við höfum satt að segja margt annað við peningana okkar að gera. Bolvíkingar eiga auðvitað að hjálpa sér sjálfir, annaðhvort að sækja vinnu til fsafjarðar eða stofna fyrirtæki, eitt eða fleiri, sem kaupa togarana tvo og önnur at- vinnutæki af þrotabúinu. Ég hef fúlla samúð með Bolvíkingum, en um þessar mundir en ég tel þó að Bolvfkingar eigi inni hjá þjóðinni, þar sem þeir hafa lagt svo mikið til hennar. Ef manntíf þrífst ekki í Bolungarvík þá getur það vart þrifist hér á landi.“ Jóna V. Kristjánsdóttir al- | þingismaður byggðarlag leggjast af. Það verður að leggja sitt af mörkum svo lífs- viðurværi fólksins sé tryggt.“ Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður „Bolvíkingar hafa lagt mikið fram til mannlífsins hér á landi með gjaldeyrisskapandi vinnuframlagi. A Bolungarvík lifa menn ekki á heildsölu, sjoppurekstri né á myndbandaleigum heldur á því að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Ég geri mér grein fyrir því að efnahagsástandið er erfitt rekstrargrundvöll, gera hana að arðvænlegum atvinnuvegi og grundvalia stefnuna á því að við- halda samfelldri byggð um allt landið.“ Björn Grétar Sveinsson, for- | seti VMSÍ „Ég tel að frumkvæðið í þessum málum eigi að koma frá heima- mönnum, en hins vegar snertir at- vinnulíf þessa byggðarlags alla, einnig ríkið. Það getur ekki horft aðgerðarlaust á 1.200 manna „Hið opinbera mun óhjákvæmi- lega leggja fram fé með því að af- skrifa kröfúr í gegnum stofnanir sínar, svo sem Landsbankann, Byggðastofnun og ríkissjóð. Þar fyrir utan eiga aðgerðir stjórn- valda að vera samræmdar gagn- vart öllum byggðarlögum og aðal- atriðið er að skapa útgerðinni „f stöðunni sem nú er komin upp í Bolungarvík tel ég að leita þurfi allra leiða til að halda þar uppi veiðum og vinnslu. Ef fljótvirkasta leiðin til þess er sú að bæjarútgerð verði sett á laggirnar þá á rfldð að hjálpa til við það.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.