Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 7 Guðmundur R. Ingvason, eigandi Garðskaga og X-Port KRONA EIGNALAUST GJALDÞROT Fyrir nokkrum dögum fór ffarn lokauppboð á húseign Garðskaga hf. í Garði. Þarna er um að ræða hraðfrystihús sem selt var hæst- bjóðanda, Víði hf. í Keflavík. Með þessu uppboði lauk langri sögu sem flestir kunnugir kalla „hörm- ungasögu." Fyrirtækið Garðskagi var í meirihlutaeign Guðmundar R. Ingvasonar, sem jafníramt var ffamkvæmdastjóri. Er ljóst að kröfuhafar hafa á grófan máta verið sviptir mögu- leikum á að fá eitthvað upp í kröf- ur sínar, sem þó áttu að vera tryggðar með öruggu veði. Eftir að fyrst var leitað eftir því að fá húsið boðið upp til fullnustu veð- kröfum hefur uppboðum í tví- gang verið skotið til Hæstaréttar og málið þannig tafið fram úr hömlu. Ein áfrýjunin byggðist meðal annars á því að nauðungar- uppboðsauglýsing hefði verið rangt orðuð! Lögmaður Guð- mundar var Hilmar Ingimundar- son hæstaréttarlögmaður. RAK ANNAÐ FYRIRTÆKI INNI í FRY STIHÚSINU Á MEÐAN UPPBOÐIN VORU SEND TIL HÆSTARÉTTAR Það var árið 1988 sem fyrst var sótt að eigninni en ekki fýrr en nú sem uppboðsmeðferð er lokið, en lítil verðmæti eru eftir. Má sem dæmi taka að á fyrra lokauppboði boðin ein millj- ón króna í eignirnar. Ji Það þótti svo lítið flHÍ að UPP- mm boðið var banki tók við málarekstrinum við sameininguna. A fyrra uppboðinu var boðin ein milljón króna í frystihúsið, sem var veðsett fyrir hátt í 200 milljónir króna. framlengt. Mestallan tímann sem uppboðsmeðferðin hefur staðið hefur Guðmundur haft not af eigninni, því eftir að Garðskagi hf. komst í þrot rak X-Port hf„ einnig í eigu Guðmundar og fjölskyldu hans, fiskvinnslu í húsinu. fslandsbanki var aðalkröfuhafi en kröfur bankans voru vegna lánveitinga frá Útvegsbankanum frá árinu 1983, en Útvegsbankinn hafði haft Garðskaga í afurðalána- viðskiptum. Þessi krafa var upp á 120,7 milljónir. Aðrir kröfuhafar voru Byggðastofnun með 11,9 milljóna króna kröfu vegna fjár- festingarláns frá árinu 1982, en þetta lán var með hálfri ríkis- ábyrgð. Fiskveiðasjóður var með 4,5 milljóna króna kröfu, Lífeyris- sjóður Suðurnesja 8 milljóna króna kröfu, Landsbankinn með 1,1 milljónar króna kröfu, ríkis- sjóður með 29 milljóna króna kröfu og verkalýðsfélagið með 6,7 milljónir. Umrædd lán Útvegsbankans voru afskrifuð í Útvegs- banka Islands hf. á ár- unum 1988 og 1989 en Is- lands- AFURÐALÁNASVIKIN KÆRÐ EN SAKSÓKNARI VILDIEKKIÁKÆRA Á sínum tíma fór lögffæðingur Útvegsbankans fram á opinbera rannsókn á afurðalánaviðskiptum við Garðskaga. Var málið rann- sakað af lögreglunni en ríkissak- sóknari sá ekki tilefni til ákæru. Það var sumarið 1988 sem starfs- menn bankans töldu sig hafa sannanir fýrir því að lántökur væru langt umfram leyfilegt hlut- fall af birgðum. Samkvæmt regl- um máttu afurðalán ekki fara um- fram 75 prósent af birgðum en bankamenn töldu þau hafa verið komin langt yfir 100 prósent! Lyktir málsins þá urðu þær að bankinn fékk veð í húsi Guð- mundar á Drangagötu 1 í Hafnar- firði, sem bankinn hefur nú eign- ast á uppboði þó að Guðmundur búi enn í því. KRÖFURNAR í X-PORT RÍF- LEGA 50 MILLJÓNIR Skiptafundur í þrotabúi X- Ports hf. verður innan skamms, en skiptastjóri þar er lngimundur Einarsson héraðsdómslögmaður. Eftir því sem komist verður næst er búið eignalaust en heildarkröf- ur eru 50.761.000 krónur og þar af eru forgangskröfur 6.297.000 krónur. Þess má geta að engar kröfur eru í það þrotabú ff á Garð- skaga hf. vegna húsaleigu, en þó nýtti X-Port húsið í langan tíma. Sigurður Már Jónsson Guðmundur R. Ingvason: Þurfti að lokum að láta bankann hafa húsið sitt en býrþó í því ennþá. Laufasvegur 17: Kröfuhafar byrjuðu að sækja að húsinu þeg arárið 1983 en hafa ekki náð því enn. Hef ur málið farið þrisvar til Hæstaréttar. Nú er Ijóst að bráðlega fer að ljúka ævintýralegri vörn eigenda hússins á Laufásvegi 17 í Reykja- vík gagnvart uppboðsmeðferðum kröfuhafa. Það mun hafa verið fyrst árið 1983 sem kröfuhafar fóru að leita eftir uppboði á eign- inni vegna veðkrafna. Uppboðs- málið sjálft hófst 27. febrúar 1985 og hefur staðið óslitið til þessa dags. Það er þriðja hæð hússins sem hér um ræðir, en sá hluti er í eigu Matthíasar Einarssonar, Ingibjargar Matthíasdóttur og Ragnhildar Matthíasdóttur. I fyrstu voru kröfuhafar ekki mjög margir en með árunum hef- ur bæst í hópinn og nú í síðasta málsskoti til Hæstaréttar voru kröfuhafar orðnir 28 talsins. Eig- endurnir hafa allan tímann haft notafeigninni. Föstudaginn 9. október síðast- liðinn kvað Hæstiréttur upp dóm sem verður að teljast upphafið að endalokunum. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Har- aldur Henrysson, Gunnar M. Guðmundsson og Hjörtur Torfa- son. Eigendur skutu málinu til Hæstaréttar 19. nóvember 1990.1 Hæstarétti höfðu áður verið kveðnir upp dómar í uppboðs- málinu 11. apríl 1989 og 8. júní 1990. Eigendurnir og lögmaður þeirra, Kristján Stefánsson hæsta- réttarlögmaður, byggðu áfrýjun sína á því að uppboðið hefði ekki farið fram innan tilskilinna tíma- marka. Um þetta segir rétturinn í dómi sínum: „Sú ályktun sem lög- maður sóknaraðila dregur af dóminum, og er eina málsástæða hans í kærumáli þessu, er því út í hött.“ Varnaraðilar fóru meðal annars fram á að Kristján yrði dæmdur til að greiða málskostn- að. ÚRSÓKNÍVÖRN En þetta var ekki það eina sem Hæstiréttur fann athugavert við störf Kristjáns. Var bent á að hann hefði á sínum tíma gætt hags- muna tveggja kröfuhafa við upp- boðsbeiðni þeirra árið 1984. Efiir það sneri hann sókn í vörn og um það sagði rétturinn: „Er ámælis- vert, að lögmaður taki að sér með þeim hætti málflutningsstörf í einu og sama dómsmáli, og fram- ganga hans nú í málinu hefiir ber- sýnilega beinst að því að torvelda eðlilegan rekstur þess. Hefur hann með þessu stuðlað að því, að málalok drægjust svo | óhæfilega á lang- inn, sem raun ber I vitni. Ber að víta | þessi vinnubrögð." Voru áfrýjendur I dæmdir til að greiða átta aðilum 25.000 krónur í málskostnað. Eftir þetta var húsið boðið upp en uppboðsgerðinni sjálffi áfrýjað. Vegna nýrrar með- ferðar slíkra mála má vænta skjóts úrskurðar í því, þannig að kröfu- hafar geta farið að huga að öldr- uðum veðum si'num._____________ Sigurður Már Jónsson Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður: Sótti að húsinu fyrst en var síðan aðalmað- ur í vörn. Hæstiréttur taldi málsástæður hans „út í hött". Þorvarðardðttir erRom'm með Inga Björns Albertssonar- komplexinn. Hann lýsir sér í því að þegar manni er hafnað í einskis verð pólitísk embætti, eins og stjórn Sementsverk- smiðjunnar eða stjórn Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík, þá lítur maður á það sem harðs- víraða pólitíska aftöku, þraut- skipulagt samsæri í forystu flokksins, sem finnst sér ógnað af setu manns í þessum mikil- vægu valdastöðum. Maður tal- ar véff éttarlega um hug- myndafræðilegt uppgjör og flokksldofning. Og vælir yfir örlögum sínum opinberlega. JÓHANN Bergþórsson gerir líka þessa dagana. Hans samsæri er ein- faldara — engar hugmynda- ff æðilegar auícaverkanir þar — en engu síður alvarlegt. Hér er maður sem er fýrir löngu búinn að koma fýrirtækinu sínu á hausinn, neitar að borga skattana sína þótt dómstólar fýrirskipi það og kennir svo fjármálaráðherra um þegar loksins er hreinsað til hjá hon- um. Það bjargar Jóhanni að flestir íslenskir bissnessmenn taka undir þessar samsæris- kenningar og líta á sem eðli- lega og viðtekna skýringu flestra sinna meina. Eins og FRIÐRIK Sophusson, hvers samsæris- kenning er að telja hlutdræga fjölmiðla ábyrga fýrir klúðri í ríkisfjármálum og efnahags- málum. Þess vegna stofnaði Friðrik sinn eigin fjölmiðii -— Upplýsingabréf fjármálaráð- herra — til að koma því á framfæri að það sé eiginlega honum að þakka að hér er fimm prósent atvinnuleysi en ekki færeyskt atvinnuleysi. Það eru ekki margir stjórnmála- menn sem eru svona góðir við fórnarlömb sín, sérstaklega ekki SIGHVATUR Björgvinsson, sem þekkt er. Nú er hann búinn að finna enn eina tegund fórnarlamba — reykingamenn. Hann neitar að skrifa upp á frumvarp sem á að vernda okkar veiku íund gegn lævísi tóbakssölumanna. Þetta er einkasamsæri Sighvats sem skilur samhengið í hlutunum: því meira tóbak, því meira verður að gera á spítölunum hans og því meira þarf hann að spara. Því meira sem hann þarf að spara, því dýrvitlausari verður Ólína og hennar slekti. Og því meiri líkur á að hann losni loksins við hana úr flokknum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.