Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 18
I
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
sinni í sjávarútvegi.
„Hafrannsóknir verða ekki
stundaðar án þess að nota skip
eða báta og þá þarf að byggja,“
segir Björn. „Við höfum verið
þeirrar skoðunar að með því að
byggja til dæmis Malaví-skipið
sjálfir fengjum við betra skip og
skip sem uppfyllti kröfur þeirra
sem eiga að stunda rannsóknir á
því þarna suðurfrá. Þetta fyrir-
komulag gerir framkvæmd verk-
efnisins skilvirkari og bætir þar
með árangurinn.
Lögin um Þróunarsamvinnu-
stofnun, sem tóku gildi 1981, gera
ráð fyrir að við beinum þróunar-
aðstoð okkar að þeim verkefhum
sem við kunnum best og getum
best, meðal annars með því að
færa þekkingu, sem Islendingar
ráða yfir betur en aðrir, til þróun-
arlandanna. Skýringin á því
hversu stór hluti framlaga fer í
Iaun til fslendinga er sú að sér-
þekkingin er ekki yfirfæranleg
nema einhverjir kenni hana. þess
vegna höfum við haft sérstaklega
sjómenn og fiskiffæðinga í störf-
um ytra.“
Jón Ormur mótmælir því sem
hann kallar goðsögnina um sér-
þekkingu fslendinga: „Það er út-
breidd goðsögn að við íslendingar
búum yfir gífurlega mikilli sér-
ffæðiþekkingu sem skipti máli og
við getum miðlað öðrum þjóðum.
Það er ekkert merkilegt við okkar
sérþekkingu annað en hvað hún
er lítil og á fáum, þröngum svið-
um. Allar þjóðir Evrópu búa yfir
miklu meiri sérþekkingu en við og
sú þekking er til sölu. En goðsögn-
in um verðmæta sérþekkingu
okkar er útbreidd og þróunarað-
stoð okkar hefur snúist um að
miðla henni.
Við búum líka yfir sérþekkingu
á sviði heilsugæslu og ýmsum
sviðum verkfræði. Framlög til út-
flutnings á einni tegund sérþekk-
ingar eru ekkert annað en niður-
greiðslur til þeirrar atvinnugrein-
ar. Það má ekki rugla saman at-
vinnuhagsmunum einnar tegund-
ar sérfræðinga og hagsmunum fá-
tæks fólks í þriðja heiminum og
kalla það þróunaraðstoð. Slíkar
niðurgreiðslur eru jafnóskilvirkar
til þess að aðstoða atvinnulíf og
aðrar niðurgreiðslur. Hagfræði-
lega er þetta sami hluturinn og er
til langframa ekki heppilegt til að
auka hagvöxt.“
RÍKISSTIÓRN ÍHUGAR
BREYTTNGAR
Jón Ormur hefur lagt til að
framlög íslendinga verði látin í
hendur einkastofinmum, svo sem
Rauða krossinum og hjálparstofn-
unum kirkjunnar, enda hafi þær
meiri reynslu og hafi sýnt mun
betri árangur en ríkisstofnanir.
Björn Dagbjartsson er ósammála
og bendir á að með því móti hafi
íslendingar sárah'til áhrif á hvemig
fénu er varið.
„Alþjóðasamtök kæra sig ekk-
ert um að íslenskir aðilar séu að
vinna þessi verk,“ segir hann.
„Fjármunum er safhað í einn stór-
an sjóð og það er undir geðþótta-
ákvörðunum þeirra komið hverjir
vinna við verkefnin. Við' erum
ekki sammála því að þau hafi
meira vit á þessum verkefnum en
aðrir. Það em ótal dæmi um mis-
heppnuð verkefni á vegum Rauða
krossins og annarra alþjóðastofn-
ana.“
Endurskoðun á þróunaraðstoð
fslendinga virðist þó ætla að skila
breytingum í þessa átt. í fyrra skil-
aði nefnd tillögu um breytingar á
lögum um Þróunarsamvinnu-
stofnun og er hún nú til umfjöll-
unar hjá ríkisstjórninni. Þar er
gert ráð fyrir að yfirumsjón verk-
efha verði á vegum utanríkisráðu-
neytis, en framkvæmd og nánari
útfærsla á vegum annarra. Ráðu-
neytið hefði frumkvæði að vali
verkefna og fylgdist með fram-
vindu og árangri, en léti öðrum
eftir að skipuleggja og fram-
kvæma.
Jón Ormur sagði að breytingar
al" þessu tagi myndu áreiðanlega
gera aðstoðina skilvirkari og skyn-
samlegri, þegar hagsmunir þiggj-
enda væru hafðir í huga.
Björn Dagbjartsson tók undir
að segja mætti að sami aðili ætti
ekki að finna verkefni, skipuleggja
þau og ffamkvæma og kosta síðan
mat á árangrinum. Hann nefndi
sem dæmi að Haffannsóknastofh-
un gæti annast verkefhið sem nú
er rekið í Namibíu engu síður en
Þróunarsamvinnustofnun. Að-
spurður sagði hann að málið hefði
verið rætt í stjóm stofnunarinnar,
en undirtektir verið misjafnar.
Karl Th. Birgisson
Þróunaraðstoðin skilar íslendingum dágóðum tekjum
Níu krónur al
Samkvæmt útreikningum
nefndar á vegum utanríkis- og
fjármálaráðuneytis runnu sjötíu af
hverjum hundrað krónum, sem
íslendingar vörðu á níunda ára-
tugnum til tvíhliða þróunarað-
stoðar, aftur í vasa fslendinga
sjálffa. Ef reiknað er með umtals-
verðum tekjum fslendinga af
skipasmíðum í tengslum við þró-
unarastoð í Malaví má gera ráð
fyrir að við fáum affur hátt í níutíu
krónur af hverjum hundrað sem
lagðar em ff am í þessu skyni á ár-
unum 1991-1994.
Stefna stjómvalda í aðstoð við
þróunarlönd hefur verið harka-
lega gagnrýnd að undanförnu og í
ríkisstjórninni eru til umræðu
hugmyndir sem gera ráð fyrir að
Þróunarsamvinnustofnun fslands
verði lögð niður í núverandi
mynd.
70 TIL90 PRÓSENT VI.RÐA
EFTIR
Þegar rætt er um tvíhliða þró-
unaraðstoð er átt við bein afskipti
og framlög ríkisins til tiltekinna
verkefna — ekki almenn framlög
til ýmissa alþjóðastofnana, svo
dæmi sé tekið. Hér á landi fer tví-
hliða aðstoð aðallega fram á veg-
um Þróunarsamvinnustofnunar,
sem hefúr annast verkefhi einkum
á Grænhöfðaeyjum, Namibíu og
nú síðast í Malaví.
f þessum verkefnum er lögð
áhersla á að fslendingar leggi ff am
sérþekkingu og tæknibúnað í
tengslum við fiskveiðar og fisk-
vinnslu, enda litið
svo á að það sé sér-
staklega á þeim
sviðum sem við
höfum ýmislegt
fram að færa um-
fram aðrar þjóðir.
Á Grænhöfðaeyjum
hefur veriðleitað að
nýtanlegum botn-
fisktegundum og
þær rannsakaðar,
veiddar í tilrauna-
skyni og reynt að
koma þeim á mark-
að erlendis. f Nami-
bíu eru stundaðar Jón Ormur Halldórsson: „Það
tilraunaveiðar og voru vandamál á Akureyri, en
rannsóknir, þótt ekki vandamál í Afríku, sem
umsvifin séu mun réðu þvlaðFengurvarbyggður
minniþar. ásínumtfma."
f báðum tilvik-
um fór fjöldi ís-
utanríkis- og fjármálaráðuneytis
urðu 70 prósent ffamlaga til Þró-
unarsamvinnustofnunar eftir hér
á landi með þessmn hætti.
SLIPPURINN FÆR120
MII.LJÓNIR VEGNA MAL-
AVÍ
Nýjasta verkefni Þróunarsam-
vinnustofhunar er í Malaví, þang-
að sem Jón Baldvin Hannibals-
son fór með íslenskt rannsókna-
skip á dögunum. Þetta skip er
annað af tveimur sem smíðuð
verða hér á landi vegna Malaví.
Rannsóknarskipið, hið fyrra, kost-
ar um 65 milljónir og er helming-
ur þess greiddur af Þróunarsam-
vinnustofhun eða rúmlega þrjátíu
milljónir, hinn helmingurinn af
Norræna þróunarsjóðnumn.
Seinna skipið, veiðiskip, kostar að
líkindum í kringum 55 milljónir
og verður fjármagnað með hag-
stæðu láni frá Norræna fjárfest-
ingarsjóðnum. Samtals kosta
skipin til Malaví því um 120 millj-
ónir, en framlög okkar fslendinga
eru kannski 35 milljónir.
Bæði skipin eru hins vegar
smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri,
sem fær þannig 120 milljóna
króna verkefni vegna aðstoðar-
innar við Malaví. Með öðrum orð-
um: Skipin fara til Malaví, en pen-
ingarnir norður á Akureyri. Fram-
lag til Þróunarsamvinnustofhunar
á þessu ári er um 160 milljónir
króna og sjötíu prósent hlutur
okkar af því 112 milljónir. Ef gert
er ráð fyrir að skipin séu smíðuð á
þróunaraðstoð hlyti að vera þeim
mun betri ef báðir aðilar högnuð-
ust á henni. Þetta er ekki ný skoð-
un. Ólafur Ragnar Grímsson, þá-
Björn Dagbjartsson: „Með því að byggja Malaví-skipið sjálfir feng-
um við betra skip, sem uppfyllti kröfur þeirra sem eiga að stunda
rannsóknir á því þarna suður frá."
lendinga til starfa við þessi verk-
efni og ýmis veiðarfæri og tæki
voru keypt hér heima. Þróunar-
samvinnustofnun ieggur fram fé
til launagreiðslna og kaupa á bún-
aði, fé sem eðli málsins sam-
kvæmt endar að miklu leyti hér á
landi, þótt búnaðurinn verði eftir
ytra og væntaniega þekking starfs-
fólksins líka. Að mati nefndar
fjórum árum, 1991-1994, og tekj-
ur Slippstöðvarinnar eru lagðar
við aðrar tekjur íslendinga af þró-
unaraðstoðinni, má gera ráð fyrir
að íslendingar fái aftur um 88
krónur af hverjum hundrað sem
lagðar eru fr am á þessu árabili.
I nýlegri ræðu varði Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráð-
herra þessa stefnu og sagði að
verandi fjármálaráðherra, sagði í
nóvember 1990 að við ættum að
nýta framlög til þróunarmála á
þann hátt að það kæmi okkur að
gagni líka.
„DÆM’l TTL AÐ MISTAK-
AST“
Aðrir hafa hins vegar gagnrýnt
þetta harkalega, ekki síst dr. Jón
Ormur Halldórsson, lektor í
stjórnmálafræði. Hann hefur sér-
hæft sig í málefhum þróunarlanda
og vísar í áratugareynslu og rann-
sóknir fræðimanna á þessu sviði.
„Verkefni, sem verða til með
raunverulega
eða ímyndaða
atvinnuhags-
muni gefand-
ans í huga, eru
dæmd til að
mistakast,“
segir Jón Orm-
ur.
„Það er
þekkt og það er
fyrirfram hægt
að segja að afar
litlar líkur séu á
að þau skili ár-
angri. Það eru
vitanlega til
einstaka verk-
efni sem hafa
gengið vel, en
miðað við
reynsluna af
þróunaraðstoð
í heiminum, þegar litið er til nokk-
urra áratuga, þá hafa fslendingar
fallið í allar hugsanlegar gryfjur og
stundað verkefni sem skila ekki
árangri.
Ég hef reyndar ekki kynnt mér
sérstaklega verkefnið í Namibíu,
sem er nýtt, en ef það er gott verk-
efni þá er það líka það fyrsta sem
menn hafa gert af viti hér í fimm-
Jón Baldvin Hannibalsson: „Þró-
unaraðstoð er best þegar báðir
aðilar hagnast á henni."
tánár.
Ákvörðunin um að smíða Feng,
sem var gerður fyrir Grænhöfða-
eyjaverkefhið, var ekki tekin eftir
umhugsun um það, hverjir væru
hagsmunir þeirra sem áttu að
þiggja aðstoðina, heldur af því að
það voru stórvandræði í Slipp-
stöðinni á Akureyri langt ffarn á
síðasta áratug. Það voru sem sagt
vandamál á Akureyri, en ekki
vandamál í Afríku, sem réðu því
máli. Þetta hefur ekki breyst síðan;
það eru ýmist atvinnuhagsmunir
sérfræðinga, sem vilja selja þekk-
ingu sína úr landi, skipasmíða-
hagsmunir eða aðrir sem ráða
ferð.
Annað dæmi er ákvörðun í
tengslum við Persaflóastríðið, að
kaupa íslenskt kindakjöt og fljúga
með það þangað í blikkdósum.
Þetta er sama reglan: það er fyrst
spurt hvernig við getum grætt á
þessu eða lágmarkað tapið afþví.
Verkefni, sem stofnað er til
með þessum hætti, eru dæmd til
að mistakast. Það eru þúsund
verkefna og tugir milljarða dala
sem búið er að sóa með þessum
hætti. ítarlegar rannsóknir sýna
að það er nánast ekkert samhengi
á milli veittrar aðstoðar og hag-
vaxtar í þriðja heiminum."
VERÐMÆT SÉRÞEKKING
EÐA NIÐURGREIÐSLUR Á
ÚTFLUTNINGI?
Framkvæmdastjóri Þróunar-
samvinnustofnunar, Björn Dag-
bjartsson, segir að íslensk skip
reynist betur en önnur, enda sé
með því móti hægt að fylgja leið-
beiningum vísindamanna, sem á
þeim munu starfa, um búnað og
aðstöðu. Hann vísar líka í lögin
um Þróunarsamvinnustofnun,
sem beinlínis gera ráð fyrir að ís-
lendingar miðli af sérþekkingu
hverjum tiu
lenda í vasa
Islendinga
Tvíhliða þróunaraðstoð íslendinga er nátengd hagsmunum tveggja
atvinnugreina: skipasmíðaiðnaðar og þeirra sem búa yfir sérþekk-
ingu á sviði sjávarútvegs. Hagsmunir þiggjendanna verða út undan
þegar þannig stendur á, segja gagnrýnendur. Ríkisstjórnin íhugar að
leggja Þróunarsamvinnustofnun niður.
I