Pressan - 18.02.1993, Side 20

Pressan - 18.02.1993, Side 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 E R L E N T Erfiðleikar breska konungdæmisins íhlutun íBosníu Árangurslausar íriðarumleitanir í Bosníu hafa komið Banda- ríkjunum á fremsta hlunn með hernaðaríhlutun. Friðsamlegir möguleikar hafa verið fullreyndir, eins og örlög hugmynda Vance og Owens sýna. Brottrekstur Serba verður ekki tryggður nema með ákveðnum hernaðarlegum aðgerðum. Evrópubúar verða að deila áhættunni af því með Bandaríkjamönnum. Þjóðverjar myndu líklega halda sig utan við slíkar aðgerðir, en það myndi aftur auka kreppuna innan Atlantshafsbandalagsins og hafa áhrif á stöðu Þjóðverja þar. jM[aður vikunnar Algirdas Brazaushas Hann hlýtur að vera sætur sig- urinn fyrir Algirdas Brazausk- as, frambjóðanda flokks fyrr- um kommúnista, sem nú hefur verið kjörinn forseti Litháens og því affur fengið völdin í sín- ar hendur. í þingkosningunum í nóvember síðasdiðnum galt Sajudis, flokkur Vytautas Landsbergis fyrrum forseta landsins, afliroð þegar fyrrver- andi kommúnistar unnu stór- sigur. Úrslit kosninganna í nóvember komu öllum á óvart, ekki síst flokknum sjálfum. Síðan þá hefur leiðin í stjórnar- sætið verið greið fyrir Braz- auskas. Hann á þó ekki auð- velda daga fyrir höndum. Lífs- kjör í landinu hafa hríðversn- að, en á meðan laun hafa þre- faldast frá 1991 hefur vömverð fimmfaldast. Framleiðsla hefur dregist saman um helming síð- ustu tvö ár, atvinnuleysi fer vaxandi og óðaverðbólga held- ur þjóðinni í heljargreipum. Enda þótt Litháen sé stærst Eystrasaltslandanna, með þrjá og hálfa milljón íbúa, er efna- hagsástandið þar í landi mikl- um mun verra en í nágranna- löndunum Eistlandi og Lett- landi. Brazauskas þykir hlið- hollur Rússum og hefúr mest- megnis skellt skuldinni á Landsbergis og ranga stjórnar- stefhu hans. Landsbergis aftur á móti kennir gamla óvininum um; gamla flokksaðlinum sem reyndi að standa í vegi fyrir markaðsumbótum og rflds- stjórninni í Moskvu sem dró úr stöðugleika með efnahags- þvingunum. Sigur Brazauskas í forsetakosningum nú var að sönnu glæstur. Eftir er þó að sjá hvort forsetanum tekst jafn glæsilega upp við að greiða úr vandamálum litháensku þjóð- arinnar. Jagger, söngvari í Rolling Stones, og Elton John séu báðir efnaðri en drottningin telur sig vera og greiði því meira til samfélagsins. Tals- menn drottningar benda hins vegar á að auður Elísabetar hafi löngum verið stórlega ofreiknaður og tími sé til kominn að leiðrétta þann misskilning. LEIÐTOGAR VERKAMANNA- FLOKKSINS TAKA UNDIR ÓÁNÆGJU ALMENNINGS Óánægja almennings með kon- ungdæmið, sem eins og áður sagði hefúr aukist mjög undanfar- in misseri, hefur náð eyrum stjórnmálamanna. Verkamanna- flokkurinn hefúr nú uppi áform um að gera konungdæmið að flokkspólitísku máli og er það þá í fyrsta sinn á þessari öld sem slíkt gerist. Það sem reitir liðsmenn Verkamannaflokksins hvað mest til reiði er undanþága konung- dæmisins frá erfðaskatti. Þannig geti drottningin arfleitt Karl son sinn að öllum persónulegum eig- um sínum án þess að greiða af þeim skatt. Þá tók formaður breska Jafnað- armannaflokksins, Paddy Ashdown, nýverið undir þau orð sjónvarpsmannsins Davids Frost að breskur almenningur kæmist ekki hjá því að líta á líf konungs- fjölskyldunnar sem einhvers kon- ar þjóðlega sápuóperu. Drottning- in á þó einnig sína talsmenn á breska þinginu og meðal þeirra er Alan Duncan, þingmaður fhalds- flokksins. Hann hefúr lýst því yfir að sér þyki miður að drottningin þurfi nú að greiða skatt og hann hvetur fólk til að vanmeta ekki baráttuvilja vinstriaflanna um að koma konungdæminu fyrir katt- arnef. GÍFURLEGA KOSTNAÐARSAM- UR REKSTUR KONUNGSFJÖL- SKYLDUNNAR Meðal þess sem drottningin þarf ekki að greiða skatt af eru 7,9 milljónir punda, um 79 milljónir íslenskra lcróna, sem hún fær fyrir að sinna opinberum skyldum. Þá fær konungdæmið einnig um 50 milljónir punda á ári til að standa straum af rekstrinum. Inni í því er meðal annars rekstur snekkjunn- ar Britanniu, sem reyndar er stærðar skip, um 125 metrar á lengd og tæplega 6.000 tonn að þyngd. Rekstur skipsins hefur verið harðlega gagnrýndur, enda afar kostnaðarsamur. Þannig var rekstrarkostnaður þess á síðasta ári 1.250 milljónir íslenskra króna, en konungsfjölskyldan dvaldist aðeins í 27 daga um borð í skip- inu. í áhöfn skipsins eru 249 menn fastráðnir. Einnig er rekstr- arkostnaður flugflota konung- dæmisins undir smásjá fjölmiðla, en alls fóru 690 milljónir króna í að halda honum úti á síðasta ári. Rekstur bresku krúnunnar er kostnaðarsamur og hefur banda- ríska blaðið Wall Street Journal reiknað út að kostnaður hvers Breta við að halda breska konung- dæminu uppi sé næstum helm- ingi meiri en samanlagður kostn- aður skattgreiðenda í konung- dæmunum Hollandi, Svíþjóð, Spáni, Belgíu, Danmörku og Nor- egi. Þessar upplýsingar, og svo öll áföllin sem dundu yfir konungs- fjölskylduna á síðasta ári, hafa haft mikil áhrif á viðhorf almenn- ings. Nú er bara að sjá hvort hún stendur þessa atrennu af sér og málin komast í samt lag á nýja- leik. Þau sögulegu umskipti hafa orðið á Englandi að Elísabet drottning hefur samþykkt að heíja skattgreiðslur af arði persónulegra eigna sinna í apríl næstkomandi. Þetta eru mikil tíðindi og bera glöggt vitni erfiðleikunum sem skekja stoð- ir breska konungdæmisins um þessar mundir. Augljóst er að drottningin samþykkti þessar skattgreiðslur til að bæta ímyndina, þar sem sí- fellt fleiri Bretar hafa snúist gegn konungdæm- inu. En koma umskiptin of seint? Aldrei í sögu breska konung- dæmisins hefur athygli almenn- ings beinst í jafnríkum mæli að fjárráðum Elísabetar drottningar og um þessar mundir. Síðan kon- ungdæmið festist í sessi hefur aldrei átt sér stað jafnákveðin bar- átta konungdæmissinna fyrir því að breyta almenningsálitinu kon- ungdæminu í hag. Þessi barátta þeirra er ekki of snemma á ferð; samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum hefur andstaða við konungdæmið aldrei verið meiri en nú. Aðeins einn af hverjum þremur Bretum telur að skattpen- ingunum sem fara í rekstur kon- ungsfjölskyldunnar sé vel varið. Þá hafa veðbankar, sem áður veðjuðu í hlutföllunum 1 á móti 100 að konungdæmið heyrði sög- unni til árið 2000, lækkað hlutfall- ið niðurílámóti8. ELÍSABET EKKIEINS RÍK OG ÁÐUR VAR TALIÐ Þegar tilkynnt var að Elísabet drottning kæmi til með að borga skatt af arði persónulegra eigna sinna veltu margir því fyrir sér hve efnuð drottningin væri og hve mikla skatta hún mundi greiða til samfélagsins. Fáa hefði órað fyrir því að persónulegar eignir drottn- ingarinnar, sem hingað til hefur verið talin með allra ríkustu kon- um heims, væru innan við 100 milljónir punda eða 10 milljarða íslenskra króna. Því heldur Airlie Að sögn Elísabetar drottningar ofmetur almenningur eignir hennar stórlega. UNDANÞÁGURFRÁSKATTI Þrátt fyrir að Elísabet hafi sam- þykkt að greiða skatta er það vart meira en orðin tóm. Stærsti liður- inn, erfðaskatturinn, sem er mjög hár á Bretlandi eða 40 prósent hjá þeim sem eiga eignir yfir 15 millj- ónum króna, nær ekki til konung- dæmisins. Sér þá hver í hendi sér hvílíkar upphæðir gætu þarna verið á ferðinni, þar sem auður konungsfjölskyldunnar er metinn á um 500 milljarða íslenskra króna. John Major forsætisráð- herra rökstuddi þessa undanþágu með því að segja að krúnan þyrfti að eiga nægar eignir til að geta sinnt skyldum sínum, auk þess sem hún yrði að hafa efni á að halda hlutleysi sínu, þ.e.a.s. vera óháð þeirri ríkisstjórn sem situr hveiju sinni. Drottningin þarf ennfremur ekki að greiða eignaskatt af höll- um sínum, snekkjunni Britanniu, einkalest, einkaþotu og þyrlum. Þá þarf hún ekki heldur að greiða skatt af um 10 þúsund málverk- um, 30 þúsund vatnslitamyndum, 20 þúsund skissum og þúsundum gull- og silfurskartgripa þar sem litið er á þessa hluti sem þjóðar- eign. Hins vegar þarf Elísabet að greiða tekjuskatt af arði persónu- legra eigna svo sem hluta- og verðbréfaeign og hrossarækt. Þá ber drottningu að greiða skatt af gjöfum og því sem henni er ánafh- að. lávarður og umsjónarmaður per- sónulegra eigna drottningarinnar fram og svo virðist sem yfirvöld ætli að taka það trúanlegt. Aðrir, svo sem forystumenn Verka- mannaflokksins á Bretlandi, halda því hins vegar fram að persónu- legar eigur hennar séu ekki undir 300 milljónum punda, að minnsta kosti yrði það viðmiðið á sköttum hennar ef þeir kæmust til valda. Þær 100 milljónir punda sem drottningin gefur upp til skatts gera að verkum að skattgreiðslur hennar verða á milli ein og tvær milljónir punda á ári, eða 100 til 200 milljónir íslenskra króna. Þetta þykir mörgum lág tala og má ætla að skoðun almennings endurspeglist í gulu pressunni. Þar er sagt að þessar tölur séu hlægilegar og er bent á að Mick Drottningin skatta til að almenning

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.