Pressan - 18.02.1993, Qupperneq 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK
KLASSÍKIN
a* Sinfóníuhljóm-
sveit Islands flytur
Sinfóníu nr. 3 eftir Felix
Mendeissohn og Konsert fyrir
lágiðflu eftir Alfred Schnitke.
Hljómsveitarstjóri er Rússinn Ed-
ward Serov. Einleikari er ísraelski
vióluleikarinn Rivka Golani. Há-
skólabíó kl. 20.
LAUGARPAGUR
• Ljóðatónleikar Gerðu-
bergs. Kolbeinn J. Ketilsson ten-
ór, Unnur A. Wilhelmsen sópran
og Jónas Ingimundarson píanó-
leikari fiytja Ijóðasöngva eftir
Pursell, Haydn, Schumann, Hugo
Wolf, Dvorák og Alice Mary
Smith. Gerðuberg 3-5 kl. 17.
0 Margrét Bóasdóttir sópran
og Kristinn Örn Kristinsson pí-
anóleikari halda tónleika. Á efnis-
skrá eru Ijóðasöngvar um konur
og ástina eftir m.a. Jón Laxdal,
Áskel Jónsson, Karl O. Runólfs-
son, Schubert, Schumann og
Mendelssohn. Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar kl. 17.
LEIKHÚS
FIIVIIVITUDAGUR
^~Á]»Hafið Það er
L^^|Ískemmst frá þvíað
WiÉVsegja að áhorfandans
bíða mikil átök og líka húmor,
skrifar Lárus Ýmir Óskarsson.
Þjóðleikhúsið kl. 20.
0 Stræti. Þessi sýning ergott
dæmi um það hve stílfærður og
stór leikur fer vel á sviði, segir
Lárus Ýmir í leikdómi. Þjóðleik-
húsið, Smíðaverkstœði, kl. 20.
0 Ríta gengur menntaveg-
inn. Fyrir þá leikhúsgesti sem
ekki eru að eltast við nýjungar,
heldur gömlu góðu leikhús-
skemmtunina, skrifar Lárus Ýmir.
Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30.
0 Blóðbræður. Væri maður til-
neyddur að segja eitthvað yrði
það líklega að fáum þeirra sem
stóðu að þessari sýningu virðist
hafa þótt tiltakanlega vænt um
verkefni sitt. Það var eins og sýn-
ingin væri gerð meira með höfð-
inu en hjartanu, skrifar Lárus Ým-
ir Óskarsson i leikdómi. Borgar-
leikhúsið kl. 20.
0 Sardasfurstynjan Frumsýn-
ing á óperettu Emmerichs Kál-
mán. Leikstjórn er i höndum
Kjartans Ragnarssonar. Með að-
alhlutverk fara Signý Sæmunds-
dóttir, Þorgeir J. Andrésson,
Bergþór Pálsson, Jóhanna Lin-
net, Sigurður Björnsson, Kristinn
Hallsson, Sieglinde Kahmann og
Bessi Bjarnason. íslenska óperan
kl. 20.
• My fair lady. Stefán Baldurs-
son leikstjóri hefur skilið nauð-
syn góðrar útfærslu vel og kostar
miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum
pósti undir styrkri stjórn Stefáns,
segir Lárus ÝmirÓskarsson í leik-
dómi. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Ríta gengur menntaveg-
inn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl.
20.30.
0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða-
verkstœði, kl. 20.
• Blóðbræður. Borgarleikhúsið
kt. 20.
0 Bensínstöðin. Hinir verðandi
leikarar stóðu sig vel allir sem
einn og kæri ég mig ekki um að
tíunda einstök afrek þeirra. Læt
mér nægja að mæla með þess-
ari sýningu sem einni af gleði-
stundum vetrarins i reykvísku
leikhúsi, segir Lárus Ýmir Óskars-
son íleikdómi. Nemendateikhús-
ið. Lindarbœr kl. 20.
0 Brúðuheimilið. f heild er
sýningin unnin af mikilli fag-
mennsku. Hún slær áhorfendur
ekki mjög fast, en það er
ánægjulegt hvað hún er vel
gerð, segir Martin Regal í leik-
dómi sínum. Tjarnarbíó kl.
20.30.
0 Ronja ræningjadóttir. Það
er mikill styrkur fyrir sýninguna
að svo snjöll leikkona sem Sig-
rún Edda Björnsdóttir skuli geta
leikið hina tólf ára gömlu Ronju
án þess að maður hugsi mikið út
í aldursmuninn, segir Lárus Ýmir
Óskarsson í leikdómi. Borgarleik-
húsiðkl. 14.
0 Blóðbræður. Borgarleikhúsið
kl. 20.
0 My fair lady. Þjóðleikhúsið
kl. 20.
0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða-
verkstœði, kl. 20.
0 Ríta gengur menntaveg-
inn. Síðasta sýning. Þjóðleikhús-
ið, litla svið, kl. 20.30.
0 Sardasfurstynjan. íslenska
óperan kl. 20.
0 Brúðuleikhúsið. Þíbilja.
Tjarnarbíó kl. 20.30.
0 Útlendingurinn. Gamanleik-
ur eftir bandaríska leikskáldið
Larry Shue sýndur norðan heiða.
Þráinn Karlsson fer með hlutverk
aðalpersónunnar, Charlies, sem
þjáist af feimni og minnimáttar-
kennd. Leikstjóri er Sunna Borg.
Leikfélag Akureyrar kl. 20.30.
SUNNUDAGUR
• Ronja ræningjadóttir. Borg-
arleikhúsið kl. 14.
• Hafið Þjóðleikhúsið kl. 20.
0 Dýrin í Hálsaskógi. Hlut-
verkaskipan er að því leyti sér-
kennileg að Mikki refur hefði
komist tvöfaldur fyrir inni i Lilla
klifurmús, svo vitnað sér i leik-
dóm Lárusar Ýmis Óskarssonar.
Þjóðleikhúsið kl. 14.
0 Bensínstöðin. Nemendaleik-
húsið. Lindarbœr kl. 20.
0 Brúðuheimilið Þíbilja.
Tjarnarbíó kl. 20.30.
Hvað segja sænsk og dönsk blöð um íslenskar skáldsögur?
Skandinavar
ofsahrifnir
af íslenskum
rithöfundum
-flestum
Mikil gróska er í útgáfu á íslenskum skáldverk-
um erlendis, en fátt heyrir þjóðin af viðtökum.
Ef einhver hefur ætlað að það stafaði af því að
undirtektir erlendis væru dræmar þá er ekki
svo, eigi að taka mið af sænskum og dönskum
blaðadómum. Hér er stutt yfirlit yfir hvað sagt
var um einstök verk. Rétt er að hafa þann fyrir-
vara að ekki var hægt að tína allt til og sitthvað
hefur orðið útundan.
„Tímaþjófurinn heillar, gagntekur og hrífur," segja Skandinavar um
bók Steinunnar Sigurðardóttur.
Það þóttu mikil tíðindi þegar
tilkynnt var um væntanlega út-
gáfu á skáldsögu Ólafs jóhanns
Ólafssonar Fyrirgefningu synd-
anna í Bandaríkjunum og ekki
vöktu minni athygli þau ummæli
sem útgáfustjórinn sjálfur, Jason
Epstein, lét hafa eftir sér um verk
gulldrengsins: ,„Að mínu áliti gæti
Fyrirgefhing syndanna hafa verið
skrifuð af Strindberg eða Tsjekof á
yngri árum.“
EINAROG
EYJABÆKURNAR
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
ungum íslenskum rithöfundi hef-
ur verið líkt við erlenda skáld-
jöfra. Einar Kárason er trúlega sá
rithöfundur íslenskur af yngri
kynslóð sem mestrar alþýðuhylli
nýtur. Vinsældir hans eru einnig
miklar á Norðurlöndum. Þegar
sænskir og danskir gagnrýnendur
dæmdu Djöflaeyjuna var hrifning
þeirra svo mikil að þeir sáu ekki
ástæðu til annars en að líta til
tveggja bandarískra rithöfunda, fe
Rússa og Færeyings til að finna g
samanburð. |
Danskur gagnrýnandi sagði að |
ef hann ætti að líkja bókinni við 12
einhverjar aðrar kæmu fyrstu
bækur Erskines Caldwells upp í
hugann. Annar gagnrýnandi tók í
sama streng en nefitdi einnig nafn
Johns Steinbecks. Enn einn sagði
að bókin vekti upp minningar um
bækur á borð við De fortabte
spillemænd eftir William Heine-
sen. Sænskur ritdómari sagði bók-
ina um margt minna á bækur
Maxims Gorkts.
Gagnrýnendur spöruðu ekki
stóru orðin. „Ég held að það finn-
ist ekki neitt í samtíðarbókmennt-
um okkar lands sem jafnast á við
þennan dásamlega frjálslega
húmoríska frásagnarstíl." „Það
eru engir dauðir punktar í sög-
unni og maður skammast sín fýrir
að hlæja mitt í eymd söguper-
sóna.“ „Það er ruddaleg lífsgræðgi
sem einkennir bókina og maður
hrífst með.“
Flestir gátu um ungan aldur
höfundar, sem var tæplega þrítug-
ur þegar hann skrifaði bókina.
Einn gagnrýnandi setti saman-
semmerki milli Einars Kárasonar
og Einars Más Guðmutidssonar
og sagði: „Báðir segja frá á þann
hátt að maður sperrir augu og
eyru...
Þegar Gulleyjan kom út voru
dómar enn afar lofsamlegir.
Gagnrýnendur minntu á vinsæld-
ir Einars á (ávidi og einn þeirra
sagði að þar þætti jafnsjálfsagt að
kaupa bækur hans og brauð í bak-
aríinu. Hrifningarmóðurinn var
kannski ekki alveg jafn há-
stemmdur og effir fyrstu bókina
en margt fallegt var sagt: „Að
húmor geti tjáð allt eru gömul
sannindi sem hér eru staðfest."
„Án efa hundrað sinnum athyglis-
verðari lesning en bækur þeirra
ungu nútímahöfunda sem trúa
því enn að póstmódernisminn
hafi eitthvað að segja ímynduðum
lesendahópi.“ „Þegar Einar Kár-
son lýsir smáatriðum innan stór-
atburða gerir hann það á þann
hátt að maður hlýtur að bera
mikla virðingu fyrir rithöfundar-
hæfileikum hans,“ segir annar.
Nokkuð dregur úr hrósinu þeg-
ar kemur að þriðju bókinni í
flokknum, Fyrirheitna landinu,
enda ætti ekki að fara framhjá
neinum að hún stenst ekki fylli-
lega samanburð við þær fyrri.
Sænskur gagnrýnandi segir að
hún sé ólík þeim að því leyti að
hún geti ekki staðið sjálfstæð
heldur verði að lesa hana í sam-
„Stórkostleg og grípandi," var einkunnin sem einn hinna norrænu
gagnrýnenda gaf Náttvígi Thors Vilhjálmssonar.
Þokkalegtfyrir eldri krakka
OTTÓ NASHYRNINGUR
EFTIR OLE LUND KIRKEGAARD
★
••••••••••••••••••••••••
Barnaleikritið Ottó nas-
Ihyrningur, sem nú er
sýnt í félagsheimili
Kópavogs, er styttri útgáfa af
skemmtilegri sögu Ole Lunds
Kirkegaard um strák sem á töfra-
blýant og teiknar nashyniing sem
lifnar við. Nashyrningurinn sjálf-
ur er þó nánast aukaatriði (við
bíðum í nærri hálftíma áður en
hann sést í fýrsta sinn). Af þeirri
ástæðu hefði ég haldið að sýning-
in væri frekar fyrir eldri krakka,
sem geta fylgst með söguþræðin-
um og bröndurunum, — þeir
yngri vilja sjá Ottó gera aðeins
meira en að ganga um og borða
húfur.
Leikendur eru allir mjög hress-
ir í hlutverkum sínum, en þó er
Leífur Örn Gunnarsson sérstak-
lega sjarmerandi sem Toppur og
kemur fram eins og hann hafi
margra ára reynslu að baki. ]ó-
hanna Pálsdóttir er mjög fyndin
sem heyrnarlausa konan, frú Em-
ilfa, og Bragi Þór Einarsson bráð-
skemmtilegur sem lögreglustjór-
inn sem vill skipta um starf. Állir
hinir leika ágætlega á móti þess-
um þremur aðalpersónum. Leik-
mynd og búningar eru einnig lit-
rík og björt, en Ottó sjálfur ffern-
ur einkenniiegur útlits. Flestir
krakkarnir í kringum mig
spurðu, um leið og þeir sáu Ottó,
af hverju hann væri aðeins með
tvo fætur í staðinn fyrir fjóra.
Ekki gat ég svarað því.
Eitt sem skaðar þessa annars
ágætu sýningu er það að píanóið
er afar illa staðsett, sem gerir að
verkum að erfitt er að heyra í
söngvurunum fyrir hljóðfærinu
og þannig ómögulegt að segja
hvort lögin eru skemmtileg eða
ekki. Þetta verður að laga strax.
Það er ef til vill óheppileg til-
viljun að leikritið skuli vera sýnt á
sama tíma og Dýrin í Hálsaskógi
þar sem allir þekkja bæði söguna
og lögin. Hins vegar er miðaverð-
ið á Ottó helmingi lægra en í
Þjóðleikhúsinu, sem hlýtur að
teljast kostur.
Martin Regal
í kringum mig
spurðu afhverju
Ottó vœri aðeins
með tvofœtur í
staðinnfyrir fjóra.
Ekki gat ég svarað
því.“