Pressan - 15.04.1993, Síða 2

Pressan - 15.04.1993, Síða 2
PRESSAN FYRST & FREMST Fimmtudagurinn 15.apríl 1993 í ÞESSU BLAÐI Stuttur Frakki á sjúkrahúsi eftir að hafa verið ekinn niður á Laugaveginum 6 Yfirheyrsla yfir Hrafni Gunnlaugssyni 7 Árni Finnsson grxnfriðungur sendi Greenpeace skýrslur um einkahagi Hvala-Magnúsar 8 160 milljarða gat á lifeyrissjóðunum 9 Fjármálafyllerí íkringum áfengismeðferð 10 Tíska n íslenskar fyrirsxtur slá i gegn íNewYork Nýjustu fréttirafLeoncie Hverjir eru hvar? 12 Brynja fertug og aðrir stórviðburðir isamkvxmislífinu 14 Þórarinn Fldjárn svararMerði um Hrafnsmálið 16 Óbirturbókarkafli um Stein Steinarr Bókin um Hrein Friðfinnsson 18 Hin efnilega sveit Yucatan Síðasta ball Sálarinnar 19 Hverfispöbbinn Stutturfrakki 20 Cantona: Fótboltamaðursem getur ekki verið í liði Spekingarspá um úrslitakeppnina ihandbolta 21 Dagskráin eins og Hrafn vildi hafa hana Dagskráin eins oghúner 23 GulaPressan HEIMIR STEINSSON. Segir sig úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar Hrafnsmála. DAVÍÐ ODDSSON. Heimtaði að fá að vita hvaða krata- ráðherra talaði um „einkavinavæðingu". Heimir segir sig úr Siálfstæöis- flokknum______________ Hrafnsmál virðast ætla að taka á sig allar hugsanlegar og óhugsanlegar myndir. Nú sann- fregnum við að útvarpsstjóri, Heimir Steinsson, hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir áralanga aðild, væntanlega vegna framgöngu ráðherra flokksins í málefnum Ríkisút- varpsins síðustu vikur. Sjálfur vill Heimir hvorki játa þessu né neita, en samkvæmt upplýsing- um PRESSUNNAR er úrsagn- arbréf útvarpsstjóra dagsett föstudaginn 2. apríl, daginn sem Ólafur G. Einarsson veitti Pétri Guðfinnssyni formlega leyfi og réð Hrafn Gunnlaugs- son í hans stað. Aðrar heimildir PRESSUNNAR herma hins vegar að af því hafi Heimir ekki frétt fyrr en að morgni laugar- dags, J. aprfl,.svo ekki er hægt að fullyrða áð sú'sé ástæða úr- sagnarinnar. Nema náttúrlega Heimir hafi dagsett bréfið aftur í tímann, en það barst ekki í Val- höll Sjálfstæðisflokksins fyrr en miðvikudaginn 7. apríl. Þessi tilgáta var reyndar einnig uppi varðandi beiðni Péturs um leyfi — að hann hafi dagsett bréfið aftur í tímann til að hagræða stöðu Ólafs Garðars — en sjálf- ur neitar hann því staðfastlega. Jóhönnu fórnaö g miðnæturfundi Það varð uppi fótur og fit í kringum Davíð Oddsson for- sætisráðherra í Alþingishúsinu í síðustu viku, þegar fréttastofa útvarps hafði það eftir einum ráðherra Alþýðuflokksins að rétt væri að styðja tillögu stjórn- arandstöðunnar um rannsókn á „einkavinavæðingunni“ sem birtist í máli Hrafns Gunn- laugssonar. Davíð reiddist þessu ákaflega og gegndi Geir H. Haarde hlutverki sáttasemj- ara um tíma á meðan Davíð lét ekki eftir sér að yrða á krata. En svo sátu þeir Jón Baldvin Hannibalsson krísufund framyfir miðnætti sem lyktaði með því að Jóhanna Sigurðar- dóttir var leidd fram og látin játa að hún hefði viðhaft um- mælin. Þetta er afar óvenjuleg, ef ekki fordæmislaus, „fórn“ á einum ráðherra, sérstaklega þegar haft er í huga að Jóhanna var ekki eini krataráðherrann sem talaði svona. En í kjölfarið hafa þeir Jón Baldvin og Sig- hvatur Björgvinsson sagt op- inberlega að viðskipti Hrafns við Sjónvarpið væru nánast einkamál hans og því væri til- lagan tæplega þingtæk. Vorþing í uppnámi_______________ Allir vita að Hrafn Gunn- laugsson er valdamikill, en færri grunar eflaust að vesenið í kringum hann getur sett strik í reikning kjarasamninga. Vegna þess hversu seint er fram komin tillaga stjómarandstöðunnar um rannsókn á viðskiptum Hrafns við ríkið þarf að sam- þykkja afbrigði ffá þingsköpum til að málið komist á dagskrá á þessu þingi. Til þess þarf tvo þriðjuhluta atlevæða og þar með stuðning fjölda stjórnarliða. Hingað til hefur stjórnarand- staðan stutt slík afbrigði þegar stjórnin hefur þurft á því að halda í tímaþröng á vorin og lit- ið á það sem eðlilega kurteisi. Ef stjórnarliðar leggjast hins vegar gegn tillögunni um Hrafn — eins og allt bendir til — telur stjórnarandstaðan sig hvergi bundna af því heiðursmanna- samkomulagi sem hingað til hefur gilt. Það getur sett þing- störf á vordögum í mikið upp- nám og þýðir til dæmis að stjórnarandstæðingar geta drepið mál sem stjórnin þyrfti að leggja fram í tengslum við kjarasamninga. Og stjórnarand- staðan spyr: Er Hrafn Gunn- laugsson Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum svo mikils virði að öllum öðrum friði sé fómandi? Jónatan rannsak- qr Mikson_______________ Hjá embætti ríkissaksóknara er nú unnið fullum krafti að rannsókn máls Eðvalds Hin- rikssonar. Það er mikil vinna og víst að enn er langt í niður- stöðu. Það flýtir þó örugglega vinnunni að Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari hefúr fengið sér til halds og trausts Jónatan Þórmundsson, pró- fessor í refsirétti. Forstjóri Wie- senthal-stofnunarinnar, Efr- aim Zuroff, fór ffam á að skip- aður yrði sérstakur saksóknari í máli Eðvalds, en það er eflaust tilviljun að Jónatan var einmitt Borgarspítala stefnt og sótt um gjafsókn Aðalheiður Guðjónsdóttir, sem varð ekkja eftir að eiginmað- ur hennar, Amþór Sigtryggsson, lést á Borgarspítalanum eftir einfalda hálskirtlaaðgerð eins og PRESSAN greindi ítarlega ffá í byrjun febrúar, er um þessar mundir ásamt lögmanni sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, að stefna Borgarspítalanum vegna þessa máls og verður dómsmálið þmgfest 22. apríl. Að öllum lík- indum verður sótt um gjafsókn til dómsmálaráðherra í málinu. Verði gjafsóknin samþykkt mun ríkið greiða málskostnað en for- sendurnar eru að gjafsóknarhafi búi við þröngan kost og eða að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu. Fyrir hálfum mánuði fóru hins vegar fram vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi Reykjaness vegna hjúskaparmála Aðalheiðar og Am- þórs. Nokkm áður en hann lést höfðu þau skilið að borði og sæng til að ffeista þess að bjarga fjárhag fjölskyldunnar. Arnþór hafði skrifað upp á lán fyrir bróður sinn, sem hann var að fá í hausinn. „Þetta var bara leið til að láta ekki hirða allt sitt af sér á einni nóttu,“ segir Aðalheiður. Af þessum ástæðum óttast hún að Tryggingastofnun hafni beiðni sinni um bætur vegna skilnaðar- ins, en svar þaðan berst líklega í dag eða á morgun. „Ef Trygg- ingastofnun ríkisins hafnar beiðni minni mun hún dæma mig, prestinn og vitnin í hjú- skaparmálinu lygara. Það vita allir í kringum okkur á hvaða forsendum við sóttum um skiln- að að borði og sæng. Ég vil ítreka það að ég er fyrst og fremst að fara í mál við Borgarspítalann vegna þess að ég er ósátt við Aðalheiður GUÐJÓNSDÓTTIR Óttastað Tryggingastofn- un ríkisins hafni bótakröfu vegna hjúskaparstöðu sinnar og Arnþórs áður en hann lést. dauða Arnþórs. Fyrir utan það að missa manninn minn finnst mér blóðugt ef ekki verður tekið mark á mér og öðrum um hjúskapar- stöðu okkar.“ í 33. grein í lögum um stofhun og slit hjúskapar segir að takist aftur samvistir með hjónum sem skilið hafa að borði og sæng falli réttaráhrif skilnaðarins niður. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Aðalheiðar, er einfaldast að skýra þessa klausu með því að á meðan fólk er skil- ið að borði og sæng séu hjúskaparskyldurnar enn í fullu gildi þó það geti ekki giff sig. Ef að sama skapi hjón í slíkri hjúskaparstöðu taka saman aftur þurfa þau ekki að gifta sig. Hjónaband eigi held- ur ekki að ráðast af því hvort hjón hafa sama lögheimili. Ef nægi- legt væri að skipta um lögheimili til að losna undan hjónabands- skyldum væri skilnaður einfaldur. Hitt er svo annað mál hvort einhver vill vefengja það að þau Arnþór og Aðalheiður hafi búið saman, en slíkt krefst sönnunar af hálfu Tryggingastofnunar og gæti leitt til málaferla. sérstakur saksóknari í öðru ffægu máli seinni tíma — Haf- skipsmálinu. Þeir sem ekki skrifuðu upp á fyrir Hrain Tíu listamenn mótmæltu op- inberlega brottrekstri Hrafns Gunnlaugssonar af Sjónvarp- inu, en þeir voru fleiri sem leit- að var til og neituðu. Meðal þeirra ffegnum við að hafi verið formaður Rithöfundasambands íslands, Þráinn Bertelsson, sem neitaði eftir að hafa ráðfært sig við lögmann og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um málfrelsismál að ræða. Einnig var leitað til Einars Kárasonar, sem neitaði eftir þrýsting frá stjórnendum Máls og menningar, að sögn okkar heimilda, en bætti það upp að hluta með kjallaragrein í DV. Þá heyrum við að leitað hafi verið til Hjálmars H. Ragnars, for- manns Bandalags íslenskra listamanna, án árangurs. Eftir að listinn birtist var það haft eft- ir Heimi Steinssyni að tveir listamenn styddu hann í þessari deilu, þeir Þráinn og Thor Vil- hjálmsson. Hrafnsmenn leit- uðu ekki til Thors — „vissu lík- lega að það þýddi ekkert" sagði Thor við PRESSUNA — en Þráinn og Hrafn hafa lengi eld- að grátt silfúr. Það gerir stöðu Þráins erfiðari að hann á þessa dagana í samningum við Hrafn um gerð sjónvarpsmyndarinnar Sigla himinfley, sem ffestað var í fyrra vegna launadeilu milli leikara og Sjónvarpsins. Ekki-stólaskipti Eftir nokkurra vikna bolla- leggingar um stólaskipti í ríkis- stjórninni er líklegt að útkoman verði hálfgerð ekki-ffétt. Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn, en forystumenn í stjórnar- liðinu segja þetta vitað núna: Engar breytingar verða hjá Sjálfstæðisflokknum, þótt Dav- íð Oddsson hafi gjarna viljað sjá til dæmis Ólaf G. Einars- son færa sig um set. Hann naut hins vegar verndar Þorsteins Pálssonar og eftir vendingarn- ar í Hrafnsmálum er enn erfið- ara að hreyfa við honum, enda pólitísk örlög Davíðs og Ólafs orðin rækilega samtvinnuð. Hjá krötum hafa engar ákvarðanir verið teknar, en allir eiga von á að Jón Sigurðsson fari í Seðla- bankann. Jóhanna Sigurðar- dóttir situr kyrr í félagsmála- ráðuneytinu, en að öðru leyti er allt óljóst um breytingar hjá krötum. Ekki er að vænta neinna ákvarðana fýrr en um þinglok. JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR. Játaði á sig „brotið" á miðnæturfundi í þinghúsinu. ÞRÁINN BERTELSSON. Neitaði að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Hrafn. ElNAR KÁRA- SON. Vildi skrifa undir listann, en skrifaði kjallaragrein í staðinn. THOR VILHJÁLMSSON. „Það þýðir ekkert fyrir Hrafnsmenn að tala við mig." JÓNATAN ÞÓRMUNDSSON. Til aðstoðar Hallvarði í Mikson-málinu. HRAFN GUNNLAUGSSON. Átökin um hann geta sett strik í reikning kjarasamninga. UMMÆLI VIKUNNAR Höfðu þeir svona lítiö aö lesa? „Ég sýndi ritstjórum Morgunblaðsins jafn- ffamt þetta bréf.“ Hrafn Gunnlaugsson trúnaðarvinur. Smáþjóðaleikar upplýsingafulltrúa „Við munum breiða úr okkur eins og við komumst upp með og á þessu stigi er að- eins hægt að segja að það muni kenna ým- issa grasa og að kynning okkar verði eins víðfeðm og aðstæður leyfa.“ Jakob Magnússon, keppandi á Dvergeyjaleikunum. Losnar maður þá við veiðisögurnar? „Ég held að það sé ekki um- ræðuhæft þótt menn fari einhverja daga og veiði lax.“ Sverrir Hermannsson, bankastjóri oa veiðikló. JÁ, MEÐ ÞYÍ AÐ SKJÓTA ALLA ÓFRIÐARSEGGI! „Þar á ofan eru flestar þessar bíómyndir bannaðar börnum, þannig að hálft grunnskóla- stigið getur ekki notið þess að sjá gubbað á skjáinn í skólatíma." Jónas Kristjánsson siðavöndur. En afnógu erþó að taka? „Halldór Blöndal er mér svo kær að ég vil ekkert illt segja um hann.“ Össur Skarphéðinsson ihaldsvinur. „NATO gæti í raun orð- ið ffiðarbandalag.“ Ólafur Ragnar Grímsson friðardúfa.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.