Pressan - 15.04.1993, Qupperneq 5
SKILABOÐ
Fimmtudagurinn 15.apríl 1993
PRESSAN 5
HELGIÞÓRÍBARÁTT-
UNNIVIÐ KANADA-
MENNINA...
Sem kunnugt er hefur
flHveríð mikil óánægja
með framgang kanad-
íska verktakafyrirtækisins sem
byggði flugskýlið stóra fyrir
Flugleiðir á Keflavíkurflugvelli.
Meðal undirverktaka hefur ver-
ið mikil óánægja með efndir
Kanadamannanna, sem þeir
telja að skuldi sér háar fjárhæð-
ir. Var svo komið að rétt áður
en skila átti húsinu var boðað til
fundar meðal undirverktaka til
að samræma kröfugerð. Var
það meðal annars að frum-
kvæði Helga Þórs Jónssonar
sem löngum hefur verið kennd-
ur við Hótel örk. Helgi er einn
þeirra sem áttu orðið inni tölu-
verðar fjárhæðir hjá Kanada-
mönnunum. Lyktir fundarins
urðu þær að Flugleiðamenn
samþykktu að ábyrgjast sjálfir
þær kröfur undirverktaka sem
sátt væri um. Nú er hins vegar
aftur risin upp óánægja meðal
undirverktaka sem segja að
Kanadamennirnir skuldi sér há-
ar upphæðir. Til samans eru
þær taldar á milli 50 og 70 millj-
ónir króna.
TEKJULAUST
FÉLAGMEÐ4
MILUÓNASTJÓRN-
UNARKOSTNAÐ...
»Eignarhaldsfélag Al-
I þýðubankans hélt að-
alfund sinn um dag-
inn og kom þá í ljós að á síð-
asta ári breyttist 65 milljóna
króna hagnaður 1991 í 36
milljóna króna tap. Árið ein-
kenndist annars af því að
helmingur hluthafa skipti á
bréfum sínum í félaginu fýrir
bréf f íslandsbanka, en félagið
stendur þó eftir sem stærsti
einstaki hiuthafmn í íslands-
banka. Og í sjálfú sér má segja
að þetta félag sé eingöngu til
utan um sinn 12,7 prósenta
hlut í Islandsbanka, því það
hefúr engar rekstrartekjur, að-
eins fjármunatekjur í formi
vaxta og verðbóta. Stjómarfor-
maður var á síðasta ári Ás-
mundur Stefánsson, fyrrum
forseti ASÍ, en nú hefur Jó-
hannes Siggeirsson tekið við.
Framkvæmdastjóri er Guðjón
Ármann Jónsson lögff æðing-
ur. En þótt eiginlegur rekstur
sé enginn hljóðuðu laun og
launatengd gjöld upp á 2 millj-
ónir í fýrra og annar rekstrar-
kostnaður upp á 1,8 milljónir
til viðbótar. Þar af var 1,1 millj-
ón vegna kostnaðar við aðal-
fund og hluthafafúnd og ferða-
kostnaðar stjórnarmanna
vegna stjórnarfúnda.
MYNDLISTASKÓLINN
Á AKUREYRI
KaupVangsstræti 16
auglýsirinntöku nýrra nemenda ffornámsdeild, málun-
ardeild og grafíska hönnun veturinn 1993-1994.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans,
Kaupvangsstræti 16.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24958.
Umsóknarfresturertil 15. maí.
Skólastjóri.
AF HVERJU AÐ BORGA MEIRA?
Þú sparar um 600 kr. að framkalla
hjá okkur miðað við næstu
framköllun. *
Filma
fylgir
hverri
framköllun
FRAMKÖLLUN - LITLJÓSRITUN
MIÐBÆJARMYNDIR
Lœkjargötu 2 - 8. 611530
* Sparnaður miðað við framköllun og
kaup á 36 mynda filmu.
Samvinnuháskólinn
- rekstrarfræði
Rekstrarfræðadeiid
Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því
að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-,
ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við-
skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam-
vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám.
Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og
stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfs-
mannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál o.fl.
Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið
er lánshæft hjá LlN.
Frumgreinadeild
Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskóla-
stigi, án tillits til námsbrautar.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar,
enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmála-
fræði. Einn vetur.
Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bif-
röst ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl.
Barnaheimili og grunnskóli nærri.
Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um
38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur.
Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans
á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar,
upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina
og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Þeir
umsækjendur ganga fyrir sem eru orðnir eldri en 20
ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Um-
sóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því
sem skólarými leyfir.
Samvinnuháskólinn á Bifröst
311 Borgarnes - sími 93-50000
Dpnaðu
augun
fyrir nýjum
valkosti!
Því skyldir |ni veija japanskan fólkstiíl eins og allir hinir,
þegar hægt er að fá ríkuiega úthúinn,
sex strokka amerískan fólksbíl fyrir lægra verð?
í Chrysler Saratoga færðu m.a.:
V6 3.0 lítra vél, 4 (irepa sjálfskiptingu, rafdrifnar rúður,
samlæsingar, hraðafesti, veltistýri og loftpúða í stýri.
Chrysler Saratoga V6 - frá kr. 1.698.000.- á götuna!
Kíktu við á Nýbýlaveg 2, eða hafðu samband í síma 42600.